Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. 2 r Rafmagnsstrætó B.S. skrifar: Þegar ég fór að sigla til Englands árið 1934 man ég cftir því að um allar, götur borganna Grimsby og Hull lágu spor fyrir sporvagna, rafdrifna, sem tóku orku sína úr loftneti og teinum. Þessir vagnar runnu á stálhjólum og voru að sjálfsögðu bundnir við teinana sem lágu milli endastöðva. Þessir vagnar töfðu aðra umferð auk þess að vera háværir. Ég man ekki hvenær sú breyting varð að i staðinn fyrir sporvagnana komu strætisvagnnr sem ók" á venjulegum dekkjum og fengu orku s. - úr tveim loftlínum um löng sköft. Þessi löngu sköft gerðu vögnunum kleift að færa sig til á götunni og voru þeir því til miklu minni trafala en gömlu soorvagnarnir. Þessir vagnar voru að mig minnir nefndir Trolley busses. í öllum þeim skrifum um rafbíla sem ég hef lesið að undanförnu hef ég hvergi séð minnzt á þessa vagna og finnst mér það furðulegt því mikil reynsla er komin á notkun þeirra. Þessir vagnar þurfa ekki að hafa mikla burðargetu vegna rafgeyma sem svo endast takmarkað. Loftlínur fyrir slíka vagna yrðu sjálfsagt dýrar I uppsetningu en gætu hugsanlega borgað sig með tímanum. Ef umferða sérfræðingar vorir ætla hins vegar að setja rafgeyma og hjól undir hvern rass í landinu þá er þetta spjall aðsjálfsögðu marklaust. 4 1/2 mánaðar gamalt fóstur sýgur hér fingur sinn. Mannhelgi og lífsrétt- ur ófæddra bama Hannes Fr. Guðmundsson skrifar: Ófædd börn hafa eignazt málsvara á þingi. Þingmaður, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, hefur með frum- varpi til laga lagt til að fóstureyðing- ar vegna félagslegra ástæðna verði felldar niður, en sú heimild var tekin upp með lagasamþykkt á Alþingi 1975. Annars heimila núgildandi lög þrjár meginástæður til eyðingar fóst- urs: a) félagslegar b) heilsufarslegar og c) þungun sem afleiðingu af refsi- verðri hegðun (atferli). Þorvaldur Garðar hefur augljós- lega komið auga á hversu hættuleg félagslega heimildin er og að henni má beita i nánast öllum tilfellum þar sem móðirin telur fæðingu barnsins munu valda sér erfiðleikum. Þannig verða fóstureyðingar frjálsar í reynd. Raddir lesenda — líta beráfóstur- eyðingu sem mannsmorð Félagslegar Tökum sem dæmi 9. gr. laganna, lið b, um félagslegar ástæður: Eigi konan við að búa bágar heimilis- ástæður vegna ómegðar, fátæktar eða alvarlegs heilsuleysis annarra á heimilinu. Þarna heimila ómegð, fá- tækt og bágar heimilisástæður fóst- ureyðingu, en 71. gr. stjórnarskrár- innar gerir þjóðfélaginu skylt að ala og uppfræða börn séu þau vanda- laus, eða ef foreldrar geta ekki séð fyrir þeim. Eitthvað stangast þessar greinar á og er ekki að sjá að stjórn- arskráin geri ráð fyrir að vandamál sem þessi séu afgreidd með lífláti. Tölulegar heimildir bera órækt vitni um áhrif lagabrcytingarinnar 1975. Árið 1970 voru skráðar fóstur- eyðingar 109, árið 1975 rúmlega 300, árið 1976 362, árið 1977 447 og síðastliðið ár rúmlega 500. Hefðu fyllt 16 bekki Tökum árið 1978, hefðu þessar fóstureyðingar ekki átt sér stað og bömin fæðzt heilbrigð, sem vænta má að meirihluti þeirra hefði gert, hefðu þau fyllt a.m.k. 16 þrjátíu barna bekkjadeildir árið 1984. E.t.v. má hræra með þessar tölur, en það breytir ekki þeirri staðreynd að ís- lendingar ættu hægt með að ala önn fyrir þessum einstaklingum og undir venjulegum kringumstæðum er mannslífið metið dýrt. Með félagslegum ráðstöfunum 'hlýtur þjóðfélagið að geta upphafið félagslegar ástæður til fóstureyðinga og veitt þessum ófæddu börnum líf og eins og Þorvaldur Garðar orðar það; „Hvað væri háleitari hugsjón en að þjóðin setti sér á þessu ári það markmið”. Getnaður er afleiðing vísvitandi at- hafnar og það hlýtur að vera lág- marksábyrgð foreldris að taka af- leiðingum gerða sinna og fæða og ala barn sem þannig er getið. Siðferðislega óverjandi Ýmis öfl í þjóðfélaginu hafa haft áhrif við tilbúning laganna um fóstureyðingu, þ.á m. kvenréttinda- hreyfingin. Barátta þeirrar hreyfing- ar fyrir jafnrétti kynja í orði og á borði er hverjum hugsandi manni sönn og þörf, þjóðhagsleg og sið- ferðisleg nauðsyn, en að blanda jafn- rétti og sjálfsákvörðunarrétti kvenna saman við rétt barnshafandi konu til að láta eyða þvi lífi sem kviknað hefur við vísvitandi athöfn hennar er fásinna og siðferðislega óverjandi. Ein er sú stétt sem mikla ábyrgð ber i þessu máli, læknastéttin, fram- kvæmandi þessara aðgerða. Mann þekkti ég, merkan á sinni tið, aldurhniginn, örþreyttan og farinn að heilsu. Er hann háði dauða- stríðið settu læknarnir hann i vélar sem framlengdu dauðastríð hans í fullkomnu tilgangsleysi og sviptu þannig hinn aldna ágætismann virðingu dauðans og rétti sinum til að deyja þegar kallið kom. Engum var þetta til góðs, en skýringin á atferli læknanna er læknaeiðurinn. Genfarheitið Litum á svonefnt Genfarheit lækna sem samþykkt var á allsherjar- þingi Alþjóðafélags lækna í Genf í september 1948. Þar segir m.a. í einni grein; ,,Ég heiti því að virða mannslif öllu framar, allt frá getnaði þess, enda láta ekki kúgast til að beita læknisþekkingu minni gegn hug- sjónum mannúðar og mannhelgi”. Sannarlega virðist þessi eiður gleymast þegar kemur að þvi að rífa vaxandi mannveru úr móður lifi og lífláta hana. Athygli vekur stefna hinnar ís- lenzku kirkju, ég segi stefna, ekki af- staða, því stefnan er þögn og þögnin felur afstöðuna, eða hvað segir bisk- upinn yfir íslandi? Mannslífið er hinni íslenzku þjóð dýrmætt, fámennri þjóð miklu dýr- mætara en allar félagsl.egar ráðstaf- anir til að uppræta félagslegar ástæður til fóstureyðinga, en það sem mestu máli skiptir er þó lífsréttur hins getna, en ófædda barns og það »r sá réttur sem hið háa Alþingi á að virða öllu fremur. Og ég lýk þessari grein með því að fullyrða að menn framtíðarinnar munu líta á fóstureyðingu sem mannsmorð og fyrirlíta slíkt jafn- ákaft og menn nú fyrirlita útburð barna í fornum sið. Oft koma I Ijós miklar skemmdir i malbikinu þegar þiðna tekur eftir mikla snjóa. Ekki bara nögk unum að kenna — heldurlíka saltinu S.Þ. hringdi: Ég er alveg sannfærð um að það er ekki eingöngu nagladekkjunum að kenna hvernig malbikaðar göturnar fara yfir veturinn. Ég bar nefnilega salt á tröppurnar hjá mér nýlega og núna þegar sólin er tekin að skína, þá kemur í ljós að steypan er bókstaf- lega að molna á brúnum trappanna. Þess vegna held ég að það geti eins verið saltinu sem borið er á götur bæjarins að kenna, hvernig komið er fyrir þeim. Hornskakkir veggir — skakkt gólf og skakkar hurðir Lesandi hringdi: ,,Ég ætlaði að fara að viðarþilja borðstofuna hjá mér og kom þá í ljós að einn veggurinn var 8 mm styttri frá gólfi upp í loft við eitt hornið heldur en við næsta horn. Eins og gefur að skilja er heldur ófýsilegt að þilja slíkan vegg, sérstaklega þegar þiljurnar liggja þvers, því það mynd- aðist 8 mm bil niður við gólfið á einum staðnum. Fór ég því að athuga nánar horn, veggi og gólf í ibúð minni. Kom í ljós að ein hurðin var 6 mm hærri lamamegin og önnur 8 mm hærri skráarmegin, þannig að önnur opnast alltaf óbeðin og hin lokast ósjálfrátt á hæla mér. Einnig man ég eftir að eitt sinn bilaði vatnslás i eld- húsvaskinum hjá mér. Vatnið rann niður á gólf og leitaði allt út á mitt gólfið. Kom því í Ijós að gólfið var skakkt.” Nú langar mig að spyrja hver beri ábyrgð á slíkri vinnu. Er ekkert eftir- lit haft með þvi að svona lagað geti ekki gerzt, eða sé að minnsta kosti lagað áður en íbúðin er seld, ef þetta kemur fyrir? Og hvernig i ósköpun- um getur svona lagað gerzt? DB hafði samband við byggingar- fulltrúa Reykjavíkurborgar, Gunnar Sigurðsson, og sagði hann okkur að ekki væri unnt að hafa nákvæmt eftirlit með slíku. Sagði hann að svona lagaö gerðist yfirleitt á þann hátt að slegið væri vitlaust upp eða steypumót væru of veikburða. Mun því húsasmíðameistari ábyrgur fyrir svona skekkju. Einnig gæti komið til þjösnaskapur þegar steypu væri komið í mótin og þau skekkst af þeim orsökum. í því tilviki, sem er mjög sjaldgæft, væri ábyrgðin sennilega hjá múrarameistaranum. Ef slík skekkja kemst upp áður en múrað er er hægt að laga hana í múrverkinu. Einhverjum erfiðleikum mun það þó háð. Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Deilur verkalýðsfélaga — launabarátta Sóknarkvenna Sóknarkona skrifar: Ég er Sóknarkona. Kannski ekki ein af þessum „virku” sem stöðugt halda uppi rifrildi á fundum, en ég sæki fundi og fylgist með. í vetur höfum við átt í launabaráttu og ég verð að segja að mér finnst framkoma þeirra sem kalla sig rót- tæka fyrir neðan allar hellur. Á fundi i janúar fylktu liði Eik, KML, fylk- ingin og Rauðsokkur og gerðu allt sem hægt var til að hleypa upp fundi. Á næsta fundi kom svo fram að for- sprakkarnir voru nær allir skirteinis- lausir. Neisti, Verkalýðsblaðið og jafnréttissíða Þjóðviljans stóðu hlið við hlið i því að reyna að tæta Sókn 1 sundur. Ekkert annað verkalýðsfélag er nefnt. Á ekki Félag starfsfólks í veitingahúsum í vinnudeilu. Er eitt- hvað komið peim til hjálpar af þessu fólki? Hvað er kaupið þar? Hvað með Verzlunarmannafélagið? Vita þeir ekkert um það? Eða lðju? Er ekkert misrétti þar? Hvernig væri að Dagblaðið fengi nokkra kauptaxta og birti þá ásamt upplýsingum. Ég hef alltaf verið vinstri sinnuð, en ég verð að segja að vinnubrögð þessa fólks sem mest hefur hamazt í mínu félagi hafa valdið mér miklum von- brigðum, ekki sízt Þjóðviljans. Mig langar að lokum að spyrja þær fjórar sem mest hafa staðið fyrir upphlaup- unum í Sókn, þær Sigrúnu Huld, Heiði Baldurs, Jónu Gunnars og Margréti Ríkharðsdóttur. Þið dróg- ust ákaflega að Akranessamningun- um í janúar, en gerðuð allt til að fella okkar samninga, sem voru okkur miklu hagstæðari, í febrúar. Af hverju? Mig langar að vita það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.