Dagblaðið - 31.05.1979, Síða 9
DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979.
9
Vöruflutningaskipum fjölgar óðum við bryggjur, sem afleiðing verkfalls yfirmanna á farskipum og verkbanns sem fylgdi í
kjölfarið. Á meðan flyzt ekki fiskur úr landi og ekkert til landsins sjóleiðis.
Aðstoðarf ramkvæmdastjóri Sjávaraf urðadeildar SÍS:
Eríendir kaupendur
fara að skipta við
aðra fiskseljendur
Skortir þegar fisk til að standa við samninga í Bandaríkjunum
„Það alvarlegasta er, þegar til
lengri tíma er litið, að nú þegar vant-
ar fisk til að uppfylla þarfir kaup-
enda í Bandaríkjunum. Með hverjum
deginum vex hættan á að þeir beini
viðskiptum sínum til annarra en okk-
ar vegna óstöðugleika í afgreiðslum
okkar og kynni það ástand að verða
varanlegt,” sagði Ólafur Jónsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávar-
afurðadeildar SÍS, í viðtali við DB í
gær.
Sagði Ólafur ástandið nú mun
verra en í útfiutningsbanninu í fyrra,
þegar talsverðar undanþágur voru
veittar í þessu tilviki. Farmanna- og
fiskimannasambandið veitti sl. föstu-
dag leyfi til þess að Skaftafellið yrði
lestað fiski til útflutnings, en aðeins í
dagvinnu.
Mat Ólafur þennan skilning sam-
bandsins mikils þar sem með undan-
þágunni er unnt að leysa brýnasta
vanda nokkurra húsa hvað geymslu-
rými snertir. Víða eru frystigeymslur
húsanna orðnar troðfullar þrátt fyrir
mjög þétta og dýra handstöfiun, sem
rýrir afkomu húsanna, samfara því
að koma afurðunum ekki i verð.
Jafnvel þó farmannadeilan leystist
strax, sagði Ólafur að ástandið í hús-
unum yrði ekki orðið eðhlegt fyrr en í
haust. -GS.
Framleiðandi Tropicanadrykkjanna:
Salan hefurtvöfaldazt
— en tvíeggjuð anægja vegna flutningskostnaðar
flugleiðis
„Það er allt að helmingi meiri sala
í ávaxtadrykkjunum en nokkru sinni
fyrr, sem við rekjum m.a. til mjólk-
urskortsins,” sagði Haukur Gröndal,
framkvæmdastjóri Sólar hf„ sem
framleiðir Tropicanaávaxtadrykkina,
í viðtaU við DB í gær.
,,En það er tvíeggjuð ánægja af
þessum sölukipp því síðustu vikumar
höfum við þurft að flytja allt hráefni
fiugleiðis, með geysilegum auka-
kostnaði í för með sér. Við fram-
leiðum því vöruna á núUi, ef svo má
segja, því við megum ekki hækka
okkar vöru eins og innflytjendur
ferskra ávaxta, okkar framleiðsla
heyrir nefnUega undir iðnað,” sagði
hann. -GS.
Landsbyggðin:
Víða orðið olíulítið
— Litlaf ell og Kyndill sigla þó nú á undanþágu
Sjón eins og þessi er ekki lengur algeng, enda hefur innflutningur á ávöxtum
enginn verið nema með flugi. Við það hækkar verðið undantekningarlaust um
helming og var það Drottins orð þó dýrt fyrir... Ekki bætir yfirvofandi skortur á
olíu úr skák víða norðanlands. Litlafell og Kyndill hafa þó undanþágu til flutn-
inga.
„Það er víða orðið olíulítið úti á
landi,” sagði örn Guðmundsson,
skrifstofustjóri Olíuverzlunar íslands
hf. „Það fékkst þó undanþága fyrir
siglingu Kyndils til Vestfjarða og
Litlafells til Vestfjarða og Húsa-
víkur.
Það hefur takmarkað mikið nýt-
ingu skipanna að aðeins hefur verið
leyfð vinna við losun í dagvinnu. Við
eðlilegar aðstæður er unnið við
skipin dag og nótt. Skipin eru allt
upp í þriðjungi lengur.
Venjulegir landflutningar á olíu
suðvestanlands ganga eðlilega, en
landfiutningar frá birgðahöfnum úti
á landi dragast eðlilega saman, þegar
birgðir minnka.
Það ætti þó að koma í veg fyrir
vandræðaástand að veitt var þessi
undanþága til skipanna og þess má
geta að FFSÍ hefur sýnt skilning á
þessum málum.
-JH.
Hráefni i „þjóðar-
drykkinn" kók er upp-
urið eftir hálfan
mánuð. Þar með
> HTður kannski fokið f
flcst skjól að margra
dómi.
Framkvæmdastjóri
ColaCola:
Lokum
innan hálfs
mánaðar
—flutningar yrðu allt of
viðamiklirogdýrir
„Við erum ekki farnir að merkja
neinn sölukipp enn vegna mjólkur-
skorts, enda búumst við ekki við því
fyrr en upp úr þessu,” sagði Pétur
Björnsson, framkvæmdastjóri Coca
Cola verksmiðjunnar i viðtali við DB
ígær.
Sagði hann söluna hafa aukizt
undanfarið, en rakti það allt eins til
hlýnandi veðurs suðvestanlands.
Verksmiðjan hefur hráefn; til hálfs-
mánaðar framleiðslu i mesta lagi og
hafi farmannaverkfallið ekki leystzt
fyrir þann tíma verður verksmiðjunni
lokað. Taldi Pétur útilokað að beina
svo viðamiklum flutningum sem
verksmiðjan þarf inn á flugið.
-GS.
Laser
Kynnizt
Laser
Eignizt
Laser
Einn vinsælasti seglbátur sinnar tegundar i heiminum i dag. Um
70.000 bátar hafa þegar veriö framleiddir.
Helztu kostir LASER:
Mjög léttur — aöeins 59 kg.
Gerður úr trefjaplasti — litið viðhald.
Auðveldur i flutningi — t.d. á toppgrind.
Fljótlegt að sjósetja hann — ca. 5 mín.
Leitið upplýsinga — einkaumboð á tslandi.
ISTÆKNI HF.
UMBOÐS- & HEILDVERZLUN
GRENSÁSVEGI22 - SÍMI34060.
Hafnarfjörður - Útboð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að
steypa gangstéttir, alls 3500 ferm.
Útboðsgögn fást í skrifstofu bæjarverkfræð-
ings, Strandgötu 6.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag-
inn7. júníkl. 11.
Bæjarverkfræðingur
Frá Armúlaskóla
Á næsta ári mun Ármúlaskóli starfa sem fjöl-
brautaskóli með áfangakerfi.
Nemendur geta valið milli þriggja námssviða
og nokkurra námsbrauta á hverju sviði eins og
hér segir:
1. HEILBRIGÐISSVIÐ, tveggja ára heilsu-
gæslubraut til sjúkraliðanáms og framhalds-
braut að stúdentsprófi.
2. UPPELDISSVIÐ, þrjár brautir — tvær
tveggja ára grunnnámsbrautir, fóstru- og
þroskaþjálfabraut og félags- og íþróttabraut —
og fjögurra ára menntabraut að stúdentsprófi.
3. VIÐSKIPTASVIÐ, þrjár tveggja ára
brautir að almennu verslunarprófi, tvær
þriggja ára brautir að sérhæfðu verslunarprófi.
Af öllum brautum viðskiptasviðs er nemend-
um tryggð framhaldsmenntun að stúdents-
prófi.
Innritun fer fram þriðjudaginn 5. júní og mið-
vikudaginn 6. júní í Miðbæjarskólanum í
Reykjavík kl. 9.00—18.00 báða dagana.
Fimmtudaginn 7. júní og föstudaginn 8. júní
fer innritun fram í Ármúlaskóla kl. 9.00—
18.00.
Skólastjóri