Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 1
frjálst,
úháð
daufUað
5
í
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST1979 — 196. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTII I.-AÐALSÍMI 27022.
Grunurumíkveikju
„Ég veit svo sem ekki nákvæmlega
hvað þetta var mikið hey. Ég á líka eftir
að heyja meira en hvar á ég þá að láta
það hey?” sagði Gunnar Júliusson á
Laugabóli í Reykjavik í viðtali við
fréttamann DB í morgun. í nótt brann-
hluti af fjárhúsi hans og hlöðu og
leikur helzt grunur á að þar hafi verið
kveikt í.
Slökkviliðið fékk tilkynningu um
brunann klukkan 02.15 i nótt. Þegar
komið var á staðinn var ljóst að eldur-
inn hafði kviknað í suðausturenda fjár-
húss sem áfast er hlöðu. Hlaðan er
aftur áföst fjósi sem fast er við íbúðar-
hús. Sex kýr voru í fjósinu. Tókst að
bjarga þeim út án þess að þær fengju
reykeitrun að því talið er.
Fjárhúsið brann illa og sömuleiðis
milliveggur inn í hlöðuna og ris hennar.
Þar komst eldurinn i heyið og töldu
slökkviliðsmenn sem ennþá voru á vakt
í morgun að það væri að mestu ónýtt.
Eldurinn komst einnig í millivegg við
fjósið en tókst að hindra að eldurinn
breiddist frekar út.
Slökkvistarfi lauk klukkan 04.40 í
nótt en eins og áður sagði var enn vakt
við húsið klukkan níu í morgun.
Gunnar á Laugabóli var þá að búa
sig undir að koma mjólkinni frá sér.
Hann var að vonum daufur í dálkinn
og vildi lítið tala um brunann. Sagðist
þó að öllum líkindum sjá fram á hey-
leysi í vetur þó ekki væri ennþá ljóst
hve miklu af brunna heyinu væri hægt
að bjarga.
-DS/GM
Gunnar á Laugabóli á gamla Farmalnum að búa sig undir að fara með mjólkina. Brunna hlaðan sést á bak viö hann og froðan, sem notuð var til að slökkva eldinn, allt
i kring.
DB-mynd RagnarTh.
HVARA EGNUAÐ GEYMA HEYIÐ?
Bruniíhlööu
ogfjárhúsiá
LaugabólSf
nótt:
„Þáfannst
Svalbarður”
- Sigurður Líndal um
Jan Mayen ífornum
íslenzkum ritum
ábls.8
■
Gssarungar
ófleyglrvið
upphaf veiðanna
sjá bls. 9
■
Hörð innheimta
Orkubús Vestfjarða:
Orkureikningun-
um rignirnúyfir
Vestfirðinga
— sjábls.5
■
Tugirtonnaaf
heyi seldir til
Færeyja
— heyfengurílandinu
afar misjafn
— sjábls.5
■
Kartöflukeðjan
virðist
takmörkuð
við Þykkvabæ
— sjá bls. 5
Sakastarfs-
mannastjóra
Hvíta hússins
um
kókainneyzlu
— sjá erlfréttir bls. 7
Setfoss:
„Það var strax kvaddur á staðinn
dýralæknir og hann lýsti því yfir, að
hann teldi að ekki væri um illa með-
ferð á lömbunum að ræða,” sagði
Ólafur Helgi Kjartansson, fulltrúi
sýslumannsins á Selfossi er Dagblað-
ið hafði samband við hann vegna
fréttar blaðsins í gær um, að lömb
sem tekin höfðu verið í bæjarlandi
Selfoss hafi drepizt í gæzlunni áður
en þau yrðu boðin upp á uppboði.
„Dýralæknirinn taldi, að um smit-
sjúkdóm væri að ræða og voru lömb-
in strax send að Keldum í rannsókn,”
sagði Ólafur Helgi.
Ólafur sagði, að litið hefði verið til
lambanna morguninn sem uppboðið
hefði átt að fara fram og hefði þá
ekkert virzt að þeim. Það var svo
ekki fyrr en flytja átti lömbin á lög-
reglustöðina, að í ljós kom að eitt
þeirra var ekki með lífsmarki og ann-
að svo illa á sig komið að varð að af-
lífaþað. -GAJ
ÆTLA NORDMENN AÐ DREPA
ÍSLANDSSÍLDARSTOFNMN?
—norska stjómin hundsar aðvaranir f iskif ræðinga og er að guggna á veiðibanninu á ár
Sildeforbudet skal
overveies pá nytt
Miklar líkur eru nú til þess að
norska stjórnin sé að láta undan
þrýstingi samtaka norskra sjó- og út-
gerðarmanna og falli frá alfriðun
norsk-íslenzka síldarstofnsins við
Noregsstrendur í ár. Á meðan stofn-
inn var og hét var síld úr honum köll-
uð Íslandssíld.
Líklegt er talið að stjórnin muni
jafnvel á morgun úthluta veiðikvóta
úr stofninum þrátt fyrir harðorð
mótmæli og alvarlegar viðvaranir
fiskifræðinga, sem óttast að með
áframhaldandi veiðum úr stofninum,
svo veikum sem hann er nú, kunni
honum að verða útrýmt með öllu.
Á meðan stofnstærðin var slík að
verulegur hluti hans var við íslands-
strendur mikinn hluta ársins, námu
útfiutningsverðmæti okkar af stofn-
inum öft yfir þriðjungi allra útflutn-
ignstekna svo þarna er á ferðinni
mun meira hagsmunamál en loðnan
er nú.
Eftir heimildum i Noregi, sem
blaðið telur áreiðanlegar, fóru sam-
tök sjó- og útgerðarmanna fram á um
20 þúsund tonna kvóta. í leynivið-
ræðum stjórnarinnar við þessa aðila,
án þátttöku og vitneskju fiskifræð-
inga, er talið að stjórnin hafi jafnvel
gefið ádrátt um 5 þúsund tonna
kvóta. Munu væntanlegar fylkis- og
sveitarstjórnarkosningar ef til vill
ráða eftirlátssemi stjórnarinnar.
,Gagntilboð’ sjó- og útgerðar-
manna við því er talið hljóða upp á
10 þúsund tonn og að auki fái þeir
sem svarar nær þrem milljörðum ís-
lenzkra króna i .skaðabætur’ fyrir
skertar veiðar. Líkur eru taldar á að
niðurstaðan kunni að verða 7.500
tonn en óljóst er um .skaðabótaþátt-
inn’. Þá er einnig talið víst að norskir
sjómenn hafi í mörg undanfarin ár
veitt langt umfram leyfilega kvóta og
m.a. smyglað síldinni til Svíþjóðar og
Finnlands. Er þaðan komið nafnið
svartasíld.
- GS
Under drolnnRene denne uke
mellom Fisk.rlaget og liskerrde-
partementet. opplysle liskerimims-
teren at lorbudet mot sildeliske í ér
skal vurderes pé nytt i Regierm-
* Statsréden vil imidlcrtid ikke si
komme med overlor Regjeringen
eller hva som kan bii resultatet av
disse vurderinger.
Norges Fiskarlag krevde opprin-
nelig en sildckvote pé 200-000 hck-
tohter. men dette kravet er tlere_
gen har Utt hensyn tl
nes tilráding om é r
stammen ved totallorfcj
Pá landsstyremete '
endret Norges Fiskarl
til en begrenset kvotr
Frétt í nýjasta hefti norska blaósins Fiskarens slyrkir enn þær upplýsingar sem DB hefur um undanlátssemi
norsku sljórnarinnar í sildarverndunarmálinu. I fyrirsögninni er þvi slegið föstu aó síldveiðibannið u-rði
endurskoðað. »