Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGURi9.JÚNÍ 1979. BEIRA SEINT EN ALDRQ —það tók Francis Coppola 4 ár að f ullgera Víetnam mynd sína Apocalypse Now sem verður frumsýnd íhaust 17 Fáir atburðir hafa á undanförnum áratugum markað dýpri spor í banda- rískt þjóðlíf en Víetnam-stríðið. Það er því furðulegt hve til skamms tíma lítið hefur verið fjallað um þennan kafla í sögu þjóðarinnar, t.d. í kvik- myndum, sjónvarpi og bókarformi. Það var ekki fyrr en með Óskars- verðlaunamyndunum Coming Home og síðar The Deerhunter að banda- ríski kvikmyndaiðnaðurinn viður- kenndi Víetnam-stríðið sem kvik- myndaefni en áður var það algert bannefni. Að vísu komu fram örfáar myndir eins og The Green Berets og The Boys in Company C, sem hurfu fljótlega af sjónarsviðinu. Segja má að Coming Home hafi rutt brautina því í kjölfar hennar fylgdu sjónvarps- myndir eins og Friendly Fire, leikrit (Dispatches) og bækur sem reyndu að kryfja Víetnam-stríðið. Coming Home fjallar raunar um þá hlið stríðsins sem hinn almenni borgari vafð mest var við, þ.e. þann fjölda hermanna sem sneru til baka frá Víet- nam líkamlega og andlega sjúkir. The Deerhunter lýsir aftur á móti meira atburðunum í Víetnam. Hættuleg sendiferð Þegar þetta er haft í huga sést hve gifurlegt átak þurfti til þegar Francis Ford Coppola hóf fyrir fjórum árum gerð myndar sem hann sagði að lýsti stríðinu í Víetnam á raunhæfan máta. Þessi fjögur ár hafa verið viðburðar- og lærdómsrík fyrir Coppola því flest hefur farið úr- skeiðis sem á annað borð gat farið úr- skeiðis. Apocalypse Now er lauslega byggð á sögu Joseph Conrads „Heart of Darkness". Myndin fjallar um Captain B.L. Williard sem fær það verkefni að ráða af dögum með leynd Col. Walter Krutz (Marlon Brando), sem hefur sest að og komið sér upp sínum eigin her, sem samanstendur af innfæddum, dálitið fyrir innan landamæri Kambodíu. Myndin fjallar um þessa sendiför og svaðil- farir sem Williard lendir í á leið sinni upp fljótið til bækistöðva Krutz. Inn í þessa mynd tengist síðan beint og óbeint stríðsrekstur Bandaríkja- mannaí Víetnam. Gömul hugmynd Hugmyndin að Apocalypse Now er raunar ættuð frá árinu 1967, þegar John Milius hóf að skrifa handritið að myndinni en þá var Warner Bros. framleiðandi og George Lucas átti að leikstýra. En efnið þótti of viðkvæmt og öllu draslinu var stungið undir stól þar sem það lá í nær sjö ár. Þá haði Coppola stofnað nýtt fyrirtæki sem bar nafnið Cinema-7 og átti Apocalypse Now að vera fyrsta mynd þess. Hann hóf undirbúning af full- um krafti og leitaði samstarfs við bandaríska herinn en fékk neitun, Kvik myndir Baldur Hjaltason svo ákveðið var að kvikmynda myndina utan Bandarikjanna. Gerðir voru samningar við stórstjörnur á borð við Steve McQueen, Marlon Brando og Gene Hackman. Sakir þess hve lengi dróst að hefja mynda- tökuna og hve áætlaður timi var langur endaði Coppola aðeins með eina stórstjörnu, sem var Marlon Brando. Þess i stað ákvað hann að ráða tiltölulega óþekkta leikara í flest hlutverkin. Þegar kvikmyndatakan loks hófst á Filippseyjum lenti hópurinní miklum vandræðum, m.a. eyðilagði hvirfilbylur nær allar byggingar sem höfðu verið reistar vegna myndarinnar. Kostnaðurinn hlóðst upp enda myndin þegar orðin rúmlega tveimur árum á eftir áætlun og hafði farið þrefalt fram úr fjár- hagsáætlun. F. Coppola hafði sjálfur fjármagnað myndina að mestu leyti en nú varð United Artist að hlaupa undir bagga. Sjálfur segír Ford Coppola um ástæðuna fyrir fjár- festingu sinni: „Vegna þess að ég lagði allt mitt undir þá gat ég verið minn eigin herra." Raunhæf mynd En nú virðist vera farið að sjá fyrir endann á myndinni. Hin skyndi- lega ákvörðun Coppöla að senda myndina á kvikmyndahátíðina í Cannes í mai sl. vakti mikla athygli, ekki síst fyrir það að um vinnueintak var að ræða, þ.e. þótt Coppola sé búinn að eyða á annað ár í klippingu er hann ekki búinn að gera upp hug sinn um hvernig endirinn á að vera. En Coppola kom, sá og sigraði t Cannes. Hann fór þaðan með helming gullpálmans, sem eru æðstu verólaun hátíðarinnar. Dómar um myndina hafa verið mjðg lofsamlegir eins og t.d. í Variety og London Evening Standard þar sem myndinni er lýst sem meistaraverki. En spurning er hvernig almenningur tekur myndinni. Hér kemur margt til. The Deerhunter er búin að ganga mjög vel og spurning er hvort fólk vilji sá fleiri myndir frá Víetnam því margir virðast álíta að ef þú sért búinn að sjá eina, þá ertu búinn að sjá þær aUar. The Deerhunter hefur. fengið mikla gagnrýni fyrir að vera einhæf, túlka aðeins aðra hlið málanna og innihalda sterkan tón kynþáttahaturs. Apocalypse Now er talin taka efnin frá annarri hlið og gera raunhæfari mynd af ástandinu en aðrar myndir sem gerðar hafa verið um Víetnam-stríðið. Sjálfur segir Coppola: „Apocalypse Now er ekki kvikmynd um Víetnam. Hún er Víetnam." Myndin er tekin á 70 mm breiðfUmu og við kvikmyndatökuna var beitt sérstakri tækni sem tækniUð myndarinnar hannaði og gefur myndinni aukna dýpt. Kvik- myndatökumaðurinn er ekki af verri endanum enda sótti Coppola hann til Italíu. Er það Vittorio Storaro, sem m.a. hefur kvikmyndað flestar myndir FeUinis. Ætlunin er að setja myndina í almenna dreifingu í haust ef allt gengur samkvæmt áætlun. Raunar kom fram tillaga um að breyta heiti myndarinnar og kalla hana Apocalypse at Last þar sem svo lang- an tima tók að fuUgera hana. Síðan á Tónabíó næsta leik, þ.e. hvernær hún kemur til landsins. D C Þjónusta Þjónusta Þjónusta Byggingaþjónusta Alhliða neytendaþjónusta NÝBYGGINGAR BREYTINGAR OG VIÐGERÐIR |2£ REYNIR HE Jr^ B YGGINGAFÉLAG 8ÍF SMIÐIUVEG 18 - KÖP. - SlMl 71730 BÓLSTRUIMIN MIÐSTRÆTI 5 Viógerðir og klæoningar. Falleg og vönduð áklæði jnrz -' " ír.r 2 mibwt'^í • 2 oe *r r •átn,- ^On Sími 21440, tyÍiÍ heimasími 15507. [SANDBLASTUR Ittó MEIABRAUT 20 HVAIEYRARHOITI HAFNARFIRDI Sandblástur Málmhuoun Sandblásum skip! hús ojí staTii maiinviiki KaítahU'K sandblástuistæki hvi-it á land scm cr Stærsta fyrirtæki landsins. s«<rha>f> i sandblæstri. Kl.jól <>k kdo þ.jónusla [53917 LOFTPRESSUR Leígjum Út: Loftpressur, JCB-gröfur, Hilti naglabyssur, hrærivélar, hitablásara, slipirokka, höggborvélar og II REYKJAVOGUR Uekja- og vólaleiga Armúla 26, sfmar 81565, 82716, 44808 og 44697. BIAÐIÐ fijúlst, úháð riatfblað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.