Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. Dfi á ne ytendamarkaði ----- — Sumarlegasti rétturinn Einhver sumarlegasti réttur sem hægt er að hugsa sér er blómkáls- gratín. 1 kg af blómkáli kostar nú í kringum 1863 kr. Einn meðalhaus vegur mjög nálægt 4—500 g. Reikna má því með að hver haus kosti nálægt 900 kr. í gratín handa 6 nægir einn slíkur haus, ásamt 2—3 eggjum. Það er því ekki svo mjög dýrt, miðað við hvað það er gott. Margar husmæður baka gratínið upp, en það þykir ekki samræmast nútíma matreiðslu. Þvi skulum við hræra út í gratinsósuna. Gratín handa sex gæti verið sem hér segir: 500 g blómkál 100 g hveiti 1/2 I mjólk eða soð (gjarnan til helm- inga) 3egg Sjóðið blómkálið í saltvatni, — þar sem á að nota það í gratín er allt í lagi að taka hausinn í sundur, þá þarf kálið minni suðu. Látið soðið eða mjólkina í pott, hrærið hveitinu út í og sjóðið dálitla stund. Hrærið vel í á meðan. Hrærið síðan eggjunum út í, einu í einu, takið pottinn af plötunni á meðan eggjunum er hrært út í. —'Síðast er kálinu blandað saman við. Ef vill má skilja hviturnar frá eggjunum og þeyta þær sér og hræra þeim mjög varlega út í síðast. • Gratínið er siðan látið í eldfast, smurt mót og raspi stráð ofan á. Bak- að í 200°C heitum ofni í að minnsta kosti 45 mín. Borðað með bræddu smjöri. Hráefniskostnaður er í kringum 1520 kr. eða um 253 kr. á mann. Þá er reiknað með 100 g af bræddu smjöri út á. — Þetta er hins vegar frekar lítill skammtur, þannig að varla nægir sem einn réttur handa sársvöngu fólki. Betra er því að eiga t.d. skyrspón í ábót. A.Bj. Pappahús á íslandi Viðskiptavinirnir fá „súper”-þjónustu Þegar kaupa á gluggatjöld getur verið mjög gott að fá góðan bút I heimlán til þess að sjá hvemig efnið fer við annan húsbúnað i herberginu. Oft á tiðum er hægt að fá smáefnisbút, en alls ekld 1 metra prufu eins og þeir lána i Epal. Sýnishornin eru einnig merkt með „vörulýsingu”, leiðbeiningum um þvott o.fl. DB-mynd Bjarnleifur. „Við eigum bara ekki til orð yfir hve við fengum fína afgreiðslu,” sögðu tvær ungar konur sem litu inn á ritstjórn Neytendasíðunnar. Þær voru gð koma úr verzluninni Epal, sem er í næsta nágrenni við DB í Síðumúlanum. „,Ég var að hugsa um gardínuefni í bamaherbergið hjá mér og var mér boðið að fá í heimlán metralanga prufu af efninu, sem mér leizt bezt á. Einnig var mér boðið til láns lita- sýnishorn. Á því mátti sjá vörulýs- ingu, þar sem allar upplýsingar um efnið eru fyrir hendi, þvottameðferð og eiginleikar efnisins eru taldir þar upp.” Því miður er ekki oft sem lesa má um á síðum blaðanna að viðskipta- vinir verði yfir sig hrifnir yfir góðri þjónustu. Miklu oftar má lesa um hið gagnstæða. Hins vegar þegir fólk frekar y fir því sem vel er gert. A.Bj. „Við höfum verið að glíma við að hanna þetta hús í rúmlega sex ár. Þetta er eina húsið sinnar tegundar í heiminum,” sagði Haukur Halldórs- son hjá fyrirtækinu Spilaborg hf. Fyrirtækið sýnir framleiðslu sína á útisvæði austan við sýningarhöllina í Laugardal, kúlulagað pappahús og kúlutjald, sem hvort tveggja eru svo- kölluð Buckminster Fuller hús. Pappahúsið er úr bylgjupappa, sem nokkrum lögum af trefjaplasti hefur verið smurt á, bæði utan og innan. Það var hlýtt inni fyrir þótt kaldrana- legt væri utan við húsið. Tjaldið er mjög skrautlegt og hannað eftir sömu formúlu og pappahúsið. Haukur sagði að þeir félagar í Spilaborg hefðu lagt nótt við dag undanfarinn mánuð að sauma tjaldið og notið við það góðrar að- stoðar Seglagerðarinnar Ægis. „Við höfum hugsað okkur að út- búa fimm svona 300 fermetra tjöld og hafa í þeim alls konar uppákom- ur. Það tekur ekki nema 1 1/2 tima að reisa það. Grindin er gamalt írskt „patent” úr áli.” Pappahúsið er 30 fermetra stórt, mesta lofthæð er 2,90 m. Það kostar uppkomið 7—800 þúsund kr. Húsið er sett niður án undirstöðu. Tilvalið er að klæða það að utan með torfi. Þannig fæst bæði góð einangrun, auk þess sem það fellur þannig vel inn í umhverflð í náttúrunni. Svona hús eru tilvalin sem sumarhús, björg- unarskýli eða fjallakofar. Hentug- asta stærðin er hins vegar um 60 fer- metrar, að sögn Hauks. Þá verður lofthæðin það mikil að hægt er að út- búasvefnpláss á „annarri hæð”. Spilaborg framleiðir fleira en kúlu- tjöld og hús. Fyrirtækið framleiðir leiktæki, margar tegundir af spilum, svo sem útvegsspilið, sem náði mikl- um vinsældum í fyrra. Þeir eru nú að gefa út norska útgáfu af því, sem ráð- gert er að fari á markað í haust. Auk Hauks, sem er auglýsinga- teiknari, starfa Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt, Jón Jónsson og Guðrún Jónsdóttir við fyrirtækið. - A.Bj. Feitur ostur í fallegum sneiðum Það getur verið erfitt að skera fallegar sneiðar af feit- um osti. Ef hnífurinn er skolaður úr sjóðandi vatni gengur það betur. Haukur Halldórsson er þarna með elns konar „gestaþraut” sem hann hefur hannað ósamt félögum sinum. Hægt er að velta þrautinni i höndun- um endalaust og fá sifellt út nýjar og nýjar myndir. Pappahúsið er mjög nýstárlegt i út- líti, eins og það er á sýningunni. Hins vegar benti Haukur á að ef það væri klætt að utan með torfi fengist bæði góð einangrun auk þess sem húsið fellur þá inn í náttúruna og verður mjög lítið áberandi. DB-myndir Bjarnleifur. Veióileyfi í Haukadalsá efri. Kr. 10 þús. fyrir stöngina á dag. Upplýsingar hjá ÍVARI, Skipholti 21, símar 23188 og 27799. miAÐin Umboðið Neskaupstað óskar eftir blað- burðarbörnum. Vinsamlegast hafið sam- band við umboðsmann ísíma 7672. Umboðið Neskaupstað. ÚTB0Ð útboö nr. 79034 útboð nr. 79035 útboö nr. 79036 útboö nr. 79037 útboö nr. 79038 útboö nr. 79039 útboö nr. 79040 útboö nr. 79041 • Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirtalið efni: 1. Línucfni fyrir Vesturlínu Vír einangrar klemmur þverslár 2. Línuefni fyrir Vopnafjaröarlínu Vír einangrar klemmur þverslár 3. Spjaldloki fyrir Gönguskarðsárvirkjun útboö nr. 79032 4. Hlífðarhólkar fyrir sæstreng útboö nr. 79042 Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 28. ágúst 1979 gegn óafturkræfri greiðslu kr. 5000,- fyrir hvert eintak útboða samkvæmt liðum 1—2ogkr. lOOO.-fyrirhverteintaksamkvæmtliðum 3—4. Tilboðum samkvæmt liðurri L—2 skal skila fyrir kl. 12.0(1 fimmtudaginn 20. september nk. en þau verða opnuð kl. 14.00 sama dag. Tilboðum samkvæmt liðum 3 og 4 skal skila mánudaginn 10. september nk. Tilboð samkvæmt lið 3 verður opnað kl. 10.00 og tilboð samkvæmt lið 4 kl. 14.00samadag. Væntanlegir bjóðendur geta verið viðstaddir opnun tilboða. Rafmagnsveitur ríkisins Uppskrift dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.