Dagblaðið - 29.08.1979, Side 8

Dagblaðið - 29.08.1979, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. Einn sá glæsilegasti sinnar tegundar Fiat 128 árgerö 1978 til sölu, gulur með ýmsum aukahlutum, ekinn 8000 km. Komið, skoðið, sannfsrízt Fiat sýningarsalur 85855 Davíð Sigurðsson Síðumúla 35 (37666) LADA-ÞJÓNUSTA OG ALMENNAR VÉLASTILLINGAR PANTIÐ TÍMA í SÍMA 76650 LYKILL? Bifreiöaverkstæði Simi 76680. Smifljuvagi 20 - Köp. Nýr umboðsmaður Dagblaðsins í Vopnafirði er Pálína Ásgeirsdóttir, Lónabraut 41, sími 97-3268. MMBIABIB ÖTSMA BA RNA FA TA VERZL UN Glæsibœ, Álfheimum 74 SKYNDUKYNDIR Vandaöar litmyndir í öll sklrteini. barna&fjölskyldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SiMI 12644 Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum í lagningu 8. áfanga hitaveitudreifikerfis. Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstofunnij Vestmannaeyjum og verkfræðistofunni Fjarhit-; un hf. Reykjavík gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. j Tilboð verða opnuð í ráðhúsinu Vestmannaeyj-1 um þriðjudaginn 4. september kl. 16. Stjórn veitustofnana Vestmannaeyjabæjar. JanMayen getíöí íslenzkum ritum: „Þá fannst Svalbarður” Jan Meyen, sem þá mun hafa verið kölluð Svalbarður, kemur talsvert við sögu í fornum íslenzkum heimildum. Sigurður Líndal prófessor hefur að beiðni Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál tekið saman nokkurt efni um þetta. Sigurður leggur áherzlu á, að þetta séu drög en ekki fullbúin samantekt. DB birtir hér meginhlutann af upplýsingunum, sem Sigurður Líndal tók saman. Sigurður Líndal óskar tekið fram, að fundur „Svalbarða” 1194 hafi verið alkunnug staðreynd meðal fræðimanna og m.a. verið getið í íslendingasögu Jóns Jóhannessonar, sem út kom 1956, og síðar i sögu íslands, I. bindi. Úr islenzkum forn-annálum við árið 1194. „Svalbarðs-fundur” (Resensann- áll, Höyersannáll, Konungsannáll, sbr. Oddaverjaannáll) „Svalbarði fundinn” (Skálholtsannáll). Úr Guðmundarsögu Arasonar. „Vigður Sverrir konungur undir kórónu. Þá fannst Svalbarður. Þá hafði Guðmundur Arason 13. vetur og 20.” Sagan er talin rituð á 13. eða í byrjun 14. aldar. „4 dægra haf norður" Úr Landnámabók. í Landnámabók, báðum helztu gerðum hennar, Sturlubók (kenndri við Sturlu lögmann Þórðarson d. 1284) og Hauksbók (kenndri við Hauk lögmann Erlendsson d. 1334) eru lýsingar á siglingaleiðum um Norður-Atlantshafið. Eru þar meðal annars greindar helztu fjarlægðir milli áfangastaða. Þar segir þetta um Svalbarða: Sturlubók 2. kap.: „Frá Reykja- nesi á sunnanverðu íslandi er 5 dægra haf til Jölduhlaups á írlandi ... 4 dægra haf norður til Svalbarða í Hafsbotn.” Hauksbók 2. kap.: „Frá Reykja- nesi á sunnanverðu íslandi er 3 dægra haf til Jölduhlaups á írlandi í suður, en frá Langanesi á norðanverðu íslandi er 4. dægra haf til Svalbarða norður í Hafsbotn en dægursigling er til óbyggða á Grænalandi úr Kol- beinsey i norður.” Ekki er fyllilega Ijóst, hvaða land Svalbarði er. Jón Jóhannesson taldi, að líklega væri átt við Jan Mayen, en aðrir hafa talið sennilegra, að landið væri austurströnd Grænlands, nánar tiltekið strandlengjan frá Angmags- salik til Scoresbyssunds eða einhver hluti hennar. Bendir til Jan Mayen Úr þessu er örðugt að skera, svo að óyggjandi sé, en mér virðist þó eftir- talin rök fremur benda til Jan Mayen: 1. í Hauksbók er greint á milli Svalbarða og Grænlands. 2. Jan Mayen virðist nær því að vera í norður frá Langanesi en sá hluti Grænlandsstrandar, sem lengst gengurí austur. 3. Eldfjallið mikla, Beerenberg (Bjarnarfjall), hefur varla farið fram hjá siglingamönnum, sem leið sína lögðu um norðurslóðir þessar, þótt þokur séu tíðar. 4. Þótt Svalbarð merki: hin kalda strönd, og það nafn eigi betur við Grænlandsströnd en eyju eins og Jan Mayen, verður að hafa í huga, að lengi framan af öldum hugsuðu menn sér, að Grænland væri áfast megin- landi Evrópu, þannig að land væri Sigurður Líndal prófessor. t'yrir norðan Norður-lshafið og það því landluktur flói, sbr. orðið hafs- botn. Hér hefur hafísinn m.a. villt um fyrir mönnum. 5. Til austurstrandar Grænlands hefur einatt verið torsiglt sakir hafíss. Hitt er svo annað mál, að visast hafa menn oft og iðulega ruglað þess- um löndum saman. ^ Þessar leiðalýsingar voru teknar nálega orðrétt upp í ýmis rit, svo sem í Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu, sem líklega er samin um 1300, og Grænlandslýsingu Norðmannsins ívars Bárðarsonar, sem talin er sett saman á síðari hluta 14. aldar. Var Ívar ráðsmaður á biskupsstólnum í Görðum á Grænlandi á árunum 1349—68, eða 1341—64. Ennfremur má nefna handritið AM 281 4'°, skrifað um 1680, þar sem leiðarlýsing þessi er skráð. „Tröll og óvættir" Úr Grönlandiu Arngríms lærða Jóns- sonar (d. 1648) í riti Arngríms lærða, Grönlandia, sem saman var sett um 1600, eigi síðar en 1606 og prentað í Skálholti 1688, segir svo: „En þann sæ, sem á milli er Fin- lands og Grænlands óbyggða, hafa sumir menn sund kallað, sumir fjörð. Og þó nokkrir af þeim seinni alda mönnum hafi kallað Finland hinig (þ.e. hinn veg) á móts við Grænlands óbyggðir, þá hafa vorir landar það Svalbarð nefnt, sem bert er af vorum fornfræðum, er svo segja: „Risaland liggur til norðurs af Austurveginum og þaðan til land- norðurs er það land er Jötunheimar heita og búa þar tröll og óvættir og þaðan til móts við Grænlands óbyggðir er það land er Svalbarð heitir og búa þar ýmsar þjóðir. Og þetta er að ætlan minni Grænlands deiling i þrjá hluti: Norðurhlutinn óbyggjandi. Miðhlutinn byggðan. En þann syðsta hlut af þeim grænlenzku óbyggðan. Hvað ef af sönnu skeikar leiðist ég gjarnan til þess efnis, sem sannara reynist.” Þessi frásögn er tekin úr Samsons sögu fagra, ævintýrasögu frá 14. eða 15. öld, 13. kap.: Um norðurlanda skipan, og má ætla, að hún geymi hugmyndir manna á Íslandi um þetta efni á 14. og 15. öld. Þórður Þorláks- son Skálholtsbiskup (d. 1697) tekur þessa klausu einnig upp í Grænlands- lýsingu þá, er hann ritaði 1669. Tekur hann fram, að gömul saga um Eng- lending, Samson að nafni, lýsi þannig hinum nyrztu svæðum Rússlands og Grænlands. Ljóst er, að Arngrímur Jónsson, sem skirskotar til fornrar vitneskju íslendinga, telur Svalbarða sérstakt land í hafinu milli Finnlands (Norður Noregs) og Grænlands, þótt hann vilji telja það byggt og hluta Græn- lands. Úr riti Jóns lærða Guðmundssonar (d. 1658). Um íslands aðskiljanlegar náttúrur. Ritið er líklega sett saman um miðja 17. öld og er lýsing á náttúru íslands. Þar segir, sem hér greinir: „Svo austur að Ægiseyjum, sem í hafinu liggja gagnvart Langanesi og Héraðsflóaparti; þær eru ekki mjög stórar. Á sama stryki þar fram undan í hafið liggur Ægisland, þeir gömlu kölluðu Svalbarð í Hafsbotni. Þangað eins langt og til Færeyja héðan . . . Fjöllin og hábjörg lands- ins (þ.e. Ægislands) horfa fram í það djúpa meginhaf, i millum Spitzbergs óbyggða, sem er Norðhvalaland, því kölluðu þeir gömlu það Svalbarð.” Hugmyndir Jóns lærða um lönd i norðurhöfum eru næsta ruglingsleg- ar, og skal ekki fjölyrt um, hversu skýra skuli, en vísað til útlistana Halldórs Hermannssonar. Þess má geta, að frá upphafi 17. aldar jukust mjög siglingar um norðurhöf og áttu þar m.a. hlut að máli Hollendingar, Englendingar, Spánverjar (Baskar) og Frakkar. Má telja líklegt að mis- jafnlega áreiðanleg tíðindi úr þessum siglingum hafi orðið tilefni frásagnar Jóns af Ægisleyjum og Ægislandi. En honum er þó ljóst, að til er Svalbarði í hafsbotni. nciiu1'*' 'Xnnrpu, ‘,04 finiuij V. orömenn tilbúnir til viðræóna—Hætta veiðtm á laugardag: JfRYDENLUND VILL ÍÍ'íAl-JUflKUR -V- —þarsem ennsé „hitlí monnum frestað þ* *n,un •nenn Z* *,*fndinf» ,« r*ðh«"»ni Viw \\ ZKSÍTÍítx lnfncmu\

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.