Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 26
30
-9-
DAGBLADID. FOSTUDAGUR L JÚNÍ 1979.
éðrið
Austan gola á landlnu, rignlng um alh
•austanvart landlð og á stöku stað
vastanlands slðdagis og frsmur hlýtt.
Klukkan sax (morgun var 4 stlga hltl
og Mttskýjað í Raykjavlc. Gufuskálar
7 stiga hW og skýjað, á Gaharvha 5
stiga hld og hálfskýjað, á Akurayri 6
stlga hhl og skúrir, á Raufarhöfn 4
stlga hW og skýjað, á Daiatanga 3
stiga hltl og rignlng, á Hðfn 5 stlga
hW og rignlng, og úr Vastmanna-
ayjum hafðl vaðurskaytl akkl borizt
Kaupmannahðfn 18 stlga hW láttskýj-
að. OskS vaðurskayti akki borizt
London 10 stig láttskýjað. Hamborg
21 sdg láttskýjað, Madrid 14 stlg
skýjað. Llssabon 11 stig halðskirt
Naw Yoric 19 stlg og þokumóða.
Andfái
Elfsabet Pétundóttlr Jensen lézt 11.'
maí sl. Hún var faedd á Hálsif Fhjóska-
dal hinn 8. febrúar 1893, dóttir séra,
Péturs Jónssonar og konu hans Helgu
Skúladóttur. Sem ung stúlka fór Elísa-
bet til Danmerkur til náms i tannsmíði.
Þar kynntist hún manni sínum, Georg
Jensen myndhöggvara, sem lengst af
rak steinsmiðju i Hilleröd. Eignuðust
þau hjón einn son, Sturlu Áge Stad-
feld-Jensen f. 1928, sem nú er yfir-
læknir við ríkisspítalann í Vejle, Dan-
mörku.
Þórður Georg Hjörleifsson skipstjóri,
Bergstaðastræti 71, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. júní
kl. 13.30.
Kveðjuathöfn um Dýrfinnu Gunnars-
dóttur fer fram í Dómkirkjunni þriðju-
daginn 5. júní kl. 15.
Afmæli
Nhæður er í dag, 1. júní, Þórarinn
Guðmundsson Sandprýði Stokkseyri.
Hann verður staddur á Sunnuvegi 4
Selfossi á afmælisdaginn.
VIKAN, 22. thl.
1 húsi númer fimm við Skólastræti i Reykjavik býr
Ingi Hrafn Hauksson myndlistarmaður, og þar hefur
hann einnig komið sér upp vinnustofu og sýningarafr
stöðu. Ingi Hrafn er listamaður, sem vakið hefur
mikla athygli, og Vikan ræðir við hann um iifiðog list-
ina.
Þar er skjól jjegar hvessir nefnist grein, þar sem
segir frá heimsókn i Gistiheimilið i Þingholtsstræti, en
þangaö geta þeir leitað, sem ekki eiga í önnur hús að
venda af ýmsurn ástæðum. Þá er spjallað við Emil
Guðmundsson, aðstoðarhótelstjóra á Loftleiðum, um
ýmsa nýbreytni á vegum hótelsins að undanfömu, og
einnig við franskan matreiðslumann.sem starfaði þar
um skeið.
Grein Jónasar um portúgölsk rósavin nefnist
Heimsmet minnsta vínkaupmannsins, Guðfinna
skrifar um leik og leikföng og Ævar fjallar um sýnir
Hafsteins miðils I sínum þætti.
I neytendaþættinum er fjallað um brunavamir, og i
tlzkuþætti er kynnt það nýjasta fyrir karlmennina.
Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari sýnir
matreiðslu á lambalifur i rauðvini og á opnuplakati
birtist okkur Meat Loaf i allri sinni dýrð.
Tslkyrmingar
Fréttatilkynning
fré Prenthúsinu sf.
Með þessu bréfi erum við að kynna nýjan bóka
flokk sem er að hefja göngu sina. Allar bækumar i
þcssum bókaflokki veröa auðkenndar S.O.S., sem er
heiti bókaflokksins.
Bókaflokkurinn fjallar um Special Operations Ser-
vice, en það er hópur málaliða, sem einnig gengur
undir nafninu Stenger-sveitin. Foringi sveitarinnar
heitir major Stenger og skipuleggur hann öll þau verk-
efni sem sveitin fær i hcndumar. Sá maður sem bæk-
umar snúast að mestu leyti um er Robert Stacy
höfuðsmaður, aðgerðarforingi sveitarinnar. .Hann er
á vissan hátt einfari á borð við Morgan Kane (i sam-
nefndum bókaflokk) cn nýtir sér þó aðstoð undir-
manna sinna til þess aö ná settu marki. Hin miskunn-
arlausa harka sem málaliðar hafa tamið sér kemur vel
fram í hverri sögu fyrir sig, jafnframt þvi sem reynt er
að skilgreina störf þeirra.
Höfundur bókaflokksins, Gunnar Messel, hefur á
mjög nákvæman hátt kynnt sér störf málaliða og skrif-
ar af mikilli þekkingu um lif þeirra, enda hefur þessi
bókaflokkur orðið mjög vinsæU um öll Norðurlönd og
nú stendur til að hann verði gefinn út i Englandi og
Þýzkalandi.
Fyrsta bókin í bókaflokknum heitir Bjargið Omida
og fjallar um baráttu Stenger-sveitarinnar við skæru-
Uða í Togo-Lýðveldinu í Vestur-Afríku.
Aðalfundur Kaup-
félags Suðurnesja
var haldinn laugardaginn 19. mai sl. i Safnaöarheimil-
inu Innri-NjarðvUc.
1 upphafi fundar var minnst tveggja látinn stjórnar-
manna, Sæmundar G. Sveinssonar og HaUgrims Th.
Bjömssonar, sem var stjómarformaður Kaupfélagsins
i nær 20 ár. Sigfús Kristjánsson flutti skýrslu stjómar,
en Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjórí rakti og skýrði
reikningana.
Heildarvörusala félagsins á árinu var kr.
2.187.263.000 og er það 42% aukning frá siöasta ári.
Sextán miUj. króna haUi varð á árinu, eftir að fullar af-
skriftir höfðu verið færðar. Félagið starfrækir slátur-
hús í Grindavík og var þar slátrað nær 10.500 fjár.
Reikningar Hraðfrystihúss Keflavíkur sem er eign
Kaupfélags Suðurnesja lágu frammi á fundinum og
gerði Benedikt Jónsson framkvæmdastjóri grein fyrir
þeim. Heildarvelta frystihússins varð kr. 1.200 millj.
Tap var mikið hjá frystihúsinu eða um 123 millj. eftir
aö fullar afskriftir höfðu verið færðar sem námu 66
millj. Var tapið mest á útgerðinni. Hraðfrystihús
Keflavíkur hættir nú að mestu viö bátaútgerö, en
hefur keypt skuttogarann, Júlíus Geirmundsson i stað
bátanna og mun hann hljóta nafnið Bergvík.
Félagið á annan togara fyrir, þ.e. Aðalvík KE-95.
Launagreiðslur hjá Kaupfélaginu og hraöfrystihúsinu
urðu 592 millj. á árinu og opinber gjöld beggja fyrir-
tækjanna voru 48 millj. á árinu.
Á fundinum flutti Kjartan P. Kjartansson fróðlegt
erindi um hlutdeild Kaupfélaganna i verzlun lands-
manna.
Sigfús Kristjánsson átti að ganga úr stjórn Kaupfé-
lagsins á þessu ári en var endurkjörinn. Fundurinn
kaus 8 fulltrúa á aðalfund StS. Fundarstjórar voru
Sigmar Ingason og Magnús Haraldsson.
Aöalfundur
Sparisjóðsins Pundið
var haldinn 28. april sl. t skýrslu formanns stjómar,
Eiðs Árnasonar, kom fram að siöastliðið ár var það
bezta frá stofnun sparisjóðsins, en hann hóf starfsemi
sinaárið 1959.
Heildarinnlán námu i árslok kr. 538,5 milljónum og
höfðu aukizt um 60,2% á árinu og er það veruiega
yfir meðalinnlánsaukningu hjá innlánsstofnunum.
Heildarútlán námu i árslok kr. 409,8 milljónum og
höfðu aukizt um 61,2%. Hlutfall milli innlána og út-
lána var þvi svipað og i fyrra.
Að lokinni skýrslu formanns las sparisjóðsstjóri,
Garðar Jóhannsson, upp reikninga sparísjóðsins og
skýrði þá. Fram kom að rekstur sparisjóðsins gekk
mjög vel á árinu og hefur ekki áöur verið betri. Hagn-
aður fyrir afskriftir varð kr. 13,7 milljónir. Eigið fé
sparisjóðsins nam i árslok kr. 46,9 millj. og inneign i
Seðlabanka tslands nam kr. 158,4 millj.
1 stjórn sparisjóðsins Pundið eru nú Eiður Ámason
og Þuríður Vigfúsdóttir, kjörin af ábyrgðarmönnum
og Guðmundur Þorláksson, tilnefndur af Reykjavík-
urborg. Sparisjóðsstjóri er Garðar Jóhannsson.
Hjálpræðisherinn
Fataúthlutun verður í dag frá kl. 2—6 síðdegis.
Þroskaþjálfaskóli íslands
Umsóknarfrestur um skólavist árið 1979—1980 er til
1. júni. Umsóknareyöublöð fást á skrifstofu skólans.
Simi 43541.
J
Nú errétti
tíminn
• ABU-veiðivörur
• Vöðlur
• Stígvél
• Hlífðarföt
HAMRABORG10. KÚP.
SiMI 44577
SENDUM í PÚSTKRÖFU
r
Opiö laugardaga
k
Ný frfmerfd
Tvö ný frímerki verða gefin út 3. júni nk. Er hér um
að ræða rauðbrúnt 80 kr. frímerki með mynd af Ingi-
björgu H. Ðjamason skólastjóra og alþingismanni og
dökkrautt 170 kr. merki með mynd af Torfhildi Hólm
skáldkonu.
Sérstakt pósthús verður opið á frímerkjasýningunni
Frímerki 79 i Álftamýrarskóla i Reykjavík 7., 8., 9. og
10. júni 1979.
Fré menntamálaráðuneytinu
Umsóknarfrestur um prófessorsembætti i lögfræði
við lagadeild Háskóla íslands, með aðalkennslugreinar
á sviði einkamálaréttar, sifja-, erfða- og persónuréttar,
sem auglýst var laust til umsóknar i Lögbirtingablaði
nr. 33/1979, rann út 20. þ.m.
Umsækjendur eru: Bjöm Þ. Guðmundsson, settur
prófessor, Guörún Erlendsdóttir lektor, dr. Páll
Sigurðsson dósent og Stefán Már Stefánsson, settur
prófessor.
11. þing ÆSÍ
Stóraukin áherzla á samstarf vió Færeyjar og Græn-
land.
11. þing Æskulýðssambands Islands var haldið í fé-
lagsheimili Kópavogs mánudaginn 30. april sl. Fráfar-
andi formaður Elias Snæland Jónsson setti þingið.
Þingforseti var kjörinn Jónas Sigurðsson AnAb og
þingritari Sigurður J. Sigurðsson SUF.
Elías Snæland Jónsson fiutti skýrslu stjórnar. í
henni kom m.a. fram að sett hefur verið á laggirnar
Samstarfsnefnd Norræna félagsins og Æskulýðssam-
bands Islands sem hefur það hlutverk að annast sam-
skipti við askulýðsnefndir Norrænu félaganna á
hinum Norðurlöndunum. Meðal verkefna sem sam-
starfsnefndin vinnur að er undirbúningur norræns
æskulýðsmóts sem haldið verður hérlendis vikuna
22.-29. júli i sumar. Búist er við þátttöku um 150 er-
lendra gesta.
Garðar Sveinn Árnason skýrði fjármál og reikninga
sambandsins.
Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þinginu,
þar á meðal tillaga um aö Æskulýðssambandið beitti
sér fyrir stórauknu samstarfi á milli æsku Færeyja,
Grænlands og Islands.
Gylfi Krístinsson Sambandi ungra framsóknar-
manna var einróma kjörinn formaöur Æskulýðssam-
bands Islands til næstu tveggja ára. Á fyrsta sam-
bandsstjómarfundi ÆSÍ var Gunnar Gissurarson SUJ
kosinn varaformaður, Kristján Valdimarsson ÆnAb
rítarí og Sveinn Guðjónsson SUS gjaldkeri.
Sumarhátfð að
Kjarvalsstöðum
Landssamtökin Lif og land efna til sumarhátíöar að
Kjarvalsstöðum dagana 9. og 10. júní nk. I Kjarvals-
sal verður ráðstefna um félagsiif og skipulagsmál
Reykjavikur. I hliðarsal verður (án tillits til veðurs)
samfelld sýning á stuttum kvikmyndum og teikni-
myndum fyrir börn. Á Miklatúni (ef veöur leyfir)
verður útimarkaður og fjölbreytt útihátið fyrir eldri
sem yngri.
Reykjavíkurráöstefnan Maður og borg hefst kl.
10.00 báöa dagana og stendur fram eftir degi. Þar
munu listamenn, sérfræðingar og aðrir flytja erindi
m.a. um leiðir til þess aö gera Reykjavík að lifiegri og
skemmtilegri borg þar sem varðveizla og smekkleg ný-
sköpun haldast i hendur. Á eftir verða umræður. Væri
æskilegt að fólk úr sem flestum hverfum Reykjavikur
kæmi og tæki þátt í umræðum um framtiðarskipulag
þeirra.
Ráðstefnugestum verður séð fyrir kaffi og er það
innifalið í ráðstefnuverðinu sem er kr. 4.000 fyrir ein-
staklinga og kr. 6.000 fyrir hjón. Nemendur fá 50%
afslátt gegn framvísun skólaskirteinis. Erindin verða
gefin út i sérstakri bók á ráðstefnunni og kostar hún
kr. 2.500 meðan á henni stendur (kr. 3.500 upp frá
þvi).
Veitingasaia Kjarvalsstaða verður opin frá kl. 10—
18 báða dagana. Verður m.a. seldur léttur matur í há-
deginu. Milli kl. 13 og 14 báða dagana gefst þátttak-
endum kostur á að fylgjast með sérstökum skemmtiat-
riðum á útihátið. Þess má geta að barnagæzla verður á
svæðinu fyrir ráðstefnugesti.
Sumarhátiðin er öllum opin.
Blaðamannafundur Lifs og lands verður haldinn að
Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 5. júni kl. 14.00.
Ráóstefna Lifs og lands um Mann og borg aó Kjar-
valsstöóum 9.—10. júnl 1979
Fyrri dagúr
Reykjavík I dag. Fundarstjóri: Hulda Valtýsdóttir.
10.15 Ávarp. Jón óttar Ragnarsson.
10.30 Borgir. Þorsteinn Gunnarsson.
10.45 Borg og land. Logi Kristjánsson.
11.15 Húsin I bænum. Hörður Ágústsson.
11.30 Félagslif i Reykjavík. Guðrún Hannesdóttir.
11.45 Lífriki Reykjavíkur. Sturla Friðriksson. |
12.00 Matur á staðnum fyrir þá sem vilja.
13.00 Útihátiðá Miklatúni.
Fríóun og varðveizla. Fundarstjóri: Guðrún Péturs
dóttir.
14.00 Hvenær á aö friða. Hjörleifur Stefánsson.
14.15 Afstaða stjómvalda til Bemhöftstorfunnar.
Bjöm Bjamason.
14.30 Friðun Bernhöftstorfu. Þór Magnússon.
15.00 FramtíðGrjótaþorps. Nanna Hermanson.
15.15 Kostnaður við vemdun. Ólafur Daviðsson.
15.30 Reglugerðir um vemdun og friðun. Sigurður
Lindal.
16.00 Umræður.
Siðarí dagur
Maóur og borgarkerfi. Fundarstjóri: Þórarinn Sveins-
son.
10.15 Manneskjan á undanhaldi. Ingimar Erlendur
Sigurðsson.
10.30 Fólk og fjölmiðlar. Eiður Guðnason.
10.45 Löggæzla í borgarsamfélagi. Jón E. Ragnars-
son.
11.15 Samgöngur á höfuðborgarsvæði. Þórður Þor-
bjamarson.
11.30 Er neytandinn sniðgenginn? Jón Sigurðsson.
11.45 Einstaklingurinn og lögin. Jón Steinar Gunn-
laugsson.
12.00 Maturástaðnumfyrir þásem vilja.
13.00 Útihátíð á Miklatúni.
Skipulag og nýsköpun. Fundarstjóri: Bjami Þjóðleifs-
son.
14.00 Aðalskipulag Reykjavíkur. Birgir Isleifur
Gunnarsson.
14.15 Reynslan af aðalskipulaginu. Stefán Thors.
14.30 Landnotkun við borgarskipulag. Sigurður
Guðmundsson.
15.00 Uppbygging höfuðborgarsvæöisins. Bjami
Einarsson.
15.15 Nokkrar hugmyndir um framtlöarþróun.
Bjarki Jóhannesson.
15.30 Miðbæir Reykjavíkur. Haukur Viktorsson.
15.45 Lif í borg. Jónas Krístjánsson.
16.15 Umræöur.
Ungmennasamband
Austur-Húnvetninga
hefur ákveðið aö gangast fyrir ungmennabúðum að
Húnavöllum í sumar eins og undanfarin sumur. Ung-
mennabúðirnar hefjast miðvikudaginn 4. júni og
munu standa i cina viku. Þátttakendur verða á aldrin-
um 8—12ára.
1 ungmennabúðunum verður m.a. kennt sund,
frjálsar iþróttir verða iðkaðar og farið verður i ýmsa
leiki. Þá verða kvöldvökur hvert kvöld og sjá þátttak-
endur sjálfir um efni þeirra að miklu leyti. Dag hvern
veröur helgistund og sitthvað fieira verður boðið upp
á þá daga sem ungmennabúðirnar standa.
Nánari upplýsingar veita Karl Lúðviksson iþrk.
Húnavöllum í sima 95—4416 og sr. Hjálmar Jónsson
Bólstað i sima 95—7109. Þeir taka einnig við þátt-
tökutilkynningum. Meðfylgjandi mynd cr frá síðustu
ungmennabúöum USAH.
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 100 — 31. MAf 1979. gjaldeyrir
Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala
1 BandaríkjadoNar 337,20 338,00 370,92 371,80
1 Staríingapund 696,65 697,25* 754,22 786,98*
1 Kanadadoilar 290,50 29U0* 319,66 320,32*
100 Danskar krónur 6148,50 6163,10* 6763,36 8779,41*
100 Norskar krónur 6602,50 6617,90* 7162,75 7169,89*
100 Sœnskar krónur 769W 7710,20* 8461,09 9441,22*^
100 Fkinsk mörk 8432,10 8452,10* 9275,31 9297,31 •
100 Franskk frankar 7626,80 8644,90* 8389,48 8409,39*
100 Belg.frankar 1099,10 1101,70* 1209,01 1211,87*
100 Svissn. frankar 19509,90 19566^0* 21460,89 21511,82*
100 GyNini 16123,60 16161^0* 17735,96 17777,98*
100 V-Þýzk mörk 17666,00 17707,90* 19432,60 19478,69*
100 Lírur 39,49 39,59* 43,44 43,55*
100 Austurr. Sch. 2400,00 2406,70* 2640,00 2648,27*
100 Escudos 677,10 678,70* 744,81 748,57*
100 Pesetar 509,60 510,80* 560,66 561,88*
100 Yen 153,52 153,88* 188,87 189,27*
*Brayting f rá sföustu skrénirigu. Sfmsvari vegna gengisskráninga 22190.,