Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. ð 23 Útvarp Sjónvarp £> John Hurt og Colin Higgins i hlutverkum sínum i Nakinn opinber starfsmaður, sem sjónvarpið sýnir i kvöld. NAKINN, OPINBER STARFSMADUR—sjónvarp kl. 21,50: KYNVHUNGUR. REKUR SÖGU SINA —frájærogvelleikinmynd Sjónvarpið endursýnir í kvöld brezku sjónvarpsmyndina Nakinn, opinber starfsmaður. Myndin er sjálfs- ævisaga Quentins Crisps sem er nú á sextugsaldrinum. Crisps sá fram á það á unga aldri að hann væri kynvilltur og ákvað þegar í stað að láta alla fordóma lönd og leið og lifa samkvæmt eðli sínu. Foreldrar Crisps voru efnaðir, af efri miðstétt, eins og það kallaðist. Þeim var ger- samlega ómögulegt að skilja þessa hegðun sonar síns og fannst það af- káralegt þegarhanneyddi mestum hluta dagsins fyrir framan spegilinn til að reyna hinar ýmsu gerðir af augnskugg- um og varalitum. Þó svo að á þessum árum hafi kyn- villingar ekki verið viðurkenndir lét Crisps það ekki á sig fá heldur hélt fast við kenningu sina. Hann fékk ýmislegt að reyna og bjó með hinu og þessu fólki sem hvoru tveggja voru vinir hans og/eðaelskhugar. Myndin er frá 1975 og lýsir hún öðrum þræði, hverjar breytingar hafa orðið á þessum tíma á viðhorfum al- mennings til ýmissa minnihlutahópa, einkum kynvillinga. Þeir sem sáu þessa mynd 30. janúar 1978 þegar hún var sýnd, muna það ef- laust hversu góð myndin er, hreint og beint frábær sögðu margir eftir að hafa horft á hana. Þeir sem misstu af henni þá ættu því að nota tækifærið og sjá þessa mynd nú, því ekki er víst að ann- að tækifæri bjóðist. Myndin er mjög vel leikin og eins og áður er sagt hreint og beint frábær. Með aðalhlutverk í myndinni fer John Hurt. Leikstjóri er Jack Gold en handrit gerði Philip Mackie. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. - ELA ÍÞRÓTTIR—útvarp kl. 21,45: HVERJIR LÁTA SIG MBDSU ÍÞRÓTTAMANNA SKIPTA? „Staðan í þessum þætti er sú, að ég verð með viðtal við Ágúst Ásgeirsson, hlaupara og formann frjálsiþrótta- deildar ÍR. Hann lætur sig ekki muna um að skokka á hverjum degi í vinnuna niður í Mogga úr Breiðholtinu,” sagði Hermann Gunnarsson um íþróttaþátt sinn í kvöld í útvarpi. „Síðan ætla ég að minnast á loka- átökin í knattspyrnunni og fara ofan í nokkrar greinar eftir Pálma Frímanns- son héraðslækni. Hann er einni örfárra lækna sem láta sig skipta meiðsli íþróttamanna. Pálmi er sjálfur mikill íþróttaáhugamaður og koma greinar hans í kjölfar mikilla meiðsla á íþrótta- mönnum nú i sumar. Er skemmst að minnast þess að nú um síðustu helgi fótbrotnaði einn af betri knattspyrnu- mönnum okkar.” íþróttaþáttur Hermanns er á dagskrá í kvöld kl. 21.45 og er hann tuttugu mínútna langur. - ELA Frá bikarkeppni FRI, Agúst Ásgeirsson sigraði í 3000 m hindrunarhlaupi, hann er hér aö stinga fæti í vatnsgryfjuna. Á undan honum er Sigurður P. Sigmunds- son sem varð annar. Hermann Gunnars- son ræðir í kvöld við Ágúst Ásgeirsson. DB-mynd Bj.Bj. t-----------;----------------\ BARMÐHANSPETURS—sjónvarp M. 20,35: PÉVURGERIST FÓSTRI — ílokaþættinum, eftir að hafa reynt prentarastarf ,,í þessum þætti er Lena orðin stærri og Pétur hefur komið henni fyrir á dag- heimili. Sjálfur er hann kominn í vinnu sem prentaralærlingur. Foreldrar hans hafa fengið nýja íbúð og allt gengur vel hjá þeim,” sagði Dóra Hafsteinsdóttir, þýðandi myndarinnar um barnið hans Péturs. Sýndur verður í kvöld fjórði eg síðasti þáttur myndaflokksins sænska. Fyrir þá sem ekki hafa séð fyrstu þrjá þættina skal það segjast að Pétur og Maríanna sem eru 16 og 17 ára eign- ast barn saman. Foreldrar Maríönnu flytjast til höfuðborgarinnar frá sveita- þorpinu þar sem þau bjuggu og Marí- anna getur ekki tekið barnið með. Það verður því úr að Pétur verður að hafa barnið, sem er þó nokkrum erfið- leikum bundið fyrir hann. Móöir hans gerir allt til að koma barninu í fóstur en Pétur er ekki alveg á því og treystir engum fyrir barninu. Eitt kvöld er Pétur skreppur út með kunningjunum sendir móðir hans barnið til fósturforeldra. Pétur og skólafélagar hans gera þá verkfall og segjast ekki mæta í skólann aftur fyrr en Pétur fái barnið. Það verður því úr að Pétur fær barnið sitt aftur og barnavernd og félagsmálafulltrúar ákveða nú að hjálpa honum í stað þess að reyna að fá hann á þá skoðun að láta barnið. Pétur gat þvi í síðasta þætti skemmt sér áhyggjulaust með félögum sínum. Ekki kom það beint fram i síöasta þætti hvort foreldrar hans væru búnir að samþykkja að hafa barnið, en svo á það víst að vera. Enda kemur það fram í myndinni í kvuld. í kvöld tekur Maríanna upp á því að koma til að sjá barnið en Pétur er ekki ýkja hrifinn af því, þar sem það hittir svo á að hann á fri þann sama dag. Hafði hann hugsað sér að hafa Lenu einn. Síðar í þættinum kemur það svo fram að Pétri líkar prentarastarfið ekki nógu vel, en ákveður að gerast fóstri. Það er Peter Malmsjö sem fer með hlutverk Péturs. Myndin er þriggja stundarfjórðunga iöng. - ELA Pétur lætur skira Lenu og allir þorpsbúar mættu i kirkjuna til að forvitnast um þetta margumtalaða barn. V_______________________________________/ t---------------------------------------\ ístað bamsins hans Péturs: HÚS CARADUS- FJÖLSKYLDUNNAR brezkur myndaflokkur ísjö þáttum Þar sem þátturinn um Barnið hans Péturs er á enda i kvöld lék okkur for- vitni á að vita hvað kæmi i staðinn fyrir þann þátt. Hjá Birni Baldurssyni, dagskrárrit- ara sjónvarpsins, fengum við þær upp- lýsingar að brezkur myndaflokkur i sjö sjálfstæðum þáttum hæfi göngu sína næsta miðvikudag. Myndaflokkurinn nefnist House of Caradus og fjallar hann um Caradus fjölskylduna sem rekið hefur fyrirtæki, er starfrækir listmunauppboð, í hundrað ár. Nú er ný kynslóð að hefja reksturinn og kemst að raun um að fyrirtækið er yfirhlaðið skuldum. Þá kemur fráskilin kona til Helenar Caradus, einnar úr fjölskyldunni, og biður hana um að selja fyrir sig mjög verðmætan ættar- grip- Að sögn Björns er þetta meginefni þáttanna sem því miður hafa ekki hlot- iðíslenzktnafnennþá. -ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.