Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 32
»
TÍMATAXTIA SÍM-
TÖL í REYKJAVÍK
— Kemur í gagnið 1980-1981
Á símamálafundi í Hlégarði í gær- þess að greiða meira gjald. Þetta væri
kvöldi sagði simamálastjóri að „í hins vegar pólitísk ákvörðun”.
ráði væri að á höfuðborgarsvæðinu í morgun sagði Jón Skúlason við
kæmi tímataxti á símtöl, þ.e. aö fólk DB að að þessu hefði lengi verið
gæti ekki talað nema t.d. 5 mín. án unnið og allir ráðherrar símamála frá
Hannibal haft hug á. Lengi var allur
búnaður sem fannst of dýr. Nýlega
fannst lausn, viðráðanleg í verði.
Ráðherra hefur leyft pöntun og
heitið að vinna að því að tækin
fengjust án aðflutningsgjalda eins og
heimild er fyrir í lögum.
Búið er að panta, afgreiðslu- og
uppsetningartími er nokkuð langur
en timataxtinn fer i gang 1980/1981,
sagði Jón.
-ASt.
Búið er að taka yfirbreiðsluna af Lárunni eftir veturinn og f bliðviðrinu fyrr i vikunni voru þau hjðn að dunda i bátnum og hafa gert ýmsar endurbætur á honum siðan i fyrra.
DB-mynd R.Th.
Eina konan úr sjórallinu í fyrra fyrst til að skrá sig til keppni nú:
„Förum sennilega á rjómaþeytaranum”
„Helzt hefðum við viljað keppa á ör-
lítið stærri bát en síðast en báturinn
sem við höfðum augastað á, Svarti
prinsinn frá Shetland, er svo nýkominn
á markað að sennilega tekst okkur ek. i
að ná honum í tæka tíð og förun þá
væntanlega á Lárunni með „rjóma-
þeytarann” (utanborðsmótorinn),
sagði Lára Magnúsdóttir, er DB ræddi
við hana í vikunni.
Hún var eini kvenkeppandinn i
fvrsta sjórallinu og keppti ásamt
manni sínum, Bjarna Björgvinssyni,
á minnsta bátnum og þeim eina með
utanborðsmótor. Stóðu þau, báturinn
og mótorinn sig með mikilli prýði því
það var eini báturinn sem aldrei bilaði.
Lára og Bjarni fengu ekki nóg þrátt
fyrir veðráttuna í fyrra, því á Snarfara-
fundi í vetur, þegar hugsanlegir kepp-
endur voru beönir að skrá sig í næsta
sjórall, varð Lára fyrst til að rita nafn
sitt.
-GS.
Símamál Mosfellinga:
536 MILUÓNIR
TRYGGÐAR
Símamálastjóri fékk ósvikna
ádrepu hjá Mosfellingum í gær á
borgarafundi sem Junior Chamber
boðaði til. Einkum voru það öryggis-
málin sem Mosfellingar bentu á og
bar öllum saman um að lán hefði
verið að ekki varð manntjón í óveðr-
inu 8. marz. Bar mjög á góma tal-
stöðvar til öryggis er síminn bilar og
upplýsti Jón Guðmundsson oddviti
að hreppsnefndin hefði þegar keypt
talstöðvar á helztu öryggisstaði, s.s.
skóla, áhaldahús, rútur o.fl. staði til
að forða því að ástand eins og skap-
aðist 8. marz endurtæki sig.
Simamálastjóri varðist fimlega
með tölum sem ekki komu málinu við
en um síðir taldi hann alla ágalla í
símamálum alþingismönnum og ráð-
herrum að kenna, sem skertu framlög
til simamála svo að síminn gæti ekki
veitt þá þjónustu sem hann vill veita.
Voru þessi rök svör hans við öllum
spurningum síðari hluta fundarins og
þótti fólki sök stjórnmálamannanna
mikil.
Fram kom að i Mosfellssveit á af-
viknum stað er birgðastöð almanna-
varna. Þar eru geymd öll varúðar-
tæki til hjálpar ef eitthvað bjátar á
einhvers staðar. Almannavarnir
byggja samband sitt við birgða-
Jón Skúlason simamálastjóri á fund-
inum i gærkvöldi.
DB-mynd J.R.
stöðina á síma og þótti fólki það
vond tengsl ef á bjátaði.
Ráðherra mætti ekki en sendi að-
stoðarmann með skilaboð um að á
fjárlögum þessa árs væru tryggðar
462 millj. kr. til nýju símstöðvarinnar
og 74 milljónir að auki í línulagnir.
Og skilaboð ráðherrans voru að „það
væri svo geta Póst og síma hver fram-
kvæmdahraðinn yrði”. Skutu þessi
skilaboð þvert á orð símamálastjóra
um að allur seinagangur væri stjórn-
málamönnum að kenna. Slíkur
„tennisleikur” í orðum einkenndi
fundinn. -ASt.
V
Mótmælagangan i Njarðvlk og Keflavik i gær. DB-mynd Stgr. Lilliendahl.
Fnyk íKeflavík og Njarðvík mótmælt
Hreinsibúnaður
með sumrinu
Hópur kvenna og barna tók sig til komið sér upp fullkomnari hreinsiút-
í gær og fór í mótmælagöngu frá búnaði og hefur verið gerð pöntun á
Njarðvík að Fiskimjölsverksmiðj- honum af hálfu Fiskimjölsverksmiðj-
unni í Keflavík. Konurnar sem voru unnar. Ég legg áherzlu á að sá bún-
um hundrað talsins og úr Keflavík) aður verði kominn upp fyrir sumar-
og Njarðvík vildu með göngunni loðnuvertíð. Danir hafa lofað honum
mótmæla þeim fnyk sem yfir byggð-. með vorinu og vona ég að þeir standi
arlög þeirra leggur frá Fiskimjöls- við sitt og eins að menn hér í bænum
verksmiðjunni. standi við greiðslur á honum.
Jóhann Sveinsson heilbrigðisfull- Svona búnaður er mjög áriðandi
trúi i Keflavik var i morgun spurður þar sem lykt frá verksmiðjunni leggur
að því hvort eitthvað hefði verið gert nær alltaf annaðhvort yfir Keflavik
af hans hálfu til þess að knýja fram eða Njarðvík. Menn geta varla dund-
breytingar. „Frá þvi að ég hóf störf að sér úti í görðum sinum fyrir henni
höfum við lagt mikla áherzlu á úr- hvað þá annað. Ég er mjög ánægður
bætur. Fyrst var hugmyndin sú að með þátttöku kvennanna í göngunni
skorsteinn verksmiðjunnar yrði hækk- til styrktar þeirri sameiginlegu bar-
aður. En vegna óhagstæðrar vindátt- áttu að komið verði upp hreinsi-
ar hefur komið í ljós að það er ekki búnaði,” sagði Jóhann.
nóg. Danir til dæmis hafa hins vegar DS.
frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979.
Framsókn:
Tómas vill
fá ritara-
stöðuna
Tómas Árnason fjármálaráðherra
hefur blandað sér í baráttuna um
ritarastöðuna í Framsóknarflokknum,
ef svo fer að Steingrímur Hermannsson
tekur við formennsku af Ólafi
Jóhannessyni.
Aðrir, sem nefndir hafa verið, eru
Guðmundur G. Þórarinsson, Halldór
Ásgrimsson og Haukur Ingibergsson.
Tómas hefur verið gjaldkeri. Verði
hann ritari, eru hinir þrír nefndir sem
gjaldkeraefni, auk Ragnheiðar Svein-
björnsdóttur. -HH.
Meirihluti
með afnámi
tekjuskatts
— á almennar tekjur
Sjálfstæðismenn í allsherjarnefnd
snerust á sveif með alþýðuflokksmönn-
um í gær og lýstu stuðningi við þings-
ályktunartillögu alþýðuflokksmanna
um afnám tekjuskatts á almennar
launatekjur.
Við það varð til meirihluti i nefnd-
inni fyrirþessari tillögu.
-HH.
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Lokað fyrir
rafmagn
Nemendur og kennarar Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja sátu i gærdag nokkr-
ar mínútur í myrkrinu. Rafmagn var þá
tekið af skólanum vegna vanskila á
greiðslu. Að sögn Ingólfs Halldórsson-
ar yfirkennara skólans var þetta slys
sem stafaði af því að rafmagnsreikn-
ingar eru innheimtir með gíró-kerfi og
er þá lokaö jafnt á skóla sem einka-
heimili. Eftir að forráðamennskólans
höfðu gert rafveitunni orð um það að
von væri á peningum til að greiða
reikninginn með í næstu viku var opn-
aðafturfyrir rafmagnið.
DS.
Árekstur
hests og
bifreiðar
Um kl. 18.30 í gærkvöldi var Ár-
bæjarlögreglunni tilkynnt um árekstur
hjá Rofabæ við Bæjarbraut. Hafði
maður sem var þarna á hesti misst
stjórn á honum með þeim afleiðingum
að hann hljóp fyrir bíl. Datt maðurinn
af baki en slapp ómeiddur, hesturinn
slapp einnig ómeiddur en bifreiðin sem
var af Fíat-gerð skemmdist eitthvað.
-GAJ-
Xö Þa^s
y KaupiðV,
TÖLVUR
I* OG TÖLVUMR »1
BAN KASTRÆTI 8