Dagblaðið - 01.06.1979, Síða 15

Dagblaðið - 01.06.1979, Síða 15
DAOBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JCNÍ1979. 15 Sjómenn telja sig hafa dregizt aftur úr öórum launþegum á árinu og vilja „arattarvexti” á félagsleg umbótaloforó rikis- stjórnarínnar. DB-mynd. Fulltníi hjá LÍU: FJÓRFÖLDUN OUUVERÐS Á EINU ÁRISTÖÐVAR FLOTANN SJÁLFKRAFA „Við stöndum nú gersamlega ráð- þrota í ljósi nýjustu frétta um olíu- hækkanir, því við vorum hvergi nærri búnir að ráða fram úr vandan- um sem skapaðist við síðustu hækk- un,” sagði Ágúst Einarsson, fulltrúi LÍÚ, í viðtali við DB í gær. Sagði hann að m.a. hefði komið til tals til að mæta vandanum þegar olían fór i 103 krónur, að kaupendur greiddu útgerðinni einhver prósent beint áður en til skipta kæmi. Sú hug- mynd væri nú úr sögunn eftir þetta heljarstökk upp í 150 krónur sem við blasir ísumar. í júní í fyrra kostaði olíulítrinn 39,20 kr. en hækkað næst í 68,90 kr. Þá var útgerðinni bætt að hluta með nálega 3% greiðslum áður en til skipta kom. Siðan hækkaði olían i 103 krónur og var hvergi nærri búið að greiða úr þeim vanda, sem fyrr segir, þegar fréttir bárust í gær að í sumar færi litrinn liklegast i 150 krónur. Hækkunin frá júní í fyrra upp í verðið nú nemur 163 prósentum, en miðað við verðið eins og það verður líklegast í sumar mun hækkunin nema 283 prósentum. Síðan í júní í fyrra og miðað við fiskverð nú, fyrir væntanlega hækkun, hefur fiskverð- ið ekki hækkað nema um 21,7%, að olíugjaldinu meðtöldu. Af þtessu sagði Ágúst ljóst að sjávarútvegurinn sem slíkur stæði aldrei undir þessu. Menn væru þegar farnir að gefast upp á orkufrekum togveiðum, og það á meðan verðið er 103 krónur en ekki 150, eins og stefnir í. -GS Formaður Sjómannasambandsins segir sjómenn j: hafa dregizt langt aftur úr öðrum: NÝTT SJÓDAKERFI í UPPSIGLINGU — ríkisstjómin sveik ölí loforð um félagslegar umbætur „Almennt launaskrið í landinu frá 1. júní í fyrra til sama dags nú er um 24%, en á sama tíma hefur fiskverð hækkað um aðeins 18,8% auk þess sem rikisstjómin hefur svikið öll sín loforð um félagslegar úrbætur til handa sjómönnum, sem hún gaf þeim i desember sl. Við munum krefjast a.m.k. dráttarvaxta á þessi loforð og eigum engra annarra kosta völ en að ná þessu í hækkuðu fisk- verði,” sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands íslands, í viðtali við DB í gær. Sagði hann sjómenn ekki fara fram á meiri launahækkanir en almennt gerðust. En þar sem stefna ríkis- stjórnarinnar í launamálum væri meö öllu óljós nú væri ekki hægt aö reikna út hversu mikla fiskverðs- hækkun þyrfti til að ná þessu marki. í dag á að liggja fyrir nýtt fiskverð og sem kunnugt er á útgerðin í miklum vanda vegna geysUegra oUu- Ihækkana. Margar leiðir hafa" verið ræddar tU að mæta honum og sagði Óskar eina hugmyndina vera aö físk- kaupendur greiddu útgerðinni ákveðna upphæð áður en til skipta kæmi. Nú þegar greiddu kaupendur um 10% þannig framhjá í stofnfjár- sjóð fiskiskipa og teldu sjómenn sig því hluthafa í útgerðinni, þótt sUkt væri ekki viðurkennt. Væri þetta hlutfall aukið og þannig afgerandi skapað tvenns konar físk- verð, annað tU útgerðar en hitt tU sjó- manna, væri einungis verið að hrinda, af stað nýju sjóðakerfi, undir, fölskum fána, meö því aö kaUa þess-l ar greiðslur ekki sjóð. Jafnframt þýddi þetta að útgerðar-l menn fjarlægðust sjómenn í sam- eiginlegrí baráttu fyrir hærra fisk- verði þar sem sú barátta yrði ekki| sama eðlis hjá báðum. - GS Veiðarfærin hækka vikulega fkjölfar olíuhækkana Einn þeirra vanda, sem nú steðja andi olíuverð þar sem veiðarfærahrá- að útgerðinni, er hvað veiðarfæri efniðeraðmestuunniðúrolíu. hækka stöðugt og mikið. Skv. upp-r Yfirleitt hækka þau heldur síðar en[ lýsingum LÍÚ berast nú vikulega til- olían svo fyrírsjáanlegar eru miklar' kynningar um hækkandi verð veiðar- hækkanir framundan í ljósi nýjustu færa. olíuhækkana. | Er það í beinu samhengi við hækk- - GSf RÖRSTEYPAN h.f. SVEITARFÉLÖG - VERKTAKAR - HÚSBYGGJENDUR Framleiðum allar gerðir af rörum til dreinlagna og rörlagna, ennfremur holrœsisbrunna og keilur, og gúmmíþéttingar upp að 12" Viðurkennd framleiðsla úr bestu fáanlegum efnum. greiðsluskilmála RÖRSTEYPAN u. v/Fifuhvammsveg 200 Kópavogur, simi 91-40930 Athugið með verð og

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.