Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. a Útvarp 35 Sjónvarp I r------------------------------------------------\ SEGÐU ÞEIM AF WILLIE, sjónvarp íkvöld kl. 22.00: „ Vestri” með samúð- ina indíána megin Segðu þeim af Willie (Tell Them Willie Boy Is Here) nefnist bíómynd sjónvarpsins í kvöld Aðalhlutverkið leikur hinn frægi kvikmynda,,sjarm- ör” Robert Redford og í öðrum stórum hlutverkum eru Robeart Blake og Katarine Ross. í minni hlutverkum eru Susan Clark og Barry Sullivan. Sagan gerist í byrjun aldarinnar. Hún greinir frá lögreglustjóra sem eltist við Indíána af Paiute kynstofni upp um öll fjöll. Það sem Indíáninn hefur til saka unnið er að nema á brott unnustu sína og hafa hana með sér i óbyggðirn- ar. Redford leikur lögreglustjórann og Blake Indíánann. Báðir þykja sýna mjög góðan leik og leikstjórn Abra- hams Polonskys þykir mjög góð. Kvik- myndahandbókin gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum og segir að svo sé góðu handriti og leik- stjórn fyrir að þakka að myndin sé óvenjugóður vestri! Myndin er líka sérstök meðal banda- rískra bíómynda að því leyti að hún fjallar á óvenju samúðarfullan hátt um meðferð hvíta mannsins á Indíánum. Það er að segja, samúðin er með Indiánum, aldrei slíku vant. -DS. Indíáninn eltist við unnustu sína við erfiðar aðstæður. Blake og Ross í hlutverkum sínum í myndinni Segðu þeim af Willie. Föstudagur 30. marz 12.00 Dagskráin.Tónleikar.Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréítir. Tilkynningar. Viö vinnunarTónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Fyrir opnum tjöldum” eftir Grétu Sigfusdöttur. Herdís Þorvaldsdótt irles(13). 15.00 Miðdegistónleikan Ertska kammersveitin leikur „Vatnslitamyndir”, tónverk eftir Fredcrick Delius; Daniel Barenboim stj. / Felicja Blumental leikur með Fílharmoniu- sveitinni i Vin Pianókonsert í a-moll op. 17 eftir Ignac Paderewski. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Otvarpssaga barnanna: „Leynlskjaliö” eftir Indriða Úlfsson. Höfundur byrjar lestur- inn. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 Hákariaveiöar I Húnaflóa um 1920. Ingi Karl Jóhánnesson rasðir við Jóhannes Jónsson frá Asparvik; — annar þáttur. 20.05 Kammertónlist. Bruxclles trióið leikur Tríó í Es-dúr op. 70 nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven. 20.30 Um kvikmyndagerö á íslandi. Umsjónar maður: Karl Jeppesen. Fjallaðum kvikmynda- gcrðáhugamanna. 21.05 Frá tónlistarhátfðinnl 1 Berlin I september sl. Félagar i Fílharmoníusveitinni í Berlín leika: Cark) Maria Giulini stj. a. Sónata og Cansóna fyrir blásara eftir Giovanni Gabrieli. b. Concerto grosso nr. 5 eftir Francesco Geminíani. 21.25 í kýrhausnum. Sigurður Einarsson sér um þátt meðskringilegheitum og tónlist. 21.45 Kórsöngur: Uogverski útvarpskórinn syngur fjögur sönglög eftir Robert Schumann. Söngstjóri: Laszló Révesz. j22.05 Kvöldsagan: „Hcimur á viö hálft kálf- j skinn” eftir Jón Helgason. Svcinn Skorri Höskuldsson les(lO). 22,30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (40). 22.55 Bókraenntaþáttur. Umsjónarmaður: Anna ÓJafsdóttir Bjömsson. Fjallað um stíl og stílbrögð. 23.10 Kvöldstund meðSveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 30. mars 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir ný dægurlög. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefní. Um- sjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.00 Segió þeim af Willie. (Tell Them Willie Boy Is Here). Bandarisk blómynd frá árinu 1969. Aðalhlutverk Robert Redford, Robert Blake og Katarine Ross. Sagan gerist i byrjun aldarinnar og hefst með þvi að indíáninn Willie Boy nemur unnustu sina á brott og heldur með hana út í óbyggöir. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 23.35 Dagskrárlok. t-----------------------------v LEYNISKJALIЗútvarp í dag kl. 17.20: Dularfullir í-------;---------------------------------------------\ KASTUÓS — sjónvarp íkvöld kl. 21.00: Inngangan og veran í NATO „Fjallað verður um inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið fyrir þrjátiu árum og veruna í því núna í máli og myndum,” sagði Helgi Helga- son umsjónarmaður Kastljóssins í kvöld. „Rætt verður um ákvörðunina að aðildinni og atburðina við Alþingis- húsið 30. marz 1949. Talað verður við menn sem sátu á þingi á þessum tíma og menn sem tóku þátt í atburðunum utan húss. í þáttinn koma svo fulltrúi samtaka hernámsandstæðinga og frá Varðbergi — félagi vestrænnar samvinnu og skiptast á skoðunum um vcruna i bandalaginu í dag,” sagðí Helgi. -I)S. Mynd frá látunum á Austurvelli 1949. Myndin er úr Öldinni okkar, V____________________ J t------------------------------------------N UM KVIKMYNDAGERÐ AISLANDI - útvarp í kvSld kl. 20.30: Trésmiðurinn sem liggur yf ir fugla- myndum öll sumur ,,í þessum síðasta þætti mínum um kvikmyndagerð verður fjallað um þá sem taka kvikmyndir án þess að hafa það að atvinnu sinni,” sagði Karl V. Jeppesen sem er með kvikmyndaþátt í útvarpinu í kvöld. „Ingibjörg Haraldsdóttir sem skrifar um kvikmyndir í Þjóðviljanum byrjar þáttinn með því að tala um það gagn sem er að myndlistarkennslu í skólum fyrir fólk almennt og þörfina á listsköpun hjá mannfólkinu. Rætt verður við Kristberg Óskars- son sem fékk gullverðlaun á kvik- myndahátíð í Tjarnarbíói í febrúar fyrir mynd sína Listaverk. Þá verður rætt um æskulýð og kvikmyndagerð. Farið verður í Álfta- mýrarskóla þar sem er mjög öflug starfsemi í kvikmyndagerð og talað við krakkana, sem eru duglegust við þessa starfsemi. Kennari þeirra, Marteinn Karl Jeppesen. Sigurðsson, flytur einnig smápistil um þetta mál. Rætt verður við Magnús Magnús- son sem er trésmiður að atvinnu en liggur við það öll sumur að kvikmynda fugla og skordýr við Mývatn. Magnús hefur náð miklu af hljóðum fugla á segulband og fáum við að heyra brot af þessu og segir hann mönnum hvað er hvað,” sagði Karl. -DS. t Indriði Úlfsson skólastjóri á Akureyri byrjar í dag að lesa sögu sina Leyniskjalið sem útvarpssögu barnanna. Indriði var spurður um söguþráðog aldur Leyniskjaldsins. „Þetta er saga fyrir krakka svona 8 til 14 ára gamla. Söguþráðurinn snýst um dreng, sem þýr í kaupstað einum, þar sem hann verður fyrir þvi að vera þjófkenndur þegar peningaveski hverf- ur. Um sumarið fer drengurinn i vega- vinnu til afa síns sem er verkstjóri og kemur þar upp annað þjófnaðarmál og bendir ýmislegt til, að það sé tengt hinu fyrra. Bókin fjallar siðan um uppljóstr- un þessara mála. Leyniskjalið kom út 1967 og er fyrsta bókin min. Hun er jnfnframt sú fyrsta af þrem, þar sem II oddi Braga- son er aðalpersónan," sagði Indriði. ■ -l)S. Indriði Úlfsson skólastjóri. Smurbrauðstofqn BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 Fermingargjöfín í ár SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Sfmi 21355.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.