Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. Ofsafellibylur um Karabíska hafið Ofsalegur fellibylur fer nú um austurhluta Karabíska hafsins og er óttazt að hann eigi eftir að valda miklu tjóni. Fellibylurinn er nefndur Davíð og er hann taiinn sá sterkasti sem gengið hefur yfir þennan heimshluta í hundraðár. Náðu sér í 1,5 milljarða af ellilífeyrinum Fimm vopnaðir karlar og ein kona réðust i gær inn í skrifstofu sem greiðir út ellilífeyri í bænum Conde sur L’escaut í Frakklandi og komust á brott með fimmtán milljónir franka eða jafnvirði nærri 1,5 milljarða íslenzkra króna. Kúba: Leiðtogarhlut- lausra deila um hveráaðsitfa fyrirKampútseu Leiðtogar hinna svoneinJu hlutlausu ríkja flykkjast til Kúbu en þar hefst ráðstefna þeirra í næstu viku. Talið er vist að mikil deila eigi eftir að verða um hver eigi að vera fulltrúi Kapútseu á ráðstefnunni. Er þar annaðhvort um að ræða Pol Pot, sem nú berst með skæru- liðum sínum gegn rikjandi stjórn, eða Heng Samrin. Washington: Hamilton Jordan sak- aður um kókaínneyzlu —eigendur Studio 54 diskóteksins aðeins að reyna að bjarga sér út úr skattsvikamáli með fölskum ásökunum á hendur starfsmannastjóra Hvfta hússins segir Iblaðaf ulltrúi Hvíta hússins Maður einn sem segist hafa heyrt Hamilton Jordan, starfsmannastjóra Hvíta hússins í Washington, spyrja um hvar hann gæti komizt i kókain, hefur unnið eið að þessum framburði sínum fyrir fulltrúum bandarísku al- ríkislögreglunnar. Jordan á að sögn mannsins að hafa látið þessi orð falla innan dyra í hinu fræga diskóteki Stúdíó 54 í New York. Starfsmannastjórinn hefur neitað þessum ásökunum en þær eru bornar fram af ráðgjafa i almenningstengsl- um, Barry Landau, sem hefur skrif- stofur sinar í New York. Jody Powell, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hefur sagt að ásakanir þessar væru aðeins enn eitt dæmið um sams konar ásakanir á hendur Hamilton Jordan, sem að sjálfsögðu ættu ekki við nein rök aðstyðjast. Blaðafulltrúinn hefur látið þess getið að líklegasta ástæðan fyrir þess- um ásökunum á hendur Jordan væri að eigendur Stúdió 54 vildu reyna að skapa sér möguleika á að geta samið um niðurfellingu á ákærum á hendur þeim um skattsvik. Ákæra Landau var afhent alríkis- lögreglunni bandarísku í morgun. Erlendar fréttir Nær hún að sögn yfir 34 blaðsíður. Lögmaður hans neitaði að segja nokkuð um innihald þeirra en stað- festi að fregnir þær sem birzt hefðu í fjölmiðlum um það væru réttar. Ásakanir á hendur Hamilton Jordan um kókaínneyzlu komu fyrst frá tveim lögmönnum eigenda Stúdíó 54 er þeir voru að bera á móti ákær- um á hendur þeim um skattsvik. New York blaðið New York Post segir að almenningstengslamaðurinn Landau hafi ákveöið að koma með ásakanir sínar fram i dagsljósiö, þegar annar lögmanna eigenda Stúdíó 54 var kallaður lygari vegna ásakana hans á hendur Jordan. Landau segist hafa setið með Jordan niðri í kjallara Stúdíó 54, þegar sá síðarnefndi hafi sagt „Hvar er hægt að fá kókaín?” Þá segist Landau hafa svarað að hann yrði að leita fyrir sér hjá öðrum því hann tetti ekki efnið og notaði það ekki. Að sögn Landau fór Jordan þá á brott. Skömmu síðar segist annar lögmanna eigenda Stúdíó 54 hafa séð hann taka kókaín. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur áður lent í máli þar sem sterkur orðrómur var um að starfsmenn hans hefðu neytt fikniefna og þá í Hvíta húsinu sjálfu. Hamilton Jordan hefur nokkrum sinnum vakið athygli fyrir hegðun í samkvæmislífinu, sem ekki þykir sæma starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hamilton Jordan er nýtekinn við embætti starfsmannastjóra Hvita hússins. -i- Dömur athugið! Námskeið hefjast 3. sept. Leikfimi: Dag- og kvöldtímar, 2svar og 4 sinnum í viku. Sturtur, sauna, ljós og sápa, sjampó, olíur, kaffi innifaliðí verði. Vigtað fyrir hvern tíma og sér eftir pöntun- um. 10 tíma nuddkúrar án leikfimi. Innrítun í síma 42360 og 40935. Þjálfari Svava. Sími 41569. epa Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 HESTHÚSEIGENDUR! Óska eftir að taka á leigu ca 10 hesta hús á Reykja- víkursvœðinu. Góðri um- gengni heitið. Vinsamlega hringið í síma 16881 næstu kvöld. Verkamenn óskast strax í handlang hjá múrurum. Uppl. á skrifstofu félagsins að Hamraborg 1,3. hæð. Sími 44906. Byggung Kópavogi Frá Menntaskólanum Hamrahlíð Nýnemar komi til viðtals föstudaginn 31. ágúst kl. 10. Kennarafundur sama dag kl. 14. Skólasetning laugardaginn 1. september kl. 10, stundaskrá af- hent að henni lokinni. Kennsla hefst 3. septem- ber samkv. stundaskrá í dagskóla og öldunga- deild. BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.