Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 24
f Patreksfjörður: Bað um varðskip til að taka ölvaðan ökumann • Sýslumannsembættið á Patreks- firði neyddist til þess í síðustu viku að fá varðskip til að leita að drukknum manni sem talinn var hafa framið lögbrot. Fannst maðurinn sofandi í báti, tuttugu milur frá landi. Forsagan var sú að maður þessi — sjómaður — hafði ekið bU sínum ölv- ' ........................— aður um götur Patreksfjarðarkaup- túns, velt btlnum og eyðilagt girð- ingu. Þar skildi hann bílinn eftir og stakk af út á sjó með félögum sínum ábátnum. Patreksfjarðarlögreglan leitaði góða stund að manninum í kauptún- inu en allt kom fyrir ekki unz kom í ljós hvernig í pottinn var búið. Full- trúi sýslumanns óskaði þá eftir því að varðskip færi á móti bátnum. Þar um borð, 20 milur frá landi, var söku- dólgurinn og aðrir skipverjar stein- sofandi. Þröstur Sigtryggsson, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, staðfesti þetta i samtali við DB í gær. Lögreglan á Patreksfirði kannaðist ekkert við málið er DB leitaði þangað i gær og sýslufulltrúinn vildi ekkert láta eftir sér hafa um það. -ELA. HANS HATIGN A HRAÐFERÐ Það var mikill flýtir á hans hátign Karli Bretaprins þegar hann kom á Egilsstaðaflugvöll í gærmorgun eftir árangursríkar veiðar í Hofsá. Prinsinn hélt heimleiðis tveimur dögum fyrr en áætlað var vegna morðsins á Mount- batten lávarði, frænda hans, sem hann hafði mikið dálæti á. Lögreghtbíll flutti prinsinn og fylgd- armenn hans á flugvöllinn og fylgdi annar bíll á eftir. Prinsinn stökk út úr bílnum og hljóp rakleiðis upp í einka- þotu konungsfjölskyldunnar, en sneri skyndilega við og kvaddi lögreglu- mennina með handabandi. Hann hljóp síðan aftur upp í vélina og fór ekki framhjá þeim, sem stóðu álengdar og horfðu á, að hans hátign var brýnt nauðsynjamál að sinna kalli náttúrunn- ar. — Prinsinn hafði fengið fjörutíu laxa í Hofsá og var hver og einn þeirra pakkaður inn í bastkörfu. -ÓV/DB-mynd Arni Páll. Ennjafnt hjálóni L. Jón L. Árnason gerði jafntefii við pólska stórmeistarann Schmidt i 3. umferð alþjóðlega skákmótsins í Slupsk i Póllandi í gær. Tefld var benóní-vörn og bauð Pólverjinn fljótlega jafn- tefli en Jón hafnaði. Siðan urðu mikil uppskipti og leystist skákin þá fljótlega upp í jafntefii. Að loknum 3 umferðum hefur Jón 1,5 vinning, Hann hefur gert jafntefli í öllum skákum sínum. í 1. umfcrð gerði hann jafntefli við búlgarska stórmeistarann Spiri- donov og í 2. umferð jafntefli við alþjóðlega meistarann Doda frá Póllandi. Pólverjinn Burgovski, sem er eini titillausi keppandi mótsins hefur óvænt forystu. Hann hefur hlotið 2 vinninga úr 2 skákum, einu sinni setið yfir. Meðal keppenda á mótinu eru stórmeistararnir Timochenko, Sovétrikjunum, og Bilek, Ung- verjalandi. Það var ranghermt i DB i gær, að Weslerinen frá Finnlandi væri meðal keppenda. Hann hætti við þátttöku á síðustu stundu. -GAJ- Benedikt vill láta veiða 125 þús. tonn við Jan Mayen „HEFUR EKKERT VERIÐ RÆTT’ — segja menn ívidræðu- og landhelgisnefnd „Við höfum ekkert rætt þetta,” sagði Einar Ágústsson alþingismaður i morgun um tillögur Benedikts Gröndal utanríkisráðherra um, að ís- lendingar veiði jafnmikið af loðnu við Jan Mayen nú og Norðmenn hafa gert. Benedikt nefndi 125 þúsund tonn. Þetta kom fram á fundi Bene- dikts með norskum blaðamönnum, sem íslenzkum blaðamönnum var ekki boðið til. „Það er ekkert á móti því, að okkar menn veiði við Jan Mayen,” sagði Einar, „en við höfðum reiknað með að loðnan veiddist á venjulegum slóðum.” Einar taldi að viðræðurnar við Norðmenn yrðu ekki fyrr en um 20. október. „Við eigum að standa saman í þessu og ekki deila um, hver sé mestur karl,” sagði Einar. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt,” sagði Sighvatur Björgvinsson alþing- ismaður í morgun um tillögur Bene- dikts. „Þetta kæmi til skoðunar,” sagði hann en taldi einfalt að svara Norðmönnum með öðrum hætti. Taka mætti af þeim leyfið til að veiða 5000 tonn af bolfiski á íslands- miðum. Þar væri um verðmætari fisk að ræða og gætu 5000 tonnin komið á móti þeim 40 þúsund tonnum af loðnu, sem Norðmenn hefðu farið fram úr „heiðursmannasamkomu- lagi” um loðnuveiðina. Ólafur Ragnar Grimsson alþingis- maður sagði í morgun, að það væri eftir öðru, að Benedikt Gröndal segði Norðmönnum fyrst hug sinn. Sighvatur og Einar voru spurðir, hvort það kæmi ekki bara niður á öðrum loðnuveiðum okkar, ef afiinn yrði aukinn við Jan Mayen og við þyrftum að draga úr þeim að sama skapi. Þeir töldu vafa á því. Ólafur Ragnar og Einar eiga sæti í viðræðu- nefndinni við Norðmenn og Sighvat- ur í landhelgisnefnd. Ekki tókst í morgun að ná tali af utanríkisráð- herra. -HH. frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST. Bamaársskákmótið: Karl Þorsteins orðinn efstur Karl Þorsteins, hinn 14 ára gamli skákmaður úr Taflfélagi Reykjavíkur, hefur nú tekið forystuna á barnaárs- skákmótinu í Puerto Rico. Hann hefur hlotið 5,5 vinninga úr 7 skákum. Jafn honum að vinningum er Adianti, Indónesíu. Keppendur eru 24 frá 20 þjóðum á aldrinum 12—15 ára og verða tefldar 9 umferðir. -GAJ- Loðnubátamir: KR0PPVIÐ JAN MAYEN Dræm loðnuveiði hefur verið það sem af er vertíðinni að undanskildum tveim fyrstu sólarhringunum. Aflinn losar þó 30 þúsund tonn. Bátarnir leita viða fyrir sér þessa dagana og allt norður til Jan Mayen, þar sem tveir fengu fullfermi i gær og tveir eftir mið- nætti. Þar er nú einn bátur eftir. En þess ber að geta að bátar þessir eru búnir að vera þarna í nokkra daga án árangurs þar til í gær, og geysilegur tími fer í siglingar. -GS. Nýi sparisjóðurinn: Átak heitir hann ,,Þá hefur þetta skref verið stigið og þá er að búa sig undir það næsta,” sagði Hilmar Helgason formaður SÁÁ, um stofnfund sparisjóðsins Átaks, sem haldinn var í gærkvöldi. Hann sagði að fljótlega yrði tögð fram umsókn um leyfi til að reka sparisjóðinn til við- skipta- og bankamálaráðherra, Svavars Gestssonar. í aðalstjórn Átaks voru þessir kjörn- ir: Albert Guðmundsson, Hilmar Helgason og Guðmundur J. Guðmundsson. í varastjórn: Ewald Berndsen, Jóhanna Sigurðardóttir og GuðmundurG. Þórarinsson. Borgarstjórn verður formlega til- kynnt um stofnunina. Jafnframt verður þess farið á leit, að hún tilnefni tvo menn í stjórnina samkvæmt lögum. Þá leggur borgarstjórn og til endur- skoðanda. Stofnfélagar voru 240. Yfirlýstur til- gangur sparisjóðsins utan almennrar bankastarfsemi er sá að leggja lið í bar- áttunni við áfengisbölið. Ráð er og gert fyrir sérstakri ráðgjafarstarfsemi. BS. Margeir annar íLondon Margeir Pétursson teflir um þessar mundir á skákmótinu Lloyds Bank Masters í London. Að loknum 6 umferðum er Margeir í 2.-5. sæti með 4,5 vinninga. Bretinn Botterill er efstur með 5 vinninga. Meðal keppenda eru stórmeistararnir Balinas, Filippseyjum og Westerinen, Finnlandi. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.