Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979. Ford Maverick Grabber árg. '72, hvítur, sjálfskiptur í góifi, 6 cyl. Fallegur bíll, verð 2,3 millj. Bílasalan Skerfan Skeifan 11 — Símar 84848 og 35035. ÚTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir 20 raðhús (60 íbúðir) í Hólahverfi í Breiðholti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB, Mávahlíð 4, gegn 20.000 — tuttugu þúsund — króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 13. júní 1979 kl. 15 að Hótel Esjú- Stjórn Verkamannabústaða. Tannlæknar takið eftir Tannsmiður óskar eftir samstarfi við tannlækni, 1 eða fleiri saman. Æskilegt að húsnæði fyrir verkstæði væri í sama húsi. Hafið samband við auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins, sími 27022. u___047 VERZLUNARFÓLK SUÐURNESJUM Aðalfundur verzlunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 20 í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Tri sölu V.W. Til sölu nokkrar VW 1200 L árgerö 1974. Upplýsingar í síma 22022. Menntaskólinn á ísafirði Tilboð óskast í að reisa og skila fokheldut kennslustofuhúsi Menntaskólans á ísafirði. Byggingin er tveggja hæða. Stærð ca. 10 þús.’ m3. Verklok 1. ágúst 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 50.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 3. júlí 1979, kl. ll.OOf.h. INNKAUFASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Svíþjóð: Þjóðaratkvæði um kjamorkuna — þingið mun ekki leyfa neinar nýjar orkustöðvar fyrr en að kosningunum loknum Sænska þingið samþykkti í gær- kvöldi, að ekki skyldu fleiri kjarn- orkustöðvar teknar í notkun þar i landi fyrr en að lokinni þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið. Eiga Svíar að greiða atkvæði um það í marz næstkomandi hvort þeir vilji byggja framtíðarorkustefnu sína á kjarnorkunni eða ekki. Tvö hundruð tuttugu og einn þing- maður samþykkti þessa ákvörðun en áttatíu og tveir voru á móti. Kjarn- orkan hefur lengi verið mikið hitamál í Svíþjóð og olli meðal annars falli hægri stjórnar Fálldins fyrrum forsætisráðherra, sem tók við af Palme foringja jafnaðarmanna eftir fimmtíu ára valdasetu þeirra í Svíþjóð. Ákvörðunin mun kosta Svía jafn- virði 230 milljarða íslenzkra króna í auknum orkukostnaði. Verða þeir nú að flytja inn verulega orku í formi oliu. Nú eru sex kjarnorkustöðvar í Sví-, þjóð. Þar af eru tvær, sem eru til- búnar til starfrækslu. Aðrar tvær verða fullbúnar í desember og janúar næstkomandi. Auk þess eru tvær stöðvar, sem eru komnar styttra á leið. Sænska ríkisstjómin hefur lýst því yfir að eigendur þeirra kjarnorku- stöðva, sem kynnu að verða fyrir skaða af ákvörðun þingsins eða vegna niðurstaðna þjóðaratkvæða- greiðslunnar, muni fá hann bætt- an. Hefur verið stungið upp á sérstökum skatti til þeirra nota. Nú gefst forn- f ræðingum færi Dönum er sárt um gömul trc sem standa á opinberum stöðum eins og svo mörgum öðrum. Óveður og ofsarok sá þó fyrir því á dögunum, að ekki þurfti að deila um eitt slikt í Svendborg í Danmörku. Tréð, sem stóð við aðaltorg borgarinnar, brotnaði og verður að fjarlægja stofninn. Hyggja fornleifafræðingar gott til glóðarínnar, því forn kirkjugarður er þar undir og því margt að skoða. Nicaragua: Somoza lýsir landið í umsátursástandi Somoza einræðisherra Nicaragua lýsti landið i umsátursástandi í gær en það þykir örlitlu vægara en að lýsa yfir hernaðarástandi. Er hér eins farið að og í september síðastliðnum, þegar skæruliðar sandinista reyndu síðast að hrekja einræðisherrann frá völdum. Barizt er víðs vegar um landið og fregnir um bardaga komu frá Leon, næststærstu borg landsins, og Mata Tahalpa sem er um það bil eitt hundrað kílómetra norður af höfuðborginni Managua. Einnig er barizt i fjalllendi nærri landamærum Costa Rica. Tilkynnt var í Mexikó i gær að her landsins kæmi. Costa Rica til hjálpar ef þjóðvarðlið Nicaragua mundi ráðast inn í landið eins og hótað hefur verið. Mexíkó sleit stjómmálasambandi við Nicaragua i siðastliðnum mánuði. Vilja þeir stjórn Somoza feiga. Ekkert lát mun vera á allsherjarverk- falli í Nicaragua en það hefur lamað atvinnulíf landsins að miklu leyti. Tandberg og Nordli bjargað af Finnum Finnska fyrirtækið Nokia hefur lagt fram tilboð um að yfirtaka norska fyrirtækið Tandberg, sem ný- lega var lýst gjaldþrota. Með þessu hefur hið finnska fyrirtækið komið ríkisstjórn Nordl- is forsætisráðherra til hjálpar á síðustu stundu og jafnvel bjargað lífi stjórnarinnar. Ef gengið verður að finnska tilboðinu er nefnilega full- nægt þeim kröfum sem lagðar höfðu verið fram á þingi. Tandberg fyrhtækið, sem einkum hefur verið á sviði rafeindaiðnaðar ýmisskonarfóryfir um síðla árs 1978. Voru allar horfur á að tæplega fimm hundruð starfsmenn þess mundu missa atvinnuna. Finnarnir ætla að halda rekstri þess áfram í óbreyttu ástandi þannig að starfsmenn mundu halda störfum sínum. Nokia er hlutafélag og eitt stærsta fyrirtæki í Finnlandi. Rekur það mjög viðamikla starfsemi og hjá því vinna um tólf þúsund manns i fimm höfuð- deildum. Meðal þess, sem Nokia fyrirtækið hefur afskipti af, má nefna gúmmíframleiðslu, trjávöru- iðnað, raflagnaframleiðslu, rafeinda- iðnaðog plastiðnað. Helztu eigendur eru mjög margir og má þar nefna ýmsa finnska banka, tryggingarfélög, lífeyrissjóði, stór einkafyrirtæki og einstaklinga í Finn- landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.