Dagblaðið - 27.04.1979, Side 6

Dagblaðið - 27.04.1979, Side 6
6 \ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. 10 þingmenn knýja á um rækjutogara —fyrir Dalvíkinga------ Tíu þingmenn úr öllum flokkum báru i gær fram tillögu um að Alþingi skori á ríkisstjórnina að veita Söltunar- félagi Dalvíkur heimild til að kaupa rækjutogara til útgerðar á djúpslóð. Hér er töluvert deilumál á lcrðinni. Snorri Snorrason skipstjc i á Dalvík, brautryðjandi í rækjuveiðum á djúp- slóð hér, hafði árið 1976 sa'itið um smiði á fullkomnum rækjutogara að norskri og færeyskri fyrirmynd. Smíðin var stöðvuð á lokastigi samn- inga. Dalvíkingar keyptu þá lítinn frysti- togara frá Ítalíu og breyttu eftir föngum i rækjutogara. Útkoma veið- anna, eftir að rækjan fannst á Dorn- banka, hefur orðið slík að viðskipta- banki söltunarfélagsins, Landsbank- inn, styður kaup fyrirtækisins á fullkomnari rækjutogara, segja flutn- ingsmenn. Þeir benda á að veiðarnar eru stundaðar 100 sjómílur norðan við yztu skip íslenzka flotans, í erftðum sjó og gjarnan innan um ís. Færeyskir rækjutogarar eru búnir miklu traustari isvörn en okkar traustustu skip en Dal- borgin, rækjuskip Dalvíkinga, er óvarin fyrir is. Flutningsmennirnir beina skeytum að sjávarútvegsráðherra er þeir segja að vænlegra sé að kaupa rækjutogara, miðað við verndum þorsksins, en „bæta nú við skuttogurum”. Með til- lögunni reyna þessir landsbyggðarþing- menn , flestir af Norðurlandi, að knýja fram breytingu á stefnu sjávarútvegs- ráðherra gagnvart kaupum á rækjutog- ara. Flutningsmenn eru: Stefán Jóns- son (AB), Árni Gunnarsson (A), Lárus Jónsson (S), Stefán Valgeirsson (F), Jón G. Sólnes (S), Pálmi Jónsson (S), Ingvar Gíslason (F), Bragi Sigurjóns- son (A), Páll Pétursson (F) og Kjartan Ólafsson (AB). -HH Grásleppan spókar sig um allan sjó við Suðurnesin Kanadamenn hafa nær mettað markaðinn fyrir hrognin Mikil óvissa ríkir nú um markaðs- horfur fyrir grásleppuhrogn. Þvi veldur öðru fremur verulega aukið framboðá mörkuðum okkar af þessum sjávaraf- urðum frá Kanada, nánar tiltekið Nýfundnalandi. Grásleppukarlar á Nýfundnalandi hafa aukið svo veiðar sinar, að markaðurinn virtist nær mettaður i byrjun vertíðar hér, að minnsta kosti miðað við það verð sem við getum sætt okkur við. Raunar er ekki enn búið að samþykkja endanlegt verð á grá- sícppuhrognum, sem héðan verða seld. Samband islenzkra samvinnufélaga er umboðsaðúi fvrir marua Kf.n/k:' verkunaraðila Samkvæml upplýsingum Ólafs Jónssonar t Sjavaraluröade SÍS verður nokkurt magn flutt út á vegum hennar. Það verður þó talsvert minna en í fyrra að öllu óbreyttu. Verulegur samdráttur hefur orðið í hrognaverkun vegna hafíssins fyrir norðan og norðaustan land. Hefur ísinn þannig valdið búsifjum þótt ekki Aukin tillitssemi bætir umferðina sé enn alveg ljóst hversu alvarlegar þær eru i reynd miðað við versnandi markaðshorfur i þessari útflutnings- grein. Þrátt fyrir verulegan samdrátt í verkun norðanlands og austan hafa grásleppukarlar á Suðurnesjum enn ekki þorað að hefja veiðar að neinu marki, samkvæmt heimildum DB þar. -BS. Þær sálu í bliðunni undir grindverki nærri skólanum, þessar stúlkur úr þriðja bekk Réttarholtsskóla, þegar Ijósm. DB bar þar að í gær. Alla þessa kvenlegu fegurð stóðst hann ekki. -DB-mynd: Sv. Þorm. Skemmdarverk unnin á splunkunýjum bflum Tveir óseldir bílar hjá Bifreiðum og niður með húsinu i átt að Suðurlands- landbúnaðarvélum urðu fyrir ágangi brautinni. skemmdarvarga fyrir stuttu. Bílarnir Ekki létu þeir þar við sitja heldur stóðu að húsabaki hjá fyrirtækinu er réðust þeir að innréttingu að minnsta að þeim var ráðizt og með einhverjum kosti annars bílsins, skáru sæti og léku hætti tókst skemmdarvörgum að koma grátt. Má sjá þær skemmdir á með- þeim af stað í hallanum og renna þeim fylgjandi mynd Sveins Þormóðssonar. Þórshafnarkona týndi skart- gripabuddunni Einn af lesendum blaðsins, kona á Þórshöfn, sem sagðist vera „frosin upp fyrir hné í hafís og kulda” hringdi í DB og bar upp vandræði sin. Hún varð fyrir því óláni, er hún var að koma úr sinni fyrstu utanlandsferð, snemma í marzmánuði, að tapa rauðri leður- buddu sem hún geymdi alla skartgrip- inasinai. í fyrstu hélt hún að skartgripabudd- an hefði orðið eftir hjá vinafólki í Dan- mörku en svo reyndist ekki vera. Ekki hafði buddan heldur fundizt hjá vina- fólki í Reykjavík þar sem gist var eina nótt áður en haldið var með Flugfélag- inu tilÞórshafnarmeðviðkomuá Akur- eyrarflugvelli. „Mér dettur helzt i hug að ég hafi misst budduna upp úr handtöskunni minni í veitingasalnum i flugafgreiðsl- unum, annaðhvorl á Reykjavíkur- eða Akureyrarflugvelli,” sagði lesandinn okkar á Þórshöfn. Ef einhver hefur orðið var við þessa gripi er hann vinsamlega beðinn að láta vita um það á ritstjórn Dagblaðsins, en þar verður séð um að koma þeim til skila til rétts eiganda. -A.Bj. Nýkomnir HOGGDEYFAR í eftirtaldar bifreiðir:“"1”..... BR0NC0, BLAZER, CHEROKEE, L. ROVER, RANGE ROVER, HUNTER, CORTINA, MINI, MOSKVITCH, MAZDA, ESCORT, AVENGER, TAUNUS 17M, COMET, VOLGA, V0LV0, VW, RAMBLER, DODGE, M. BENZ CHEVROLET, VIVA, FIAT. O.FL. G.S. varahlutir Ármúla 24—Sími 36510 íPóstsendum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.