Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 12
12
i
T1979.
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 29, ÁGÚST 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
16. umférðin í 1.
deild hefstíkvöld
— Þá leika Víkingur og Haukar
á Laugardalsvelli
Sextánda umferð 1. deildar-keppninnar í knatt-
spyrnu hefst í kvöld með leik Víkings og Hauka á
Laugardalsvelli. Einn leikmaður Vikings, Jóhannes
Bárðarson, fór í keppnisbann í gær og leikur því
ekki í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.00.
A morgun, fimmtudag, verða þrír leikir í 1. deild.
Akranes og Vestmannaeyjar leika á Akranesi, Kefla-
vík og KR í Keflavík og Þróttur—Valur á Laugar-
dalsvelli. Allir leikirnir hefjast kl. 19.00.
Hörður Hilmarsson, fyrirliði Vals, leikur ekki
með liði sínu en hann var eins og Jóhannes Bárðar-
son settur i keppnisbann af aganefnd KSÍ í gær-
kvöld. Báðir fengu eins leiks bann.
Coe ætlar enn að
setja heimsmet
Heimsmethafinn í 800, 1500 m og miluhlaupi,
Sebastian Coe, Englandi, ætlar að reyna að setja
nýtt heimsmet i 1000 m hlaupi á móti i Lundúnum á
föstudag. Heimsmetið þar er 2:13.9 mín. og á
Bandaríkjamaðurinn Rick Wohlhuter það. Ef veður
verður sæmilegt ætti Coe að bæta heimsmetið — og
hann fær áreiðanlega harða keppni, því meðal kepp-
enda verður Robinson, Bandaríkjunum, — hlaup-
ari, sem sigrað hefur Steve Owett, Englandi, og
Juantoreno, Kúbu, í 800 m i sumar.
Badminton
íHafnarfirði
Vetrarstarf Badmintonfélags Hafnarfjarðar hefst
3.—9. september og fer innritun fram í íþróttahús-
inu við Strandgötu fimmtudaginn 20. ágúst. Einnig
föstudaginn 21. ágúst kl. 18—20.
Félagsmenn hafa forgang að völlum til 10.
september. Nánari upplýsingar um vetrarstarfið
veitir Gylfi í síma 50634 milli kl. 19 og 20. Stjórn
BH.
Þjálfaranámskeið
íbadminton
Badmintonsamband íslands hcldur siðari hluta A-
stigs leiðbeinendanámskeiðs dagana 15.—16. sept.
nk., en fyrri hluti þess var haldinn sl. vor. B-stigs
námskeið f badminton fyrir þá sem lokið hafa A-
stiginu, verður dagana 8.—9. sept. og 15.—16. sept.
nk. Námskeiðin verða bæði haldin i húsi TBR.
Badmintonsambandið á von á enskum landsliðs-
þjálfara hingað í byrjun september, og mun hann
ásamt Garðari Alfonssyni og Jóhannesi Sæmunds-
syni kenna á þessum námskeiðum.
Þcir sem rétt hafa á þátttöku skulu tilkynna sig til
Garðars Alfonssonar í síma 82266 eða 41595, fyrir 6.
sept. nk.
Vel heppnað af mæli
UMFK
( Ungmennafélag Keflavíkur eða Ungó eins og fé-
lagið er kallað í daglegu tali hélt 50 ára afmæli sitt
hátíðlegt með pompi og pragt á sunnudaginn. Knatt-
spyrna hefur ætið skipað stærsta sessinn í starfi
UMFK og á sunnudaginn var knattspyman i fyrir-
rúmi.
Fyrst lék meistaraflokkur UMFK við unglinga-
landsliðið og lauk þeim leik með sigri UMFK 4—3.
Þar viidi það óhapp til að Guðjón Þórhallsson
meiddist á hné og verður líkast til ekki með Kefla-
víkurliðinu i næsta leik.
Þá sigraði 3. flokkur UMFK Breiðablik 3—1 og4.
flokkurinn vann Blikana 4—1. Loks léku öldungar
UMFK við Harðjaxla KR og sigruðu 5—2. Þar vildi
annað óhapp til. Einar Magnússon úr UMFK fót-
brotnaði er hann datt illa og fékk einn KR-inginn
ofan á sig. Var þetta algert slys en leikurinn var langt
í frá að vera harður eða grófur.
Dagurinn í heild tókst prýðilega og fjöldi manns
fylgdist með keppninni, sem fram fór í blíðskapar-
veðri.
Hörkukeppni i 100 m hlaupinu þar sem Hólmfríður Erlingsdóttir, UMSE, sigraði en Sigríður Kjartansdóttir, KA, fékk
sama tima. Svava Grönfeldt, UMSB, var rétt á eftir. DB-mynd G.Sv.
Enski deildabikarinn:
Bolton féll á heima-
velli fyrir Southend!
Mjög óvænt úrslit urðu I enska
deildabikarnum í Bolton í gærkvöld.
Þá voru fjölmargir leikir í 2. umferð
keppninnar — fyrri leikir liðanna — og
leikmenn 3. deildarliðs Southend on
Sea gerðu sér lítið fyrir og sigruðu
Bolton og það á heimavelli 1. deildar-
liðsins. Þó virtist allt benda til þess, að
Bolton mundi fara með sigur af hólmi.
Alan Gowling skoraði fyrsta mark
leiksins fyrir Bolton á 51. min. og þá
voru leikmenn Southend 10. Dave
Cusack var rekinn af velli á 34. min. En
leikmenn Southend gáfust ekki upp.
Colin Morris, kantmaður, sem stóru
félögin hafa fylgzt vel með að undan-
förnu, skoraði tvö mörk á 11 mínútum
og tryggði liði sínu sigur.
Leikmenn efsta liðsins í 1. deild,
Norwich City, komust niður á jörðina.
Þeim tókst aðeins að ná jafntefli gegn
Gillingham í 3. deild. Leikið var í
Gillingham og heimaliðið náði forustu
með marki John Overton á 44. mín.
Alan Taylor, fyrrum framherji West
Ham, sem lék sinn fyrsta leik með Nor-
wich, jafnaði á 69. mín.
Úrslitin i leikjunum í gær urðu þessi
— en síðari leikirnir í 2. umferð verða
5. sept.
Birmingham—Preston 2—1
Bolton—Southend 1—2
Brighton—Cambridge 2—0
BristolCity—Rotherham 1—0
Burnley—Wolves 1—1
Chesterf.—Shrewsbury 3—0
Colchester — Aston Villa 0—2
Doncaster — Exeter 3—1
Everton—Cardiff 2—0
Gillingham—Norwich 1 — 1
Grimsby—Huddersfield 1—0
Northampton—Oldham 3—0
NottsCo.—Torquay 0—0
Plymouth—Chelsea 2—2
Swindon—Chester 1—0
Southampton—Wrexham 5—0
Sheff.Wed,—Man.City 1 — 1
West Ham—Barnsley 3—1
QP R—Brad ford City 2— 1
! 2. umferð skozka deildabikarsins
George Best er nú kominn til Englands á ný — lék með Florida-liðinu Fort Lauder-
dale I sumar en keppnistímabilinu er lokið hjá honum I USA. írska félagið kunna,
Glentoran, vill fá Best til sin en það veröur erfitt. Lundúnaliðið Fulham hefur
samning við Best og hefur sett upp 200 þúsund sterlingspund fyrir hann, sem
gengur auðvitað geðveiki næst. Á myndinni að ofan er glaumgosinn Best með
Angelu MacDonald-Jones.
sigraði St. Mirren Stenhousemuir á
útivelli 1—4.
hallur
SÍMONARSON...
Mest aðsókn var hjá félaginu fræga,
Sheffield Wednesday, eða 24 þúsund,
en Sheffield-liðið leiicur nú í 3. deild. Á
síðasta leiktímabili lék Sheff. Wed.,
sem er undir stjórn Jackie Charlton,
fjórum sinnum við Arsenal í FA-bik-
arnum áður en Arsenal náði sigri. Man.
City kom í heimsókn í gær og 1. deild-
'arliðið getur þakkað enska landsliðs-
markverðinum Joe Corrigan að leikur-
inn tapaðist ekki. Hann varði víta-
spyrnu frá Brian Hornsby, fyrrum
Arsenal-leikmanni. Colin Viljoen náði
forustu fyrir Manchester-liðið í leikn-
um en Jeff King jafnaði í síðari hálf-
leik.
Southampton, sem lék til úrslita gegn
Nottingham Forest í deildabikarnum i
vor, vann stærsta sigurinn í gær —
Dýrlingarnir léku sér að Wrexham úr 2.
deild. Charlie George, sem gat ekki
leikið gegn Forest í úrslitunum vegna
meiðsla, skoraði fyrsta mark Dýrling-
anna í gær. Þeir létu ekki þar við sitja.
Phii Boyer, sem eins og George hefur
leikið í enska landsliðinu, skoraði tvö
mörk og Graham Baker einnig tvö
mörk.
Úlfarnir, sem hafa sigrað í tveimur
fyrstu leikjum sínum i 1. deild, lentu í
erfiðleikum í Burnley. Lancashire-liðið
kunna leikur nú í 2. deild. Martin
Dobson, sem Burnley fékk frá Everton
í sumar, skoraði fyrir Burnley i fyrri
hálfleik. Líkar vel lífið í Burnley en
með því liði varð hann frægur leik-
maður og enskur landsliðsmaður hér á
árum áður. Burnley sótti mjög í leikn-
um — átti meðal annars skot í þverslá
— en undir lok leiksins tókst bakverð-
inum Geoff Palmer að jafna fyrir Úlf-
ana.
Bristol City sigraði Rotherham úr 3.
deild 1—0, sem er í sjálfu sér ekki
merkilegt eða óvænt. En eina mark
leiksins skoraði Tom Ritchie úr víta-
spyrnu — fjórða mark hans úr vítum. á
þessu leiktímabili. Leikirnir í gærkvöld
i deildabikarnum voru 19 — i kvöld
verða 13 leikir á dagskrá. Meðal annars
leika Leeds—Arsenal, Tottenham—
Man. Utd., Ipswich—Coventry.
Leikmenn Liverpool bregða sér yfir
Mersey-ána og leika við Tranmere í 4.
deild, og meistarar Nottingham Forest
leika í Blackburn.
hsím.
KA hafði yfir-
burði í 2. deild
—i Bikarkeppni FRÍ og keppir í 1. deild næsta ár!
Knattspyrnufélag Akureyrar — KA
— vann öruggan sigur í Bikarkeppni
FRI í frjáisum íþróttum á Akureyri um
helgina eins og skýrt var frá í mánu-
dagsblaði DB. KA hlaut 157 stig. í
öðru sæti voru Borgfirðingar, UMSB,
með 123 stig. Árnesingar, HSK, varð í
þriðja sæti með 101 stig. Síðan komu
Eyfirðingar, UMSE, með 97 stig, Skag-
firðingar, UMSS, með 84,5 stig og
Norður-Þingeyingar, UNÞ, með 40,5
stig. Eftir fyrri dag keppninnar var KA
með 79 stig, UMSB 70 stig, HSK 50
stig, UMSE 46,5 stig, UMSS 45 stig og
UNÞ með 21,5 stig.
Athyglisverður árangur náðist í ýms-
um greinum en hér á eftir fara úrslit í
keppninni. Veður var gott. Logn en
skýjað og hiti 12—14 stig.
lOOm karla:
1. Hjörtur Gíslason KA..................11,2
2. Gísli Sigurðsson UMSS................11,8
3. -5. Friðjón Bjamason UMSB............11,9
3.-5. Árni Snorrason UMSE................11,9
3.-5. Guðmundur Nikulásson HSK..........11,9
6. GunnarÁmasonUNÞ......................12,7
1500 m karia:
1. Jón Diðriksson UMSB................3:59,5
2. Steindór Tryggvason KA.............4:05,7
3. Einar Hermundsson HSK..............4:35,9
4. Hreinn Halldórsson UNÞ..............4:38,9
5. Þórir Snorrason UMSE...............4:42,8
Kúluvarp karla:
1. Óskar Reykdalsson KA................15,41
2. Einar Vilhjálmss. UMSB..............13,97
3. Þorsteinn Þórsson UMSS...............13,22
4. Pétur Guðmundsson HSK................12,76
5. Jóhannes Áslaugsson UMSE............11,17
6. Gunnar Ámason UNÞ....................10,12
Hástökk karla:
1. Unnar Vilhjálmsson UMSB..............1,93
UMSB-met
2. Jón Oddsson KA...............Ak. met 1,85
3. Þorsteinn ÞórssonUMSS.................1,80
4. -5. Arnþór Ámason UNÞ.................1,70
4.-5. Stefán Magnússon UMSE..............1,70
6. Jason ívarsson HSK....................1,70
4 x 100 m boðhlaup karla:
l.SveitKA.....................44,4
2. Sveit UMSS...........................45,4 UMSS-met
3. Sveit HSK...................46,8
4. Sveit UMSB..................46,9
5. Sveit UMSE..................47,4
6. SveitUNÞ...................50,8
400 m karla:
1. Aðalsteinn Bernharðsson KA...........49,5
2. Jón Diðriksson UMSB..................51,7
3. Jason ívarsson HSK...................53,2
4. Gísli Pálsson UMSE...................53,2
5. Gísli Sigurðsson UMSS................54,7
6. Jón Ámason UNÞ.......................60,6
3000 m karla:
1. Jón Diðriksson UMSB................8:45,5
2. Jónas Clausen KA...................9:36,3
Austurríki
vann Noreg
Austurríki sigraði Noreg 2-0 i Vínar-
borg í B-landsleik þjóðanna í gær-
kvöld. Ekkert mark var skoraö í fyrri
hálfleik en í þeim síðari tryggðu þeir
Hagmeyer og Steinkogler sigur Austur-
ríkis.
Lilleström, liðið hans Joe Hooley,
var slegið út i norsku bikarkeppninni í
gær. Tapaði þá 1-2 á heimavelli fyrir
Brann frá Bergen.
Channon til
Dýrlinganna
Framkvæmdastjóri Southampton,
McMenemy, skýrði frá því í gær að
leikmaðurinn kunni, Mike Channon,
hefði mikinn hug á því að leika með
Dýrlingunum á ný. Þar hóf hann feril
sinn og átti sin beztu ár — fastamaður í
enska landsliöinu — en fyrir tveimur
árum var hann seldur til Manchester
City fyrir 300 þúsund sterlingspund.
Hefur raunverulega aldrei fundið sig
þar, þótt hann hafi auðvitaö gert ýmsa
góða hluti. Channon hefur leikið hér á
Laugardalsvellinum.
Fyrir nokkru reyndi Blackpool, sem
nú leikur í 3. deild, að fá Channon til
sín sem framkvæmdastjóra og leik-
mann. Hins vegar setti Man. City það
háan prís á Channon að Blackpool réð
ekki við hann. í gær sagði Malcolm
Allison, aðalþjálfari Man. City, að
Channon gæti farið til Southampton,
þegar Man. City hefði fengið hæfan
leikmann i hans stað.
3. Bjöm Halldórsson UNÞ......
4. Markús ívarsson HSK.......
5. Kristján Sigurðsson UMSE.. .
6. Jóhannes Ottósson UMSS . ..
Spjótkast:
1. Einar Vilhjálmsson UMSB ..
2. Þorsteinn Þórsson UMSS . ..
3. Baldvin Stefansson KA.....
4. Jóhannes Áslaugsson UMSE.
5. Gunnar Árnason UNÞ........
6. Pétur Guðmundsson HSK. ..
Langstökk:
1. Jón Oddsson KA............
2. Þorsteinn Jensson UMSS . . . .
3. Rúnar Vilhjálmsson UMSB. . .
4. Guðmundur Nikulásson HSK .
5. Arnþór Gylfi Árnason UNÞ . .
6. Árni Snorrason UMSE........
. .. .9:43,7
.. .. 9:46,9
. .. 10:08,5
.. . 11:53,1
. .. .64,36
. .. .55,23
. .. .51,79
. . . .51,60
.... 45,03
. . . .42,18
.....6,95
Ak.met
.....6,27
.....6,21
.....6,11
.....5,89
.....5,87
Kúluvarp kvenna:
1. Sigurlína Hreiðarsdóttir UMSE...........11,13
2. íris Gröndal UMSB........................10,62
3. DýrfinnaTorfadóttir KA..................10,21
4. Elín Gunnarsdóttir HSK.................. 9,64
5. JóninaKristinsdóttirUMSB................. 8,20
Spjótkast kvenna:
1. Maria Guðnadóttir KA....................38,48
2. íris Grönfeld UMSB......................37,71
3. Hildur Harðardóttir HSK.................31,81
4. Sigfríð Valdimarsdóttir UMSE............26,57
5. Hafdís Steinarsdóttir UMSS..............24,12
6. Stella Jóhannsdóttir UNÞ................15,31
Langstökk kvenna:
1. Sigríður Kjartansdóttir KA...............5,18
2. Svava Grönfeld UMSB......................5,11
3. Hólmfríður Erlingsdóttir UMSB............5,03
4. Ragnhildur Karlsdóttir HSK................4,50
5. GuðnýKáradóttir UMSS.....................4,41
6. Halla HaUdórsdóttir UNÞ...................4.12
100 m
1. Hólmfríður Erlingsdóttir UMSE............12,6
2. Sigríður Kjartansdóttir KA...............12,6
3. Svava Grönfeld UMSB......................12,7
4. Ragnheiður Jónsdóttir HSK................13,1
5. Ingibjörg Jónsdóttir UMSS................13,2
6. SteUa Jóhannsdóttir UNÞ..................14,4
400 m kvenna:
1. Sigríður Kjartansdóttir KA...............57,6
2. Ragnheiður Jónsdóttir HSK................60,2
3. Ingibjörg Guðjónsdóttir UMSS.............63,2
4. Ingveldur Ingibergsdóttir UMSB...........64,5
5. Þuríður Ámadóttir UMSE...................68,1
6. HaUa HaUdórsdóttir UNÞ....................70,7
1500 m kvenna
1. BirgittaGuðjónsdóttir HSK..............5:11,9
2. Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE............5:15,4
3. Hjördís Ámadóttir UMSB.................5:18,3
4. Ásta Ásmundsdóttir KA..................5:18,4
5. Hulda Jónsdóttir UMSS..................5:53,5
100 m grind kvenna:
1. Sigríður Kjartansdóttir KA...............15,4
2. Hólmfríður Erlingsdóttir UMSE.............15,9
3. Hjördís Amadóttir UMSB...................17,8
110 m grind karla:
1. Hjörtur Gislason KA......................15,3
2. Þorsteinn Þórsson UMSS....................15,7
3. Jason ívarsson HSK.......................16,5
800 m karla:
1. Jón Diðriksson UMSB................... . 1:55,6
2. Steindór Helgason KA................. .. 2:01,1
3. Jón Aðalsteinsson UMSE.................2:09,5
Kringlukast kvenna:
1. Sigurlína Hreiðarsdóttir UMSE...........33,72
2. DýrfinnaTorfadóttir KA..................31,91
3. Elín Gunnarsdóttir HSK..................30,?3
Stangarstökk karla:
1. Þorsteinn Þórsson UMSS...................3,35
2. Ólafur Sigurðsson UMSE....................3,25
3. Jón S. Þórðarson KA......................3,25
200 m karla
1. Hjörtur Gíslason KA......................22,8
2. Gísli Sigurðsson UMSE....................23,4
3. Friðjón Bjarnason UMSB....................24,0
200 m kvenna:
1. Sigriður Kjartansdóttir KA...............25,7
2. Hólmfríður Erlendsd. UMSE................26,0
3. Ragnheiður Jónasdóttir HSK...............26,7
800mkvenna:
1. Sigríður Kjartansdóttir KA.............2:27,8
2. Birgitta Guðjónsdóttir HSK.............2:31,3
3. Hjördís Árnadóttir UMSB................2:35,9
5000 m karla:
1. SteindórTryggvason KA.................15:54,6
2. Bjöm Helgason UNÞ.....................17:00,2
3. Benedikt Bjömsson UMSE.................17:29,9
Hástökk kvenna:
1. María Guðjónsdóttir K A..................1,60
2. Ragnheiöur Karlsdóttir HSK.. v............1,50
3. íris Grönfeld UMSB...................... 1,45
Þrístökk
1. Rúnar VUhjálmsson UMSB..................13,46
2. Guðjón Nikulásson HSK...................13,41
3. Aðalsteinn Bernharðsson KA...............13,10
Kringlukast karla:
1. Vésteinn Hafsteinssón KA................46,67
2. Einar Vilhjálmsson UMSB.................41,45
3. Ásgrímur Kristófersson..................38,83
4x 100 m kvenna:
KA..........................................51,7
UMSB........................................53,1
HSK.........................................53,2
1000 m boðhlaup karía
KA........................................2:04,0
UMSB......................................2:07,1
HSK.......................................2:07,9
• Guðm. Svansson
Brynjólf ur þjálfar ÍR
Það hefur orðið að ráði hjá ÍR-ing-
um í handknattleiknum, að kunnasti
leikmaður liðsins, Brynjólfur Markús-
son, mun þjálfa 1. deildar lið félagsins
jafnframt þvi, sem hann leikur með
þvi. ÍR-ingar höfðu um tima von i að fá
júgóslavneskan þjálfara — en það mál
sigldi i strand. Þá kom Sigurbergur Sig-
steinsson, Fram, inn í myndina en
samningar við hann tókust ekki. Þá
var Brynjólfur ráðinn sem þjálfari.
Hann hefur um langt árabil leikið með
ÍR og verið aðalmarkaskorari liðsins
— leikið þrjá landsleiki.
Jón Oddsson, KA, — knattspyrnumaðurinn kunni i KR, sveiflar sér yfir 1.85 i hástökki.
DB-mynd GSV.
DB athugar hvenær liðin skora helzt
Þríðjungur markanna
á stundarfjórðungi!
I júlimánuði birtum við töflu yfir
hvenær liðin í 1. deildinni skoruðu
helzt. Þá var 8 umferðum lokið og í Ijós
kom að sum liðin virtust skora mun
meira á einum ákveðnum kafla leiksins
en öðrum. Nú er 15 umferðum lokið og
sú 16. hefst i kvöld. Okkur fannst því
við hæfi að birta töfluna á nýjan leik
og sjá hvaða breytingar helzt hefðu
orðið á markaskorun liðanna. Til að
koma í veg fyrir einhvern misskilning er
kynni að gægjast upp á yfirborðið skal
það tekið fram strax að allar þær tölur
sem eru i sviga eru eins og þær voru i
fyrri töflunni — þ.e. eftir 8 umferðir.
Tölurnar í neðstu röðinni sýna hversu
mörg mörk liðin hafa skorað.
Alls hafa verið gerð 211 mörk í þeim
75 leikjum er fram hafa farið og er
meðaltalið 2,81 mark pr. leik en var
2,75 eftir 8 umferðir. Þetta er nokkuð
hátt hlutfall miðað við önnur lönd og
er það vel. Án marka fást engir áhorf-
endur.
í fyrri töflunni var það einkennandi
hversu lítið Víkingur skoraði af mörk-
um í fyrri hálfleik. Þetta er enn meira
áberandi að 15 umferðum loknum en
liðið hefur aðeins skorað 5 mörk í fyrri
hálfleik á móti 18 í þeim síðari. Hrika-
legt misræmi þar. Þróttur hefur skorað
7 mörk í síðari hálfleik gegn 12 í þeim
fyrri og hefur hlutfallið aðeins lagazt
hjá þeim eins og glöggt má sjá á töfl-
unni.
Valsmenn skora mest á lokamínút-
unum og hafa 7 af 30 mörkum þeirra
komið á siðustu 10 mínútunum í leikj-
unum. Sýnir það glögglega að Vals-
menn eru í góðri þjálfun og hafa úthald
í fullar 90 minútur.
Víkingarnir skoruðu áberandi mikið
fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálf-
leik að 8 umferðum loknum og enn eru
þeir með hátt hlutfall. Þriðjungur
marka þeirra er skoraður á þessum
stundarfjórðungi.
Skiptingin á mörkunum á milli hálf-
leikja er þannig að 94 mörk hafa verið
skoruð í fyrri hálfleik (voru 49 eftir 8
umferðir) og 117 hafa verið skoruð í
þeim síðari (voru 61).
Taflan,ætti að öllu leyti að skýra sig
sjálf og vonum við að lesendur hafi
gaman af að skoða hana eins og reynd-
in varð með þá fyrri.
-SSV.
Mín. Akranes Fram Haukar < 14 Keflavík « 14 Valur Vestmanna- eyjar Víkingur tm 3 -O A
1.—15. 5(3) 4(1) 1(0) 1(1) 3(2) 1(1) 5(1) 2(0) 4(2) ' 3(3) — 29 (14)
16.—25. 1(0) 1(1) 0(0) 2(1) 0(0) 5(0) 4(1) 4(1) 1(0) 5(4) = 23 ( 8)
26.-35. 1(1) 2(1) 2(1) 3(2) 3(2) 4(3) 2(1) 2(2) 0(0) 4(3) = 23 (16)
36.-45. 3(0) 2(1) 2(2) 2(1) 1(1) 4(2) 2(1) 3(3) 0(0) 0(0) = 19 (11)
46.—60. 5(1) 3(3) 0(0) 6(1) 5(4) 4(1) 4(2) 6(3) 8(5) 2(1) = 43 (21)
61.—70. 3(2) 3(0) 0(0) 1(1) 1(1) 3(2) 3(2) 2(1) 4(1) 1(1) = 21 (11)
71.—80. 1(1) 2(2) 2(0) 1(1) 1(0) 1(1) 3(2) 4(1) 2(1) 1(0) = 18 ( 9)
81.—90. 5(3) 5(3) 3(3) 1(1) 5(3) 1(1) 7(3) 1(0) 4(2) 3(1) = 35 (20)
24 22 10 17 19 23 30 24 23 19 = 211(110)
Körfuboltalandsliðið
fer til Vestmannaeyja
Á morgun heldur landsliðið i körfu-
knattleik til Vestmannaeyja þar sem
dvalizt verður fram á sunnudag við æf-
ingar og keppni. Þeir leikmenn sem
fara með hópnum eru: Atli Arason,
Ármanni, Björn Jónsson, Símon Ólafs-
son og Þorvaldur Geirsson, allir úr
Fram, Kristinn Jörundsson og Kol-
beinn Kristinsson úr ÍR, Gisli Gíslason,
ÍS, Jón Sigurðsson, Birgir Guðbjörns-
son og Geir Þorsteinsson allir úr KR.
Gunnar Þorvarðarson, Guðsteinn Ingi-
marsson, Július Valgeirsson og Árni
Lárusson allir úr ÚMFN og Torfi
Magnússon, Kristján Ágústsson og
Ríkharður Hrafnkelsson allir úr Val.
Landsliðsþjálfari er sem kunnugt er
Einar Bollason en í fararstjórn verða
Steinn Sveinsson, Kristinn Stefánsson
og Agnar Friðríksson.
Alls munu á milli 40 og 50 manns
verða með í förinni til Eyja því margir
leikmanna nota tækifærið og taka
eiginkonurnar með sér. Ferðin verður
liður i undirbúningi landsliðsins fyrir
Polar Cup í Noregi næsta vor og svo
Evrópukeppni landsliða vorið 1981.
Ennfremur er fjöldi landsleikja á dag-
skrá.
Jafnframt æfingum landsliðsins
verður unglingum i Vestmannaeyjum
gefinn kostur á námskeiðum í körfu-
knattleik undir leiðsögn landsliðsþjálf-
arans og leikmanna landsliðsins. Nú
þegar hefur fjöldi unglinga lýst yfir
áhuga á að taka þátt í námskeiðinu og
búast má við að fleiri bætist í hópinn
áður en það hefst. Fyrsta námskeiðið
hefst á morgun kl. 17 í íþróttamiðstöð-
inni. Þátttökugjald er kr. 1000.
A laugardag verður síðan opinber
leikur á milli A-landsIiðs íslands og B-
landsliðsins styrktu af bandarískum
leikmönnum. Hefst sá leikur kl. 14 í
íþróttamiðstöðinni. Má gera ráð fyrir
að Eyjamenn noti þetta tækifæri til að
sjá alla beztu körfuknattleiksmenn
landsins í keppni í hinu glæsilega
íþróttahúsi. Forleikur að þessum leik er
keppni á milli unglinganna, sem tóku
þátt í námskeiðinu.
í hálfleik munu nokkrir valinkunnir
Eyjamenn reyna með sér í vítahittni og
imá þar nefna Pál Zóf., bæjarstjóra,
Sigga Reim brennukóng og Sigga Gúm
altmuligmand. Verða veitt verðlaun
fyrir beztu og lökustu hittni.
m