Dagblaðið - 31.05.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979.
15
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
i
iari mynd Bjamieifs kljást þeir um knöttinn, Ingi Bjöm og Guðmundur Baldursson
91 augunum
vítaspymu
menn gátu andað léttar í gærkvöldi
gaf vel út í teiginn til Rafns, sem skallaði
knöttinn áfram til Guðmundar Steinssonar.
tíuðmundur nikkaði knettinum skemmtilega
aftur fyrir sig og nafni hans í Valsmarkinu
tók að þessu sinni fram sparihanzkana og
varði af snilld.
Þunginn í sókn Valsmanna tók að aukast
en þeir áttu í erfiðleikum með að finna leið
framhjá Marteini Geirssyni í Framvörninni.
Á 71. mínútu skallaði Atli rétt framhjá eftir
aukaspyrnu Harðar og skömmu síðar hitti
Ásgeir Elíasson boltann illa við hitt markið í
upplögðu færi.
Fjórum mínútum fyrir leikslok kom upp
misskilningur í Valsvörninni og Pétur
Ormslev, sá eldsnöggi miðherji, komst einn í
gegn, en Dýri náði að komast fyrir skot hans
á elleftu stundu. Varla þarf að spyrja að
leikslokum ef skot Péturs hefði fengið að
sigla óáreitt að marki. Það er oft skammt
stórra högga á milli í knattspyrnu, sem og
annars staðar og á nasstu mínútu fengu Vals-
menn dæmda vítaspyrnu.
Boltinn barst inn í teig Framara þar sem
Ingi Björn náði til hans .Engin hætta virtist á
ferðum en skyndilega vippaði Ingi boltanum
snyrtilega upp í hendina á Gunnari Guð-
mundssyni, sem átti sér einskis iUs von, og
vítaspyrna var umsyifalaust dæmd. Ingi
Björn skoraði sjálfur úr spyrnunni af stöku
öryggi að vanda.
Á lokamínútu leiksins komst Jón Einars-
son óvænt í gott færi, en það rann út í sand-
inn. Þegar upp var staðið var jafntefli e.t.v.
sanngjarnast, en Framarar voru ekki nema
hársbreidd frá sigri í gær.
Af þeirra leikmönnum ber fyrst aðnefna
Martein Geirsson, sem flestar snkn”- Vals
strönduðu á Þá vöktu þeir framherjar Guð-
mundur Torfason, nafni hans Steinsson og
Pétur Grmslev mikla athygli fyrir knattlip-
urð. Guðmundur Steinsson oflék þó oft á
tíðum er brotið var á honum og ætlaði að
freista þess að blekkja dómarana með lát-
bragði sínu. Guðmundur er ekki sterkbyggð-
ur leikmaður né hávaxinn en getur ekki búizt
við þvi að hann fái meiri vernd frá dómara
en aðrir leikmenn. Þá vakti Ásgeir Elíasson
athygli fyrir óvenjuslakan leik að þessu sinni.
Gunnar Bjarnason lék sinn fyrsta leik með
Fram og virtist ekki finna sig, enda ekki i
góðri æfingu enn sem komið er.
Valsmenn leika nettan fótbolta eins og
áður en allan brodd vatnar í sóknina hjá
þeim. Atli og Hörður voru yftrburðamenn í
gær og báðir hafa þeir frábært auga fyrir
samleik. Undarlegt annars að Hörður skuli
ekki vera í landsliði. Þá varði Guðmundur
oft mjög vel í markinu. Valsmenn voru án
Guðmundar Þorbjörnssonar og í lið Fram
vantaði Kristin Atlason.
Sævar Sigurðsson dómari dæmdi leikinn
prýðilega ef undan er skiiin yfirsjón hans í
lokin. Hann dæmdi tvívegis vítaspyrnur,
harðir dómar það, en hafði í báðum tilvikum
á réttu að standa.
MAGNÚS OG EYJÓLFUR
í RAÐIR VALSMANNA?
Allir straumar virðast nú Uggja yfir i Vai i
handboltanum. Fyrir skömmu gekk Gunnar
Lúðviksson úr Gróttu yfir i Val og þá einnig
Hörður HUmarsson úr Stjörnunni yfir i Val,
en Hörður hefur geUð sér gott orð með
knattspyrnuUði þeirra Valsmanna. Fyrr i vik-
unni fréttist það að Stefán HaUdórsson úr
HK ætiaði yfir í Val og nú hefur DB heyrt
það eftir áreiðanlegum heimUdum að Vals-
mönnum muni berast enn frekari Uðsauki á
næstunni.
Þeir félagar Magnús Teitsson og Eyjólfur
Bragason úr Stjörnunni munu báðir hafa
fuUan hug á að ganga til Uðs við Valsmenn.
DB vissi tU þess, að lagt var hart að Magnúsi
að ganga yftr i FH, en hann mun heldur hafa
vUjað ganga tU liðs viö Valsmenn. Eyjólfur
hyggst einnig ganga yfir í Val þannig að Vals-
menn eiga nú stórskyttur á hverju strái.
Ef svo fer, að Magnús og Eyjólfur ganga
yfir í Val má segja að kjami Stjömuliðsins,
sem féll niður i 3. deild í vetur sé þar með
farinn.
Þessir tveir ieikmenn ásamt Herði
HUmarssyni hafa verið burðarásar liðsins
undanfarin ár og ekkert lið má við því að
missa sUka leikmenn. Þrátt fyrir ágætis
mannskap féll Stjarnan öUum á óvart, og
sennUega strákunum sjálfum hvað mest í 3.
deUdinni. Það eru því allar líkur á því að
dvöl Stjörnunnar verði lengri i 3. deildinni en
í fyrstunni var fyrirhugað.
Helgi varði víta-
spymu Janusar!
—og Víðir sló FH út í bikamum í gærkvöldi
Það var mikið um að vera á knatt-
spyrnuvöilum víða um land i gær-
kvöldi, en þá fór fram 1. umferð f for-
keppni bikarkeppni KSÍ. Þá áttu að
fara fram 14 leikir, en tveimur varð að
fresta. Þau úslit, sem mest komu á
óvart voru vafalitið þau, að Víðir úr
Garði vann 2. deildarlið FH 7-5 eftir
vitaspyrnukeppni. Þá kom sigur
Stjörnunnar yfir Reyni í Sandgerði
áifka á óvart en þar máttu Reynismenn
bita í það súra epU að tapa 0-1 fyrir 3.
deildarliði Stjörnunnar. TU þess að
gera langa sögu stutta skulum við byrja
f höfuðborginni og vinna okkur vestur
á við.
Fylkir — Öðinn 2-0. Nágrannaliðin
Fylkir og Óðinn áttust við í gærkvöldi á
FylkisveUinum í Árbænum. Eftir lát-
lausa pressu Fylkis aUan leikinn höfðu
þeir aðeins uppskorið tvö mörk, sem
þeir Grettir Gíslason og Andrés Jóns-
son skoruðu. Mörkin hefðu allt eins
getað orðið 10 talsins, en tvö nægðu
Fylki að sjálfsögðu fylUlega þar, sem
liðið heldur áfram og mætir Grindavík
í næsta leik.
Víkingur, Ólafsvík — Grótta 1-4 (0-
1). Þessi úrsUt komu einnig verulega á
óvart. Vikingur hefur löngum verið
erfiður heim að sækja og er skemmst
að.minnast þess, að sjálfir Skagamenn
unnu aðeins 3-1 í Bikarkeppninni í
Ólafsvík fyrir nokkrum árum. Gunnar
Lúðvíksson skoraði eina mark fyrri
hálfleiksins og í þeim síðari komst
Grótta í 4-0 með mörkum frá Gunnari,
Gísla Gíslasyni (víti) og Friðriki
Friðrikssyni. Eina mark heimamanna
skoraði Guðmundur Kristjánsson rétt
fyrir lelkslok. Grótta mætir Heklu
næst.
Bolungarvík — ísafjörður. Þessi
leikur var einn af mörgum, sem þurfti
að framlengja. Jafnt var eftir venjuleg-
an leiktíma og einnig eftir framleng-
ingu. Var þá notazt við vftaspyrnu-
keppni og í henni sigruðu ísfirðingar.
Tindastóll — Völsungur 4-1. Heima-
menn höfðu umtalsverða yfirburði í
þessum leik eins og tölurnar gefa til
kynna, en það kom á óvart hversu
slöku liði Völsungar höfðu á að skipa.
Þeir hafa reyndar misst marga mjög
góða leikmenn og má þar nefna
Kristján Olgeirsson til ÍA og Hafþór
Helgason til Þórs á Akureyri. Tinda-
stóll mætir næst Reyni frá Árskógs-
strönd.
Leiftur — Magni frestað. Leik Leift-
urs og Magna varð að fresta vegna
þess, að ekki var hægt að leika á vellin-
um í Ólafsfirði í gærkvöldi. Þar er enn
snjór yfir öllu og illmögulegt að iðka
knattspyrnu. Er við höfðum samband
við Jóhann Helgason, formann knatt-
spyrnudeildar Leifturs, sagði hann að
þeir ætluðu að reyna aftur í næstu viku
og væri þá vonazt til að hægt væri að
ljúka leiknum af.
Huginn — Einherji frestað. Mjög illa
gekk að fá upplýsingar um af hverju
leiknum hafi verið frestað. Það fékkst
þó á hreint að leiknum var frestað, en
hvenær leika á vissi enginn, sem við
náðum í.
Leíknir — Þróttur 1-5. Þarna þurfti
vitaspyrnukeppni til að útkljá leikinn
eins og víðar. Staðan var 1-1 að venju-
legum leiktima loknum og einnig eftir
framlenginguna. í vítaspyrnukeppn-
inni voru heimamenn hins vegar alger-
lega heillum horfnir og skoruðu ekki
úr einni einustu á meðan Þróttarar
tryggðu sér sigurinn með því að skora
úr fjórum af sínum fimm spyrnum.
Þróttur mætir Súlunni næst.
Súlan — Sindri 2-1. Súlan, Iitla
félagið á Stöðvarfirði, vann sætan
sigur á nágrönnum sínum, Sindra frá
Hornafirði, með mörkum þeirra Óttars
Ármannssonar og Jóns Björnssonar
Hrafnkell Freysgoði — Austri 0-2.
Loksins tókst Austra að vinna sigur.
Lítið er vitað um þennan leik utan það,
að sigur Austra mun hafa verið fylli-
lega sanngjam i alla staði.
Selfoss — Afturelding 3-0 (1-0). Sel-
fyssingar hefndu tapsins fyrir Aftureld-
ingu í Bikarkeppninni á dögunum er
þeir töpuðu 1-3 með því að skella þeim
3-0 á Selfossi í gærkvöldi. Selfyssingar
höfðu undirtökin allan tímann, en það
þurfti þó sjálfsmark til að koma þeim á
bragðið í fyrri hálfleik. í þeim siðari
bættu Ámundi Sigmundsson og marka-
kóngurinn Sumarliði Guðbjartsson við
mörkum og öruggur sigur Selfoss var i
höfn.
Selfoss leikur við Leikni, Reykjavík,
í næstu umferð.
Þór, Þorlákshöfn — Ármann. Þór
gaf. Að sögn Stefáns Garðarssonar í
Þorlákshöfn urðu Þórsarar að gefa
leikinn vegna þess, að þeir höfðu ekki
nógan mannskap í lið. Fimm leik-
manna þeirra era í skóla og gátu ekki
komizt til leiksins.
Víðir, Garði — FH 7-6. Það er víst
ekki of mikið sagt að segja að mikið
hafi gengið á í Garðinum í gærkvöldi
þegar 3. deildarlið Víðis lagði 2.
deildarlið FH að velli í æsispennandi
leik eftir vítaspymukeppni. Lið Víðis er
skipað ungum leikmönnum en þeir eru
baráttuglaðir og gefa ekkert eftir og
það fengu FH-ingarnir að reyna.
Það var þó FH, sem náði forystunni i
leiknum. Það var Valur Valsson, sem
var rétt kominn inn á sem varamaður,
sem skoraði. Þeir Guðjón Guðmunds-
son, FH, og Jónatan Ingimarsson sáu
síðan um að skora jöfnunarmark Viðis
— hálfgert sjálfsmark hjá Guðjóni. Að
venjulegum leiktíma loknum var
staðan jöfn og þurfti að framlengja.
Guðmundur Jens Knútsson kom þá
Víði yfir með góðu marki, en Janus
Guðlaugsson, FH, jafnaði svo að segja
á sömu mínútu. Liðin voru enn jöfn
eftir 120 minútur og þurfti þá að fara
fram vítakeppni.
Bæði liðin skoruðu úr fjóram fyrstu
vítaspyrnum sínum og mikil spenna var
undir lokin. Janus Guðlaugsson tók 5.
spyrnu FH, en Helgi Bjarnason, mark-
vörðúr Víðis, gerði sér lítið fyrir og
varði víti Janusar. Víðir átti eina
spyrnu eftir og gat tryggt sér sigur með
því að skora úr henni. Jónatan Ingi-
marsson var of fljótur á sér því hann
skaut og skoraði áður en dómarinn
hafði gefið merki. Hann varð því að
taka spyrnuna aftur og honum urðu
engin mistök á og skoraði af öryggi við
geysilegan fögnuð félaga sinna.
Reynir, Sandgerði — Stjarnan 0-1 (0-
1). Sigur Stjörnunnar kom eins og
þrama úr heiðskíru lofti yfir Reynis-
menn, sem höfðu átt góðan leik gegn
Þrótti, Nes. um sl. helgi. Þeir áttu hins
vegar ekkert svar við ágætum leik bar-
áttuglaðra leikmanna Stjömunnar og
sátu því eftir með sárt ennið. Birkir
Sveinsson skoraði markið. Að sögn var
leikurinn mjög slakur og lítið um mark-
tækifæri í honum. Stjarnan leikurgegn
Breiðabliki í næstu umferð, en Víðir
færÁrmann.
ÍK — Grindavík 2-4. Í þessum leik
átti það óhapp sér stað að markvörður
ÍK fótbrotnaði og hjálpaði það upp á
sakimar. Annars var það Jósep nokkur
Ólafsson, sem kom inn á í hálfleik hjá
Grindavík, sem átti mestan þáttinn í
sigri þeirra. Staðan í hálfleik var 0-0 og
2-2 að venjulegum leiktíma loknum. í
framlengingunni höfðu svo Grindvík-
ingar betur og tókst að knýja fram
sigur. Þeir mæta Fylki í næsju umferð.
-emm / SSv.
Þrumuskalli Francis
Nottingham Forest varð f gærkvöldi
Evrópumeistari féiagsliða. Þrumuskalli
Trevor Francis, milljón punda leik-
mannsins, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks
nægði Forest.þvi ekki voru fleiri mörk
gerð f leiknum. Þetta er i fyrsta skipti,
sem Forest vinnur til þessa titiis, en
bikarinn fer nú til Englands þriðja árið
í röð.
Það voru víða stór auð svæöi á
ólympíuleikvanginum í Múnchen, þar
sem leikurinn fór fram, í gærkvöldi.
Rúmlega 20.000 áhangendur Forest
komu til Múnchen til að fylgjast með
leiknum og gleði þeirra var mikil eftir
leikinn. Árangur Forest hefur verið
hreint ótrúlegur eftir að Brian Clough
dreif liðiö upp úr annarri deild fyrir
tveimur árum. f fyrra varð liðið enskur
meistari og vann deildabikarinn og í ár
vann Forest deildabikarinn á ný og svo
þennan eftirsóttasta titil allra liða,
Evrópumeistaratitilinn.
Forest hafði lengst af undirtökin i
ieiknum en fyrstu 15 minúturnar ein-
kenndi mikil taugaspenna leikmenn
liðsins. Smám saman fóru leikmenn
liðsins að spila af eðlilegri getu og þá
kom munurinn fljótlega ! ljós. f lið
Malmö vantaði tvo þeirra beztu varnar-
menn auk þess, sem Staffan Tapper
meiddist skömmu fyrir leikhlé.
Malmö notaði mjög mikið rang-
stöðutaktik í leiknum og leikmenn
Forest létu hvað eftir annað góma sig
langt fyrir innan vömina.
Eina mark leiksins kom eins og fyrr
sagði rétt fyrir leikhlé. Franris tók þá
30 metra sprett inn í teiginn hjá Malmö
og skallaði knöttinn glæsilega í netið
eftir góða fyrirgjöf frá John Roberts-
son, sem margsinnis fór illa með vörn
Svíanna, en alls tókst Svíunum 18
sinnum að plata leikmenn Forest i
rangstöðugildruna.
John Robertsson fór herfilega að
ráði sínu á 64. mín. er hann hafði
nægan tíma til að skora, en skot hans
fór i stöngina eftir frábæra sendingu
Trevor Frands, sem var tvímælalaust
bezti maður vallarins.
Þetta var fyrsti Evrópuleikur
Francis, sem hann var ekki löglegur
fyrr í keppninni vegna sölu hans frá
Birmingham. Framkvæmdastjóri
Forest, Brian Clough sagði 1 gær, að
þessi sigur væri æðsti draumur hvers
framkvæmdastjóra og aö áhangendur
Forest hefðu sýnt liðinu mikla tryggð
með því að fjölmenna á leikinn. „Við
vorum stoltir af áhangendum okkar í
kvöld,” sagðiClough.
Bob Houghton, stjóri Malmö, var
hins vegar ekki eins hress og sagði:
„Eftir tvær vikur mun enginn einu
sinni muna eftir okkur. Það eina, sem
gildir er að sigra í svona úrslitaleikjum,
annars minnist manns enginn.”
Hinir ungu leikmenn Malmö stóðu
sig þó flestir mjög vel, en fyrir leikinn
hafði enginn gert sér hinar minnstu
vonir um sigur Malmö nema ef vera
skyldi þeirra allra hörðustu aðdáendur.
Stemmingin á vellinum varð aldrei
neitt sérstök — til þess vora allt of stór
svæöi í áhorfendapöllunum auð.
Liðin vora þannig skipuð í gær-
kvöldi: Forest: Peter Shilton, Viv
Anderson, Frank Clark, John
McGovern, Larry Lloyd, Kenny Bums,
Ian Bowyer, Gary Birtles, Tony Wood-
cock, John Robertsson.
Malmö: MöUer, Roland Anderson,
Ingemar Erlandsson, Jönsson, Magnus
Andersson, Staffan Tapper, (Malm-
berg á 35. mín.), Anders Ljungberg,
Prytz, Tommy Hansson (Tommy
Andersson á 83. mín.) Tore Cervin og
KinnvaU.