Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979.'
27
BÆJARINS
BEZTU
{Stutt kynning á því athyglis-.
jverðasta sem kvikmyndahús
[borgarinnar bjóða upp á
Traffic
iLMkstjóri: Jacquas Tati, garð I Frakklandi I ftalkj 1970.
Sýningarstaöur Regnboginn.
Regnboginn endursýnir um þessar mundir Traffic sem var jóla-(
mynd Hafnarbíós 1975. Myndin hefur lítiðelzt þvienn hlæja áhorf-'
endur innilega. Þess vegna er það furöulegt að bíóstjórar skuli ekki
■hafa keypt hingað til lands eldri Tatimyndir sem eru jafnvel enn>
fyndnari en Traffic. Myndin fjallar um ferð franskra bílframleið-''
enda á bílasýningu í Amsterdam. Áður en þeir komast með
isýningargripinn á áfangastað gerast spaugilegir hlutir. Enn
Isem fyrr gerir Tati grin að tækninýjungum nútimans og blikkbeljan
fær háðuglega útreið. Þess vegna er það tilvalið að þeir sem voru1*
með eitthvert píp hérna um daginn sjái þessa mynd og jafnframtjt
sjálfa sig í sinni hryggilegustu mynd.
Capricorn One
Leikstjórí: Peter Hyams, gerö í Bandaríkjunum 1977.
Sýningarstaður Regnboginn.
Hugmyndin að baki Capricorn One er nokkuð athyglisverð. Geim-
far er sent til Mars og tilkynnt að 3 geimfarar séu innanborðs þótt
það sé víðs fja.rri sannleikanum. Með tæknibrellum og sjónhverf-1
jingum tekst að láta þjóðina trúa þessu þangað til forvitinn blaða-i
imaður kemst í málið. Upp frá því tekur myndin á sig meira yfir-
■bragð hasarmyndar. Þótt Capricorn One fari hægt af stað tekst
jleikstjóranum að skapa töluverða spennu þegar fer að líða á seinni
hlutann. Heildarútkoman verður því þokkaleg afþreyingarmynd,
■með töluverða alvöru að baki. Leikurinn er ekkert sérstakur en
tæknivinnan mjög góð á köflum.
Superman
Leikstjórí: Richard Donner. gerfl I Bretlandi 1978.
Sýningarstaflur Háskóiabió.
Superman hefur þann vafasama heiður að vera talin ein dýrasta
Imynd sem gerð hefur verið enda ber hún greinilega merki þess.
Myndin er ein tæknibrella í gegn og eru sum atriðin ótrúlega vel
unnin. Þar á stóran hlut kvikmyndatökumaðurinn Geoffrey Uns-
worth. Efni myndarinnar er byggt á teiknimyndaseriunni Super-
man, sem sköpuð var 1938 og fjallar um ofurmennið Clark Kent
sem kom til jarðarinnar frá plánetunni Krypton. Þessi Kent hefur
flesta kosti og dyggðir sem fyrirmyndarsonur flestra ætti að hafa.
|Þannig má segja að Superman sé draumasonur vísitölufjölskyld-
unnar. Margt frægra leikara kemur fram en Gene Hackman í hlut- ■
verki þorparans kemur sterkast út. Einnig fer óþekktur leikari,
Christopher Reeve, mjög vel með hlutverk Superman.
■c,——.—.—
” *
Stay Spacek og Sheöy Dartl ItUu stér hlntrerk I my
i3ko
3 konur
L«fl»4óri: Robart Ahman. garil I Bvdrafijuraim 1977.
Sýningarataflur Nýja Bió.
Að öllu forfallalausu mun Nýja Bíó taka til sýningar 3 konur um!
hvítasuijnuna. Robert Altman byggir söguþráðinn á draumi, ef
söguþráður skyldi kallast, og gefur þetta myndinni dulrænan blæ. I
myndinni eru 3 aðalpersónur, sbr. heiti myndarinnar, sem eru mjög
ólíkar. Altman tengir þær mjög vel saman og notfærir sér til þess
drauma jafnt sem raunveruleikann. Leikur er talinn mjög góður og
fékk Shelly Duvall m.a. verðlaunin í Cannes 1977 fyrir besta leik-
konuhlutverkið en hún var „uppgötvuð” af Altman og hefur leikií
mikið í myndum hans. 3 konur ásamt Nashville og MASH hafa
verið taldar bestar mynda Altmans en honum eru oft mislagðar
hendur.
Útvarp
Sjónvarp
ÁFANGAR—útvarp í kvöld kl. 23,10:
LÍTT ÞEKKTAR ROKKHUÓM-
SVEITIR KYNNTAR
„Þessi þáttur er einn hlekkur i þeirri
viðleitni okkar að varpa nokkru ljósi á
lítt þekktar rokkhljómsveitir samtim-
ans,” sagði Guðni Rúnar Agnarsson,
annar umsjónarmanna Áfanga, í sam-
tali við DB.
„Ymsir hafa viljað draga þessar
hljómsveitir I einn dilk og nefna ný-
bylgjurokk en við erum ekki hlynntir
þeirri aðgreiningu. Hafa verður i huga
margar sögulegar og tónlistarlegar for-
sendur og þvi er erfitt að flokka þetta.
í þessum þætti ætlum við að taka
fyrir söngkonur og kvenlagasmiði sem
hafa komið fram á stðustu árum. Við
munum kynna söngkonuna Patti Smith
en hún er að mðrgu leyti nokkuð leið-
andi afl innan þessa tónlistarafbrigðis.
Hún er nokkuð eldri en það fólk sem
hefur verið að koma fram á allra
síðustu mánuðum og er nokkurs konar
guðmóðir þessa rokkfyrirbæris. En
margar þær söngkonur sem við höfum
verið að kynna hafa komið fram á allra
siðustu mánuðum. Við reymum að
draga fram tengsl þessara listamanna
við fortiðina,” sagði Guðni Rúnar.
-GAJ-
t-----—....... \
LEIKRITVIKUNNAR
—útvarpíkvöld
kl. 21,05:
peningar
Leikrit vikunnar að þessu sinni er
Blóðpeningar eftir R.D. Wingfield, í
þýðingu Jóns Björgvinssonar.
í bankaútibúi t brezkum smábæ er
sitthvað á seyði. Nýr útibússtjóri tekur
við en hann á dálítið grugguga fortíð og
einn af starfsmönnum bankans telur sig
standa nær þvi að fá stöðuna. Ekki
bætir það úr skák að viðvaningur er á
simaskiptiborðinu. Og þegar konu úti-
bússtjórans er rænt fer heldur betur að
hitna í kolunum.
Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson
en í stærri hlutverkum eru Helgi Skúla-
son, Gísli Alfreðsson, Sigurður Sigur-
jónsson, Hanna María Karlsdóttir o.fl.
Flutningur leiksins tekur liðuga
klukkustund.
Höfundurinn, R.D. Wingfíeld, er
orðinn vel kunnur íslenzkum útvarps-
hlustendum, því að þetta er fimmta
leikrit hans sem flutt er hér. Hann er
afkastamikill höfundur sem einkum
skrifar fyrir brezka útvarpið og er mjög
vinsæll þar í landi. Auk þess sem leikrit
hans eru afar spennandi eru þau með
gamansömu ivafi og uppáfinningasemi
Wingfields virðist eiga sér litil tak-
mörk.
■nnBi
SKARTGRIPIR
við öll tœkifœri
SIGMAR Ó. MARÍUSSON
Hverfísgötu 16A — Sfmi 21355.
«* NILFISK V
Nú er sterka ryksugan
sterkari...
NILFISK
StlPER
/f
NYR
SUPERMÓTOR:
Áflur
sogkraftur.
NÝ SOGSTILLING:
AuflveK afl
tampra kraftinn
NYR
PAPPÍRSPOKI
MEÐ
HRADFESTINGU,
ennþá stærri og þjálli.
sogorka í sérflokki
Ofantaldar og fleiri
Nðfisk:
■ og fyllsta notagHdi.
Jé, svona ar Nilfisk: Vöndufl og 1
sltt verk f(ótt og vel, ár eftir ár, með I
: tii lengdar ódýrust.
, gerfl tH að vinna
NILFISK
Stórorfl,
Afborgunarskiimálar.
Traust þjónusta
FYRSTAFLOKKSFRÁ
/rO nix
Hátúni — Sími 24420