Dagblaðið - 30.03.1979, Page 14

Dagblaðið - 30.03.1979, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. —Breið snjódekk—i G-60-14 ásamt 165 x 13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75RX 14 205/70RX 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600x15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hágstæðu verði GUMMiViNNUSTOFAN SKIPHOL Tl 35 - SÍMI31055 Munið frímerkjasöfnun GEÐVERNDAR Pósthótf 1308 eða skrífstofa féiagsins ■QEOVERNOARFtLAQ ISUN05I I Hafnarstræti 5, sími 13468. HVERAGERÐI Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðsmann í Hveragerði. Dppl. í síma 99—4577 og 91 — 2 0 8 iBLAÐIÐ OFFSETPRENTARI ÓSKAST Offsetprentari óskast til starfa. Upp- lýsingar gefur yfirverkstjóri. Prentsmiðjan Hilmir hf. Síðumúla 12. Hof — Ingólfsstræti ---------------GEGNT GAMLA BÓÍ Nýkomiö úrval afgarni, sérstœð tyrknesk antikvara. Tökum upp daglega úrval af hannyrða- og gjafavörum. Opið f.h. á laugardögum. Allar vörur til skíðaiðkana Atomic skíði Salomon bindingar Byrjendaskíði á kr. 7.620.- Skíðastafir — hanskar Gleraugu Opiðfrákl. 12 og 1—6 Opiðá laugardögum 4. Sportmarkaðurihn Grensásvegi 50 — Sími 31290 r Á yztu nöf f rumsýnt f kvöld í Sandgerði: Nýstárleg uppfærsla okipt um leikendur í hverjum þætti, þannig að þrír leika hverja persónu Landburður af loðnu og leiðinda- tíð aftraði Sandgerðingum ekki að færa upp sjónleikinn Á yztu nöf eftir bandaríska höfundinn Thornton Wilder, undir stjórn hins góðkunna leikara Gunnars Eyjólfssonar, sem lagt hefur mikla vinnu í verkið, bæði utan sviðs og innan, ekki sízt þegar hann var að brjótast í gegnum skafl- ana á æfingarnar, á leið sinni úr Reykjavík. ,,Ég hélt svei mér þá að það væri að koma ísöld, eins og einn þátturinn fjallar um í leikritinu,” sagði Gunnar, er við hittum hann að máli, „annars fjallar verkið um ham- farir, sem sífellt ógna mannkyninu, ísöld, flóð og styrjaldir. Að komast á yztu nöf getur átt sér stað í hvaða landi sem er. Söguþráðurinn gengur út á líf venjulegrar fjölskyldu í smábæ, að þessu sinni í Sandgerði.” Á yztu nöf var fyrst sýnt á Broad- way 1952 og vakti mikið umtal. Margir gengu út af sýningunni fullir vandlætingar og hneykslunar, en einn kunnasti leikdómari Bandaríkj- ana taldi þetta vera bezta sjónleik sém Bandarikjamaður hefði samið. Gunnar Eyjólfsson, sem stjórnaði sama verki i Þjóðleikhúsinu árið Gunnar Eyjólfsson leikstjóri með leikendum í verkinu Á yztu nöf f Sandgerði. 1959, fer allnýstárlega leið í upp- færslunni í Sandgerði. Hann skiptir algjörlega um leikendur í hverjum þætti, svo að það eru þrír sem leika hverja persónu, nema leiksviðsstjór- ann. ,,Mér finnst það áhrifaríkara,” sagði Gunnar, „svo gefur þetta fleirum tækifæri á að spreyta sig, því uppfærslan er einnig leikskóli fyrir áhugafólk.” Samtals koma því fram um 40 manns hjá þeim Sandgerðingum á frumsýningunni í kvöld. -emm. Krógasel á götunni — leitað að nýju húsnæði til tryggingar áf ramhaldandi rekstri Hópur foreldra setti á stofn for- eldradagheimili fyrir 5 árum, Króga- sel, í leiguhúsnæði að Hábæ 28. í vor rennur út 5 ára samningur sem gerður var í upphafi og eru foreldr- amir nú að leita að nýju húsnæði til að tryggja áframhaldandi rekstur heimilisins. í Krógaseli er pláss fyrir 20 börn í einu og dvelja þau þar ýmist hálfan eða allan daginn. Frá upphafi hafa verið um 65 börn á heimilinu um lengri eða skemmri tíma. Á heimilinu starfa að jafnaði 5 konur, ein þeirra matráðskona. Upp- bygging og skipulag dagheimilisins byggist á virkri þátttöku allra foreldra. Foreldrar sjá sjálfir um allan rekstur og fjármagna hann, þó með styrk frá Reykjavíkurborg. Að mati þeirra sem standa að Krógaseli sparast verulegar fjárhæðir í rekstri dagheimilisins vegna mikils ólaunaðs atvinnuframlags foreldra. -JH. REGLUGERÐ- ARRÍKIÐ Bruggun og sala bjórs er stór- háskalegt föndur sem leitt getur til rúmhelgradagadrykkju, barna- kendiría og vinnuslysa svo nokkuð sé nefnt. Tóbaksreykingar eru stór- háskalegar innan sem og raunar utan leigubíla. Stórháskalegt er að hafa veitingahús opin lengur en til ellefu þrjátíu virka daga því þá gæti fólk farið að drekka tegundina vín of seint á kvöldin sem aftur gæti leitt til þess að þetta sama fólk freistaðist til að sofa af sér vinnustundir sem væri bein atlaga að atvinnuvegunum, framleiðsluallsnægtaborðinu og þar með fjöreggi þjóðarinnar. Stór- háskalegt er og að hleypa fólki inn á veitingahús eftir klukkan ellefu þrjátíu um helgar af ástæðum sem ég þekki ekki en þykist vita að séu gagnmerkar. Öll þessi romsa er að einhverju leyti sönn og réttog það er líka satt og rétt að stórháskalegl er að rjúka út í frostkalda nóttina i nærbol einum fata. Skítugar skóreimar af götunni eru líka hættulegar, séu þær notaðar sem tegrisjur. Og fyrst þetta er allt svona skelfing háskalegt, er þá ekki langeinfaldast að banna allt saman heila gallið, allt frá bjór oní reimar? Eða hverja þessara hlutaætti að banna, hverja ekki og hvers vegna og hvers vegna ekki? Hvaða neyslu- varning ætti yfirleitt að banna og hvern ekki? Hvar verða mörkin dregin ef yfirleitt er hægt að draga einhver mörk? Hversu víðáttumikil svæði ættu landslög að ná yfir og hvaða svið eru utan ramma laganna? Augljós mörk Ég fæ ekki séð að hægt sé að miða við nema ein raunhæf mörk í þessu sambandi. Þessi mörk eru ósköp ein- föld og ættu að vera augljós hverjum og einum: Lög um boð og bönn ættu því aðeins að vera sett til að vernda hvern einstakling fyrir öðrum ein- staklingum en ættu ekki að vera sett til að vernda einstaklinginn fyrir sjálfum sér. Samkvæmt þessari línu ætti .allur áðurnefndi „stórháska- legi” varningurinn að vera leyfður til neyslu. Allt eru þetta hlutir sem menn hljóta að eiga við sjálfa sig hvort þeir nota, misnota eða nota alls ekki. Sumra þessara þátta er hægt að neyta án þess endilega stefna beinustu leið í glötun. Vitanlega er ávallt til það fólk sem aldrei getur komið nálægt nokkrum sköpuðum hlut án þess aðmi nota liann en það hljóta að vera takmörk fyrir þvi hvaða auðmýk- ingu og mannréltindalcysi þeir verða að þola sem neytt geta alls lags varn- ings sér að skaðlitlu vegna hinna. Ef til vill þykir einhverjum sem heldur kuldalega sé hér talað til þeirra minnihlutahópa sem eiga við of- og misnotkunarvandamál að stríða, eins og t.d. alkóhólista, en það er mín bjargföst sannfæring að ekkert mein, enginn misnotkunarsjúkdómur verði nokkurn tímann læknaður með því að þrengja eða banna framboö hins misnotaða varnings. Því aðeins er hægt að tala um lækningu að eftir- spurn þess sem áður misnotaði e-ð hafi minnkað eða aflagst. Þessi auð- mýkjandi bg því miður vaxandi til- hneiging í samfélaginu til að hefta framboð varasam^varnings er líkust þvi að Hans klaufi reyni að nema ill- gresi á brottu með því að klippa vel og vandlega af þvi stöngul, blöð og blóm en láti sig rótina (sem er undir yfirborðinu) engu skipta. Þar sem Hans sér ekki rótina er hann þess fullviss að hann hafi unnið á arfanum fyrir fullt og allt. Álika klaufsk eru bönn á framboði. Ef við hins végar færum öðruvísi að, öfugt við Hans og okkur tækist að vinna á rót meins- ins væri vandamálið leyst. Stöngull- inn, blöðin og blómin mættu þess vegna standa áfram.*Án næringar frá rótinni er útséð um örlög annarra • „Bannlöginögraíreynd til siðleysis”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.