Dagblaðið - 01.06.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979.
9
Nicaragua:
Sex erlendir
námsmenn
féllu í
bardögum
Sex erlendir námsmenn voru drepnir
i átökum í borginni Rivas i Nicaragua í
gær. Samkvæmt fregnum frá ná-
grannaríkinu Honduras eru miklir bar-
dagar þar á milli herliðs Somoza ein-
ræðisherra og skæruliða sandinista sem
vilja steypa honum úr stóli.
Námsmennirnir, sem lögðu stund á
landbúnaðartækni í Nicaragua, sem er
að mörgu leyti fremra nágrannaríkjun-
um á tæknisviðinu, voru frá Honduras,
E1 Salvador og Guatemala. Létu þeir
lífið þegar sprengja sprakk í háskólan-
um í Rivas.
Fregnir frá Nicaragua eru heldur
óljósar og útvarpssendingar þaðan
óreglulegar. Óvinsældir Somoza
virðast þó vera verulegar meðal lands-
manna en ekki vist að sandinistaskæru-
liðar hafi bolmagn til að steypa honum.
Somoza segir að sandinistar, sem
nefndir eru eftir fyrrum forseta lands-
ins sem Bandarikjamenn steyptú i inn-
rás árið 1926, séu ekkert nema útsend-
arar Castros á Kúbu.
Fimmtu hverri
DC-10 þotu
áfátt
Burmeister og Wein Kaupmannahöf n:
Helmingi starfsmanna
sagtuppígær
—ef þessi stærsta skipasmiðja Danmerkur fær ekki nýjar pantanir mun hún
lokafyrirl.febrúar næstkomandi
Burmeister og Wein skipasmíða-
stöðin í Kaupmannahöfn mun hætta
starfsemi sinni hinn 1. febrúar nk.
takist ekki að tryggja aukin verkefni
fyrir þann tíma. í gær fékk helm-
ingur starfsliðsins uppsagnarbréf
vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem
fyrirtækið er í. Forráðamenn skipa-
smíðastöðvarinnar segja að tryggja
verði ný verkefni fyrir lok ágúst-
mánaðar næstkomandi. Uppsagn-
irnar, sem lenda á um það bil tvö
hundruð starfsmönnum verða á átta
mánaða tímabili. Nokkur hluti þeirra
mun hætta störfum í ágústmánuði en
auk þess verður komið á vaktafyrir-
komulagi þar sem sumir vinna ekki
nema aðra hvora viku.
Bæði forustumenn fyrirtækisins og
trúnaðarmenn skipasmiða hafa lýst
því yfir að þeir séu bjartsýnir á að
takast muni að ná samningum um
smíði skipa þannig að ekki þurfi að
koma til uppsagnar í þessarri stærstu
skipasmíðastöð Danmerkur.
Að sögn er vandinn sá að
Burmeister og Wein þarfnast að-
stoðar svo bjóða megi væntanlegum
kaupendum venjulega lánafyrir-
greiðslu. Einnig hefur komið til tals
að aftur verði hafizt handa við við-
gerðir skipa eins og áður auk þess
sem rætt er um að stoð við að byggja
upp fiskiskipaflota fyrir Suður-
Amerikurikið Uruguay. Þó sh'k verk-
efni fengjust er þau þó ekki talin næg
til að rétta við erfiðan hag skipa-
smíðastöðvarinnar.
Burmeister og Wein og forstjóri
fyrirtækisins Jan Bondum Nielsen
hafa mjög verið milli tannanna á
Dönum síðustu mánuði. Þykir
sumum undarlegt hvemig sá maður
gat náð meirihluta í fyrirtækinu áriðk
1974. Nielsen er sagður vehauðugur.'
Mun hann einkum hafa auðgast á þvi
að selja vörur i tengslum við hjálp
Dana við þróunarlöndin. í fýrstunni
jókst hagur Burmeister og Wein mjög
undir stjórn hans en tvö síðastliðin ár
hefur mjög hahað á ógæfuhhðina og
verkefni skort.
Meira en fimmta hver þeirra DC-10
farþegaþotna, sem rannsakaðar vom í
kjölfar flugslyssins í Chicago þegar 273
manns fórust.reyndust bilaðar eða áfátt
á einhvern hátt. Fá þær ekki flugheim-
ild fyrr en bætt hefur verið úr. Mun
það einkum vera í sambandi við marg-
umtalaðar festingar hreyflanna. Aftur
á móti telja sumir komið í ljós að bolti
sá sem tahnn. var hafa gefið sig í
hreyfilfestingu þotunnar sem fórst við
Chicago hafi aðeins gefið eftir vegna
mikils átaks vegna annarrar bilunar en
ekki að hann hafi verið orsök þeirrar
bilunar.
Zimbabwe-Ródesía:
Kyrrlát stof nun nýs ríkis
Zimbabwe-Rodesía, sem nú er
stjórnað af blökkumönnum í meiri-
hluta, var stofnað í gærkvöldi án mik-
illa hátíðarhalda. Nýju leiðtogarnir
standa frammi fyrir auknum skæru-
hemaði, einangrun frá öðrum rikjum
heims og versnandi afkomu.
Hljóðlát tilurð hins nýja ríkis, undir
forsæti Abel Muzoreva biskups, kemur
í stað 88 ára stjórnar hvítra manna þar í
landi.
Leiðtogar frelsissamtaka blökku-
manna í landinu hafa hins vegar hótað
því að berjast með jafnmiklum krafti
gegn stjóm Muzoreva og þeir börðust
gegn minnihlutastjórn Ian Smith.
Smith sagði á blaðamannafundi í
Sahsbury í gær að hann teldi stjóm
blökkumanna hafa komið til of
snemma en hann lýsti sig bjartsýnan á
framtíðina.
Muzoreva biskup hefur lýst því yfir
að hans hjartans mál séu að stöðva
skæruhernað í landinu, halda uppi
nægri matvælaframleiðslu og halda
góðu sambandi við eina bandamann
ríkisins í nágrenninu, Suður-Afríku,
enda þótt þar ráði hvítir menn.
Þúsundir danskra kvenna — og karla — mættu á útihátiðahöld, sem haldin voru nýlega við Arúsa á Jótlandi. Þykir dönsku
jafnréttisfólki Jótar standa sig vel i baráttunni.
SENDUM LITMYNDA-
LISTA EF ÓSKAÐ ER
INGVAR OG GYLFI
SF.
GRENSASVEGI3
SÍMI81144.
ÚSK NR.21.
Vwö m/dýnum kr. 12«. 100
NAttborfi kr. 3t.100.atk
REKKJAN NR. 23.
VmrB m/dVnum kr. Ht.200.
FURANR.27.
Vari m/dýnum og nAttborflum kr.
ANTIK NR. 28.
Vtrð m/dýnum og náttborðum kr. 3M.000.
VENUS NR. 2S.
Varð m/dýnum og nMborðum kr.
ÁSTARKÚLA
m/tttsiónvarpí, myndsoqutoondl, útvarpi,
sogubandl og toskáp. Vmó kr. 6.400.000.
*mMmms
m
REKKJANNR. 23 W.
Vorð m/dýnum, koM og spogl kr. 470.000.
HJÖNASÆLAN NR. 26.
Vorfi m/dýnum kr. K0.000.
REKKJAN NR. 23 P.
Vorfi m/dýnum kr. 3*1.600.
NÓTTNR.24.
Vorð m/dýnum kr. 266.700.
VERONA
m/Crtvarpsklukku og dýnum. Vorð kr. 493.000.
TROGIÐ
m/náttboröum og dýnum. Vorð kr. 207.000
ROSY
m/snyrtiboði, s|ónvarpi og útvarpL
Vorðkr. 034.600.
ANTIKHVtT
m/dýnum og náttborði. Vorð 306.000.
HREIÐRIÐ
► m/dýnum. Vorð kr. 170.700.
Kaupið rúmin af framleiðanda — Það tryggir lœgra verð.