Dagblaðið - 30.03.1979, Side 13

Dagblaðið - 30.03.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. Á æfingu með Víkingasveit lögreglunnar ■■ ATLI STEINARSSON Haukur Ólafsson, skot- og júdómeistari lögreglunnar var ekki að draga af þvi i jafnfætishoppinu. Þaö dugði ekki minna en hálf önnur hæð pollans. legur. í skýrslu sem ég er að senda lögreglustjóra um fyrsta mánuðinn kemur í ljós að súrefnisupptaka hvers manns hefur aukist úr 3 lítrum á mínútu i 3,5 litra. Þetta eru meðal- tölur og sýna því mjög almennt góða útkomu eftir 12 eða 13 æfingar. Með öðrum orðum má lýsa þessu aukna þreki svo að áður en æfingarn- ar hófust og liðsmenn Víkingasveit- arinnar voru fyrst þrekprófaðir, skilaði hópurinn ákveðinni vinnu með 150 hjartaslögum á mínútu. Sami hópur skilar sömu vinnu í dag með 140 hjartaslögum á mínútu. Þetta er góður árangur í 32 manna hópi því þetta er meðaltal. Ég ætla ekki að nefna nöfn, en einn þessara manna hefur súrefnisupptöku sem nemur 5.1 lítra á mínútu en það er á við þjálfaðan langhlaupara eða skíðagöngumann.” Ósvikinn áhugi Hilmar kvaðst hafa þrjár æfingar í viku með sveitinni og er henni ætið skipt í tvo hópa, því fleiri komast ekki fyrir. Á mánudögum er almenn liðkunarleikfimi. Á þriðjudögum eru úthaldsæfingar og á fimmtudögum sru styrkingaræfingar. Við vorum á styrkingaræfingu með þeim. Hún fólst í snöggum sprettum, klifri á handafli einu upp tvo kaðla samtímis, jafnfætishoppum yfir umferðarpolla sem stillt er upp með jöfnu millibili, hlaupum yfir 60—70 cm háar grindur sem settar eru upp með stuttu millibili og gólfæfingum, armbeygjum og réttu með láréttan líkama og ýmsum æfingum öðrum. ,,Ég get fullyrt að áhuginn er ósvikinn,” sagði Hilmar. „Hér mæta yfirleitt alltaf allir og hér slær enginn slöku við. Það er núna hægt að bjóða þessum mönnum æfingar, sem taldar hafa verið fyrir toppíþróttamenn eina. Enginn hefur helzt úr lestinni en ýmsir hafa liðkast, fengið bót stirð- leika í liðamótum og eymsli sem sumir hafa lengi kennt eftir gömul meiðsl hafa horfið. Sumir þessara manna nú taka 40 armréttur í rykk úr láréttri legu á grúfu eða 40 hopp upp í loftið úr krjúpandi stöðu. Éger mjög ánægður með árangurinn,” sagði Hilmar. Jú, strengir segja enn til sín Þorsteinn Alfreðsson, aðstoðar- varðstjóri, er aldursforseti Víkinga- sveitarinnar, 47 ára gamall. Hann gerir þó allt eins og hinir og á honum sannast að lengi lifir í gömlum glæðum. Þorsteinn var um árabil afreksmaður í kastgreinum frjáls- íþrótta, sem eru nokkuð ólíkar þessum æfingum. Hlaupinn er hringur eftir hring. í fararbroddi er fyrirliði mótorhjólasveitarinnar sem hefur úthaldsþrek á við langhlaupara eða sktOagOngumann i þjálfun. Sem gamall íþróttamaður er þekkir til þrekæfinga get ég ekki annað en dáðst að þreki þessara stórvöxnu og þungu manna sem nú ganga til slíkra æfinga. Þær eru ekki heiglum hentar. Þeir taka líka á og blása eins og hvalir og maður heyrir setningar eins og þessar í hléunum: „Hvað er klukkan?” „Hana vantar 5 mínútur í hálf." „Ó, ó þá er korter eftir.” En það korter er tekið með sama offorsinu og allur tíminn. Það óx heldur svitalyktin í salnum er á leið tímann en þær merkilegu upplýsingar fengust að meðalþyngd Víkinganna hefur ekki lækkað nema um eitt kiló á þessum mánaðartíma. Þegar þessi sveit er komin í fulla þjálfun á öllum sviðum á lögreglan harðsnúið lið sem er hæfara til að mæta hverjum þeim vanda sem að ber en áður hefur þekkst. „ . . . 18, 19, nei ekki rassinn upp!” Þannig mana Vikingarnir hver annan. Eirikur, Páll og Eiður fylgjast með. ,,Ég segi það ekki að strengir geri ekki vart við sig ennþá eftir sumar æfingar. En hér eru allir ánægðir og menn taka góðum framförum. Kenn- arinn er líka afbragð. Við erum hins vegar margir of þungir, þetta loðir víst við þjóðina. Ætli margir gætu ekki misst svona 10% af þunga sínum og verið betri eftir.” Sumir hafa gert grín að þessu og kallað sveitina „Strengjasveit” eða öðrum álika nöfnum. En þeir sem hafa fengið að reyna eina æfingu með sveitinni hafa jafnvel verið viku aðnásér. Þetta verður áreiðanlega ágætis KÍngasveit. -ASt. 7

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.