Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979.
;
DB á ne ytendamarkaði
Þeir Reykvíkingar sem tryggt hafa
sér kartöflugarða til leigu við
Korpúlfsstaði geta farið að setja
niður um helgina. Þegar ljósmyndari
Dagblaðsins ók fram hjá görðunum í
vikunni var verið að plægja og undir-
búa jarðveginn.
í kartöflugörðunum i Skammadal
er hins vegar ennþá nokkurt frost í
jörðu en ef þíðan helzt verður byrjað
að plægja þar eftir helgina.
Sunnlendingar mega vist aldeiiis
prísa sig sæla með þetta á meðan
norðanmenn stynja undan snjó og
klaka.
DS.
kariöfíur um hebdna
Kartöflugarðarnir við Korpúlfsstaði
plægðir.
DB-mynd Sv. Þorm.
Enn aukin þjónusta
Höfumopnaó
Smurstöð í GarÖabæ
Við hliðina á SHELL bensínstöðinni við Vífilsstaðaveg
Þar bjóðum við bifreiðaeigendum fjölbreytta
þjónustu, meðal annars:
Olíufélagið Skeljungur hf.
• alhliöasmurnmgsvinnu 3 1 9
• loft- og olfusfuskipti Smurstöð Garðabæiar
• endurnyjun rafgeyma og tilheyrandi hluta Pors,ei„n ,„gi Kragh
• viftureimaskipti, rafgeymahleðsla, ofl. ofl. simi: 42074
Verið velkomin og reynið þjónustuna hjá liprum og vönum mönnum.
NU GETA ALLIR
BÚIÐ TIL SÍIMA EIGIN
PIZZA
APPIRN
WAY
PIZZA
TILBUIÐ DEIG
MTiAN WAV-
| PIZZA 5
| spread easy ..
% f i o u r m'iJi i
KRYDD-
SÓSA
AMERISK GÆDAVARA
FÆST í HELZTU
MATVÖRUBÚDUM
ESKIFJARDARDEILD
NEYTENDASAMTAKANNA
Eskifjarðardeild Neytendasamtak-
anna var stofnuð sl. laugardag.
Reynir Ármannsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, kom til Eskifjarðar
og upplýsti fólk um nauðsyn samtak-
anna. Síðan svaraði Reynir skil-
merkilega öllum fyrirspurnum sem
fundarmenn báru fram.
Á stofnfundinn komu 33 menn og
gengu allir i Eskifjarðardeildina.
Áhugi var mikill meðal fundar-
manna. Reynir tók fram að hvergi
fyrr, þar sem slikar deildir hafa verið
stofnaðar, hefðu allir fundarmenn
gengið í deildina.
Sex manna nefnd var kosin á stofn-
fundinum. Formaður var kosinn
Sveinn Benónýsson, varaformaður
Gunnlaugur Ragnarsson, Gréta Jóns-
dóttir gjaldkeri, Bragi Haraldsson
ritari og meðstjórnendur Herdis
Hermóðsdóttir og Guðbjörg Björns-
dóttir.
-Regína/JH
Málmurinn ítannkremstúpum:
Hættulaus með öllu
Jón Á. Guðmundsson skrifar:
Ég vildi gjarnan spyrjast fyrir um
það hvort málmurinn sem er í
Kópral flúor tannkremstúpunum sé
banvænn, stórhættulegur eða bara
dálítið hættulegur. Svo er mál með
vexti að ég keypti mér umrædda
tannkremstegund en eftir nokkurra
daga notkun tók ég eftir því að það
tannkrem sem fremst var í stútnum
frá því ég notaði það síðast var
komið með málmlit. Einnig er greini-
legt að innan i tappanum, sem er úr
plasti, kemur málmlitur í tannkrem-
ið. Þetta kann að virðast smámuna-
semi en þið hafið nú oft veitt minni
hlutum meiri athygli en þetta kallar
á.__
Db hafði af þessu tilefni samband
við Heilbrigðiseftirlit ríkisins og fékk
þar eftirfarandi svar:
í túpur sem þessar er nær undan-
tekningarlaust notað hreint ál sem
ekki telst vera hættulegt þó það
komist í snertingu við tennur og slím-
himnu í munni eða jafnvel þó þess
sé neytt í dálitlu magni. Samkvæmt
upplýsingum framleiðandans eru
túpur undir Kópral flúor tvílakkaðar
að innan og því á kremið ekki að
komast í snertingu við málminn en
það inniheldur dálítið af efnum sem
gætu verkað ætandi á ál. Annað-
hvort er þá að lakkhúðin hefur gefið
sig eða að umræddur málmlitur
stafar af því að tannkrem hefur
komizt í snertingu við ytra byrði
stútsins sem í þessu tilviki er úr áli (nú
orðið er algengt að stútur slíkrar túpu
sé hafður úr plasti), kemur þetta
heim og saman við upplýsingar bréf-
ritara um málmlit innan í tappanum.
Blýtúpur eru i dag einungis
notaðar undir málningarliti, lím og
hliðstæða vöru að því er undirrituð-
um er kunnugt.
Raddir neytendá
HQT ÁVAXTAKAKA
Guðrún Guðmundsdóttir í Hafnar-
firði sendi okkur þessa uppskrift að
heitri ávaxtaköku sem hún sagði að
væri alveg sérstaklega góð:
•egg
1 bolli sykur
1 bolli hveiti
1 og 1/4 tsk. lyftiduft.
1/2 dós ananas, kurlaður
1/2 bolli kókósmjöl
1/2 bolli púðursykur
is eða rjómi.
Lyftidufti, hveiti, sykri og eggi hrært
saman við ávaxtasafann. Síðan eru
ávextirnir látnir saman við. Blandan
er látin í eldfast mót, ekki djúpt.
Ofan á er stráð kókosmjöli og púður-
sykri, sem blandað hefur verið
saman. Þetta er bakað í 160 gráða
hita í 20 mínútur. Kakan er borin
fram með is eða þeyttum rjóma, lík-
lega ís núna í verkfallinu. Kakan er
einnig góð köld með þeyttum rjóma.
Kakan kostar um 900 krónur.
-DS.
Uppskrift dagsins