Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ.LÁUGARDÁGUR9'. JÚNÍ 1979. Skylda að af nema verk- fallsréttindi Páll H. Áraason, Vestmaiinaeyjum, skrifar: Ég held að varla fari hjá því að flestum íslendingum hafi ofboðið stjómleysið og öfuguggahátturinn í okkar litla þjóðfélagi á undanförnum vikum. Þjóðfélagi sem hefir í sér fólgin öll skilyrði til friðsæls, gðfugs og þróttmikils daglegs lifs. Viljierallt semþarf Vilji, knúinn manndáð, dreng- skap, festu og óeigingirni. En þegar slíkan vilja vantar, skapast tóm í ein- staklinginn og þjóðlífið. Tóm, sem brátt fyllist af óþurftarkindum, óseðjandi singirni, rótleysi og lífs- leiða, því lögmálið er óbrigöult: ann- að hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið. Er hægt að augjýsa öllu meira siðleysi en nú er gert, með kröfum hátekjuhópa, sem landsfeðurnir gefa, með ólögum, vald til að fara í hraskinnaleiki með fjöregg þjóðar- innar, atvinnuvegina. Meira öfug- mæli hefir ekki verið uppfundið en þegar talað er um helgan verkfalls- rétt. Verkfallakúgun Beiting þessa réttar sýnir 'sig að vera ætíð söm og jöfn, að þvinga með ofbeldi fram óraunhæfar kröfur. Það hafa heyrzt ádeiluraddir um eftirgjöfina í flugmannadeilunni. Hvað orsakaði þá eftirgjöf annað en verkfallakúgun sem búið var að beita og átti að margfalda yrði ekki samið. Blasir ekki svipuð saga við hjá yfir- mönnum farmanna og mjólkurfræð- ingum og víðast hvar sem verkfalls- vopni er beitt. Svo er verið að masa um „frjálsa samninga" undir verk- fallssvipunni. Hverjir stjórna annars íslenzku þjóðfélagi? Eru það samtök bændanna eða ríkisvaldið sem stjórna ófremdarástandinu í mjólkurmálum? Nei, það eru nokkrir tugir mjólkurfræðinga, sem í ímynd- aðri hagsmunabaráttu hika ekki við að valda vinnuveitendum sínum og þjóðfélaginu í heild tugmilljóna tjóni, m.a. með því að þvinga vinnu- veitendur til að stórminnka við sig mjólkurvöruneyzlu, sem líklegt er að hafi varanleg álirif, að nokkru. Verkfallsrétt fyrir silfurpeninga ¦ Svipaður er verknaður farmanna í þeirra fölsku hagsmunastreitu. En rikisstjórnin stritast við að sitja og þegir þunnu hljóði í lengstu lög, enda margyfirlýst stjórn launþega og verk- falla, en ekki þjóðarheildarinnar. Frá Reykjavikurhöfn. Bréfritari rill afnema verkfallsrétt launamanna og skírskotar m.a. til kjaradeilu farmanna og atvinnu- rekenda máli sinu til stuðnings. DB-mynd Sv.Þ. Jafnvel gekk hún svo langt að selja BSRB aukinn verkfallsrétt fyrir þrjá silfurpeninga og það varð henni mikill þyrnir í augum þegar aðrir riftu þeim gjörðum. Þannig leikur hún sér að því fjöreggi sem henni er trúað fyrir. Ég hélt, og held, að það sé ein af grundvallarskyldum hverrar ríkisstjórnar að beita sér gegn öllum þvingunaraðferðum á þjóðfélagið. Allsherjar kjaradómur Þess vegna álít ég ótviræða skyldu allra sannra landsfeðra að afnema öll verkfallsréttindi, það er bara nauð- vörn fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, því þeir spara ekki að roa öllum árum eins í barka stéttanna sem skut — og þjóð að beita þrælatökum sárum — að þvinga fleiri (og smærri) krónur í sinn hlut. Það yrði óbrotgjarn minnisvarði sérhverri rikisstjórn er skipaði fastan kjaradóm til umfjöllunar og úrskurð- ar allra kjaradeilna. Til hans gæti hver sérréttindahópur er teldi sig í einhverju hlunnfarinn snúið sér með klögumál sín og fengið leiðréttingu, dæmdist það rétt vera. Slíkt framtak ætti að gerast á f yrsta stjórnarári r svo nokkur reynsla fengist fyrir lok kjör- timabils. Hygg ég að sú stjórn þyrfti ekki að kvíða kosningaúrslitum. „Ekki sér hann sína menn —svo hann ber þá líka" Heigi Tryggvason skrífar: Þessi vísuorð, sem ég heyrði fyrr- um af vörum ræðumanna, ætla ég vera sögð í gömlum rímum þá sem sáust lítt fyrir í bardaga og börðu hvern sem fyrir varð sem óðir æru. Það er einmitt þetta sem Magnúsi Jóhannssyni dósent hefur orðið á í grein sinni í Mbl. 15. febr. sl.: „Víta- mín og náttúrulyf." Hann tekur munninn fullan þegar hann nefnir náttúrulyfin og formælir þeim niður fyrir allar hellur, svo sem þegar hann segir orðrétt í greininni: ,,En hvað þá með náttúrulyfin, hvaða kröfur eru gerðar? Því er fljótsvarað. Kröfurnar eru yfirléitt litlar sem engar. Verk- smiðjurnar sem framleiða þessar vörur eru yfirleitt vanbúnar varðandi hreinlæti og framleiðslueftirlit, hrá- efnin eru ódýr, kostnaður við gæða- eftirlit og rannsóknir er enginn og lokaframleiðslan er síðan seld dýru verðio.s.frv." Hér hlýtur Magnús að vera að beina geiri sínum til þeirra erlendu framleiðenda sem íslenzkir innflytj- endur hafa aðallega skipt við undan- farið árabil og til þessa dags og hann þykist vilja vernda þjóðina fyrir framvegis. En hvílíkur er sá harði dómur sem hann kveður í sömu andrá yfir heil- brigðis- og lyfjavöldum íslands, fyrir að hafa látið líðast að þessi lélegu og heilsu-hættulegu efni, sem hann lýsir þannig í grein sinni, flyttust til lands- ins nú mörg úndanfarin ár — einmitt frá þessum framleiðendum erlendum sem hann finnur allt til foráttu fyrir svikastarfsemi. Erlendir framleiðendur þessara næringaraukaefna, hvað segja þeir við framburði M. Jóh. um þá og þeirra störf? íslenzk þjóð þarf að sjá það sem þeir hafa fram að færa um sín störf og starfsaðstöðu og opinbert eftirlit. Ýmislegt fróðlegt er þegar fyrir hendi og þarf að birtast íslenzk- um lesendum. Að lokum í dag: Fyrir mörgum árum skrifaði þekktur læknir háðs- lega grein um það að lesið var á fundi Náttúrulækningafélagsins, sem Jónas Kristjánsson læknir stóð fyrir, sá ágæti heilsubótafrömuður, úr, gréin eftir hinn fræga Kellogg. Og til- efni háðsins var það að ólærður maður i læknisfræði á þeim tíma, bara veðurfræðingur, eins og getið var um í greininni, tók að sér þennan lestur, rétt eins og leikmaður hefði þarna hrifsað til sín læknishlutverk með því að lesa upp grein eftir lækni! Hvarer hjólið? Móðir hringdi: Ég vil beina því til foreldra að þeir aðgæti hvort í fórum barna þeirra sé að finna reiðhjól sem þau ekki eiga. Hjólið sem um er að ræða var tekið við Sundliöllina við Barónsstíg laugardaginn 2. júní á niilli kl. 16.30 og 17.30. Þetta er blátt drengjareið- hjól af Chopper gerð. Ég mælist til þess að hjólinu verði skilað réttum eiganda. DB tekur við upplýsingum um týndahjólið. RANK ^m 22" RANK litsjónvarpstækin fást á aðeins kr. 435.1 AFBORGUNARSKILMALAR AUK ÞESS Notið þetta einstaka tækifæri til að tryggja yður RANK-gæðavöruna, sem nýtur mikilla vinsælda um heim allan SJÓNVARP & RADIO Hverf isgötu 82 sími 23611 STAÐGREIÐSLU AFSLÁHUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.