Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979. grandi. Sérþjálfaðir byssumenn verða á hverri þakbrún bygginga þeirra sem liggja að götunum. Þrátt fyrir að nú séu allar horfur á því að Brésnef forseti Sovét- ríkjanna muni koma flugleiðis til Vínar en ekki með járnbrautarlest eins og áður var talið líklegast er ekki tekin nein áhætta. Öll járnnrautar- línan á milli Vínar og borgarinnar Marchegg við tékknesku landa- mærin hefur verið vandlega könnuð og er nú undir stöðugri gæzlu. Að sögn kunnugra er Brésnef hressari en talin var ástæða til að gera sér vonir um fyrir nokkrum vikum. Þá voru jafnvel horfur á því að hann mundi koma meginhluta leiðarinnar frá Moskvu i lest til að gefa honum færi á að hvílast eftir þörfum á leiðinni. Læknar hans tölu óráðlegt að senda hann með flugvél, þar sem ferðin kynni að verða honum um megn. Yfirvöld austurrísku landa- mæragæzlunnar eru mjög á verði og dagana sem fundur þjóðarleiðtog- anna stendur verður þess gætt eftir megni að engir þeir sem verða kynnu til vandræða fari til Austurríkis. Mun slíkum aðilum væntanlega verða snúið við á grundvelli einhverra á- stæðna. Ekki er þó nein ástæða til að halda að Austurríkismönnum farist slikt illa úr hendi eða að úr slíkum synjunum um heimsókn til landsins verði nein hávaðamál. Austurríkis- menn hafa sýnt það og sannað að þeir eiga ekki í neinum erfiðleikum með að lifa sem nær vopnlaus smá- þjóð í miðri Evrópu án þess að komi svo mikið sem blettur eða hrukka á samvinnu þeirra við misjafnlega yfirráðafíkin stórveldi. Meðan á dvöl forsetanna stendur mun Leonid Brésnef dveljast i sovézka sendiráðinu, sem er rétt við hið mikla minnismerki sem Sovétmenn Iétu reisa um styrjöldina 1939—1945. JimmyCartermunaftur á móti dveljast á einkaheimili banda- riska sendiherrans í úthverfi Vínar. Kjallarinn Leó M. Jónsson ir fyrir vonda hagfræði. Hagsmunum þjóðarinnar er varpað fyrir borð til þess að seðja óstöðvandi hungur þeirrar búrtíkur sem kallast ríkis- sjóður. f stað þess að vera undirstaða atvinnuveganna í landinu er ríkis- sjóður orðinn seindrepandi farg. Hin vonda hagfræði felst í því að ríkis- sjóður lifir á kostnaði atvinnuveg- anna en ekki á tekjum þeirra. Orkusparnaður óhugsandi Eins og í pottinn er búið er orku- sparnaður í sjálfum sér þversögn. Ef bíleigendur tækju sig saman og beittu þekktum aðferðum til þess að spara bensin, aðferðum sem beitt hefur verið í öðrum löndum með árangri, mundi það leiða til þess að bensín- verð hækkaði á íslandi enn meira en orðið er því ríkissjóður skal hafa sitt. Sömu sögu er að segja um olíu til húshitunar. Með samstilltu átaki mætti minnka notkun olíu i þeim tækjum sem notuð eru til upphitunar en það mundi svo leiða til þess að olía yrði hækkuð innanlands eða olíu- styrkurinn minnkaður eða felldur niður. Að sjálfsögðu mætti segja sem svo að allt eldsneyti, sem hægt er að spara í landinu, þýði auknar þjóðar- tekjur en til þess að koma á slíkum sparnaði þarf einhverja hvatningu. Sú hvatning er ekki fyrir hendi þegar stjórnmálamenn sjá það í hendi sér að orkusparnaður beinlínis rýri það framkvæmdafé sem þeir nota til þess að kaupa sín atkvæði. Þar með lok- ast vítahringurinn og sóunin heldur á fram. Leó M. Jónsson tæknifræðingur TIMA- SPURSMAL „Það er nú einu sinni svo, að því betur menntaðir og því gáfaðri, sem einstaklingar eru, þeim mun ólíkari er smekkur þeirra og sjónarmið. Ef við óskum eftir því að finna sem einlitasta hjörð, er hana jafnan að finna meðal þeirra, sem standa á lágu siðgæðis- og vitsmunastigi og láta yfirleitt stjómast af lægri hvötum. Með þessu er ekki sagt, að meirihluti fólksins standi á lágu siðgæðisstigi, heldur hitt, að stærsta hópinn, sem hefir nær sömu skoðanir á öllum hlutum, er að finna meðal þeirra sem standa á lágu stigi siðgæðis og þroska.” Þessi ofannefndu ummæli eru effir Friedrich v. Heyek, sem reit bókina Leiðin til ánauðar. En það var einmitt málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis, Þjóðviljinn, sem gerði kröfur um það i forystugrein á sínum tíma, að ung- um sjálfstæðismönnum yrði bannað að birta opinberlega kafla úr þeirri bók. Hversu lengi Hér á íslandi trúir mikill hluti fólks því í alvöru, að sósialismi og lýðræði geti samrýmzt. Það skilur ekki, að sú mikla staðleysa, sem kölluð er „lýðræðissósíalismi” er ekki aðeins óframkvæmanlegur, heldur leiðir baráttan fyrir honum til hins algjörlega gagnstæða — eyðileggingar sjálfs frelsisins. Það er „hægfara sósíalismi", sem er hin ríkjandi stefna meðal íslendinga og hefur verið mörg und- anfarin ár. Þessi stefna var og slag- orðið til þess að undirbúa jarðveginn fyrir nasismann á sinum tíma og hef- ur líka verið notað um árabil á Ítalíu með miklum árangri fyrir kommúnismann. Fyrir því má færa söguleg rök, að fámenn þjóð í víðfeðmu landi er þess ekki umkomin að standa ein og óstudd, aukinheldur þegar þess er gætt, að til hennar er seilzt með járn- krumlum hins þaulskipulagða kerfis, sem keppir að því að ná und- ir sig Evrópu allri, sem er í raun og sannleika eins og litill skanki á vestursíðu skessunnar Asíu, þar sem alræðiskerfið ræður ríkjum að lang- stærstum hluta. Þegar við það bætist, að þjóð er svo fámenn, að hún verður að byggja menntunar- og siðgæðisuppfræðslu á forsjá ríkisvaldsins og þiggja þaðan fjölmiðlun, sem hefur forgang, um- fram aðra sem eru þó litlu betur settir, þarf varla að furða sig á því, að nær öll þjóðin hafi sömu skoðanir á flestum hlutum, sem varða þjóðar- heildina. Það er því ekki lítils um vert, hverjir það eru sem veljast til þess að vera í forsvari fyrir skoðanamótun fólks í svo fámennu þjóðfélagi sem hér er. Hversu lengi sem sjálfstæði helzt enn i þessu landi, má þó full yrða, að frá lýðveldistöku hefur smekkur og sjónarmið flestra þeirra, er til forystu hafa valizt í ríkisstjóm- um, fallið í svipaðan farveg, því sameignarstefnan hefur verið sú stefna sem fylgt hefur verið svo fast, að fá riki Vestur-Evrópu munu komin svo langt á þeirri braut sem við íslendingar. Sameiginlegur smekkur og sjónar- mið íslenzkra stjórnmálamanna á seinni árum bera þeim því vart vitni um menntun og gáfur, hvað sem síðarkannaðverða. Við getum haldið sjálfstæðinu, ef... í sjónvarpsþætti á þriðjudag í fyrri viku, þar sem fjallað var um „Þjóðmálin að þinglokum”, mátti sjá og heyra helztu forsprakka íslenzkra stjórnmála leiða saman hesta sína á alvarlegustu tímum þjóð- arinnar frá stríðslokum. Varla verður sagt, að i mál- flutningi hafi ægt saman menntun og gáfum. En víst var það góð spegilmynd af stjómmálaástandinu í dag og þeim, er það leiða. Varla varð þessum frammámönnum í þjóð- málum á að minnast á þann vanda, sem nú steðjar að, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir stjórnenda þátt- arins — hvað þá að þeir ýjuðu að lausn hans, að þeirra mati. Sömu gömlu úreltu setningarnar kyrjuðu þeir í sífellu, með ívafi af persónulegum dylgjum hver í annars garð. Orðaskipti þeirra áttu í raun ekkert skylt við stjórnmál. — Lausn verkfallanna yfirstandandi? — ekki baun um það mál! „Verða kosningar, Lúðvík?” spurði stjórnandi þáttarins. Svarið var líkt og kæmi það frá manni, sem fallið hefur í „trans” á miðilsfundi; vélrænt og fjarstýrt: „Ég hef aldrei orðið vitni að þvílíku ábyrgðarleysi og Sjálfstæðisflokkurinn sýndi við afgreiðslu frumvarpsins um land- búnaðarmálin á Alþingi” — Það var svar formanns Alþýðubandalagsins við spurningunni „Verða kosningar?”! Slík og þvílik voru svörin. Ekki bætti það úr skák, þegar einn þessara forvígismanna íslenzkra stjómmála- manna hélt þvi blákalt fram, að lang- lifi ríkisstjórnarinnar væri undir þvi komið, að fjölmiðlar létu kyrrt liggja að vera sífellt að tala um sundurlyndi innan ríkisstjórnarinnarf Það eina, sem islenzkir stjórn- málamenn þurfa að láta sig varða nú, er það, hversu lengi, eða réttara sagt, hvort við getum hatdið sjálfstæði okkar við þær aðstæður og skilyrði, sem hér hafa myndazt fyrir þeirra til- stilli. Viðurkenna verður þá staðreynd, að svokallaður „verkfallsréttur” er minna virði en pappírinn, sem hann atvinnumálum þjóðarinnar, í náinni samvinnu við kommúnista sl. þrjá áratugi. Hinir yngri, sem hafa haslað sér völl á stjórnmálasviðinu, verða að brjótast út úr hugsunarhætti lýðveldiskynslóðarinnar með því að standa að breyttum viðhorfum, sem haldast í hendur við breytta tíma og tæknivæðingu, án nokkurs samráðs við hin kommúnistísku öfl, sem hafa miklu meiri ítök i þjóðfélaginu en þau hafa fylgi til. Hinir yngri menn í lýðræðis- Geir R. Andersen flokkunum þremur, sem hefur í raun verið haldið niðri af þeim eldri, hljóta að sjá hversu fráleitt það er að sitja eftir á þúfubarðinu, þegar þrír alþýðubandalagsmenn, ungir og lítt reyndir á stjórnmálasviðinu, taka sig upp, án þess að kveðja kóng eða prest á höfuðbólinu, búa sig upp á og hleypa heimdraganum beint í ráð- herrastóla. Hvað með hina yngri fram- bjóðendur lýðræðisflokkanna, sem ná kosningu næst er kosið verður? Ætla þeir að sitja auðum höndum, £ ,,Við núverandi ástand . . . er einungis , um tímaspursmál að ræða, livenær opinberlega verður tilkynnt, að lýðveldið ísland sé gjaldþrota og þjóðflutningur liefj- er ritaður á, að ekki sé nú talað um öfugmælið „frjálsir kjara- samningar”. Þá verður að viður- kenna, að hér verða aldrei gerðir „frjálsir kjarasamningar”, vegna þess að aðilar vinnumarkaðarins krefjast þess ávallt sjálfir, að ríkis- valdið komi til skjalanna með því að seilast í vasa almennings. Þegar þetta hefur runnið upp fyrir fólki er von til þess, aðeins veik von þó héðan af, að sjálfstæði þjóðarinnar geti haldizt, því verkfallsvopnið er beittasta vopnið gegn sjálfstæðinu. Hinir gömlu ráða ferðinni Algjör nýþróun stjórnmála á íslandi er það eina, sem getur orðið iil bjargar sjálfstæði þjóðarinnar úr því sem komið er. Hinum gömlu, ráðvilltu og hugmyndasnauðu stjórn- málamönnum frá lýðveldistöku- tímabilinu ber skylda til að víkja — enda eru þeir einir sekir um að hafa viðhaldið upplausn og svarta- markaðsviðskiptum i efnahags- og tepptir við gaflhlað vanans og gletta þrautumglaðir, meðan hinir eldri raða sér á ráðherrastólana eina' ferðinaenn? Hið fyrsta, sem nýir menn verða að beita sér fyrir, samhliða nýþróun í stjórnmálum, er að skipuleggja frá grunni atvinnumálastefnu lands- manna, en hún er hættulega úrelt og beinlínis skaðleg þjóðarbúinu, svo og utanríkisverzlun landsmanna, sem enn er í eins konar „selstöðuverzlun- ar-viðjum”. Hér verður að fara nýjar Ieiðir. Endurnýjaðir samningar við Banda- ríkjamenn um fisksölu er brýnt verk- efni og sjálfsagt. Sömuleiðis þarf að komast að samkomulagi við Banda- ríkjamenn um aðstoð við upp- byggingu og þróun orkugjafa úr fall- vötnum og jarðhita, sem við eigum gnótt af. Þetta mun verða um seinan, ef þessir íslenzku orkugjafar verða ekki nýttir að fullu innan fárra ára, þvi aðrir orkugjafar, sem verða munu ódýrir í vinnslu, eru þegar í sjónmáli hjá stærstu iðnaðarþjóðun- um. Uppbygging á samgöngukerfi innanlands, hvort sem um er að ræða varanlega vegi eða flugvelli, verður ekki að veruleika nema með náinni samvinnu við erlenda aðila, hvað sem „fimm eða fimmtán ára áætlunum” líður, sem settar eru fram, þegar líður að kosningum. Engri þjóð nema í.'.lendingum dytti í hug að flytjaút svoul óiiiininn fisk sem er, þannig fluttur úi, svo til verðlaus, miðað við það sem annars væri, ef hann væri fullunninn hér innanlands í neytendaumbúðir. Þetta gera flestar aðrar þjóðir með góðum árangri, meira að segja Danir, sem við íslendingar höfum ekki haft hátt skrifaða sem fiskveiðiþjóð. Flestar þjóðir hafa á að skipa ein- hverri þeirri vöm til útflutnings, sem er verðmæt í raun, svo sem málma, samsett tæki og áhöld hvers konar eða fullunnin matvæli i ueytenda- pakkningum. Engar ^Hkar út- fiutningsvörur höfum við Llendinga- á boðstólum. — Hins vega, gætum við haft slíka vörutegund á boð- stólum, ef upphafiega hefði verið haldið rétt á spilunum. — Fiskur er því aðeins verðmæt vara, að hann sé fullunninn, en hann er illu heilli fiuttur út enn, árið 1979, í sama formi og i striðslok, sama aðferð, sömu pakkningar! Hinir gömlu ráða ferðinni. Þaðermeinið. Auðvitað þarf að taka upp samninga við Bandaríkjamenn um þessi mál, en við þá hefur verið gott að semja og engin þjóð reynzt okkur traustari í viðskiptum en þeir. Hið sígilda en úrelta svar forráða- manna í fisksölumálum um, að nú- gildandi tollareglur í Bandaríkjunum leyfi ekki innfiutning á fullunnum fiskafurðum, er enn ein staðfesting á því, hversu óhæfir íslenzkir stjórn- málamenn eru, er þeir láta sér lynda slik svör. — Samningaviðræður hafa aldrei verið teknar upp við Banda- ríkjamenn um þessa hluti. Með endurnýjuðum samningum við Bandarikjamenn, þ.á m. um breyttar tollareglur á innfluttum fiski, er unnt að fiytja út fiskafurðir fullunnar til Vesturálfu, ásamt öðrum fisktegundum, sem við höfum hingað til fiutt til Rússlands, sömuleiðis óunnar. Það liggur ekkert annað en van- þróun og þekkingarskcu mr að baki þeirri ráðstöfun að fiytja . óunninn fisk í stórum stíl til þ> • að láta vinnuafl auðugustu þjóða heims fullvinna hann til neyzlu í frambæri- legum umbúðum, svo að hann sé seljanlegur. • Oliukaupsamningi við Rússa á að segja upp, að undangengnum við- ræðum við Norðmenn og Banda- rikjamenn um kaup olíuvara frá þeim, og olíuhreinsun getur auðveld- lega farið fram hér á landi, og jafnvel umfram eigin þarfir. Það er ekki mikil framsýni þeirra ráðherra, sem ætla nú, í^mijýjum kverkatökum olíu- kreppunnar, m.a. vegna kaupa á olíuvörum frá Rússum með gjald- fresti á umfram-heimsmarkaðsverði, að reyna að semja við Rússa upp á nýtt og koma okkur í aðra úlfa- kreppu, sem getur aðeins fest okkur éndanlega i þessum viðskipta- fjötrum! Auðvitað þarf kjark til þess að kynna ný sjónarmið og fylgja þeim eftir. Hann ættu hinir yngri stjórn- málamenn að hafa, ekki síður en hinir eldri, sem enn hafa kjark, til þess að standa á móti hvers konar breytingum, sem geta fært þjóðina nær því nútíma og heilbrigða þjóð- félagi, sem nauðsynlegt er að koma á, til þess að við getum haldið sjálf- stæði okkar. Við núverandi ástand í íslenzkum stjórnmálum er einungis ' um tímaspursmá! að ræða, hvenær opinberlega verður tilkynnt, að lýðveldið ísland sé gjaldþrota og þjóðflutningur hefjist.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.