Dagblaðið - 01.06.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 01.06.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 V A Mýmjóík /*£*** Þegar börnin þola ekki mjólkurduft er nýmjólkin ómissandi. Mynd R.Th.Sig. Barnið þolir ekki mjólkurduft aðgefaþví? E.A. skrífar: duft. Mig langar því til þess að spyrja Ég er með 3 mánaða gamalt barn þá sem að mjólkurverkfaUinu standa sem lifir nær því eingöngu á kúa- hvað égeigi aðgcfa barninu. mjólk. Barnið þolir ekki mjólkur- Kvikmyndin Dolomite —vilja fá hana endursýnda Sigurjón Einar Einarsson, Ármann Höskuldsson, Atli Örn Hiimarsson, Guðfinnur Guðnason og Magnús Jón Smith skrífa: Við erum hér samankomnir nokkr- ir eindregnir stuðningsmenn barátt- unnar gegn spilltu eiturlyfjabraski þeirra Amerikumanna og vildum i þvi sambandi skora á kvikmyndahús- ið Gamla bíó að endursýna þó ekki væri nema á einni sýningu norður- amerisku kvikmyndina Dolomite. Myndin var sýnd hjá áðumefndu kvikmyndahúsi fyrir um það bil ári, og þegar við sáum myndina var ekki nema u.þ.b. 20% sætanýting i húsinu og fannst okkur það mjög miður. Teljum við fólk hafa farið mjóg á mis við annars frábæra mynd. Myndin greinir frá ungum manni sem setið hefur meirihluta ævi sinnar í fangelsi, að hans mati og okkar, fyrir hroðaleg mistök lögregluyfirvalda i Ameríku. Loks þegar að þvi kemur a8 Dolo- mite er frjáls ferða sinna hefsi ötult starf hans gegn óprúttnu náungunum sem komið höfðu honum upphaflega undir lás og slá. Menn þessir voru auk þess biræfnir eiturly fjasalar og er ályktun okkar sú að þeir hafi einnig verið kommúnistar eöa álíka ómenni. Dolomite sem er aðalsöguhetjan tekur öllu samt með stakri ró og stiU- ingu og reytir af sér sprenghlægilega og efnismikla brandara út aUa mynd- ina. Leikur hans er frábær svo og annarra leikara sem fram koma í myndinni. Handritið er mjög vel samansett og vafalaust gert af fag- manm. Einnig er leikstjómin örugg- lega i höndum frjálshyggjumanns. Við skorum. því á forráðamenn Gamla bíós að sýna þessa mynd aftur. DB hafði samband við Hilmar hjá Gamla bíói og tjáði hann okkur að mjög óUklegt sé að mynd þessi verði endursýnd. >að hefði ekki borizt í tal hjá þeim í bíóinu. Ása góður stjórnandi Óskalaga sjúklinga Lesandi hringdi: Mig langar til þess að þakka Ásu Finnsdóttur fyrir hressilegan og góðan lestur á kveðjum til sjúklinga í þættinum Óskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir sem sá um þáttinn áður var mjög góð og því fagna ég því að Ása heldur uppi hennar merki og er ekki síðri. í svona þætti þarf hressar og elskulegar manneskjur og jrað eru þær svo sannarlega báðar. Svo vona ég að Ása haldist sem lengst i þessu starfi. íslenzkur kynstofn —viðkvæmur sem f lakandi sár Helgi skrifar: ' „Vinir” okkar hafa komið aftan að okkur. . . Það er ekki nóg með að þeir hafa pissað og annað verra í vatnsból Suðurnesjamanna og meng- að þannig viðkvæman hlekk í lífriki Suðumesja, heldur hafa þeir hunds- að eitt aðalatriði varnarsamningsins, þ.e. þar sem tekið er fram að fullt til- lit skuli tekið tíl smæðar íslenzku þjóðarinnar og sérstaða hennar og menning virt að fuUu. Þetta gróflega brot er framið með því að flytja inn í landið negra, FiUppína og aðrar því- líkar manntegundir á vegum hersins, sem leika síöan lausum hala i íslenzku þjóðfélagi. Það atriði varnarsamn- ingsins sem ætti að koma i veg fyrir þennan óæskilega innfiutning, svo ekki sé meira sagt, var samið um og gert að skilyrði fyrir hersetunni, af mesta stjórnmálaskörungi islendinga síðari tíma. Þótt umræddur stjóm- málaleiðtogi sé ekki Iengur meðal okkar þá er forsendan fyrir þessu skilyrði varnarsamningsins nauðsyn- legri nú en nokkurn tima áður. Þetta skilyrði er að ekki verði sent tfl ís- lands á vegum hersins fólk sem er óskylt íslendingum að uppruna. íslenzkt þjóðUf og islenzkur kyn- stofn er viðkvæmur sem flakandi sár og er hætt við hvers konar sýkingu. Því er íslenzkri þjóð tortíming tryggð ef hún er ekki á verði og ef hún tekur ekki föstum tökum á þessum óvin- sæla málaflokki, að vernda kynþátt sinn, að tryggja tilveru sína sem nor- ræn þjóð. Gömul mynd af gamalkunnri sjónvarpsþulu, Ásu Finnsdóttur, sem er nýr um- sjónarmaður þáttaríns Öskalög sjúklinga. NÆSTU DAGA ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR OPIÐ TIL KL. FÖSTUDAGS- KVÖLD Æ 69 s i m i 1 rtarkadi — si OPIÐ TIL HÁDEGIS LAUGARDAG PÓSTSENDUM

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.