Dagblaðið - 30.03.1979, Page 15

Dagblaðið - 30.03.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. Rektorsefni reifa sjónarmið sín: 'i Rannsóknarstörfm á hakanum? Guðmundur Magnússon prófessor. Á fundi sem haldinn var í fyrradag í Háskóla íslands um málefni skólans kom fram í máli Sigurjóns Björnssonar prófessors að hann hefur gert úttekt á vísindalegri framleiðslu kennara við HÍ og borið saman við meðaltalsfram- leiðslu kennara í hundrað bandarískum háskólum. Könnun þessi, sem náði til áranna 1966—70, reyndist HÍ mjög i óhag. Meðalfjöldi ritgerða á hvern háskólakennara hér á landi reyndist aðeins 0,65 eða rúmlega hálf ritgerð á ári á hvern kennara en meðalfjöldinn reyndist 1,04. Þetta hlutfall væri HÍ i raun enn óhagstæðara þar sem 21% islenzku ritgerðanna væru samdar af mönnum sem ynnu við rannsóknar- stofnanir Háskólans en væru ekki kennarar. Sagðist Sigurjón einnig hafa metið það mjög rúmt hvað teldust rit- gerðir faglegs eðlis þannig að þessari óhagstæðu útkomu væri ekki að kenna ströngu mati hans á hvað teldist vísindaleg framleiðsla. Taldi Sigurjón að þetta segði mjög dapurlega sögu um stöðu Háskólans, og markverðustu rannsóknirnar í raunvisindum og heil- brigðismálum kæmu ekki frá HÍ. Kjallarinn HilmarS. Karlsson plcn'uhluta, án eftirspumar er fram boð „næringarvana” og sjálfdauða. Innri agi — Ytrl agi Boð og bönn eru á þá leið að þau koma til móts við skort á innri aga með ytri aga. í stað þess að lög og reglur samfélagsins geri þær kröfur til fullorðins fólks að það taki á sig ábyrgð fullorðinsáranna eru lögin sum hver sniðin að því að í landinu séu pelabörn á öllum aldri en full- orðnir nánast engir. í húsbónda- stólum heimilisins sitja svo fáeinir „feður” eða „stórir bræður” sem eiga að forða krógafjöldinni frá því að brenna sig í puttana. Mönnum finnst ef til vill öfgakennt að tala um bönn á borð við bjórbann í sama orði og alhliða mannréttindaleysi en ég fæ ekki með nokkru móti séð að það sé annað en aumur stigsmunur á milli einnar mannréttindasviptingar og annarrar. Eðlismunur er það ekki. Öllum mörkum sem ekki byggja á eðlismun heldur stigsmun svipar til þeirra gulu markalína sem krakkar Fjársvelti Háskólans Kenndi Sigurjón um aðstöðuleysi og fjársvelti sem væri slíkt að engin tök væru á að vinna að öðru en fljótunnum verkefnum. Miklar umræður urðu á fundinum. Bjami Guðnason prófessor sagði að laun háskólakennara væru svo léleg að menn yrðu að verða sér úti um „utanskvettu” í formi aukakennslu og það byði heim þeirri hættu að rann- sóknarstörfin sem væru metin í launum sem 40% af starfi kennarans yrðu útundan. Hvatti Bjarni til að hafin yrði barátta gegn þeirri útbreiddu skoðun að Háskólinn væri afæta á þjóðfélag- inu, því að meðan henni væri látið ósvarað kæmist ríkisvaldið upp með að hafa Háskólanní fjársvelti. Sjálfstæðistákn þjóðarinnar Fundur þessi, sem bar yfirskriftina „Háskóli íslands — hvernig er hann og hvernig ætti hann að vera?”, var öðr- Sigurjón Björnsson prófessor. draga stundum út í loftið um áramót með stjörnuljósum. Á andartaki eru þau horfin og söm er tilhneiging þeirra stigsmunamarka sem klaufskir landsfeður draga. Ein mörkin gefa sig, næsta bann litur dagsins ljós, þar með er miðað við næstu mörk sem síðan gefa sig og svo koll af kolli og fyrir rest höfum við 1984. „Para- noid”, ofsóknarbrjálaður? Vildi óska að málið væri svo einfalt. Eða getur einhver svarað mér því hvar föst viðspyrna er fyrir gegn lögreglu- ríki ef á annað borð er farið að banna mönnum að fara sér að voða? Auðmýkjandi og því ögrandi Hér hafa verið talin til nokkur aug- ljósustu rökin gegn því að rénandi sjálfsaga og skorti á innri siðstyrk sé mætt með auknu ytra valdboði, en að sjálfsögðu er fjöldi augljósra rök- semda enn ótalinn, t.d. móralskar röksemdir. Það þarf til að mynda vart að deila um hve litið hvetjandi það er fólki að efla með sér innri aga og verða fullorðið þegar þjóðfélagsregl- ur hafa eytt öllum „stimúlans” með ofvernd. Þessi fjárans klaufalög öll eru raunar lítt til þess fallin að ýta undir löghlýðni! Til dæmis börn og unglingar milli vita sem horfa upp á þjóðfélagsreglur þeirra fúllorðnu, sem meðal annars banna fólki að missa sykur oní að bruggi loknu o.s.frv., missa eðlilega alla virðingu fyrir lögum yfirleitt. Þegar þeir horfa upp á hverja heimskulegu reglugerðina á fætur annarri hættir þeim til að gefa frat í allar þjóðfélagsreglur og mis- virða þá einnig önnur og raunhæfari bannlög svo sem bönn við gripdeild- um og ofbeldi. Og svo mætti lengi tína tilröksemdir. Bannlögin, sem ætlað er að standa vörð um siðgæðið í landinu, ögra í reynd til siðleysis og eru í öllum skiln- ingi afsiðandi. Við verðum að hætta að krukka i sjúkdómseinkenni. Hilmar S. Karlsson háskólanemi. um þræði framboðsfundur rektorskandídatanna. Frummælendur auk Sigurjóns voru Guðmundur Magnússon prófessor viðskiptafræði- deild og Sigmundur Guðbjarnason prófessor í verkfræði- og raunvísinda- deild en þeir þrír urðu sem kunnugt er langefstir í nýafstöðnu prófkjöri. Á fundinum ítrekaði Sigmundur þó að hann gæfi ekki kost á sér í embættið. Guðmundur ræddi um sjálfstæði Háskólans og sagði meðal annars að Háskólinn hefði goldið þess að heita skóli og lagði áherzlu á að rannsóknir og kennsla yrði að haldast í hendur. Hann sagði að HÍ væri í reynd sjálf- stæðistákn bióðarinnar og væri höfuð- Fundurinn var vel sóltur og miklar umræður urðu. DB-myndir Bjarnleifur. skylda yfirstjórnar hans að auka veg- semd hans og virðingu. Sigmundur fjallaði um rannsóknarstarfsemi Háskólans og tengsl hennar við at- vinnuvegina. Sagði hann að án rann- sókna staðnaði kennarinn og að skól- inn ætti í auknum mæli að taka þátt i atvinnuþróun í landinu. Öfugt við það sem Sigurjón sýndi fram á hélt hann því fram að starfsmenn Háskólans væru afkastameiri en menn gerðu sér grein fyrir. Að loknum framsöguerind- um urðu miklar umræður en einna mesta athygli vakti tillaga Júlíusar Sólness prófessors þess efnis að Háskólaráð tæki að sér að sjá um hátíðadagskrá 1. desember því að eins og stúdentar hefðu staðið að þeirri hátíð hefði hún átt sinn þátt i þvi að draga úr tiltrú almennings á gildi skólans. -GAJ- Frá fundinum í Háskóla íslands. Á myndinni má m.a. sjá Bjarna Guöna- son prófessor, hagfræðingana Ásmund Stefánsson og Þráin Eggertsson. Sigmundur Guðbjarnason prófcssor. Við bjóðum ekkiaðeins læqsta verðið á litsjónvarpstækjum... Með fjarstýringu heldur einnig: • INNLINE - MYNDLAMPA • SNERTIRÁSASKIPTINGU • SPENNUSKYNJARA • KALT KERFI • FRÁBÆRA MYND • MIKIL TÓNGÆÐI • SPÓNLAGÐAN VIÐARKASSA • LÆGSTA VERÐIÐ Á MARKAÐINUM Sjónvarp & Radio Hverfisgötu 82 — Sími 23611. RANK - RANK - RANK - RANK - RANK - RANK - RANK RANK - RANK -4 RANK - RANK - RANK - RANK - RANK - 0C

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.