Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979. SKYNMMYNDiR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&f jölsk/ldu - SIMI 12644 Súðavík Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Súðavík er. Jónína Hansdóttir Túngötu Sími 94-6959. . BIABIB Ijósnpdir AUSTURSTRÆTI 6 Magnús E. Baidvinsson sf., Laugavegi 8 - Sími 22804. Tími sumarleyfa og ferðalaga er kominn og þá er góður varnagli að endurnýja fleiri en einn mánuð í einu. Og núna eru það tvær milljónir í hæsta vinning. Komið því tímanlega til umboðsmannsins. Við drögum 12. júní. 6. flokkur 9 @ 2.000.000,- 18 — 1.000.000,- 36 — 500.000,- 207 — 100.000,- 693 — 50.000- 8.172 — 25.000,- 9.135 54 — 75.000,- 9.189 18.000.000,- 18.000.000,- 18.000.000,- 20.700.000- 34.650.000.- 204.300.000,- 313.650.000- 4.050.000,- 317.700.000,- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna LAGTIMIKLAR SMÍÐAR — fyrir töku Paradísarheimtar Hinn nýreisti bær, Hlíð undir Steinahlíðum, eða réttara sagt undir Hvalnesi. (DB-mynd HaraldurTeitsson) Kvæði til að ljúka upp kistli er kvæði sem farið er með í skáldsögunni Para- dísarheimt, og ef leiðbeiningum kvæðisins er fylgt við að ljúka upp ákveðnum kistli opnast hinn forláta gripur. En í sögunni segir frá því er Steinar bóndi undir Steinahlíðum er staddur úti í Danmörku og færir þar kóngi sínum að gjöf kistil einn er hann hafði smíðað. En kistlinum er aðeins hægt að ljúka upp ef farið er með Kvæði til að ljúka upp kisdi eins og fyrr greindi. Eins og flestum mun kunnugt stendur til að kvikmynda í sumar skáld- söguna Paradísarheimt eftir Halldór Laxness. 'Mun kvikmyndatakan fara fram hér á landi, í Þýzkalandi og við Saltlækjarsytru í Utah í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Kvikmyndun er þegar hafin í Þýzkalandi og því fór hinn fyrrnefndi forláta kistill af landi brott til að taka þátt í kvikmynduninni ytra. Var unnið að smíði kistilsins í Ármúlanum þar sem búið er að koma upp smíðastofu sem fyrirhugað er að breyta í kvikmyndver þegar dregur að myndatökum innandyra seinna í sumar. Guttormur Jónsson heitir völ- undarsmiðurinn sem unnið hefur að kistlinum og smíðað hann eftir eigin höfði að mestu. Var hann að leggja siðustu hönd á meistaraverkið er DB- menn bar að og hafði unnið að kistlin- um lengi nætur. Kvað hann kistilinn Uuttormur Jonsson við völundarsmíð- ina, kistilinn sem er þannig að til að geta lokið honum upp þarf að kunna ákveðna þulu og einnig eru í kistlinum nokkur leynihólf. (DB-mynd Árni Páll) vafalaust kominn í allhátt verð, mikill tími hefði farið í smíðina og efnið í honum væri úrvals mahoní. Hlíð undir Steinahlíðum breytt í byggðasafn En kistilsmíðin er ekki eina smiðin sem lagt hefur verið í fyrir kvikmyndun Paradísarheimtar. Heill bær, með öll- um tilheyrandi bæjarhúsum, hefur verið smíðaður undir Hvalnesi austur á fjörðum þar sem myndatakan við bæ Steinars bónda á að fara fram. Var hluti bæjarhúsanna smíðaður á verk- stæðinu í Ármúlanum og fluttur austur, settur þar upp og bætt við. Var bærinn auk þess tyrfður svo nú fær hann góðan tíma til að gróa áður en myndataka hefst, en fyrirhugað er að myndatökur við Hlíðarbæinn hefjist ekki fyrr en í ágúst. Hins vegar kemur kvikmyndatökuliðið allt hingað til lands þann 17. júni nk. og munu þá hefjast kvikmyndatökur annars staðar, þar sem sagan á að gerast hér á landi. Hliðarbæinn er síðan fyrirhugað að af- henda byggðasafni byggðarinnar sem getur þá komið sér þar fyrir í eftir- líkingu af sveitabæ. Grjótgarðana umhverfis bæinn er ekki enn búið að hlaða en að því verður unnið nú í sumar, grjótgarðana sem Steinar bóndi var í sögunni sifellt að tína í og bæta. Af öðrum stöðum hér á landi sem notaðir verða við kvikmyndatökuna má nefna Árbæjarsafn, Hvalfjörð, Þingvallasveit, Keldur á Rangárvöllum og víðar. í haust verður síðan haldið til Vesturheims og hafnar kvikmyndatök- urþar. - BH Sunnudagssteikin hækkar um 630 krónur — og hver mjólkurlítri um 35 krónur—Kartöf lupokar með glugga fylgdu með íhækkuninni Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var samþykkt sú hækkun á landbún- aðarvörum sem 6 manna nefndin varð einhuga um eftir hækkun verðlags- grundvallar landbúnaðarins um síðustu mánaðamót. Hækkunin er gífurlega mikil og sem dæmi má nefna að súpukjöt sem kostaði í gær 865 kr. kostar í dag 1068 krónur. Hækkunin er 23.47“7o. Heil læri eða niðursöguð hækka úr 1256 kr. í 1509 kr., kótelettur úr 1402 krónum í 1673 kr. kílóið. Heilir skrokkar sundurteknir hækka úr 917 kr. kílóið í 1124 kr. eða 22.57%. Mjólk í lítrapökkum hækkar um 35 kr., úr 152 i 187 krónur. Er það 23% hækkun. Rjómi í lítrafernu hækkar úr 1007 í 1304 kr. eða um 29.49%. Mest er haskkunin á smjöri eða um 440 kr. á kíló, úr 1370Í 1810krónur kilóið. Nautakjöt hækkar minna en kinda- kjöt og eru niðurgreiðslur kindakjöts- ins orsakavaldurinn. Nemur hækkun nautakjötsins yfirleitt um 19%. Athygli vekur að kartöfluhækkunin er í hákanti hækkananna. 5 kg poki, gluggalaus, hækkar um 176 kr. og kostar nú 783 kr. Poki með glugga hækkar um 176 kr. og kostar 795. Gluggapokinn flaut því með I hækkun landbúnaðarvaranna. Kindakjötshækkunin þýðir t.d. að 2,5'kg læri í sunnudagssteik meðalfjöl- skyldunnar hækkar um 630 krónur. - ASt. íslendingar f dönskum orlofsbæjum — íDanmörku ogá Möltu Nýlega var haldinn i Reykjavík- fundur norrænna samtaka sem kallast Nordisk Folke Reso. Samtökin eru mynduð af ferðaskrifstofum og orlofs- samtökum í eigu samvinnu- og verka- lýðssamtakanna á Norðurlöndum. Fulltrúar fslands á þessum fundi, sem nú var haldinn í fyrsta skipti hér- lendis, voru Alþýðuorlof og ferðaskrif- stofan Samvinnuferðir — Landsýn hf. Á fundinum var rætt um fram- kvæmd á samstarfi norrænu skrifstof- anna sem starfa á félagslegum grunni, útlit og horfur varðandi frítíma launa- fólks á Norðurlöndum og stefna sam- takanna í þeim efnum mörkuð. Þetta samstarf gerir m.a. kleift að i sumar munu íslendingar dvelja í orlofsbæjum dönsku verkalýðshreyfingarinnar bæði í nágrenni Kaupmannahafnar og á Möltu. Núverandi formaður samtakanna er Svíinn Gunnar Nilsson, sem jafnframt er formaður sænska Alþýðusambands- ins. -ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.