Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979.
frfálst, úháð dagblaú
Útgofandi: Daghlaöifl hf.
FramkvnmdMtjióri: Svakin R. EyJÓHsson. Rltstjóii: Jónas Krfstjánsson.
Fréttastjórí: Jón Blrglr Pétursson. RhstjómarfuRtrúi: Haukur Halgason. Skrífstofustjórí rttstjómar.
Jóhannas RaykdaL Iþróttin HaHur Simonarson. Aöstoóarfréttastjóran Atil Stalnarsson og ómar ValdL
marsson. Mannkigarmái: Aöabtalnn Ingólfsson. Handrít Asgrímur Páisson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragl Slgurösson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Slgurös-
son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur HaNsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Gaksson,
ólafur Jónssón. Hönnun: Guöjón H. Pálsson.
Ljósmyndir Ámi Páfl Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamlaifsson, Höröur Viihjálmsson, Ragnar Th. Slgurös-
son, Sveinn Pormóösson.
Skrífstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. Gjaldkeri: Þrálnn ÞoríaHsson. Sökistjóri: Ingvar Svalnsson. DraHlng-
arstjórt Már E.M. HaNdórsson.
Ritstjóm Siftumúla 12. Afgraiösla, áskríftadaHd, auglýsingar og skrífstofur ÞvarhoW 11.
Aðalsimi blaösins ar 27022 (10 Knurí. Áskríft 3000 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið.
Satning og umbrot Dagblaöið hf. Siöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hlmfcr hf. Slöumúla 12. Prentun:
Arvakurhf. SkaHunni 10.
Lífskjörum haldið niörí
Gjaldeyrishöftin okkar eru skerðing
mannréttinda, sem ekki þekkist nema í
einræðisríkjum. íslendingum er ætlað
að búa við átthagafjötra vegna tak-
mörkunar á yfirfærslum eigna fólks í
erlendan gjaldeyri, hyggist það flytja af
landi brott. Þetta samrýmist ekki
mannréttindayfirlýsingum, sem íslenzk stjórnvöld hafa
undirritað. Gjaldeyrishöftin draga auk þess úr fram-
leiðslu og halda niðri lifskjörum landsmanna almennt.
Ferðafólk verður að kaupa erlendan gjaldeyri tiu
prósentum hærra verði en skráð gengi er, sem þýðir
tvöfalt gengi. Sú haftastefna, sem vikið var frá að
nokkru í innflutningsverzluninni í upphafi viðreisnar,
heldur enn kverkataki um gjaldeyrismálin. Sannað
er, að aukið frjálsræði á öðrum sviðum varð grund-
völlur stórbættra lífskjara á fyrstu viðreisnarárunum.
Almenningur fagnaði frelsinu, og framleiðsla efldist.
Sömu lögmál gilda um gjaldeyrisviðskipti.
„Heft gjaldeyrisviðskipti og óraunhæf gengis-
skráning hefur ekki styrkt útflutningsatvinnuvegina og
örvað nýjan útflutning heldur dregið úr gjald-
eyristekjum, takmarkað ferðafrelsi og búferlaflutninga
landsmanna, leitt til erlendrar skuldasöfnunar og
boðið heim margvíslegri spillingu,” segir í stefnuskrá
Verzlunarráðs íslands, sem nýlega kom fram. Um
þessi atriði ættu menn að geta verið sammála.
Gjaldeyrisverzlunina á að gefa frjálsa. Gengi
krónunnar á ávallt að vera rétt skráð. Með þeim hætti
einum fá atvinnuvegir þjóðarinar nægilegt svigrúm
til að standa undir bættum lífskjörum landsmanna í
framtíðinni. Öllum landsmönnum á að leyfa að eiga,
kaupa og selja erlendan gjaldeyri, svo að gengið ráðist
af aðstæðum á hinum frjálsa markaði.
Þetta frelsi er bæði mannréttindamál og brýnt
efnahagslegt hagsmunamál þjóðarinnar. Haftakerfi,
sem hindrar frjálsa verðmyndun og stýrist af geðþótta-
ákvörðunum nokkurra útvaldra, leiðir til óhag-
kvæmrar skiptingar gæða. Frelsi í þessum viðskiptum
sem öðrum eykur framleiðni fyrirtækja og hagkvæmni
atvinnulífsins. Margir, sem viðurkenna þessar
staðreyndir um aðra þætti viðskipta, streitast enn gegn
frelsi í gjaldeyrisviðskiptum og tína til ýmis smáatriði.
Af frjálsu gengi leiddi, að röng gengisskráning
stæði útflutningsatvinnuvegunum ekki fyrir þrifum
eins og oftast hefur verið raunin. Enginn mun and-
mæla staðhæfíngu iðnrekenda í nýútkominni stefnu-
skrá þeirra, þar sem segir: „Forsenda fyrir heilbrigðri
iðnþróun, hvort sem er um framleiðslu fyrir innan-
landsmarkað eða til útflutnings að ræða, er raunhæf
gengisskráning.” Þar er minnt á einn hinn versta þátt í
mismunun stjórnvalda gagnvart íslenzkum iðnaði. Út-
flutningsiðnaðinum hefur blætt vegna rangrar gengis-
skráningar, meðan sjávarútveginum hefur verið haldið
gangandi með „reddingum” langtímum saman.
Núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til að auka frelsi
í gjaldeyrismálum frá því, sem nú er, en í sumum
stjórnmálaflokkunum hefur orðið vart nýs frelsisanda.
Gamlir haftaflokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn, setja fram kenningar um aukið
frjálsræði. Þarna gætir meðal annars áhrifa markvissr-
ar baráttu Verzlunarráðs og annarra á síðustu árum.
Enginn skyldi þó treysta stefnuyfirlýsingum
flokkanna, fyrr en þeir láta verkin tala.
DREKKA BRENNIVIN
0G SK0KKA EKKERT
—en eru heimsins langlífasta þjóð, segir bandarískur
greinarhöf undur um íslendinga
Nýjustu tölulegar upplýsingar sýna
að það land sem fóstrar heilbrigðasta
fólkið er nákvæmlega eins og ég
hafði imyndað mér það. Þetta land
heitir ekki Bandaríki Norður-
Ameríku, þar sem allir eru uppteknir
við megrunarkúra, heilsubótarskokk
og annað því um líkt.
Heilbrigði fólks er bezt á íslandi og
þar lifir kvenfólk í 79,2 ár að meðal-
tali og karlar í 73 ár. Er þetta hæsti
meðalaldur, sem þekkist í nokkru
landi. Sambærilegar tölur í Banda-
ríkjunum eru 76,5 ár fyrir konur og
þarlendir karlar geta að meðaltali
ekki vænzt þess að lifa lengur en 68.7
ár. Ekki þarf að minnast á lönd eins
og Uganda og önnur fátæk ríki þar
sem meðalaldurinn er mun lægri og
að sjálfsögðu ræðst meðalaldurinn
nokkuð af því hvernig Idi Amin og
aðrir harðstjórar eru í skapinu í það
og það skiptið.
Þannig hefst grein, sem birtist í
bandarískum blöðum fyrir nokkru
eftir dálkahöfundinn Michael Kilian.
Greinarhöfundur heldur áfram.
Mjög athyglisverð eru þegar hug-
leiddar eru ástæðurnar fyrir heil-
brigði og langlifi íslendinga þau
mörgu atriði, sem þeir láta algjörlega
hjá líða að stunda.Er þá áti við ýmiss
konar lífsháttu, sem eiga að bæta
heilsu fólks og langlífi.
Til dæmis skokka íslendingar alls
ekki. Þeir leika að vísu stundum
knattspyrnu og rölta um á jöklun-
um. Einnig fá þeir sér öðru hvoru
sundsprett í hinum heitu laugum.
Hinar hefðbundnu heilsuræktar-
íþróttir láta þeir hins vegar alveg
afskiptalausar.
Megrunarkúrar eru einnig nær
óþekktir á íslandi. Þeir telja sig lítið
hafa að gera við megrandi fæðu eins
og jógúrt, allskyns gerla, sykurlausa
drykki og annað af því taginu. Aftur
á móti borða þeir fisk, lambakjöt
bæði feitt og magurt, kartöflur,
brauð og ost. Allt þetta er borðað i
miklu magni.
Þá er að hugleiða hvað það er, sem
hinir langlífu íbúar þessa lands gera.
Þeir drekka til dæmis áfengi.
Áfengisd-ykkja er hin þjóðlega tóm-
stundaið.t. . Bandarískir læknar klifa
stöðugt á þeirri fullyrðingu, að hóf-
semi í áfengisneyzlu sé eitt af frum-
skilyrðum fyrir langlífi og góðu
heilsufari. Hinir langlífu íslendingar
mundu kalla það hófsemi í drykkju
ef þeir létu aðeins ofan í sig eina
flösku af vodka á kvöldi í stað
tveggja eins og venjuiega.
Áfengissýki er óvenju tíð hlutfalls-
lega á íslandi miðað við önnur
Evrópulönd og þar á meðal eru meira
að segja lönd eins og írland og Sovét-
ríkin. Þess eru dæmi að skólabörn
hafi sést drekka þjóðardrykkinn —
Svarta dauða — á skólalóðinni.
Svarti dauði er nær því hreinn
spiritus, sem kryddaður er með ofur-
litlu af kúmenolíu.
Bandarískir læknar predika einnig
að hófsemi í kynferðismálum sé
leiðin til lengri iífdaga. Slík fullyrð-
ing mundi einnig hljóma heimskulega
i eyrum íslendinga. íslenzkar konur
eru taldar einhverjar þær fegurstu í
heimi og hlutfall fæðinga utan hjóna-
bands er um það bil 25%. íslenzkur
prestur sem ég kynntist kom eitt sinn
í samkvæmi ungs fólks. Þegar farið
var að líða á samkvæmið og fólk
almennt farið að dansa uppgötvaði
hann að hann var einn örfárra sam-
kvæmisgestanna, sem enn var í
fötum.
Langlífi íslendinga stafar ekki áf
erfðum frá forfeðrunum. ísland var
numið af Norðmönnum, Dönum og í
minna mæli af írum. Meðalaldur í
Noregi er 71.3 ár fyrir karla og 77.6
ár fyrir konur. í Danmörku geta
konur búizt við að lifa að meðaltali
76,3 ár og karlar 70.3 ár. í írlandi eru
Oflugar aðgerðir 1. maí
Gegn kaupráni og
~samráðsf,makki
1. mai í ár verður haidinn við
aðstæður sem einkennast af því, að
kraftahlutföllin milli stéttanna hafa
þróast verkalýðsstéttinni í óhag.
1. maí nk. mun reyna á það hvort
vonleysið, deyfðin og óvirknin, sem
náð hefur sterkum tökum á verka-
fólki almennt og samtökum þess,
muni ráða ferðinni og setja sinn
jarðarfararsvip á aðgerðirnar 1. maí,
eða hvort verkafólk og róttæk öfl
innan vinstri hreyfingarinnar muni
nota 1. maí til að setja hnefann í
borið og segja: Hingað og ekki
lengra!
Mun verkafólk nota 1. maí til alls-
herjarmótmælaaðgerða gegn kaup-
ránsstefnu ríkisstjórnarinnar og
undanhaldi og „samráðs” pólitík
verkalýðsforystunnar?
Prófsteinninn á þetta gæti 1. maí
nk. vissulega orðið.
Hinn þinglegi
bjálfaháttur
Ávinningar Sólstöðusamninganna
ólu vissulega talsverðar vonir meðal
margra baráttusinna innan verka-
lýðshreyfingarinnar, enda viss
ástæða til? Bæði hafði skapast,
meðan á samningunum stóð, vísir að
baráttusinnnaðri hreyfingu meðal
launafólks og opnari starfsháttum
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Miðað við stéttarvitundarstig isl.
verkalýðsstéttar, eins og það hefur
verið sl. áratug, er sérhver slíkur vísir
ákaflega þýðingarmikill, vegna
þeirrar einföldu staðreyndar að lif-
andi og samhent verkalýðssamtök
verða ekki byggð upp á eintómum
ósigrum. Þvert á móti grafa þeir
undan því afli sem í stéttasamtök-
unum býr, veikja innviði þeirra og
auka á sundurlyndi og vonleysis
„móral”.
Kjallarinn
Guðmundur
Hallvarðsson
Ábyrgðin á þessum ósigri verka-
lýðsstéttarinnar og þvi vonleysi sem
fyigt hefur í kjölfarið hvilir sameig-
inlega á forystuliði verkalýðs-
hreyftngarinnar og verkalýðsflokk-
unum.
Sök verkalýðsforystunnar felst i
því að hlaupast undan merkjum
þegar mest reið á að hún veitti raun-
verulega forystu. Sök hennar felst
m.ö.o. í því að nýta ekki ávinninga
Sólstöðusamninganna til að byggja
upp hreyftnguna og undirbúa hana
fyrir kerfisbundna vörn þess kaup-
máttar er um hafði verið samið. í
stað þessa gerir hún það sem er ein-
. kennandi fyrir liðhlaupa allra tíma.
Hún gefst upp og er gripin heljar-
tökum þingræðisglýjunnar. Hinar
þingræðislegu tálsýnir verða svo yfir-
þyrmandi og forysta verkalýðs-
hreyftngarinnar svo ilia haldin af
þessum fjanda, að hún virðist sann-
færast um að það sem ekki verði leyst
með baráttu verkalýðsins muni
leysast i kjölfar kosninganna.
Skyndilega voru kosningarnar orðnar
beittasta vopnið i stéttabaráttunni.
„Kosningar eru kjarabarátta” og
„upp úr kjörkössunum verða kjara-
bæturnar upp taldar." Þannig
hljómuðu hin hljómfögru lausnar-
orð.
Sök verkalýðsflokkanna felst í því
að nota kosningasigurinn frá því i
sumar til að fleyta sér inn i borgara-
lega samsteypustjórn með pólitísk-
um fulltrúum borgarastéttarinnar,
þ.e. Framsóknarflokknum, í stað
þess að nýta hann til eflingar
verkalýðssamtakanna, sem sjálf-
stæðra stéttasamtaka, óháð
borgarastéttinni. Verkalýðsflokkun-
um hefði verið nær að vinna að
enduruppbyggingu verkalýðssamtak-
anna, sem lýðræðislegrar lifandi
fjöldahreyfingar, sem fær væri um
að sinna þeim faglegu verkefnum að
verja kjörin og sem til lengri tíma
gætu staðið undir pólitískum
völdum. Á þennan hátt hefðu verka-
lýðsflokkarnir getað skipulagt sig i
nánum tengslum við fjöldasamtök
verkalýðsins til samfelldrar stjórnar-
andstöðu gegn borgarastéttinni.
En auðvitað völdu þeir ekki þessa
leið. Trúir stéttasamvinnu og endur-
bótastefnunni völdu þeir fyrri kost-
inn — leið samsteypustjórnanna, sem
er hvað skýrust pólitísk birtingar-
mynd stéttasamvinnustefnunnar.
Hverju hefur
stjórnin áorkað
Varðandi afrek stjórnarinnar ætla
ég að fara fljótt yfir sögu. Út frá
s jónarmiði! verkalýðsstéttarinnar og
stéttarlegum hagsmunum hefur hún