Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. 9 Erlendar ■ wa lATA-menn ósammála Fulltrúm Alþjóðasambands flugfé- laga, IATA, tókst ekki í gær að komast að samkomulagi um hækkun flugfar- gjalda til að mæta auknum eldsneytis- kostnaði. Fundinn, sem haldinn er í Genf i Sviss, sitja 65 manns. Þeir eru flestallir sammála um að hærri fargjöld séu bráðnauðsynleg til að mæta verð- hækkunum á eldsneyti síðustu daga, en greinir á um, hve mikil hún skuli vera. TÍSKU SYNING T Herrahúsinu Bankastrœti laugard. kl.11-11.30 Vel vopnum búið herlið Egypta er sagt stefna að lýbisku landamærun- um vegna ólgu í öðrum Arabaríkjum eftir að friðarsamningurinn við ísraelsmenn var undirritaður. Hálf- opinbert málgagn egypzku stjórnar- innar Al-ahram, skýrði ekki frá þessum herflutningum í morgun. Heimildarmaður í egypzka varnar- málaráðuneytinu sagði að þörf væri á að efla varnirnar á landamærunum sem liggja að Lýbíu, þar eð fjand- menn væru að styrkja lið sitt þar. Libýustjórn er einn harðasti and- stæðingur friðarsamninga ísraels og Egyptalands og ásamt Sýrlendingum þeir sem krefjast harðastra gagnað- gerða á fundi utanríkis-ogviðskipta- ráðherra landanna i Bagdad Libýu- menn hafa þó aldrei fengiz til að taka þátt í beinum stríðsniökum gegn ísraelsmönnum heldur liafa verið mestir í munninum. BANKASTRÆTI 7. SlMI 29122. Yasser Arafat hvetur til við- skiptabanns á Bandaríkin Yasser Arafat leiðtogi PLO samtaka Palestínuaraba krafðist þess að sett yrði viðskiptabann á Bandaríkin í refs- ingarskyni fyTÍr þátt þeirra í friðar- samningum ísraels og Egyptalands. Gerðist þetta i morgun á fundi utan- ríkis- og efnahagsráðherra arabaríkja, sem haldinn er í Bagdad. Ræða Arafats var ein sú harðorðasta sem hann hefur flutt gegn ísrael um langt skeið. Ráðstefnan hefur það að höfuðverk- efni að ræða leiðir til að refsa Egyptum fyrir að gera einhliða friðarsamninga við ísrael. Tilkynnt var i Kairo í morgun að allar árásir eða tilraunir til árása á Egypta eða hagsmuni þeirra yrðu barðar niður með hörku. Hvaða aðgerðir verða ákveðnar gegn Egyptum á fundinum í Bagdad ræðst að mestu af afstöðu Saudi-araba til málsink. Þeir hafa um langt skeið veitt Egyptum mikla efnahagsaðstoð, sem þeir gætu fellt niður. Ekki er það þó svo einfalt því með því sköpuðu þeir sér andúð Bandaríkjamanna, sem hafa gefið þeim fyrirheit um að verja olíu- hagsmuni sína á Arabiuskaganum með vopnavaldi ef þörf krefji og þar með tryggja ráðamenn í Saudi-Arabíu gegn örlögum keisarans í fran. vor-sumar-og hausttískan lifandi komin! KÓRÖNA BÚÐIRNAR Ekkertfærnú forðað Bhutto Ekkert fær nú forðað Zulfikar Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra Pakistan frá gálganum nema náðun eftirmanns hans, Zia-Ul-Haq. Hæsti- réliur úrskurðaði í gær að krafa verj- enga Bhuttos um að réttarhöldin yfir ho|um hefðu verið ólögleg ætti ekki vi<ý rök að styðjast. Því væri engin ástæða til að efna til nýrra réttarhalda. Nú mun draga úr tónum sekkjapipunnar skozku á næstu árum. Svo mun nú vera komið að viðurinn sem þær eru gerðar af er á þrotum i heiminum. Heitir hann iben- holt. Saga þessarra pipa er meira en tvö þúsund ára gömul og margir eru þeir her- flokkar Skota sem skapað hafa sér ódauðlega frægð í orrustum þar sem þeir hafa ruðzt fram i opinn dauðann undir glæstum sekkjapipuhljómum. Bandaríkin: Geislarykið lekur enn út tveim dög- um eftir bilunina — Geislavirkni í Harrisburg f immtán sinnum meiri en eðlilegt er—kröf ur um að þungaðar konur séu f luttar af svæðinu umhverfis hið bilaða kjarnorkuver Geislavirkt efni er enn sagt leka frá kjarnaofni við Harrisburg í Penn- sylvaniu-fylki i Bandaríkjunum, tveimur dögum eftir að leki komst að öryggisbúnaði ofnsins. Geislavirkt efni hefur fundizt í andrúmsloftinu 32 kílómetra frá kjarnorkuverinu. Þetta mun vera alvarlegasta bilun sem orðið hefur í kjarnaofni í Bandaríkjunum. Vísindamenn voru önnum kafnir við að reyna að gera við bilunina og sjá svo um að þykkur steinveggur sem tryggja átti að geislavirkt efni kæmist ekki á brott gegni hlutverki sínu. Mikill hiti í kjarnorkuverinu, sem stafa mun af biluninni, olli þeim þó miklum erfiðleikum. Yfirvöld halda fast við þá fullyrðingu að al- menningi stafi engin hætta af geisla- virkum efnum. Geislavirkni er mjög greinUeg fyrir utan kjarnorkuverið, sem er í sextán kUómetra fjarlægð frá Harrisburg, sem er sextíu þúsund manna borg. Eins og áður sagði hafa merki auk- innar geislavirkni fundizt í 32 míló- metra fjarlægð. Bilunin varð á miðvikudag, þegar kælikerfi bilaði og kjarnakljúfur of- hitnaði með ofangreindum afleiðing- um. Ríkisstjórinn í Pennsylvaníu sagði á blaðamannafundi i gær að hann teldi enga ástæðu til neyðarráðstaf- ana og fólk gæti allt haldið áfram sinni daglegu iðju. Ernest Stenlass prófessor við há- skólann i Pittsburg, sem lengi hefur verið mjög gagnrýninn á kjarnorku- ver, sagði í yfirheyrslum hjá þing- deild í Washington, að flytja ætti allar þungaðar konur af svæðinu nærri kjarnorkuverinu. Einnig gæti geislavirknin haft skaðleg áhrif á ung börn og einnig matarbirgðir. Prófess- orinn sagði að samkvæmt mælingum væri geislavirkni fimmtán sinnum meiri en eðlilegt væri i Harrisburg. SýpingarsaJur Tegund Arg. Verð Rat 132 GLS 78 3,900 þús. Rat 132 GLS. 77 3.500 þús. Rat 132 GLS 76 2.900 þús. Rat 132 GLS 75 2.300 þús. Rat 132 GLS 74 1.800 þús. Bronco '66 1.550 þús. Mazda 818 78 3.100 þús. Nova 73 2.350 þús. Mazda 818 73 2.500 þús. Rat 131 Sp. 77 2.800 þús. Rat 131 Sp. 76 2.300 þús. Rat 131 Sp. station 77 3.400 þús. Rat 128 Ce 77 2.350 þús. Rat 128 Sp. 76 2.000 þús. Rat 128 75 1.200 þús. Rat 128 74 900 þús. Wagoneer '66 1.500 þús. Cortina 1300 74 1.700 þús. Cortina 71 900 þús. Toyota Corolla 77 3.100 þús. Rat 127 CL 78 2.400 þús. Rat 127 77 1.900 þús. Fiat 127 Sp. 76 1.700 þús. Rat 127 76 1.550 þús.' Rat 127 74 900 þús. Rat 125 P station 78 2.000 þús. Rat 125 P station 77 1.850 þús. fiat 125 P. 78 2.000þús. Rat 125 P. 77 1.700 þús. Rat 125 P. 76 1.550 þús. ( FlAT IIMKAUMSOO A llLAMOI DAVkJ SIGURÐSSON hf. SlOUMULA 3B. tlMI tMSI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.