Dagblaðið - 31.05.1979, Page 2

Dagblaðið - 31.05.1979, Page 2
2 r OTTASLEGNIR OLÍUFURSTAR — innan ríkisstjómarínnar J.G. skrifar: Að kvöldi 21. maí þeyttu bíleigend- ur um allt land flautur bíla sinna til að mótmæla bensínokri rikisstjórnar- innar og 22. maí var „billaus” dagur að tilhlutan FÍB. Fréttastofa sjón- varpsins sagði strax 21. maí frá mót- mælaflautinu og birti mynd af bíleig- endum viö Alþingishúsið þar sem þeir þeyttu flautur bíla sinna, og aftur 22. maí sagði fréttastofa sjón- varps frá umferð þann dag, þó aðeins frá Reykjavík. Það eina sem ég heyrði frá fréttastofu útvarpsins 22. maí var það að krakkar hefðu þeytt flautur. Olíufurstarnir í ríkisstjóm- inni virðast ráða meiru fyrir innan stokk á fréttastofu útvarps en sjón- varps. En það er greinilegt að olíufurst- arnir innan ríkisstjórnarinnar eru nú orðnir mjög hræddir við almennings- álitið. 21. maí var sagt frá skipun nefndar sem á að gera athugun á olíu- verzlun o.fl. í því sambandi. Auðvitað hefur slíkt ekkert að segja. Olíufurstarnir munu þjarma að bíl- eigendum eftir sem áður. Hverjum skyldi geta dottið í hug sú fjarstæða að einhver nefnd hefði getað komið því til leiðar að Báröur á BúrfeDi heföi látið af hendi einhvem hluta blóð- mörskeppa sinna? 22. maí var Þjóð- viljinn með ámátlegt yfirklór og reyndi að verja gerðir olíufurstanna. 21. maí vöktu olíufurstarnir í rikis- stjórninni blaðafulltrúa sinn af blíðum blundi og skipuðu honum að skrifa langhund til réttlædngar bensínokrinu. Á þeSsum langhundi blaðafulltrúans hefur fréttastofa út- varpsins smjattað. Það er ekki ýkja langt siðan blaðafulltrúinn núverandi DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ1979. Aöeins (áir bOar komust aó fyrir ntan Alþingi tii þess aó flanta. En þcr 20 minátur sem Ijósmyndari okkar, Ragnar Th. Sigurósson, var fyrir utan Aiþingi var flautaó stanzlaust þvi allir vildu komast aó þar fyrír utan til þess aó flauta. barðist ötullega gegn forréttinda- klíkum og afturhaldi. Það em ekki ýkja margir sem öfunda hann af þvi hlutskipti sem hann gegnir nú. Kannski er það ekki einber tilvUjun að Ólafur Ragnar Grimsson skyldi velja 21. maí til að gera að umræðu- 'efni á Alþingi bílafriðindi ráðherr- anna. Kannski gefur þetta bendingu um að innan veggja Alþingis fyrir- finnist þó ein sál sem að mestu sé laus við íhaldsgrómið. V UTANBÆJ ARBIFREIÐIR EKKIVERRI — en Reykjavíkurbif reiðir Magnús Hlynsson á bifreiðinni U- 3087 skrifar: Mig langar tU að svara ökumanni sem skrifar lesendabréf í blaðið 26. maí sl. og rífst og skammast yfir því sem hann kaUar árvissa plágu í um- ferðinni og á þá við utanbæjar- bifreiðir. Ég hef alla mína bílprófstíð ekið á R., Y- eða G-númerum en síðasta mánuð hef ég ekið á U-númeri. Ég hef tekið eftir sömu brotum eða hugsunarleysi hjá innanbæjarbif- reiðum og oftast eru þau meiri og hættulegri en þau sem ég hef séð hjá utanbæjarbílum. Og þennan mánuð sem ég hef ekið á U-númeri hef ég mætt meiri ókurteisi og átroðningi frá R-, Y-og G-bifreiðum en allan þann tíma sem ég ók sjálfur á þeim númerum. Ennfremur vil ég taka það fram að ég er nýkominn frá Eskifirði og mætti mörgum bifreiðum á ieið minni. Mér fannst það mjög áber- andi að ef ég mætti utanbæjarbifreið þá ók hún út í kant og sýndi fulla kurteisi. En Reykjavíkurbifreiðir sem ég mætti virtust yfir höfuð ekki hafa hugmynd um hvað það væri að víkja eða sýna aðra kurteisi. Ég held þvi að sá sem skrifaði fyrr- nefnt skammarbréf ætti að athuga málið betur og ég er viss um að hann kemst þá að því að utanbæjar- bifreiðir eru ekki verri í umferðinni en Reykjavíkurbifreiðir. „Reykjavikurbifreiðir sem ég mxtti virtust yfir höfuð ekki hafa hugmynd um hvað það væri að víkja eða sýna aðra kurteisi,” segir bréfritari. - Mynd R.Th.Sig. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.