Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. Ingimar Erlendur Sigurðsson — Fjall I þúfu, Letur, 119 bb. Sumar bækur láta svo litið yfir sér að þær beinlínis hverfa í hvitu pappírsflóðinu — einkarlega ef þær eru látlausar útlits. Slíkt held ég að hafi komið fyrir ljóðabók Ingimars Erlends Fjall i þúfu sem Letur læddi á markaðinn fyrir jól, en fylgdi henni ekki eftir með því brambolti sem stærri útgefendur geta leyft sér. Þetta er miður, því bókin er um margt eitt heillegasta Ijóðasafn Ingimars Erlends til þessa. Höfundur hefur undanfarin ár verið i miklum ljóðaham og sent frá sér kveðskap næstum árlega frá 1973 og notað til þess samvinnufélagið Letur í stað þess að vera upp á aðra kominn. Atburðir líðandi stundar og þjóðfélagsbreytingar hafa ekki haft ýkja mikil áhrif á skáldskap Ingimars Erlends. Veldi til- finninganna Þeim bregður jú fyrir — rauðsokkum, streituumræðum, opnaljóðinu, stúdentaóróa, en eru honum ekki tilefni mikilla hug- leiðinga — reyndar virðast þjóð- félagsmál vekja upp nöldursegg í skáldinu. f staðinn ræktar Ingimar Erlendur sinn eigin garð staðfastlega, upp á gamla mátann, og yrkisefni hans eru m.a. tjáning sjálfsins, gildi og veldi tilfinninganna og tilgangur lífsins. Hvað á skáld að gera í þessum heimi? er sú grundvallarspurning sem mikið af kveðskap Ingimars Erlends byggist á. Um öll þessi hjartans mál fjölyrðir skáldið ekki og fullyrðir minna, heldur setur Ijóð sin fram í formi stuttlegra skilaboða eða sam- viskuspurninga, og siðan er lesanda ætlað að íhuga þær og gera upp hug sinn gagnvart þeim. I fyrri Ijóðabók- um sínum var lngimar Erlendi jafnan mikið niðri fyrir, Ijóðin ólguðu og súrruðu, oft svo upp úr sauð og skáldið skrifaði helst í bálkum eða matarmiklum hendingum. í átt að kjarnanum Smátt og smátt hefur Ingimar Erlendur verið að sníða af og draga saman í ljóðum sínum og feta sig í átt að kjarnanum. í ,,Fjall í þúfu” er hvert ljóð nánast eins og „afórismi”, stutt og laggott en þó eins og samanrekið, — mikill kraftur leysist úr læðingi við nánari kynni. Á þessu formi hefur Ingimar Erlendur náð svo góðu tangarhaldi að surr Ijóðin virðast yrkja sig sjálf eða næstum því. Þegar höfundur er komir.náþað stig má hann gæta þcss að verða ekki Bók menntir 1 AÐALSTEINN INGÖLFSSON 1 eins og íþróttamaður í stökugerð sem er reiðubúinn að kasta fram hendingum við öll möguleg og ómöguleg tækifæri — þar sem inntak skiptir minna máli en rím og stuðla- kúnstir. Ingimar Erlendi er nefnilega dálitið hætt við að taka hið knappa form alla leið fram á ystu nöf: Gamla fólkið / gekk / til náða / og gleymdi / ekki / að slökkva / log / andi ljós (Andakt)”. Einfalt orðfæri Hér er á mörkunum að tilhlýðileg spenna myndist i samspili forms og inntaks, þannig að hægt sé að kalla niðurstöðuna „Ijóð”. Hins vegar er hið einfalda orðfæri skáldsins stórt atriði í bestu ljóðum bókarinnar, t.a.m. Farfuglar, Sköpun, Sláttur, Grátur, Gríma, Augasteinn o. fl. Ef grannt er skoðað, þá sýnast Ijóðin ntynda ákveðnar heildir — sú fyrsta l'jallar um orðið og sköpunina, önnur um trúna, sú þriðja um sorgina, sú fjórða um „fjallið og þúfuna” sú fimmta um ást og afbrýði og sú sjötta og síðasta virðist blönduð að efni. Ekki verður nein þessara heilda kölluð bálkur nema kannski sú sem gefur bókinni heiti og þykir ntér sá þáttur einna bestur. Fjallið og þúfan eru ekki auðskiljanleg eða varanleg tákn heldur síbreytileg eftir þörfum skáldsins og það er nt.a. óræði þeirra sem magna ljóðin. Kannski er fjallið lákn mikilfengleikans eða göfugleikans og þúfan boðberi hóg- værðar og lítillætis. Eða þá að fjallið er dramb og þúfan feimni. Möguleikarnir eru óteljandi. Auk þess bregður Ingimar Erlendur á leik, hlær að sjálfúm sér og þessum tákn- um sínum, þannig að lesandinn verður að halda vöku sinni i lestrin- um. Forsíðumynd Sigrid Valtingojer hæfir bókinni prýðilcga. Þeir sem ekki reykja hafa betra úthald og geta dansað lengur. ..Dansað i hreinu lofti Nk. sunnudag 1. apríl mun Samstarfsnefnd um teykingavarnir gangast fyrir reyklausu diskóteki að Hótel Borg, frá kl. 15.00—18.00, fyrir unglinga fædda 1 %5 og eldri. Þetta diskótek er haldið í samvinnu við Hótel Borg, sem lánar húsið endurgjaldslaust og Diskótekið Dísu, sem sjá mun um tónlistina og halda uppi fjörinu. Sýndar verða nýjustu poppmyndirriar um leið og lögin verða spiluð af plötum. Þá munu unglingarnir, sem urðu í fyrsta og öðru sæti i hópdiskódanskeppni Klúbbsins og Útsýnar, sýna diskó- dansa. Aðgangur er ókeypis og heimill öll- um þeim unglingum sem fæddir eru 1965 og fyrr og vilja skemmta sér og dansa i hreinu lofti — án tóbaks- reyks. Allir sem koma á diskótekið nk. sunnudag, fá ókeypis barmmerki sem á stendur: „Reykingar eru tóm tjara ” og litprentað veggspjald með þekktu frjálsíþróttafólki. Kennarar mótmæla Kennarar við Kópavogsskóla, 24 að tölu, hafa sent DB orðsendingu, þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun stjórnvalda að lækka fjárframlög rikisins til skólamála á fjárlögum þessa árs. Erfiðlega gengur að framkvæma nýju grunnskólalögin vegna fjárskorts. Þá er og mótmælt þeirri hugmynd að fjölga í bekkjardeildum. -JH Bókaeign Borgarbóka- safnsins Bókaeign Borgarbókasafns Reykja- víkur var í árslok síðasta árs 274.329 eintök. Á árinu bættust í safnið 17.498 eintök af bókum, að meðaltali 9.55 ein- tök af hverju bókarheiti. Þannig fjölg- aði bókarheitum um 1831 á síðasta ári. Vestfirðir: Gjafir Lionsmanna Lionsmenn á Vestfjörðum gáfu nýlega Styrktarfélagi vangeftnna þar rúmar þrjár milljónir og sjö hundruð þúsund er þeir höfðu safnað. Ágúst H. Pétursson oddviti lét Gunnar Björnsson prest, formann félagsins, fá féð, sem 7 Lionsmanna höfðu aflað. Styrktarfélag vangefinna hefur nú sótt um byggingarlóð á ísafirði en ekki fengið svar ennþá þar sem beðið er stefnumarkandi löggjafar um mál- efni vangefinna. -DS. Skipulagsnefnd Akureyrar um staðsetningu skemmtistaða: Aðeins í miðbænum Skipulagsnefnd Akureyrar hefur markað þá stefnu að skemmtistaðir bæjarins skuli aðeins vera á miðbæjarsvæðinu og þar með ekki langt hvor frá öðrum. Þessi stefna var staðfest er byggingaraðilar verzlunarmiðstöðv- arinnar við Sunnuhlíð óskuðu eftir leyfi til reksturs 250 til 300 manna skemmtistáðar í verzlunarhúsinu en meirihluti nefndarinnar synjaði beiðninni fyrir sitt leyti. Er það nú bæjarstjórnar að taka ákvörðun um framhald málsins en hún sendi skipulagsnefnd umsóknina til umsagnar. -GS. fer nú um landsbyggðina og sýnir barnaleikritið Vatnsberana eftir Herdisi Egilsdóttur. -GAJ Alþýðuleikhúsið: Nornin Baba- Jaga flytur íBre holtið Undanfarnar vikur hefur Alþýðu- leikhúsið-sunnandeild — sýnt bama- leikritið Nornin Baba-Jaga eftir J. Schwartz I Lindarbæ og hefur verið uppselt á allar sýningar. Hefur nú verið ákveðið að sýna leikritið i Breiðholtsskóla vikuna 2.—7. apríl og gefa þannig börnum í Breiðholti kost á leiksýningum í hverfinu. Miða- sala fer fram i skólunum í hverfinu og er auglýst í hverjum skóla fyrir sig. Sýningar í Breiðholtsskóla verða mánudag, þriöjudag, miðvikudag og Nornin Baba-Jaga. föstudagkl. 17 og laugardag kl. 14og 17. Foreldrar eru einnig velkomnir á sýningarnar. Þá má geta þess, að annar hópur frá Alþýðuleikhúsinu Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun INGVAR OG GYLFI GRENSÁSVEGI 3108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33530. Sérverzlun með rúm Glæsilegar blómstrandi pottaplöntur: Hortensia — gardinía — seneraria, páskakaktus, st. Paulía — ástareldur — litlir og stórir burknar. Vor/aukaúrval Begoníur, dahiíur, gloxiníur, anímónur, asíusóleyjar, glóðarliljá, íris, bóndarós, gladiolur, amaryllis, fuglamjólk, fresiur, 10 liljutegundir. Garðrósir í öllum litum. Sendum um allt land. Opið öllkvöld tilkl. 21 - Sími22822

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.