Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979.
Sveitaball:
VERÐUR”
„...ÞAR SEM
FJÖRIÐ
öðrum.
Það er nefnilega slæmt að verða
eftirlegukind á sveitaballi og engin
von á leigubíl. Eftir japl og jaml og
fuður fara bílarnir að tínast af stæð-
inu og hverfa út á þjóðvegina.
Sætaferðabílstjórinn hættir ekki á
að fara fyrr en rétt undir það að allir
eru farnir til að farþegar hans verði
ekki eftir. Einhver afföll hafa þó orð-
ið, sumir fengið far í bæinn með
öðrum.
Annað hljóð í
strokknum
Ástandið um borð er nú gjörbreytt
Engin venjuleg
náttúruskoðun
Ekki er komið langt út fyrir bæinn
með stefnuna á Flúðir i Hruna-
mannahreppi þegar Ijóst er að far-
þegar eru ekki í náttúruskoðun, í þess
orðs merkingu.
Brakhljóð, þegar innsiglið á
„bokkunni” er rofið, samfara hviss-
hljóði þegar kókið er tekið upp,
glingur stút við stút, þegar blandað er
á milli og: „Æ, dj . . . sóðinn þinn”
þegar bíllinn ekur í holu, blöndunin
tekst ekki sem skyldi og einhver fær
yfir sig gusu af gosi eða víni eftir at-
vikum, — verðuraðstöðugum klið.
Klúryrði í
Kömbunum
Háreysti vex eftir því sem bíllinn
klifrar hærra yfir sjávarmál upp á
Hellisheiðina. Klúryrði byrja að
fjúka í Kömbunum og í miðju ölfus-
inu: „Ég míg í sætið ef þú stoppar
ekki í hvelli!” æpir Stína við mikinn
fögnuð farþega sem hvetja hana
óspart til þess.
Bílstjórinn stoppar í ofboði og
hvetur aðra til að gera slíkt hið sama
og Stína ef þeim sé að verða mál.
Einhver rifjar upp brandarann um
Óla Ket sem sagður er hafa látið
kvenfólk fara öðrum megin við bílinn
og karlmenn hinum megin og síðan
ekið á brott þegar fólk hafði brugðið
brókum.
„Dj ... kjaftæði,” muldar einn
við þessu — sá fyrsti orðinn of fullur
og gæti farið að æla hvað úr hverju.
Bölvað klúður og rútan ekki nema
hálfnuð upp eftir.
Nokkur
„pissustopp "
En heppnin er með, enginn ælir og
bara nokkur „pissustopp” í viðbót.
Komin að Flúðum og þegar orðið
mikið af bílum. Bílafjöldinn svona
snemma veit á að hér verður stuðið í
kvöld. Þetta þýðir að einhvers staðar
annars staðar verður slúttað hálf-
tómu balli i miðju kafi og spældur
lýðurinn kemur á Flúðir upp úr mið-
nætti. Bjánar að fatta ekki hvar liðið
yrði.
Nú blanda allir og það svo ríflega.
að kókið verður glært eins og þvag-
prufa. Síðan er skeiðað á staðinn —
kominn þangað sem fjörið verður —
eins og auglýsingin sagði.
„Vá, maður, sex þúsund kall,
Kalli, lánaðu tvö upp á blöndu á
eftir.” Einhver nýgræðingurinn
þekkir ekki verðlagið til sveita.
skála. Þá hefur ást tekizt með pari. Einn kastar upp en trygglynd vinkonan
Sú feita
gengur út
Einn „lúðinn” hefur drukkið í sig
kjark og lætur sig nú hafa þá feitu og
djótu sem ekki hvarflaði að honum í
upphafi. Stuðið vex og loks verður
eins og allt iði tilgangslaust í húsinu,
utan við allan takt hljómsveitarinnar.
Slíkt stemmning hefur þann ágæta
kost að letja menn til slagsmála sem
nánast heyra fortíðinni til á sveita-
böllum nú.
j Svo er ballið búið. Sumir reyna að
æpa fram hljómsveitina aftur, án
árangurs. Aðrir fara að ráfa út en
sumir bara hreyfa sig ekki og
munuekki gera það hjálparlaust í
bráðina — dauðir. Umsjónarmaður
hússins horfir yfir vettvang og sér
fyrir sér langan og strangan vinnudag
á morgun. Ekki ætla ég að reyna að
lýsa hugsunum hans.
Nú hefst mikið bílflaut, hróp, köll
og meldingar á planinu fyrir utan.
Þeir sem ekki náðu sér í stelpu á ball-
inu gera síðustu örþrifa tilraunina.
Gengur þeim upp og ofan og miklar
„spekúlasjónir” hefjast nú um hvar
þessi og hinn sé niður kominn, hvort
hann ætli með eða hafi farið með
frá því fyrr um kvöldið: ýmist hljóðir
elskendur sem slíta vart munn frá
munni í holum og „hossingi” í tæpa
tvo tíma eða örþreyttir sofandi ein-
staklingar af báðum kynjum —
sjúskaðir.
Einn reynir að halda uppi drykkju-
skap við litlar undirtektir, hættir og
sofnar. Stoppað til að æla og pissa,
en svo fer að kvikna Iíf á einum og
einum þegar nálgast borgina.
Síðasta vonin
Nonni vaknar, horfir sljóum
augum í kringum sig, að því er virðist
i óljósum tilgangi, en svo er þó ekki.
Tveim sætaröðum framar steinsefur
stelpa út i hliðargluggann. Nqttni
staulast í sætið við hliðina á henni 'og
fer að gera sig til við hana.
„Hættessu, láttu mig vera, þú ert
ógeðslegur,” og Nonni réttir úr sér í.
sætinu og starir galtómum augunum
fram í tilgangsleysið.
Fólk með rænu tínist úr bilnum á
leiðinni um bæinn áleiðis til BSÍ en
þar ranglar síðasti hópurinn út og
einhvern veginn hverfur — kominn
þaðan sem fjörið var.
GS
—já, ekkert jaf nast á við sveitaball
„Komið þangað sem fjörið verður
. . . hinir frábæru . . . leika . . .
sætaferðir frá BSÍ klukkan..........
munið nafnskírteinin. . .” og fyrr
eða síðar lætur maður undan tveggja
daga tilkynningaskammti í útvarpi og
sams konar auglýsingum á hverjum
sjoppuglugga fyrir helgina.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
maður svo sem alveg til í svolítið fjör,
til tilbreytingar, frábær tónlist er allt-
af vel þegin, hvað er á móti
skemmtilegri ökuferð út í sveit? og
svo á maður nafnskírteini. Sem sagt,
allt klárt, og maður mætir á BSÍ á til-
teknum tíma.
Brottförin dregst að vísu, því lengi
á bílstjórinn von á einum, en brátt
hefst ökuferðin út í náttúruna.
Nútíma rútubílar eru orðnir svo
hljóðlátir að gamall sveitaballajálkur
hefði ekki komizt í stemmningu hefði
ótrúlega mikið glerjaglamur í far-
angri farþega ekki bætt þar úr.
Sumir fara að leita annarra leiða
til að komast inn í húsið, svo sem í
gegnum glugga, öðrum er sama hvort
þeir drekka inni eða úti, því sveita-
böllin fara hvort eð er jöfnum
höndum fram inni í húsunum, í bil-
unum og úti í guðs grænni náttúr-
unni. Mörg þúsund vatta græjur
„grúppunnar” sjá til þess að ómur-
inn af tónlistinni berst út og heldur
uppi stemmningunni.
Balliðúti
!og inni
Svo má líka fara inn og út af
þéttar á þær en kösin í kring gefur til-
efni til að þjappa þeim saman. Og
svo heyra strákarnir bara ekki
„múkk” fyrir hljómsveitinni ef stelp-
urnar reyna að malda eitthvað i mó-
inn. Þær komast ekki svo auðveld-
lega undan á flótta í þrönginni og svo
getur þetta allt „græjazt” með tím-
anum. Rétt er að láta skína í stútinn
upp úr buxnastrengnum og sjá hvort
vonin um einn gráan mildar hana
ekki.
Hún slakar til og sjóðheitt ástar-
samband kviknar. Grípur fólk nú til
þess ráðs í þessari stöðu að halda fast
hvort utan um annað á dansgólfinu í
Stund milli stríða.
blunduðu fyrir vígum.
Dæmigerð utanhússena frá sveitabailí. Lengst til hægri ræða félagar málin og
passar blönduna á meðan. Loks hefur einn fengið nóg af öllu f bili og blundar.
sveitaböllum með því að fá miða við
útganginn og afhenda aftur þegar
maður kemur aftur inn. Slíkt fyrir-
komulag kemur sér einkar vel af
ýmsum ástæðum. T.d. hrapar hrein-
læti salemanna niður fyrir staðla sal-
erna í arabiskum fátækrahverfum og
kjósa menn þá heldur að létta á sér
við húsvegginn. Gildir einu hvort
kynið er.
Og á stöðum — þar sem fjörið er
— er ótakmörkuðum fjölda selt inn
þannig að neyðarástand ríkti ef fólk
gæti ekki verið á rápinu inn og út.
Loks má svo nefna að vínveitingar
eru ekki á sveitaböllunum svo sam-
komugestir þurfa oft að skreppa út í
bíl eftir meira af glæru kóki.
Inni gengur mikið á. Hljómsveitin
gefur ekkert eftir svo maður finnur
hljóðbylgjumar skella á sér. Sam-
ræður fara því fram með hátt á ann-
að hundrað desibela styrk sem talinn
er skaðlegur heyrn manna.
Táknmál í
hávaðanum
Táknmál kemur i staðinn. Stelp-
urnar skilja nokk hvað strákarnir eru
að fara þegar þeir rekast tíðar og
von um að troðningur aðskilji það
ekki. Til öryggis krækir það saman
tungum við og við.
Einn og einn „lúði” ráfar um, nær
sér ekki í stelpu en drekkur þá gjarn-
an mun meir en aðrir í staðinn.
Ást í
aftursæti
Elskendurnir tveir þreytast nú á
ónæðinu og kemur þá enn einn
kostur þess að geta farið inn og út úr
húsinu í ljós. Parið leiðist út og kapp-
inn hefur „innhlaup” í bíl vinar síns.
Þar hefur parið næði til að þróa ást-
arlíf sitt. Hvergi á víðavangi er jafn-
mikið elskazt og á bílastæðum félags-
heimila til sveita.
Kvikna þar jafnt hjónabönd, ein-
staklingar og eldar í aftursætunum
þegar elskendurnir gleyma að drepa í
sígarettunum í hita leiksins.
Aftur á ballið. Þrátt fyrir góðan
ásetning kvenfélagsins og ungmenna-
félagsins um að hafa húsið hið snyrti-
legasta eru innanstokksmunir teknir
að riðlast, gólfið að klístrast af gosi
og víða eru glerbrot í hornum og
undir stólum.