Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979.
5
Gallaða olíumölin á Austf jörðum:
UNDIRLAG OG SLIT-
LAG MISHEPPNAÐ
—Rannsóknastofnun byggjngariðnaðarins varaði
sveitarstjórnir við þeirri möl er notuð var
Nú liggja fyrir niðurstöður Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðarins
á olíumöl sem lögð var á Austfjörð-
um í fyrra en hefur reynzt meira og
minna gölluð, eins og DB hefur skýrt
frá.
Oliumöl þessi var blönduð árið
1977 og lögð í fyrra á Neskaupstað,
Reyðarfirði og Eskifirði. Olíumölin
var fengin frá Olíumöl hf.
Samkvæmt upplýsingum Ásbjörns
Jóhannessonar hjá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins var
mölin blönduð úr steinefnum úr
Melshorni við Reyðarfjörð. Þetta
efni hefur verið í sigtinu í nokkuð
mörg ár og hafa verið teknar all-
nokkrar prufur af því. Þær hafa
reynzt misjafnlega og stafar það af
þvi að jarðlög eru þarna lagskipt og í
lögunum skiptist á gott efni og
slæmt. Erfitt er að halda þeim að-
skildum.
Olíumölin, sem lögð var í fyrra, er
farin að skemmast nún'a og sums
staðar allverulega. Að sögn Ásbjörns
eru ástæðurnar aðallega tvenns
konar:
í fyrsta lagi er undirbyggingin
undir olíumölina ekki nógu góð á
sumum stöðunum og í öðru lagi
grotnar olíumölin í sundur. Grófari
jefnin losna frá og detta upp úr slitlag-
inu. ,,Ég tel að ástæðan fyrir þvi að
ekki sé nógu góð binding milli stein-
efnanna og vegolíunnar,” sagði Ás-
björn.
Norsk olíumöl var lögð á Aust-
fjörðum fyrir nokkrum árum og
sagði Ásbjörn að einnig skipti í tvö
horn með þá olíumöl en hún hefði þó
reynzt mjög vel þar sem undirlagið
væri gott. Mikið byggist á því að það
,sé vel gert.
Möl hefur einnig verið tekin upp á
Héraði, svokölluð Hólsmöl, og þar
sem hún hefur verið notuð er olíu-
mölin óskemmd eftir tveggja ára
notkun. Hún er ekki sambærileg við
mölina úr Melshorni.
Áður en mölin úr Melshorni var
inotuð voru sveitarstjórniraðvaraðar
og greint frá því að prufur hefðu
reynzt misjafnar. Mölin var notuð
þrátt fyrir þessar aðvaranir.
JH.
HÍFÐURINN í „SVÖRTU
MARÍU” A ÓÆÐRIENDANUM
Hann er heldur liflaus, ungi maðurinn sem lögregluþjónarnir eru að drösla á milli
sin og inn i „Svörtu-Mariu”. Svona getur farið þegar menn eru ungir, voru að
Ijúka prófum og fengu sér neðan í því um of í óreyndan likama.
DB-myndir Sv. Þorm.
Njarðvíkurprestakall:
Sr. Þorvaldur Karl kjörinn
í gærmorgun voru talin á skrifstofu atkvæði og sr. Þorvaldur Karl Helga-
biskups atkvæði í prestskosningum í son, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar,
Njarðvikurprestakalli er fram fóru sl. hlaut 421 atkvæði. Áuðir seðlar voru 6.
fimmtudag, uppstigningardag. Tveir Á kjörskrá voru 1070 en atkvæði
prestar voru í kjöri. Sr. Gylfi Jónsson, greiddu 628. Kosningin er lögmæt.
sóknarprestur i Bjarnarnesi, hlaut 200 -GAJ-
Bekkurínn og gólfið var útatað og eins gott að setjast ekki á bekkinn í Ijósu sumar-
fötunum. DB-myndir RagnarTh.
Biðskýli SVR á Hlemmi:
Þegar sólin skín hitnar vel í hinu nýja
biðskýli SVR á Hlemmi. Slíkt hefur
nokkur óþægindi í för með sér því þá
lekur niður svart efni úr gluggum hins
nýja húss. Fyrst í stað var talið að um
tjöru væri að ræða en svo mun ekki
vera.
Bekkur fyrir farþega var fyrir neðan'
annan gluggann og draup efnið niður á
hann og var þar lítt fýsilegt að setjast.
Elínborg Þorgeirsdóttir, vörður i
biðskýlinu, sagði að hún hefði þegar
látið yfirmenn hjá SVR vita af þessum
leka og hefði bekkurinn verið fjarlægð-
ur. Elínborg vissi aðeins um eina konu
sem hefði fengið óþverra þennan í kápu
sína.
Bekkurinn var þveginn og náðist
efnið burt með vatni og sápu þannig að
það ætti að vera hægt að hreinsa föt
þótt einhver hefði setzt á bekkinn ein-
hvern undangenginna sólardaga.
Aðallekinn var úr glugga við kaffi-
teríuna, skammt þar frá sem blöð og
ritföngeruseld. -JH.
Sem sjá má draup hið svarta efni niður
úr glugganum þegar hann hitnaði i
sólinni.
ÓÞVERRINN LAK
NIÐUR A BEKKINN
— þegar sólin skein á gluggann
Erum fluttir tv/ Reykjavíkur
Vorum að fá sendingu afþessum vinsælu MALA GUTI-léttum bifhjólum. Hjólin em sjálfskipt og mjög einföld í akstri.
Bensíneyðsla aðeins
9lítrará lOOkm
ENDURBÆTUR Á ÁRG. 1979: Stærri mótor, hærra undir
mótor, steyptar felgurfengir teinar) o.fl. o.fl.
KARL H. C00PER, VERSLUN
Höfðatúni 2 —105 Reykjavík—Sími 10-2-20
Fyrsta 50cc hjólið á Islandi yer£
meðsteyptum k 345 500 _
magnesíumfelgum *r' ^DDUU-