Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. Kennara vantar Kennara vantar að barnaskóla Vestmannaeyja.' Gott húsnæði í boði. Upplýsingar veitir skóla- stjóri í síma 98—1944 eða heima í síma 98— 1793. Skólastjóri. Til áskrifenda DB á Neskaupstað Umboðsmaður Dagblaðsins á Neskaupstað, Þor- leifur G. Jónsson, er fluttur að Nesbakka 13. Símanúmer er óbreytt, 9 7- 76 72. Umboðið Neskaupstað InterRent ÆTLIÐ ÞÉR í FERÐALAG ERLENDIS? VER PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR, HVAR SEM ER I HEIMINUM! BILALEIGA AKUREYRAR Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91—86915. .Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715. Innri-Njarðvík Blaðbera vantar í Innri-Njarðvík. Vinsamlega hringið í umboðsmann DB í Njarðvík, sími 2249. MÉBIABIÐ PEUCEOT 404 PICKUP Mjög traustur, sparneytinn og lipur sendiferðabíll. Burðarmagn 1000 kg. Bílnum fylgja grindur og blæjur. Notaðir bílar til sölu: 504 GL '78 - 504 GL '77 504 USA GERÐ ÁRG. '76 504 L ÁRG. '74 504 STATION ÁRG. '74. HAFRAFELL H/F VAGNHÖFÐA 7 SIM185211. Stirðar sátta- viðrædurvið Kúrda í Teheran Samningar á milli stjórnarinnar í Teheran og fulltrúa Kúrda munu ganga stirt og litlar líkur eru sagðar á að árangur muni nást í þeim á næst- unni. Hinir síðarnefndu munu meðal annars benda á að síendurteknar af- tökur á handteknum leiðtogum Kúrda, sem komast í hendur hers Teheranstjórnarinnar, bæti ekki úr samkomulagshorfum. Talsmaður fimm manna sendinefndar þeirra í Teheran sagði þó í gær að þeir mundu enn um sinn reyna sitt ítrasta til að ná einhverjum sáttum milli aðila. Hann sagði að allt byggðist nú á afstöðu hins sjötíu og níu ára gamla trúarleiðtoga og helzta ráðamanns í íran, Khomeini. Hann er aftur á móti sagður hafa lítinn áhuga á að gefa Kúrdum neitt eftir. Annar ráða- maður í Teheran og meðlimur bylt- ingarráðsins sagði að Khomeini mundi ekki samþykkja formlegt vopnahlé á milli herja stjórnarinnar og Kúrda. Aftur á móti hafa vopna- viðskipti legið niðri i rúmlega tvo sólarhringa og hafa báðir aðilar beðið eftir árangri í samninga- viðræðum þeim sem fram fara í Teheran. Ráðamenn í Teheran segja að Khomeini sé ákveðinn í að ná aftur fullum yfirráðum í borginni Mahabad, hann sé ekki reiðubúinn til að gefa ráðamönnum i uppreisnar- stjórn Kúrda upp sakir. ’.ý-jfi'i Bandaríkin: Við lok bfía- aldar? Umboðsmenn fyrir Dodge og Plymouth bifreiðir i Rochester í Bandaríkjunum gripu nýlega til þess ráðs að auglýsa sérstaka helgarútsölu á gripunum. Báðar eru þessar tegundir framleiddar í Chrysler verksmiðjunum, sem hafa farið illa út úr orkuskortin- um og hækkandi verði á bensíni. Á helgarsölunni var boðinn þetta 10 til 20% afsláttur og þætti ýms- um vafalaust gott að komast á slíkan markað. Stöðugt hækkandi verð á bensíni hefur vakið þær hugsanir hjá mörgum hvort komið sé að lokum bílaaldar. Aðrir bregðast aftur á móti þannig við að kaupa sér sparneytnari bíla en áður og enn aðrir leita að öðrum ódýrari og auðfengnari orkugjöfum en bensíninu. Ljóst virðist þó að tími stóru bensindrekanna sé lið- inn. Kanada: Skipstjóramir segjast e/ sekir — málið gegn bandarísku skipunum talið verða athyglisvert próf mál um fiskveiðiréttindi Kanada Skipstjórar hinna átta bandarísku fiskiskipa sem ákærðir hafa verið fyrir ólöglegar veiðar innan kana- dískrar efnahagslögsögu hafa allir lýst sig saklausa. Þeir voru teknir af kanadískum-varðbátum á sunnudag- inn var. Réttarhöld í máli þeirra fara fram í Victoria í Brezku Kólumbíu fylki á vesturströnd Kanada. Bandarísku skipin en ftmm þeirra eru frá Seattle og þrjú ftá Kalifomíu voru að veiða túnfisk, sem bandarísk yfirvöld kalla flökkufisk sem ekki eigi að njóta verndar innan efnahags- lögsögu Kanada. í þessum efnum ber mjög á milli skoðana þeirra og kana- dískra yfirvalda. Mál gegn hinum átta bandarísku fiskiskipum er talið verða athyglis- vert mjög þar sem um prófmál verði að ræða að þessu leyti. Kanadísk stjórnvöld halda því ákveðið fram að allar fisktegundir innan 200 mílna efnahagslögsögu þeirra séu háðar þeim takmörkunum um veiðar sem þau ákveði. Kanadíski sjávarútvegsráðherrann James Mcgrath sagði í gær, að ríkis- stjórnin væri ákveðin í að framfylgja lögum um efnahagslögsöguna til fullnustu hvað varðaði fiskveiðirétt- indi. í því sambandi væri verið að kanna staðsetningu og veiðisvæði þar sem um það bil fimmtíu til sextíu bandarískir fiskibátar héldu sig. Ef í ljós kæmi, að þeir væru fyrir innan 200 mílurnar yrðu þeir teknir og kærðir fyrir brot á lögum Kanada.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.