Dagblaðið - 27.04.1979, Síða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979.
29
Gary’s Gang—alls óþekkt hljómsveit til skamms tíma
Ævintýrín gerast enn
Á nákvæmlega sömu stundu og
þú, lesandi góður, litur yfir þessar
línur, eru tugir eða hundruð óþekktra
hljómsveita að stritast við að æfa
lögin sín í kjöllurum og bilskúrum úti
um allan heim. Og flestar dreymir
þær sama drauminn. Að fá að
hljóðrita plötu, slá í gegn og eignast
fé og frama.
New York-hljómsveitin Gary’s
Gang var einmitt ágætis dæmi um
slíka hljómsveit. Árangur hennar
sannar að ævintýrin geta enn gerzt.
Gary’s Gang sló sem sagt í gegn með
lagi, sem hljóðritað var í bílskúrs-
stúdíói, sem einn af liðsmönnum
hljómsveitarinnar hafði baslað við að
koma sér upp. Lagið nefnist Keep On
Dancin’ og það komst í sjöunda sæti
enska vinsældalistans. Sömuleiðis
náði það töluverðum vinsældum í
Bandaríkjunum.
Aðalmennirnir á bak við Gary’s
Gang eru þeir Eric Matthew og hægri
hönd hans Gary Turnier. Saman
semja þeir öll lög hljómsveitarinnar.
Þeir sáu einnig um upptökustjórn og
útsetningar á nýrri stórri plötu, sem
heitir eftir aðallaginu, Keep On
Dancin’. Þeir hafa þekkzt frá því að
þeir voru smápollar og starfað saman
að tónlist síðan þeir voru þrettán ára
gamlir.
Smíðaði stúdíó
í bflskúrnum
Á meðan Gary Turnier lauk
menntaskólanámi dundaði Eric
Matthew sér við að innrétta átta rása
stúdíó í bílskúmum heima hjá sér.
Hann hafði allt frá æsku leikið sér
með segulbönd, kvikmyndatökuvélar
og þess háttar, og var orðinn býsna
snjall við hljóðupptökutækin. Til að
hafa eitthvað að gera fékkst hann við
ýmiss konar smá hljóöritanir fyrir
fólk auk þess sem hann sótti tíma í
tónlistarskóla og lék í hljómsveit með
Garyum helgar.
Hjólin fóru ekki að snúast svo að
neinu næmi fyrr en Eric varð sér úti
um sextán rása upptökuborð, sem
var orðið of gamalt og slitið til að
vera nothæft í fullkomnum
hljóðverum. Fyrsta lagið sem
strákarnir hljóðrituðu á stóra borðið
var einmitt Keep On Dancin ’.
Urðu að selja
lagið strax
„Við urðum að selja lagið eins
fljótt og mögulegt var til að fá til
baka eitthvað af því fé, sem við
eyddum í upptökuna,” segir Eric
Matthew. Þeir fóru með upptökuna
til eiganda smáfyrirtækisins SAM-
Records. Hann heyrði þegar í stað að
lagið hafði ýmislegt gott til að bera
og gerði samning við strákana. Stuttu
síðar tók Columbia útgáfufyrirtækið
að sér að dreifa plötunum hjá SAM
og þar með var Gary’s Gang í raun og
veru komið að hjá stórfyrirtæki.
Eftir að Keep On Dancin’ tók að
seljast ákváðu þeir Eric og Gary að
smala saman í nýja hljómsveit og
hljóðrita stóra plötu. Þeir söfnuðu
saman 5 vinum sínum til viðbótar
og hópurinn tók síðan til óspilltra
málanna í bílskúrsstúdíói Erics við að
hljóðrita plötuna. Á henni eru sex
lög. Fimm þeirra eru með diskótakti,
en eitt, You’ll Always Be My Every-
thing er rólegt og hugljúft.
Tónlist Gary’s Gang er ákaflega
létt diskópopp. Platan þeirra er full
keimlík, en lög eins og Keep On
Dancin’, Do It At The Disco og
You’ll Always Be My Everything
sýna það og sanna að þeir Eric
Matthew og Gary Tumier geta samið
áheyrileg og grípandi dægurlög. -AT-
GARY’S GANG — Strákamir sjö sem gerðu plötuna Keep On Uancln’ saman.
SITTUW
AFHVURJU
Hefurðu pokkurn tíma veitt
nefinu á Ólafiu Newton-John
nokkra sérstaka athygli? Ekki
það? En samt er það nú svo að
nebbinn á henni var kosinn sá
mest kynæsandi í heimi.
Það var sérfræðingur í
fegrunaraðgerðum, Dr. Brent
Joseph, sem sæmdi nefið á Oliviu
Newton-John þessum titli. Hann
benti jafnframt á nítján nef til
viðbótar, sem gæfu nefi söngkon-
unnar frægu ekkert eftir. Meðal
eigenda þeirra em Warren
Beatty, Jane Fonda, Kris
Kristofferson og Grace prins-
essa afMónakó.
Til skýringar á vali sínu sagði
Dr. Joseph, að nef þessa fólks
væru hvorki of stór eða of litil.
Þau pössuðu svo nákvæmlega við
andlitið að engin skurðaðgerð
gæti bætt þar um betur.
Fairport Convention undirbýr
sig nú af kappi undir síðustu
hljómleikaferðina. Hún hefst i
lok þessa mánaðar og á að standa
til 20. ágúst. Á þeim tima hyggst
hljómsveitin ferðast vitt og breitt
um veröldina og hætta að þvi
loknu.
Sú hugmynd hefur skotið upp
kollinum að hljóðrita tvenna eða
þrenna hljómleika og setja rjóm-
ann af þeim upptökum á kveðju-
plötu til aðdáendanna.
Fairport Convention var stofn-
uð árið 1967 og hefur allt frá upp-
hafi verið leiðandi hljómsveit í
brezku þjóðlagarokki. Ástæðan
fyrir því að hljómsveitin hættir
nú er sú að aðalmaður hennar,
Dave Swarbrick fiðluleikari og
söngvari missir nú ört heyrn.
Það heyrnarleysi er rakið til
hávaða hljómsveitarinnar á
hljómleikum.
□ Tom Robinson Band — TBR TWO
Ný plata með nýbylgjumeistaranum Tom Robinson.
Todd Rundgren „producerar” þessa plötu á sniildar-
legan hátt.
□ Graham Parker and the Rumour —
Squeezing out Sparks
Graham Parker and the Rumour þykir einhver bezta
hljómsveit sem fram hefur komið siöustu árin. Þessi
plata á örugglega eftir að auka hróður þeirra.
□ Viilage People — Go West
Nýjasta hit-lag Village People, In the Navy, er á þess-
ari nýju plötu þeirra fclaga.
STÓRAR PLÖTUR:
□ Eric Clapton — Backless
□ Terry Reid — Rogue Waves
□ Bee Gees — Spirits Having Flown
; Dr. Hook — Pleasure & Pain
ÍTT Linda Clifford — Let Me Be Your Woman
lj Dire Straits — Dire Straits
□ McGuinn, Clark & Hillman
□ Olivia Newton-John — Totally Hot
□ Queen — Jazz
□ Jefferson Starskip — Gold
□ Baccara — Light My Fire
□ Instant Funk — Instant Funk
□ Amii Stewart — Knock On Wood
□ Amanda Lear — Never Trust A Pretty Face
□ David Essex — Imperial Wizard
□ Gonzalez — Haven’t Stopped Dancin’
□ Gruppo Sportivo — Back To 78
□ Generation X—Valley Of The Dolls
□ Journey — Evolution
□ One Big Happy Family — Ýmsir
□ Manfred Mann’s Earth Band — Angel Station
□ La Bionda — Bandido
LITLAR PLÖTUR:
□ Dr. Hook — Allt the Time in the Word
□ Barry Manilow — Could It Be Magic
□ Queen — Don’t Stop Me Now
□ Blondie — Heart of Glass
□ Abba — Chiquitita
□ Keith Richard — Run Rudolph Run
□ David Essex — Imperial Wizard
□ Linda Clifford — Bridge Ovcr Troubled Water
□ Olivia Newton-John — Totally Hot
□ Bee Gees — Tragedy
□ Curtis Mayfield — This Year
□ Tom Robinson Band — Bully For You
□ Chris Denning — Jamaica Farewell
□ Amanda Lear — Fashin Pack
□ Boney M. — Hooray, Hooray, It’s A Holy-
Holiday
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8. Sími 84670
Laugavegi 24. Sfmi 18670.
Vesturveri. Sími 12110.