Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979.
...........
15
Vatn á myliu Kölska
ólafur Haukur Sfmonarson
Mál og menning 1978
Um jólaleytið í vetur kom út
athyglisverð skáldsaga sem að mínu
mati hefur ekki verið rædd sem
skyldi. Það var sagan Vatn á myllu
Kölska eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Eitt af því sem vakti athygli við
útkomu þessarar bókar var það að
hún var varla komin úr prentsmiðj-
unni þegar menn virtust á einu máli
um að þetta væri lykilróman um
sjónvarpið. Menn þóttust með
öðrum orðum þekkja ýmsa starfs-
menn sjónvarpsins í sögunni og hefur
væntanlega fundist að nú hefðu þeir
það staðfest á prenti hvað gerðist þar
innandyra.
Að vísu kann þetta vel rétt að vera,
svo langt sem það nær; það er að
segja að eitthvert fólk í sjónvarpinu
og víðar hafi orðið höfundinum
fyrirmyndir í þessari skáldsögu en
það er varla fréttnæmt. Einhvers
staðar verða allir höfundar að fá efni
í sögur sínar og það er óþolandi hel-
vítis fábjánaháttur að vera alltaf að
reyna að rekja allar sögur afturábak í
þann veruleika sem höfundurinn
mótaði verk sitt úr. Eins og kunnugt
er hefur þetta þó lengi verið vinsæl
íþrótt hjá okkar ágætu „bókaþjóð”
og markmið þeirrar íþróttar er aðeins
eitt. Það er að sleppa við að horfast í
augu við það sem höfundurinn hefur
framaðfæra.
Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig
að því hver komi svona vitleysu af
stað og það merkilega er að útgef-
endur þessarar bókar hafa eiginlega
ekkert þurft að leggja á sig til þess,
Það mun aðeins einu sinni hafa verið
látið að því liggja í auglýsingu frá
þeim að undir þessu sakleysislega
skáldsöguyfirbragði leyndust safa-
ríkarkjaftasögur.
Það sem hér ræður ferðinni er við-
horf „bókaþjóðarinnar” sælu til
bókmenntanna sinna og það viðhorf
hafa bókaútgefendur átt mestan þátt
íaðmóta.
Slúðurmarkaðurinn
Slúður í bókarformi hefur orðið
mjög góð söluvara á síðustu árum og
er það síst að undra í okkar litla þjóð-
félagi þar sem persónufróðleikurinn
blómstrar. Ég hef engar tölur yfir
allar þær bækur sem byggjast á
viðtölum við slúðurkarla og eru
seldar áhugamönnum um persónu-
fróðleik um hver jól en þær eru
ófáar. Nú hugsa ef til vill margir sem
svo að það sé hreint ekkert að því að
selja slúðurbækur ef þær eru það sem
„bókaþjóðin” vill helst lesa. Það sé
til dæmis ekkert verra en að selja
súkkulaði og svitakrem og annað því-
umlíkt — en málið er því miður ekki
alvegsvo einfalt.
Slúðurbókasalan verður alvarlegt
mál þegar það gerist að slúðurbæk-
urnar ganga fyrir góðbókmenntum
og úrvalsbókmenntir eru farnar að
seljast á þeim forsendum að þær séu
slúður. Það hefur tvímælalaust
óheppileg áhrif á lesendur að því leyti
að beina huga þeirra frá þeim boð-
skap og þeirri listrænu sköpun sem
vel unnin skáldverk geta veitt. Við
þessu er hins vegar fátt að gera því
hér er hið „vestræna” frelsi í veði —
í þessu ein einstaka tilfelli frelsi bóka-
útgefenda til þess að gabba menn til
að kaupa slúður á okurverði og telja
þeim jafnframt trú um að það hejti
þjóðlegur fróðleikur eða eitthvað
ennþáfinna.
I nafni frelsisins
Fölsun af þessu tagi bitnar yfirleitt
harðast á skoðunum minnihlutans og
þar af leiðandi róttækum skáldverk-
um. Það þarf heldur ekki að fara í
neinar grafgötur um það hvemig á
því stendur. Hver einasta bókaútgáfa
er háð markaðnum og það þýðir að
hún verður að bera sig. Þess vegna
vilja bókaútgefendur helst framleiða
það efni sem á sér flesta fylgismenn
,— er með öðrum orðum íhaldssamt.
Þetta sama efni hefur síðan aftur
áhrif á skoðanir lesendanna, stað-
festir þær og eykur þeim íhaldssemi.
Um leið fer fram nokkurs konar
„frjáls” „westrænn” heilaþvottur.
Það eru seldar hundrað slúðurbækur
og þær eru auglýstar sem: „ótrúlega
skemmtilegar”, „einstaklega fróð-
legar”,, „kitlandi djarfar” og
„einmitt eins og bækur eiga að
vera”. Þetta endar auðvitað með því
að allir eru farnir að trúa því að
bækur eigi einmitt að vera eins og
þetta rusl. Slíkur lesendahópur hefur
mikla tilhneigingu til þess að laga rót-
tæk skáldverk að sinni íhaldssömu
heimsmynd og ég er hræddur um að
Vatn á myllu Kölska hafi goldið þess
á stundum.
Slíkt etnú frelsi listamanna í okkar
ágæta lýðræðisþjóðfélagi. Þeir hafa
engin ítök í framleiðslutækjum og
verða að láta sér lynda að horfa upp á
hvaða skrumskælingu verka sinna
sem vera skal.
í orði og á borði
Það vill svo skemmtUega til að
bókin fjallar einmitt að stórum hluta
um þetta vandamál. Aðalpersóna
sögunnar heitir Gunnar Hansson og
er kvikmyndagerðarmaður hjá Sjón-
varpsstöðinni. Sagan greinir frá því
hvernig og hvers vegna aðstæður
Gunnars buga hann algjörlega. Það
sama er raunar að segja um Brand,
vin Gunnars og samstarfsmann sem
kemur mikið við sögu.
Þeir félagar eru að vísu ólíkir að
því leyti að Brandur hefur góða
starfsmenntun en Gunnar lélega.
Vinnuaðstæður á Sjónvarpsstöðinni
eru hins vegar þannig að það skiptir
engu máli. Sjónvarpið er afskaplega
sterkur fjölmiðill og ráðamenn eru
ekki á þeim buxunum að láta hvern
sem er vafstrast í því hvernig hann er
Bók
menntir
Krístján Jóh.
Jónsscn
notaður. Yfir þeim félögum drottnar
pólitiskur varðhundur sem stjórnar
af mikilli list og sannri „westrænni”
frelsisást. öllum er frjálst að lúta
skoðanakúgun hans og það er alltaf
látið heita svo að það sé einmitt það
sem þeir vilja. Fyrir þá sem ekki hafa
þegar lesið bókina má nefna það
þegar Gunnar fer þess á leit að fá að
gera sjónvarpsþátt um málefni
aldraðra. Björn Brandsson, yfir-
maður hans, segir að honum sé það
auðvitað frjálst og lofar þessa
óvæntu hugmyndaauðgi. Hann bætir
'því síðan við að hann viti einmitt um
93 ára gamla konu vestur í Dölum.
Að vísu kemur i ljós að hún er bæði
blind og heyrnarlaus en eru það ekki
einmitt vandamál ævikveldsins segir
Björn og geislar náttúrlega af
lýðræðisást.
Þannig eru hugmyndir þessara
manna útvatnaðar óg afskræmdar
þangað til ekkert lífsmark er lengur
með þeim og það kemur aldrei í Ijós
hvort þær hefðu getað orðið barn í
brók. Það verður ævistarf þeirra að
kvikmynda merarassa í Húnavatns-
sýslu og hitaveitu á Suðurnesjum og
að lokum verða þeir örugglega ekki
færir um neitt annað. Slíkt er nú
frelsi listarinnar og hlutleysi fjölmiðl-
anna í okkar ágæta þjóðfélagi.
Þeir Gunnar og Brandur skilja
aðstæður sínar ekki. í þeirra augum
er varðhundurinn Björn Brandsson
meira vandamál en eigendur þessa
sama hunds og þeim dettur aldrei í
hug að gruna íslenzkt stjómarfar um
skort á lýðræði. Persónulega eru þeir
líka háðir því sem skáldið lýsti svo vel
í kvæði forðum:
Því buddunnar lífæð í brjóstinu slær
og blóðtöku hverri er þar svarað,
svo óðar en vasanum útsogið nær
er ámóta í hjartanu fjarað.
Þeir þora ekki að kveðja það
öryggi sem mánaðarlegt launaumslag
frá því opinbera veitir þeim og knúnir
áfram af því hugleysi reyna þeir að
sætta fullkomlega ósættanlegar and-
stæður. Það er nefnilega ekki hægt
að skapa listaverk á vegum stofnunar
sem stjómvöld nota markvisst í þeim
tilgangi að viðhalda ríkjandi þjóð-
skipulagi. Þetta sjá menn hins vegar
auðvitað ekki á meðan þeir trúa því
að auðvaldið sé hin eina og sanna
vagga frelsis og lýðræðis í heiminum.
Sturlungar 1979
Bók Ólafs Hauks fjallar vissulega
um fleira en lífsþreytta menningar-
vita. Við fáum líka sýnishorn af iðn-
rekendum og stórbröskurum, þing-
mönnum og öðrum embættismönn-
um og við fáum að sjá framan í and-
stæðurnar í íslenzkri yfirstétt þar sem
annars vegar eru þeir sem standa á
igrunni gamallar hefðar og hins vegar
þeir sem hafa unnið sig upp eins og
tannlæknirinn Kári.
Þetta fólk er allt tengt og skylt.
Sagan gefur raunar þá mynd af
íslenzkri yfirstétt að hún sé samansett
af nokkrum fjölskyldum (ættum)
með sterk ítök á öllum meiriháttar
stöðum og saman ráði jtessar fjöl-
skyldur síðan lögum og lofum í efna-
hags- og menningarlífi landsmanna
rétt eins og á Sturlungaöld.
Sem dæmi um þetta má taka aðal-
persónu sögunnar, Gunnar Hansson.
Faðir hans, Hans Gunnarsson, er af-
skaplega dugandi kaupsýslumaður en
sonurinn Gunnar er örlagadrusla.
Þegar öll von er úti um að Gunnar
verði nokkurn tíma að manni er hann
drifinn á sjónvarpsnámskeið í Dan-
mörku og síðan fengið starf hjá Sjón-
varpsstöðinni enda hefur fjölskyldan
ítök þar. Þar kemur ræfilsháttur
hans líka að vissu leyti að notum fyrir
yfirstéttina. Því meiri druslur sem
ráðnar eru að Sjónvarpsstöðinni
þeim mun minni verða Ukurnar á
sjálfstæðu framtaki og vitrænu starfi
hjá þeim fjölmiðli.
Nú veit ég hreint ekki hvort þetta
stenst sem lýsing á okkar ii'slenzka
sjónvarpi. Til þess skortir mig
persónufróðleik. Ef það er hins vegar
þannig að hjá íslenzka sjónvarpinu
vinni fyrst og fremst súkkulaðibörn
íslenzkrar yfirstéttar þá skýrir það að
vissu leyti volæði þess fjölmiðils.
Þetta gæti lika verið skýring á því
hvers vegna sjónvarpið hefur aldrei
haft áhuga á starfskröftum íslenzkra
kvikmyndagerðarmanna en um það
vita þeir væntanlega meira en ég.
Ýmislegt
Þó hér hafi verið drepið á nokkur
atriði sem varða skáldsöguna Vatn á
myllu Kölska þá er hitt fleira sem
engin grein hefur verið gerð fyrir eins
og oft vill verða. Persónusköpun er
vönduð og það koma fram athyglis-
verðar hugmyndir um úrkynjun ríkj-
andi stéttar. Höfundarafstaða er hins
vegar dálítið skrýtin.
Gunnar Hansson er haldinn af
svartsýni og vonleysi sem virðist að
nokkru leyti stafa af forkastanlegum
ódugnaði hans og ræfildómi. Ólafur
Haukur deilir hart á Gunnar Hans-
son fyrir þetta en um leið er bók hans
sjálfs afskaplega svartsýn. Þar er
dregin upp samfélagsmýnd sem að
vissu leyti útskýrir og afsakar
svartsýni Gunnars um leið og deilt er
á hana. Þetta finnst mér dálítið
mótsagnakennt. Ef maður er á þeirri
skoðun að samfélagið gefi ekki tilefni
til annars en svartsýni og þunglyndis
þá er það ekki nema að litlu leyti rétt-
lætanlegt að rifast út af uppgjöf
;einstaklinga. Það er rökrétt að gefast
upp ef allt er tapað. Það er líka mót-
Isagnakennt að skrifa samfélags-
ádeilu sem boðar það að allt sé farið
til fjandans og ekkert meira um það
að segja. Ef það væri svo þá væri til
litils að vera að skrifa bækur.
Hvað sem þvi líður þá er þetta
jafskaplega áhugaverð skáldsaga og
leitt til þess að vita að hún skuli ekki
jhafa verið rædd meira en raun ber
vitni. Jafnframt er þessi saga einkar
ánægjulegar viðburður á rit-
höfundarferli Ólafs Hauks Símonar-
sonar og óskandi að hann haldi
áfram af þeim krafti sem einkennir
Vatn á myllu Kölska.
Kristján Jóh. Jónsson
t
A
nQI
dL
video
BROWNSVILLE STATION
VILLAGE PEOPLE O. FL.
Mickie Gee
á nú eftir
munið!
"pajama partý
SUNNUD. ll.mars
99
Penthusió
VERÐUR MEÐ KAFFI
Á BOÐSTOLUM
Munið söfnunina
"GLEYMD BÖRN 79,
giro nr. 1979 - 04
„Og virðum hið
westræna frelsi”