Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. 115 Síðu bolirnir geta verið kjóll á daginn en náttkjóll á næturnar. TIZKAN: VINSÆU RISINN t Bandarikjunum kallast siðu bolirnir sem svo mjög hafa verið vinsælir hér á landi „risinn”. Bolirnir eru stundum einlitir en oft eru þeir með myndum á, bæði af teikni- myndafigúrum eða jafnvel ávöxtum. Þeir sem hönnuðu fyrstir slika „risa” ætluðu sér að konur gengju f þeim á daginn við buxur en notuðu „risann” aftur á móti sem nátt- kjól á næturnar. Þý** — ELA BROOKE SHIELDS Brooke Shields, 14 ára amerísk kvik- myndastjarna, sem gerði nafn sitt frægt eftir leik í myndinni Pretty Baby var lögð inn á sjúkrahús í skyndi nú fyrir skömmu á Sidney. Brooke fékk mjög háan hita eftir að hafa veríð stungin af moskítóflugu. Þegar atburð- urinn átii sér stað var Brooke að leika f nýrri mynd Blue Lagoon sem tekin er i Ástralíu. SOFFIA ÁNÆGÐ Soffia Loren er ánægð með lífið þessa dagana. Hún hefur nefnilega fengið sönnun þess að brjóstin á henni eru verðmætari en bakhlutinn á Brig- itte Bardot. Spánskt fyrírtæki hefur nefnilega greitt Soffiu yfir tuttugu milljónum meira fyrir að mynda brjóst- in á henni en Bardot fékk fyrír að láta myndaásér rassinn. c Þjónusta c Önnur þjóhusta Mótahreinsivél Leigjum út mótahreinsivél okkar fyrst um sinn á nýjum og sérlega hagstæðum kjörum. ORKA HF., Síðumúla 32, sími 38000. I’lasf.os Bil’ PLASTPOKAR| O 82655 BYGGING APLAST PRENTUM AUGLÝSINGAR 00 Á PLASTPOKA 00 VERÐMERKIMIÐ/3 tR OG VÉLARI @ 8 26 55 [ HnsúM lif 630 PLASTPOKAR c Konur filma konur Pomme sit- ur fyrir hjá sambýlis- manni Suz- anne. Mónudagsmyndin EINS DAUÐI ER ANNARS BRAUÐ L'une chante, l'autre pas Leikstjórí og handrit: Agnes Varda Kvikmyndun: Chariio van Damme Frönsk 1976 Sýningarstaðun Mánudagsmynd Háskólabfós. í kjölfar kvennaárs fór að bera á því að hlutverk kvenna í kvikmynd- um tók miklum stakkaskiptum. Konur voru ekki lengur dæmigerðar kvenpersónur eins og húsmóðirin, þokkadísin eða tengdamamman, heldur fór að bera mefra á alvarlegri umfjöllun um stöðu konunnar í kariasamfélagi. Konur fóru i auknum mæli að leikstýra kvikmyndum og 'hafa flestar gert rnyndir sem fjalla um konuna á einn eða annan hátt. Það verður ekki iitið fram hjá þeirri staðreynd að margar þeirra eru meðal merkustu kvikmyndaleiksíjóra sem starfandi eru í heiminum í dag. Má þar nefna Veru Chytilovu frá Tékkóslóvakíu, Mörtu Medzaros, en íslenskum kvikmyndaáhugamönnum gafst tækifæri til að sjá eina mynd hennar, Ættleiðingu, á Kvikmynda- hátíð Listahátíðar í febrúar 1978 og væntanlega verður önnur mynd hennar, Níu mánuðir, tekin til sýn- inga í Fjalakettinum í vetur en hún hlaut silfurbjörninn á Berlinarhátíð- inni 1976. Af öðrum má nefna Larissu Shepitko, sem gerði myndina Seigla sem einnig var sýnd á Kvik- myndahátíðinni í Reykjavík 1978, en sú mynd hlaut gulibjörninn í Berlín 1977, Margrét von Trotta, Margrét Duras og siðast en ekki síst Agnes Varda sem er höfundur „Eins dauði er annars brauð”. Hún hefur gert fjölmargar myndir allt frá árinu 1957. Eins dauði er annars brauð Sögusvið myndarinnar er fyrst i París 1962. Þar greinir frá sambandi tveggja kvenna af ólíkum stéttum. önnur, Pomme, er 17 ára mennta- skólastúlka, hin, Suzanne æskuvin- kona hennar, er 22 ára húsmóðir sem býr með fátækum ljósmyndara. Þegar Suzanne verður ófrisk að þriðja barninu hleypur Pomme undir bagga með henni og borgar fyrir hana fóstureyðingu. Því henni er Ijóst að vinkona hennar getur ekki staðið undir því að eiga þriðja barnið. Litlu seinna fremur sambýlis- maður Suzanne sjálfsmorð og hún á ekki í annað hús að vendá en flytjast upp í sveit til foreldra sinna. Þannig skiljast leiðir þeirra. Þær sjást ekki aftur fyrr en eftir 10 ár en þá kemur Suzanne, sem starfar sem fjölskyldu- ráðgjafi, auga á Pomme þar sem hún syngur baráttuljóð i hópi fólks sem berst fyrir frjáisum fóstureyðingum. Kvik myndir Friðrik Þ. Friðriksson Þær skiptast á heimiiisföngum og halda síðan uppi bréfaskriftum. Pomme flyst til írans með írönskum manni, Dariusi, oggiftisthonum þar. Hún sér samt fljótt að hún á litla samleið með írönskum kynsystrum sínum sem hylja líkama sinn blæjum. Hún snýr aftur heim og tekur til við sína fyrri iðju, sönginn. Suzanne gift- ist fráskildum lækni en Pomme býr ein með dóttur sinni og Dariusar. í lok myndarinnar er eins konar eftirmáli, þar sem sett er fram sú von að saga þessara tveggja kvenna megi koma öðrum að gagni við að öðlast betra hlutskipti. Kvenfrelsi Eins dauði er annars brauð er í raun baráttumynd fyrir auknu kven- frelsi og sem slík nær hún eflaust til- gangi sínum. Það hefði verið tilvalið hjá Friðfinni bíóstjóra að hleypa ein- göngu konum inn á myndina eins og gert var þegar myndin var sýnd í Kaupmannahöfn. Varda leggur mikia áherslu á að konan afli sér aukinnar menntunar, slíkt sé forsenda fyrir auknu sjálf- stæði, eins og sagan af Suzanne sannar. Það er einnig góður punktur að etja saman frönsku og írönsku karlasamfélagi, sérstaklega í ljósi at- burðanna sem hafa átt sér stað í íran að undanförnu. En þar tóku konur virkan þátt i byltingunni gegn keisar- anum og munu einnig berjast gegn núverandi valdhöfum því þeir ku ekki beint hafa frjálslyndar skoðanir á jafnréttismálum. Myndin hefur þó nokkra galla og jaðrar oft á tiðum við það að vera væmin. Tæknilega er myndin mjög fullkomin og sérstak- lega kaflinn þar sem Suzanne fer upp í sveit með börnin. Þess má að lokum geta að allir textarnir sem Pomme syngur eru eftir Agnes Varda sjálfa. Þjónusta Þjónustal Tökum að okkur að hreinsa hús o. fl. með háþrýstídælu áður en málað er. Notum bæði vatn og sand. Önnumst alla aðra hliðstæða málningarþjónustu. Kristján Daðason málarameistari. Kvöldsfmi 73560. Viðtækjaþjónusta Margra ára viðurkennd þjónusta SKII»A SJÖNV’ARPS LOFTNET LOFTNET lísUn.k framlciðsla Fvrir lit og svart hvitt SJONVARPS YTÐGERÐIR SJONVARPSMISSTOÐIN SF. 'Stðumúta 2 Reykjavlk - Slmar 39090 - 39091 LOFTNETS VTÖGERÐIR /*v jÚtvarpsvirkja- meistari. Sjónvarpsviðgerðir í heimahúsum og á verkstæði, gerum við allar gerðir sjónvarpstækja, svarthvít sem lit. Sækjum tækin og: sendum. Sjónvarpsvirkinn Arnarbakka2 R. Verkst.sími 71640, opið 9—19, kvöld og helgar 71745 til 10 á kvöldin. Geymið augl. LOFTNET Trlax . . v . önnumst uppsetningar á útvarps- og sjónvarps loftnetum fyrir einbýlis-og fjölbýlishús. Fagmenn tryggja örugga vinnu og árs ábyrgð. MECO hf„ simi 27044, eftír kl.19 30225. Sjónvarpsviðgerðir Heima eöa á verkstædi. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, Bergstaðastræti 38. Dag-, kvöld- og helgarsimi 21940.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.