Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. 3 Óperuunnandi skrifar: Ég rakst um daginn á bréfkorn á lesendasíðu Dagblaðsins. Það bar yfirskriftina Barlómur óperusöngv- ara. Mér fannst lítið til þess koma og hugsaði ekki meira um það þá. Af einhverjum ástæðum fannst mér þó rétt að fram kasmi svar. Og er þá bezt að ég svari úr því að aðrir gera það ekki, enda þótt málið sé mér ekki skylt. Umrætt bréf er fremur óskipulega framsett, stutt og frasakennt. En það sem heizt má úr því lesa er í fyrsta lagi að óperan I Pagliacci eftir Lion- cavallo sé ekki svo erfið að orð sé á þvi gerandi og í öðru lagi að úr því að Þjóðleikhúsið flutti óperuna möglunarlaust, af hverju gerir íslenzka óperan það ekki líka? í 1 Pagliacci eru tvö hlutverk sem eru sérstaklega erfið raddlega og tæknilega. Það eru hlutverk Canios og Tonios. önnur hlutverk óper- unnar eru einnig vandmeðfarin, eink- um hlutverk Neddu, en þau eru létt- ari fyrir söngvarana. Bréfritari gerir einkum að umtalsefni hlutverk Canios og veitist að þeim óperu- söngvara sem með það hlutverk fer. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, myndlistarmaður, stýrimaður o. fl. Jónas hress að vanda Aðalsteinn Guðjónsson, Eskihlíð 14, hríngdi: Hann vildi koma á framfæri þakk- læti til Jónasar Guðmundssonar rit- höfundar fyrir frábært erindi sem hann flutti í útvarpið sl. sunnudags- kvöld. Taldi Aðalsteinn það taka fram öðru efni sem útvarpið hefur flutt á þessum tíma að undanförnu. Raddir lesenda taka viö skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, W. 13-15 alla virka daga. Margir kallaðir en fáir útvaldir Það er að mati bréfritara barlómur að segja að það hlutverk sé erfitt. Caruso og Canio Nátengt hlutverki Canios er og verður alltaf nafn Enrico Carusos. Það var hans langvinsælasta hlutverk og runnu Caruso og Canio stundum saman í eitt. Honum reyndist það þó enginn leikur frekar en öðrum að glíma við þetta hlutverk og ekki skorti hann raddmagn eða tækni. Af sendibréfum hans til konu sinnar má sjá að hann kveið mjög sýningum á 1 Pagliacci. Skal engan undra það þegar litið er á eftirfarandi lýsingu konu hans á því hversu mikið hann tók út fyrir að syngja Canio. Hún segir: Ég gat aldrei dæmt um með hve mikilli tilfinningu hann söng Vesti La Giubba nema ég stæði til hliðar á leiksviðinu. Ég vissi að hann gat snökt í fimm mínútur í búningsher- berginu eftir fyrsta þátt. Ég hef séð hann falla niður á leiksviðinu af því að yfir hann þyrmdi. Lotte Lehmann stóð til hliðar á leiksviðinu er hann söng Canio í Hamborg. Hún lýsir því svo i endurminningum sínum: Tárin runnu niður eftir andliti hans og svo útkeyrður var hann að hann gat varla staðið á fótunum. Lotte Lehmann var ein af fremstu óperusöngkonum þessarar aldar. Stöðu sinnar vegna i tónlistarheimin- um söng hún aðeins á móti fyrsta flokks söngvurum. Einn þeirra var islenzki hetjutenörinn Pétur Jónsson. Pétur Jónsson og Canio Pétur var virtur og vinsæll óperu- söngvari og söng mest í Þýzkalandi en alltof margir íslendingar virðast hafa gleymt þessum stórsöngvara. Pétur lét sér ekki allt fyrir bi jósli brenna, en í endurminningum sinum telur hann þó ástæðu til að taka fram að hlutverk Canios sé afar erfitt og ber þaö saman við titilhlutverkið i Wagneróperunni Lohengrin. Hann segir: Hlutverk leikarans auk söngvarans er miklu erfiðara i Bajazzo (I Pagliacci á ítölsku) en Lohengrin. Þegar Pétur kom heim til íslands fór hann að kenna með mjög góðum árangri. Einn nemenda hans var Magnús Jónsson. Magnús Jónsson og Canio Magnús varð síðar fastráðinn sem aðaltenor í 10 ár við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. Hann þarf ekki að óttast samanburð við kollega sina í dag frekar en áður. 1976 söng hann Don José 1 Carmen á fjölum Þjóðleikhússins. Tímaritið Ópera, eitt víðlesnasta og gagnrýn- asta óperutímarait í heimi, skrifaði Auðséð er að Magnús Jónsson stendur hcr i stórræðum og miklum átökum. DB-mynd Bj. Bj. um þessa óperuuppfærslu. Er það eini erlendi dómur gagnrýnanda um söng Magnúsar sem ég hef séð og að ég hygg eini dómurinn sem birzt hefur um íslenzka óperuuppfærslu i erlendu tímariti. Carmen fær þar all- sæmilega dóma en Magnús Jónsson þykir þar beztur, og fær mikið hól og að þvi er ekki hlaupið á þeim vett- vangi. Ég er þess fullviss að Magnús fengi ekki síðri dóma 1 þessu timariti fyrir túlkun sína á hlutverki Canios. Annars er dálitið merkilegt og jafn- framt skemmtilegt að greinin í Opera endar á þessum orðum: Að lokum hefðu kannski gamlir vinir og aðdá- endur Þorsteins Hannessonar, Covent Garden tenorsins frá fyrri hluta Fimmta áratugar þessarar aldar, gaman af að vita að hann er ennþá að sem tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins á íslandi. Þorsteinn Hannesson og Canio Þorsteinn söng Canio þegar Þjóð- leikhúsið flutti 1 Pagliacci fyrir mörg- um árum. Áðurnefndur bréfritari vill meina að þá hafi ekki verið talað um það í röðum óperusöngvara að hlut- verk þeirra væru erftð. Það er brosleg einföldun að gagnálykta þar af þegar haft er í huga hvaða ópera á i hlut. Þorsteinn starfaði þá við eitt af fremstu óperuhúsum í heimi. Hann var því vel á sig kominn þegar hann kom hingað en söngvarar eins og íþróttamenn þurfa að vera i stöðugri þjálfun. Og þegar hann söng hlutverk Canios söng hánn við opinbera stofn- un þar sem allt skipulag er í föstum skorðum. Aðstæður eru því mjög óiíkar í þessum tveimur uppfærslum. Ég efast reyndar ekki um að þrátt fyrir það myndi Þorsteinn taka undir það að Canio er með þyngstu tenor- hlutverkum sem skrifuð hafa verið fyrir dramatískan tenor. Við erfiðar aðstæður' réðst stór- huga fólk í flutning krefjandi óperu. Það lagði sig fram af einhug og út- koman varð glæsileg. Það fólk á allt annað skilið en ókurteisi og vanþakk- læti. íslenzka óperan: ég óska þér til hamingju með frumburðinn. HITACHI LHsjónvarpstækid sem faemennimir mæla meö Vilberg&Þorsteinn Laugavegi 80 símar10259-12622 Telurðu sanngjarnt að ráðherrar fái lán úr ríkissjóði til bila- kaupa? Baldur Kristjánsson: Mér finnst það algjör óþarfi og sanngjarnt að þeir kaupi bíla sína á sömu kjörum og al- menningur. Ég held að Vilmundur hafi hresst upp á fylgi flokks síns með þessum látum niðri í Alþingi. Axel Einarsson: Mér finnst betra að þeir fái lán heldur en frltt eins og hingað til. Annars er svarið nei. Ósltar Guðjónsson: Eg hef nú ekkert hugsað það en fljótt á litið finnst mór ekki óeðlilegt að það sé í llku formi og verið hefur. Þetta eru menn sem yfir- leitt eru stuttan tíma í starfi og þurfa mikið að nota bíl og þeir eru þjónar fólksins. Hilmar Árnason: Mig vantar lán og hefði gjarnan viljað njóta þessara kjara. Þegar einstaklingar geta ekki fengið slíka fyrirgreiðslu þá finnst mér engin ástæða til að ráðherrarnir fái hana. Ég sé ekki að þeir eigi að hafa nokkur forréttindi fram yfir Pétur og Pál. Einar Sigurðsson: Mér finnst það alveg sjálfsagt. Þeir verða einhvem veginn að lifa, þessigrey. Guðjón Sigmundsson: Mér finnst þaö alveg óraunhæft i alla staði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.