Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 11
>AGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979.
11
samvinnu. „Okkur hefur verið sagt
að þeir hafi áhuga á að smiða DC-9
þotur hér,” sagði Ma en bætti því við
að hann vissi ekki hvort kínversk
yfirvöld væru fús að kaupa DC—9
þotur til eigin nota. Þoturnar eru
fremur litlar, tveggja hreyfla, og taka
um lOOfarþega.
Kínverjar hafa þegar pantað þrjár
Boeing 747 SP breiðþotur og hafa
möguleika á að panta tvær til viðbót-
ar. Þá er talið að þeir hafi áhuga á
Airbus breiðþotum sem framleiddar
eru í Evrópu en eru til muna minni en
Júmbóþoturnar.
Bifreiða- og flugvélaverk-
smiðjurnar i Shanghai eru báðar í
eigu Shanghai-borgar en eru undir
stjórn Pekingstjómarinnar vegna
mikilvægis þeirra fyrir þjóðar-
heildina. Auk þess þurfa allar fjár-
festingar sem nema hærri upphæð en
10 milljónum yuan, eða um tveimur
milljörðum króna, að fá sérstakt
samþykki áætlunarnefndarinnar í
Peking.
Það er því erfitt að segja um það
hvernig samningaviðræður standa
þar sem þær eru í höndum stjórn-
arinnarí Peking.
Ma kvaðst ekki vita til þess að
aðrar flugvélaverksmiðjur en
fram. Ef ágreiningsmál koma upp við
gerð þeirra verða stjómvöld að koma
til og skera úr þeim með skilgrein-
ingu.
Ef fjarvarmaveitur eru byggðar i
takt við húshitunarþörf á þéttbýlis-
stöðum Austurlands á árunum
1980—1984 má halda aflnotkun raf-
kerfisins í lágmarki með því að fram-
leiða topporkuna með svartolíu en
fjarvarmastöðvarnar noti afgangs-
raforku að öðru leyti.
Kosmaður við orkuöflun Austur-
lands með þessum hætti, fjármagns-
kostnaður vegna byggingar fjar-
varmaveitna innifalinn, er verulega
lægri en það sem nemur kostnaði við
lagningu rafhitunardreifikerfis og
byggingu suðausturlínu eða Bessa-
staðaárvirkjunar.
Verði ákvörðun um byggingu
Bessastaðaár tekin án þess að hag-
kvæmni áðurnefndra orkuöflunar-
valkosta sé reiknuð út og þeir bornir
saman verður að telja að stjórnvöld
hafi brotið margitrekaðar yfirlýsing-
ar um að hagkvæmnisathuganir skuli
jafnan fara fram áður en fé er veitt til
framkvæmda af þessu tagi.
Pólitískur
þrýstingur
hefur skapazt
Þá viljum við benda á það óheppi-
lega við að virkjanir séu færðar svo
nálægt framkvæmdastigi eins og
hefur verið gert við Bessastaðaá án
þess að hagkvæmni þeirra sé metin, í
samanburði við aðra valkosti. Mikill
fjöldi fólks heldur að bygging Bessa-
staðaárvirkjunar standi alveg fyrir
dyrum. Þetta skapar óeðlilegan póli-
tískan þrýsting á þessa framkvæmd
og mundi reyndar gera það hvaða
önnur virkjun sem ætti í hlut. í slíkri
stöðu er sú hætta alltaf fyrir hendi að
hinn pólitíski þrýsdngur verði það
mikill að ekki verði aftur snúið, jafn-
vel þó síðbúnar hagkvæmnisathug-
anir sýni að aðrir kostir séu hag-
kvæmari eins og á stendur. Því leggj-
um við áherzlu á, að umræddar hag-
kvæmnisathuganir séu gerðar nú
þegar og án frekari tafa.
Áhrif
orkuframkvæmda
á atvinnumál
Séu f>essi mál skoðuð frá hags-
munasjónarmiði Austfirðinga er aug
ljóst að fjárfesdngar i Bessastaðaár
virkjun og rafhitadreifikerfi eru nær
þrefaldar á við fjarvarmaveiturnar og
mun það að sjálfsögðu koma ein-
staklingum og fyrirtækjum á Austur-
landi til góða að einhverju leyti með
sköpun nýrra atvinnutækifæra
meðan virkjunargerðin stendur yfir. í
tökum og málsmeðferð, valda miklu
þar um. Markmið og ákvarðanatök-
ur kjósenda á stjórnmálavettvangi
verða því oft handahófskenndar enda
brenglar fastfylgni áróðursskipulags-
ins skoðanamyndun jxirra. Kjós-
endafylgi stjórnmálaflokka er því
sjaldnast mælikvarði á heilbrigð
markmið og stefnumótun þeirra
heldur ræður þar mestu um áróðurs-
tækni, fjármagn og skipulag. í þessu
felast margslungnar hættur fyrir
þjóðfélagið og núverandi lýðræðis-
skipulag getur ekki tryggt heilbrigða
skoðanamyndun í landinu.
En hvaða kröfur eru gerðar til
stjórnmálamanna? Eru þeir fyrir-
mynd að mannkostum og heiðarleika
eða bara venjulegir syndaselir með
mismunandi leikarahæfileika, eins og
Ólafur Thors heidnn orðaði það á
framboðsfundi í kjördæmi sínu?
Sumir segja að ákveðinn stjómmála-
foringi austan af landi liúei svo
skemmtilega að það sé unun á að
hlýða og um annan stjómmálafor-
ingja er sagt að hann sé ágætur af því
hann hafi enga stjórnmálaskoðun og
sé galopinn í báða enda. Báðir um-
ræddir stjórnmálaforingjar hafa þó
yfirburðakjósendafylgi í kjördæmum
sínum. Almennt fylgjast kjósendur
ekki nægjanlega með störfum þing-
manna á Alþingi og því byggist mat
kjósenda á starfshæfni þeirra að
langmestu leyti á framkomu þeirra i
fjölmiðlum. Pólitisk skoðanamynd-
un kjósenda getur því hæglega orðið
hin alvarlegasta sjálfsblekking.
Svo virðist sem marga þingmenn
skorti í ríkum mæli sjálfsaga og
hæfileika til að stjórna og samræma
pólitískar aðgerðir. Þingmenn verða
öðrum fremur að gera sér ljósa þá
miklu ábyrgð sem á þeim hvílir; að
þeir leysa ekki hin margslungnu þjóð-
félagslegu vandamál ef þeir búa per-
sónulega við sálræna sjúkdóma eða
• „Eru stjórnmálamenn fyrirmynd að
mannkostum og heiðarleika eða bara
venjulegir syndaselir með mismunandi
leikarahæfileika, eins og Ólafur Thors
heitinn orðaði það?”
Kínverskur vörubíll og reiðhjól i
Peking. Fólksbílar þekkjast varla.
McDonnell Douglas hefðu sýnt flug-
vélaverksmiðjunni áhuga. En eins og
áður er greint hafa fimm bifreiða-
verksmiðjur áhuga á bifreiðaverk-
smiðjunni í Shanghai, ein í V-Þýzka-
landi, tvær i Frakklandi og tvær í
Bandaríkjunum. Aðeins hafa verið
nefndar þær bandarísku en það eru
risarnir tveir, General Motors og
Ford. öll fyrirtækin hafa lagt fram
mjög flókin samningsdrög.
Hver verksmiðja gerir ráð fyrir
mismunandi eignaraðild og fram-
leiðslumagnið er einnig mismunandi.
Verksmiðjumar gera ráð fyrir fram-
leiðslu 150 þúsund bila á ári, 200
þúsund eða 300 þúsund bíla.
Markaðurinn fyrir bila í Kína er
mjög takmarkaður þannig að gera
yrði ráð fyrir útflutningi meginhluta
Farartækið er reiðhjól og jafnvel
„vöruhjól” sem gegnir sama starfi og
vestrænir sendibilar.
framleiðslunnar.
Verksmiðjan er 23 km utan við
Shanghaiborg. Ársframleiðsla bíla
þar er lítil á vestrænan mælikvarða,
framleiddir eru fjögur þúsund
Shanghai-fólksbílar á ári og á fyrri
hluta þessa árs er að auki gert ráð
fyrir að framleiddir verði þrjú
þúsund tveggja tonna vörubílar. Á
síðasta ári voru framleiddir 2500
fólksbílar og 5000 vörubílar í verk-
smiðjunni en alls vinna þar 2100
manns.
Samt sem áður er þetta helzta bif-
reiðaverksmiðja landsins. Eini fólks-
bíllinn sem framleiddur er annars
staðar er stór leiðtogabíll, fyrir ríkis-
leiðtoga og til notkunar fyrir erlenda
gesti.
_ Shanghai-fólksbillinn er algerlega
hannaður í Kína og hefur verið í
framleiðslu frá árinu 1958 og er lítt
breyttur frá fyrstu tíð.
í verksmiðjunni er hægagangur
mikill og margir hlutir i bilinn hand-
smíðaðir. Þar virðist litil hreyfing á
öllu, nema fjölda starfsmanna.
En þrátt fyrir einfaldleikann voru
margir erlendu gestanna hrifnir af
gæðum framleiðslunnar og ýmis
verkfæri, sem notuð voru við fram-
leiðsluna, þóttu vel gerð.
þessu sambandi verður þó að benda á
þau góðu áhrif sem bygging fjar-
varmaveitna hefur á atvinnulíf sveit-
arfélaganna. Þær má byggja í áföng-
um eftir þvi sem þörf krefur og
skapar því bygging þeirra stöðuga at-
vinnu sem að mestu leyti verður unn-
in af heimamönnum, gagnstætt því
sem reyndin er við byggingu stór-
virkjana. Auk þess verður að telja að
verði Bessastaðaárvirkjun byggð nú
verði núverandi rafhitunarstefnu
haldið áfram og fjarvarmaveitur úti-
lokaðar um alla framtíð.
Virkjun á Fljótsdalsheiði getur
hins vegar orðið næsti virkjunar-
áfangi á eftir Hrauneyjafossi þó
bygging fjarvarmaveitna á Austur-
landi seinki henni um nokkur ár.
Þegar litið er til þessa sést að hag
Austfirðinga er betur borgið með þvi
að byggja fjarvarmaveitur nú og
Bessastaðaárvirkjun seinna en byggja
Bessastaðaárvirkjun nú og sleppa
fjarvarmaveitum alveg.
Skipulagsmál
Jafnvel þótt hagkvæmnisathuganir
kynnu að sýna að þjóðhagslega sé
hagkvæmt að velja fjarvarmaveitu-
leiðina er ekki hægt að reikna með
því að þær verði byggðar að óbreyttu
skipulagi orkumála á Austurlandi.
Samkvæmt pólitískri ákvörðun hefur
raforka til húshitunar (bein rafhitun)
verið seld það langt undir kostnaðar-
verði. Verður að telja þetta höfuð-
ástæðuna fyrir því að sveitarfélög,
sem eigi geta virkjað jarðvarma, hafa
ekki sýnt frumkvæði til þess að koma
• ,,Ef fjarvarmaveitur eru byggðar í
takt við húshitunarþörf á þéttbýlisstöð-
um Austurlands á árunum 1980—1984 má
halda aflnotkun rafkerfisins í lágmarki með
því að framleiða topporkuna með svartolíu
en fjarvarmastöðvarnar noti afgangsraforku
að öðru leyti.”
Kjallarinn
Kristján Pétursson
alvarleg félagsleg vandamál. Enginn
má þó skilja orð min svo að ætlazt sé
til einhverrar sérstakrar fullkomnun-
ar á vitundarástandi þingmanna,
fremur en annarra þjóðfélagsþegha,
en nauðsynlegt er að gera þær kröfur
til þeirra að þeir hafi sæmUega heil-
brigða dómgreind og sjálfsþekkingu
en einangri ekki hugsun frá tilfinn-
ingum eða innsæi frá dómgreind.
Heilbrigð samskipti stjórnmála-
manna við aðra eiga öðru fremur að
byggjast á eigin reynslu og sannfær-
ingu en'ekki imyndaðri gervimennsku
sem oft einkennist af ótta og vanmati
ákringumstæðum.
Eiðar þingmanna
Sú staðreynd að stjórnmálamenn
kenna yfirleitt andstæðingum sinum i
pólitík um flest sem úrskeiðis hefur
gengið, en viðurkenna sjaldnast eigin
mistök, er dæmigerður skortur á
raunsæi og dómgreind. Öllum ætti
þó að vera ljós sú einfalda staðreynd
að enginn er fuUkominn og því verða
öllum á hvers kortar mistök. Af
hverju ekki að viðurkenna þau? í
þessu sambandi er rétt að benda á þá
staðreynd að þegar ráðherrar eða
þingmenn hafa setið fyrir svörum í
fjölmiðlum reyna þeir oftast að svara
flestum spurningnm enda þótt þeir
hafi stundum lula m enga vitneskju
um þau málefni sem um er spurt. Af
hverju ekki að viðurkenna þekking-
arskort fremur en að skýra rangt frá
eða jafnvel bulla eitthvað út í loftið?
Það verður að gera þá sjálfsögðu
kröfu til þingmanna að þeir skýri
hlutlaust og rétt frá staðreyndum og
hætti þeim hvimleiða og ódrengilega
ávana að þakka sér eða sínum stjórn-
málaflokki allt sem betur fer en til-
Kjallarinn
Jónas EKosson
sér upp fjarvarmaveitu og þannig
mun það verða ef ekki eru gerðar sér-
stakar ráðstafanir.
Þennan vanda hafa stjórnvöld
skapað og því ber þeim að hafa for-
göngu um að leysa hann. Um þessa
lausn þarf að skapa sem víðtækasta
samstöðu ríkisins og sveitarfélag-
anna.
Jónas Eliasson
prófessor.
einka andstæðingum sínum óvinsæl-
ar og ranglátar aðgerðir. Þessi ósann
indavaðall sumra þingmanna veldur
því að kjósendur vita stundum alls
ekki hverju þeir eiga að trúa enda eru
blekkingar þeirra stundum vandlega
,faldar. Kjósendur geta veitt þing-
mönnum nauðsynlegt aðhald, m.a.
með aukinni þátttöku í stjórnmála-
störfum og jafnframt með því -ab
fylgjast vel með störfum þeirraÁ AI-
þingi.
Þá ættu stjórnmálaflokkarnirf rík-
ari mæli en hingað til að opna starf-
semi sina almennt fyrir kjósendum
þar sem stefnumál og starfsemi
flokkanna væri rækilega kynnt.
Virðing almennings fyrir störfum Al-
þingis hefur farið þverrandi á undan-
förnum áratugum en slík þróun
grefur undan lýðræðisskipulagi þjóð-
arinnar, þ.e. veikir framkvæmda- og
löggjafarvaldið. Það er skylda hvers
íslendings að standa vörð um stjórn-
arskrá lýðveldisins og þar ættu þing-
menn að vera fyrirmynd annarra
enda fara þeir ásamt forseta íslands
með löggjafarvaldið. Sérhver þing-
maður vinnur eið eða drengskapar-
heit að stjórnarskránni. Við hljótum
því að gera þá eindregnu kröfu til al-
þingismanna að þeir vandi til fram-
ferðis síns í hvívetna og séu bundnir
við sannfæringu sína, sbr. 4. kafla
48. gr. stjórnarskrárinnar.
Kristján Pétursson
deildarstjórí.
1
✓