Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. Slysadeild Borgar- spítalans: Krístján Örn Frederiksen skrifar: Mig langar að leita upplýsinga um slysaþjónustu Borgarspítalans. Hvaða aðstoð veita læknar og hjúkr- unarfólk þar eftir kl. 8 e.h.? Ég kom þangað seint á sunnudags- kvöldið, eða kl. 22.40, og bað um að láta líta á fótinn á mér, sem ég hafði einhvern veginn laskað nokkrum dögum áður. Ég hafði hummað fram af mér að fara til læknis á þeim forsendum að þetta lagaðist með tím- anum. En þetta kvöld hafði ég tals- verð óþægindi í fætinum svo ég ákvað að fara. Er ég kom á Borgar- spítalann var ég spurður nafns o.s.frv. og hvað væri að mér. Síðan var mér vísað inn. Gekk ég fram hjá kaffistofu starfsfólks, þar sem hjúkr- unarlið sat að spiium. Sennilega hefur starfsfólkið ætlað að ljúka spil- inu áður, því ég beið í a.m.k. 5 mín- útur. Tekið skal fram, að enginn sjúklingur var þar fyrir að því mér sýndist. Dónalega svarað Hjúkrunarkona kom og spurði hvað að mér væri. Þegar ég svaraði henni, glotti hún og sagði að ég ætti að koma á „skikkanlegri” tíma með slík meiðsl. Ég brást reiður við og spurði hverju þetta sætti. En hún svaraði dónalega að ég skyldi koma að degi til og beinlínis bað mig að fara út. Ég sætti mig ekki við þessi málalok, svo hún sótti mann sem ég taldi vera lækni. Hann svaraði því sama og hjúkrunarkonan, þ.e. að ég skyldi koma daginn eftir, því að þeir hefðu ekki neitt starfsfólk á röntgen- deild ef slíks þyrfti með. Hann bætti því við að ef slíkt tilfelli kæmi, þá þyrfti að kalla viðkomandi menn út. Hvaða reglur gilda? Ég sá að þarna gæti ég engu um KJÓLA- SAGA R.S. skrifar: Mig langar til að koma smá versl- unarsögu á framfæri. Ég skrapp dag einn í verslun sem heitir Kjallarinn. Sé ég þar barnakjól sem ég kaupi á 2500 kr. Ég varð hissa þegar ég fer á flóa- markaðinn hjá Dýraverndunarfélag- inu og sé þar nákvæmlega eins kjól á 400 kr. Segi ég stúlkunni frá mínum kaupum og segir hún mér að maður nokkur hafi keypt marga kjóla og fengið sérstakan afslátt. Gæti það verið eigandi Kjallarans. Mér finnst það fullmikið að græða á kostnað fá- tæks félags sem fjármagnar sína starfsemi með þessum flóamarkaði. Ég vil benda fólki á að fara fyrst á flóamarkaðinn áður en það verslar annars staðar. Það gæti séð sömu vöruna margfalt ódýrari á flóamark- aðinum. Hringið ísímá HVERIIR NIÓTA ÞAR ADSTODAR? þokað og gekk út. Ákvað ég að > spyrja einhvern kunnugan lögum og reglum þessarar opinberu stofnunar i hvaða ástandi sjúklingur þarf að vera til að fá svokallaða þjónustu slysa- deildarinnar á þessum tíma sólar- hrings. Mér er kunnugt um að slysadeildin hefur látið fjölmargt gott af sér leiða og þar hefur áður verið gert að sárum mínum. En ég er ekki sáttur við þær viðtökur sem ég fékk þetta kvöld. Skiptir ef til vill máli hvaða starfsfólk er á vakt þarna? Eða eru þetta ein- hver lög sem mér er ekki kunnugt um? N „Hjúkrunarkonan sagði mér að koma á „skikkanlegri” tima með slík meiðsl.” Myndina tók Hörður á slysadeild Borgarspítala.- Gripið simann geriðgóð kaup 27022 milli kl. 13 og 15, eða skriftð Smáauglýsingar B1AÐ5IN5 Þverholtitl sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Spurning Hver verður íslands- meistari í knatt- spyrnu? Þórarínn Stefánsson, vinnur i bOa- leigu: Hver verður fslandsmeistarí? Auðvitað Valur. Ríkharður O. Rikharðsson nemi: Eg veit það nú ekki, ætli það verði ekki bara Valur. Sigurður Jónsson sjomaour: Valurneid ég, annars veit ég það ekki. Jónína Þórðardóttir húsmóðir: Liklega verður það Valur, annars fylgist ég ekkert með þessu. Öskar Sigurðsson nemi: Sennilega Valur, þeir eru næstbeztir. Víkingur er beztur. Jónas Ingi Ketilsson nemi Ég er á móti Völsurum en þeir eru nú samt líklegast- ir til að vinna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.