Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979. 23 BÆJARINS BEZTU Stutt kynning á þvf athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar bjóða upp á litvarp Sjónvarp — og útrýmingu nasista á Gyðingum D VfÐSJÁ - útvarp í kvöld kl. 22,55: Fjallao um sjónvarps- þáttinn HOLOCAUST í Víösjá í kvöld mun Friðrik Páll Jónsson fjalla um sjónvarpsþættina Holocaust sem sýndir hafa verið í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýzka- landi að undanförnu og vakið geysilega athygli. Holocaust þýðir brennifórn og átt er við hina skipulögðu útrýmingu sem nasistar framkvæmdu á Gyðingum. „Ég mun tala um þessa útrýmingu,” sagði Friðrik Páll, „og ekki síður um „rasismann”, þ.e. kenningar nasista um hinn hreina kynþátt. Búið er að gera margar myndir um þessa atburði áður en engin þeirra hefúr vakið slíka athygli sem þessi. Þátturinn hefur alls staðar vakið mikla athygli en þó hvergi eins og í Þýzkalandi. Síminn hefur ekki þagnað í þeim sjónvarps- stöðvum sem hafa tekið þáttinn til sýn- ingar því mjög margir hafa viljað koma á framfæri sinni eigin reynslu af þessu tímabili. Þá hefur lögreglan orðið að gæta þessara sjónvarpsstöðva vegna þess að mótmælendur hafa gert sprengjuárás á eina þeirra stöðva sem sýndu þáttinn. Friðrik Páll mun einkum fjalla um hinar sögulegu forsendur fyrir þessari útrýmingu. -GAJ- ... Úr Aguirre — reiöi Guðs. Klaus Kinsky fyrir miöju. Aguirre — reiði guðs. Leikstjóri Wemer Herzog. Gerð (Þýzkalandi 1972. Sýningarstaður: Tjamarfaió laugardag kl. 2. Aguirre er talin ein af merkustu myndum Herzog. Hún var tekin í Perú við mjög erfiðar aðstæður, m.a. þurfti Herzog að beina byssu að Klaus Kinsky, sem fer með eitt aðalhlutverkið, til þess að hann léti að stjórn. Myndin fjallar um leiðangur spánskra ævintýra- manna á flekum niður eftir Amazonfljóti í leit að hinni týndu gullborg EI Dorado. Einn leiðangursmanna gerir uppreisn og lýsir undirmann sinn keisara yfir Perú. Leiðir hann menn sína siðan í glötun. Myndin er undurfögur á að horfa og hljóðbandið er mjög vel notað, t.d. þagna fuglarnir alltaf þegar indíánar eru nálægir. Mynd þessi átti mikinn þátt í því að bera orðstír Herzogs út um allan heim og var m.a. sýnd samfleytt í 18 mánuði í París. Þá þykir rétt að geta þess að í myndinni er tvisvar vitnað í íslendingasögurnar. Rakkarnir Leikstjóri: Sam Peckinpah. Gerð í Englandi 1971. Sýningarstaður: Hafnarbió. Aðdáendur Sam Peckinpah hafa ekki þurft að kvarta því undan- farið hafa verið sýndar þrjár myndir eftir hann í kvikmyndahúsum borgarinnar. Valdir vígamenn voru í Tónabió, Regnboginn er enn að gatslíta Convoy og þessa dagana er Hafnarbíó að endursýna Rakkana. Myndin fjallar um stærðfræðing og konu hans sem dveljast í grennd við enskt sveitaþorp. Nokkrir þorparar girnast konuna og lokka eiginmanninn á veiðar í því skyni að nauðga henni á meðan. Út frá þessum atburði verður eitt allsherjar blóðbaðsem er af mörgum talið eitt það viðbjóðslegasta í kvikmyndasögunni. Amin hershöf ðingi Leikstjóri: Barfaet Schröder. Gerð f Frakklandi 1973. Sýningarstaður: Fjalakötturinn, k vikmyndaklúbbur. Kvikmyndin Amin hershöfðingi er í senn fyndin og sorgleg. Amin leikur á als oddi fyrir framan kvikmyndavélina og áhorf- endur hlæja að uppátækjum hans en undirtónn myndarinnar er ömurleikinn og viðbjóðurinn sem viðgengst í þessu einræðisriki. {Háttalagi Idi Amins hefur löngum verið líkt við háttalag ofvaxins ibarns og er það eftirtektarvert í myndinni hvernig hann tekur her- 'mennina eins og þeir væru tindátar en ekki mennskir. Það er ekki síst merkilegt að sjá þessa mynd nú jiegar veldi hans er í mikilli hættu. Barbet Schröder er m.a. jiekktur fyrir sína fyrstu mynd More sem sýnd var í Gamla bíó, en Pink Floyd gerðu tónlistina við myndina. Innrás í eldflaugastöð 3 Leikstjóri: Robert Aldrichs. Gerð í USA1977. Sýningarstaöur: TónabkJ. Myndin er gerð eftir sögu Walter Wagner og fjallar um strokufanga sem leggja undir sig mikilvægt hernaðarmannvirki. Þeir krefjast m.a. að Bandaríkjastjórn birti leyniskýrslur um Víet- namstríðið sem innihalda „raunverulegar” ástæður fyrir þátttöku i þeim hildarleik. Aldrichs tekst að ná upp spennu, m.a. með ágætri notkun á „tjaldskiptingu,”, þ.e. sýnir fleiri en eina mynd í einu á tjaldinu. Þó að myndin geri ekki bitastæða greiningu á hernaðar- 'brölti Bandaríkjanna þá vekur hún upp spurningar um tilgang her- stöðvará íslandi. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. LEIKRIT VIKjjNNAR - útvarp íkvöld kl. 21,20: SNJ0M0KSTUR í kvöld verður flutt í útvarpinu leik- ritið Snjómokstur eftir Geir Kristjáns- son. Því var áður útvarpað 1970. Leik- stjóri er Helgi Skúlason en með hlut- verkin fara Rúrik Haraldsson og Þor- steinn ö. Stephensen. Flutningur leiks- ins tekur um 45 mínútur. Tveir aldraðir menn, Baldi og Líka- frón, standa í snjómokstri uppi á heiði. Þeir vita í rauninni ekki hvers vegna þeir eru þar — þeim var bara sagt að moka snjó og þar með að bill mundi taka þá þegar dagsverkinu væri lokið. Mennirnir tveir eru næsta ólíkir, annar lítt skrafhreifinn en hinn hefur frá mörgu að segja og er alveg ófeiminn við að láta álit sitt í ljós. Geir Kristjánsson er fæddur árið 1923 í Héðinsvík á Tjörnesi. Hann tók stúdentspróf á Akureyri 1943 ogstund- aði síðan nám í slavneskum málum og bókmenntum við Uppsalaháskóla og einnig las hann bókmenntasögu i Eng- landi og Frakklandi. Geir var einn af ritstjórum timaritsins Birtings. Smá- Fimmtudagur 8. marz 12.25 Vcðurfregnir. Fréttir.Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Þankar um umhverfi og mannlíf. Fyrsti þáttur: Þjóölíf og híbýli fyrri alda. Umsjón Ás- dís Skúladóttir þjóðfélagsfræðingur og Gylfi Guðjónsson arkitekt. 15.00 Miðdegistónleikan Fílharmoníusveitin í Vinarborg leikur „Appelsínusvituna”, hljóm- sveitarverk op. 33a, eftir Prokofjeff. Constantin Sivlestri stj. / Hljómsveitin Filharmonia leikur Sinfoníu nr. 5 i D-dúr eftir Vaughan-Williams; Sir John Barbirolli stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónlelkar. 16.40 Lagið mítt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.20 Otvarpssaga barnanna: „Bernska í byrjun aldar” eftir Erln Þórdisi Jónsdóttur. Auöur Jónsdóttir lcikkona les (11). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt málÁrni Böðvarsson flytur þátt- inn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.00 Vlð erum öU heimspekingar. Annar þáttur Ásgeirs Beinteinssonar um lifsskoðanir og mótun þeirra. Rætt við Jónas Gislason dósent 20.30 Frá tónleikum Sinfóniuhljómsveitar ts- lands í Háskólabiói. Stjórnandi: Jean-Pierre JacniUaL Einleikari: HaUdór Haraldsson. a. Prometheus”, forleikur eftir Ludwig van Beethoven. b. Pianókonsert nr. 4 i G-dúr op. 58 eftir Ludwig van Beethoven. — Kynnir: ÁskeU Másson. 21.20 Leikrit: „Snjómokstur” eftir Geir Kristj- ánsson. Áður útv. 1970. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Baldi.....................Rúrik Haraldsson Likafrón............Þorsteinn ö. Stephensen 22.05 Samleíkur I útvarpssal: Hafliði HaUgrims- son og ÞorkeU Sigurbjörnsson leika saman á selló og pianó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passiusálma (22). 22.55 Viðsjá: Friörik Páll Jónsson sér um þátt- inn. 23.10 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sagnasafn kom út eftir hann 1956 en auk þess hefur hann þýtt töluvert, bæði ljóð og laust mál, m.a. eftir Boris Past- ernak. Majukovski og Tsjekhov. Þá hefur hann samið nokkur leikrit og hefur útvarpið áður flutt eftir hann Daginn fyrirdómsdag 1951. -GAJ- ______________________________/ Mll CICBA Nú er sterka ryksugan ^ nllLrlolX ennþá sterkari... NILFISK ÍW SÚPER /r NÝ SOGSTILLING: Auðvelt að tampra kraftínn NYR SÚPER-MÓTOR: Áður óþekktur sogkraftur. NYR PAPPÍRSPOKI MEÐ HRAÐFESTINGU, ennþð stœrri og þjðlli. NÝ SLÖNGUFESTING: Samboðin nýju ... ^ f kraftaukandi keiluslöngunni ________________ NÝRVAGN: Sterkari, stöðugri, liprari, auðiosaður istígum. sogorka í sérflokki Ofantaldar og flairi nýjungar auka enn hlna sigildu verðleika Nilfisk: efnisgæði, markvisst byggingariag og afbragðs fylgihkití. Hvert smð- atriðl stuðlar að soggetu i sórflokki, fullkominni orkunýtíngu, dssma- lausri andingu og fyllsta notagHdi. Jð, svona er Nilfisk: Vönduð og tæknilaga ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ðr eftír ðr, mað Iðgmarks trufkmum og tilkostn- aði; varanlag: til langdar ódýrust. iyi| CICIA heimsins bezta ryksugai 1*1 Iwll Stór orð, sem reynslan réttlætir. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. FYRSTA FLOKKS FRÁ jFOnix Hátúni — Sími 24420

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.