Dagblaðið - 14.09.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
..... - - '
Ný lög um tryggingar erlendis að engu höfð:
Tryggingar Skeljungs og
Eimskips eríendis lögbrot?
Tryggingaeftiríitið kannast ekki við að hafa gefið samþykki sitt til sliks
Tignir gestir í heimsókn:
Myndfælinn prins og
vélbyssuvarinn kóngur
— Nepalkonungur gisti eina nótt, olíuprins í þrjár vikur
„Þetta þarf náttúrlega að kanna
úr því að þetta hefur komið í ljós.
Ég hlýt því að hafa samband við
þessa aðila til að reyna að framfylgja
þessu einkennilega lagaákvæði,”
sagði Erlendur Lárusson, for-
stöðumaður Tryggingaeftirlits, er
Dagblaðið hafði samband við hann á
dögunum eftir að hann hafði fengið
staðfest, að Olíufélagið Skeljungur
og Eimskipafélag íslands hafa
tryggingar sínar, a.m.k. að hluta til,
erlendis.
Erlendur hafði áður lýst þvi yfir í
samtali er birtist i DB, að enginn
íslenzkur aðili hefði fengið leyfi til
slikra trygginga erlendis. Sagði hann
þá, að ef eitthvað væri um slíkar
tryggingar væri það á ská við nýsett
lög um þetta efni. Lög þessi tóku
gildi sl. vor, og fela þau í sér, að
islenzkum aðilum er óheimilt að
tryggja erlendis, nema að fengnu
leyfi ráðherra, sem áður hafi leitað
umsagnar Tryggingaeftirlitsins.
Ákvæðið um umsögn Trygginga-
eftirlitsins um ráðherraleyfi til
trygginga erlendis var sett i nýju
lögin á síðustu stundu lagasetning-
arinnar í vor. Var Erlendur, for-
stöðumaður Tryggingaeftirlitsins,
andvígur ákvæðinu og gerði
tilraunir til að fá breytingar, en fékk
ekki áheyrn hjá þingnefnd, sem um
frumvarpið fjallaði.
Skeljungur og
Eimskip tryggja
erlendis
„Við höfum tryggt erlendis og
gerum það enn að nokkrum hluta,”
sagði lndriði Pálsson, forstjóri
Olíufélagsins Skeljungs, er DB spurði
hann hvort Skeljungur sækti
tryggingar sínar að einhverju leyti til
útlanda. „Ég vil hins vegar taka það
fram, að við höfum engar tryggingar
erlendis, nema þær sem við höfum
ieyfi fyrir,” sagði Indriði.
,,Við höfum alltaf tryggt erlendis.
Áður gerðum við það fyrir
milligöngu íslenzkra aðila, en nú
förum við beint út með
tryggingarnar,” sagði Bragi Kr.
Vandi Tryggingastof nunar leystur
á elleftu stundu:
Tveir tignir gestir komu til landsins
á meðan á blaðaleysinu stóð,
konungur Nepal, Birendra Bir
Bikram, ásamt drottningu sinni, Sah
Deva, og Faisal prins af Saudi
Arabiu. — Prinsinn er hér reyndar
enn með eiginkonu, fjórum börnum
og fríðu föruneyti. — Verður hann
hér til 20. september.
Konungur Nepals hafði hér sólar-
hringsviðdvöl á leið sinni frá
ráðstefnu frjálsra og óháðra ríkja á
Kúbu. Var hann í einkaþotu. í fylgd-
arliði konungs voru bæði sendiherra
Nepals i London og utanríkis-
ráðherra landsins, auk þess sem vél-
byssuvopnaðir lifverðir gættu
konungsins. Gisti konungurinn á
Hótel Sögu eina nótt.
Konungur skoðaði Þjóðminja-
safnið á meðan hann stóð hér við og
snæddi hádegisverð í boði forseta
ísljnds að Bessastöðum. Nepal
konungur er þrjátíu og fjögurra ára
gamall og tók við völdum árið 1972.
Myndfælinn prins
Faisal prins er ákaflega myndavéla-
fælinn af prinsi að vera og vill helzt
hafa sem minnst samskipti við
blaðamenn. Er hann þakklátur fyrir
að fá að vera óáreittur og að sögn
hefur það tekizt mjög vel. Prinsinn
snæðir flestar máltíðir í matsal
Hótels Loftleiða, án þess að nokkur
veiti honum athygli fram yfir aðra
hótelgesti. í fylgdarliði prinsins eru
fjögur ung börn hans, auk þess sem
einkaritarinn og eiginkona hans eru
með tvö börn sín meðferðis.
Prinsinn og föruneyti hans hafa
ferðazt um nágrenni höfuðborgar-
Guðmundsson hjá Eimskipafélagi
islands.
„Það hefur komið fram, að þessir
aðilar treysta sér ekki til að fylgjast
með þessum málum,” sagði Bragi er
DB spurði hann, hvort Eimskip hefði
tilskilin leyfi fyrir þessum
tryggingum. „Þessum lögum hefur
því ekki verið framfylgt. Þeir voru þó
látnir vita, hvemig málin voru,”
sagði Bragi.
-GAJ/A.St.
Magnús hót-
Shah Deva drottning og maður hennar, Birendra Bir Bikram, konungur i Nepal
heimsóttu Þjóðminjasafnið i sólarhringsviðdvöl sinni á tslandi.
innar, farið til Vestmannaeyja og
rennt fyrir lax. — Þá hcfur prinsinn
verzlað í verzlunum höfuðstaðarins.
Ekki er okkur kunnugt um önnur
innkaup hans en gallabuxur er hann
keypti daginn sem blm. og Ijósmynd-
ari DB sátu fyrir honum á Lauga-
veginum. Þegar prinsinn kom auga á
ljósmyndarann, eða öllu heldur þegar
hann heyrði er smellt var af, stökk
lifvörðurinn fram fyrir myndavélina
og prinsinn skaust á bak við húshorn.
Faisal hefur að sögn unað sér vel á
íslandi og m.a. fréttist af honum á
diskótekinu Hollywood eitt kvöldið í
vikunni sem leið, þar sem hann vii
skemmta sér hið bezta.
-A.Bj.
aði afsögn
„Ég tilkynnti að ég myndi segja af
mér ef vandi tryggingastofnunar yrði
ekki leystur þegar í stað. Enda tel ég
að stjórninni sé ekki stætt á því að
standa ekki við lögbundnar skuld-'
bindingar sínar,” sagði Magnús H.
Magnússon félagmálaráðherra i
samtali við DB. Peningaleysi
Tryggingastofnunar ríkisins hefur
verið í brennidepli i umræðum
stjórnarflokkanna um efnahagsmál
undanfarið. Stofnunina skorti stóra
upphæð til að standa við skuld-
bindingar sinar. Félagsmálaráðherra
þótti hægt ganga að bjarga málum í
rikisstjórninni. Hann tilkynnti Ólafi
Jóhannesyni að hann myndi ganga úr
rikisstjórnarstólnum ef ekki yrði
gengið í málið strax. Sú hótun virðist
hafa hrifið þvi á mánudaginn lá fyrir
loforð Tómasar fjármálaráðherra
um þá upphæð sem skorti.
Heildarupphæð greiðslna
Tryggingastofnunar í september til
lífeyrisþega, sjúkrasamlaga, lækna o.
fl. var 3 milljarðar. Bótagreiðslur
voru orðnar á eftir áætlun, þar sem
fjármálaráðherra tók ákvörðun um
að stöðva bótagreiðslur Trygginga-
stofnunar. Tilgangurinn mun hafa
verið sá að knýja ráðherra hinna
flokkanna til að finna lausn á fjár-
hagsvanda stofnunarinnar. Ráðherr-
ar Alþýðuflokksins börðu þá i borð
og sögðust ekki til viðræðu um eitt
eða neitt til úrbóta á vandræðum
ríkissjóðs. Afsagnarhótun Magnúsar
H. Magnússonar þrýsti enn á um
skyndifjárveitingu til Trygginga-
stofnunar. -ARH.
Féll í tröppum
oglétlífið
Fjörutiu og níu ára gömul kona,
Guðrún Marelsdóttir, Njarðargötu
43, lézt i Borgarspitalanum aðfarar-
nótt sl. laugardags. Hún hafði
skömmu áður fallið aftur yfir sig i
tröppum við hús á Þórsgötu.
Það var um miðnætti á föstudag
þegar Guðrún var ásamt fleiri konum
að yfirgefa hús vinkonu sinnar að
slysið varð. í fallinu höfuðkúpu-
brotnaði Guðrún. Var hún flutt i
Borgarspítalann en lézt þar skömmu
síðar.
-ASt.
Vika £ komu f lóttaf ólksins
Nú styttist óðum í komu flótta-
fólksins frá Víetnam hingað til lands,
en það mun koma hingað þann 20.
september. Rauði krossinn hefur keypt
húsið Meistaravelli fyrir flótta-
mennina, en það hús stendur við
Kaplaskjólsveg.
Sr. Sigurður H. Guðmundsson,
sóknarprestur í Hafnarfirði, sagði i
samtali við DB að Rauði krossinn hefði
keypt húsið i þeim einum tilgangi að
eiga það í eitt ár eða þangað til fólkið
er komið í eigið húsnæði. Húsið er 90
fermetrar að flatarmáli og 3 hæðir.
Það þarfnast smávægilegrar lagfæring-
ar, en að sögn Sigurðar verður það ekk-
ert afgerandi, sem gert verður við húsið
fyrir komu fólksins.
Húsið kostaði 30 milljónir, að sögn
Sigurðar. Aðspurður um hvernig
söfnun á fatnaði og húsgögnum hefði
gengið, sagði Sigurður: „Söfnun á
fatnaði hefur gengið mjög vel eins og
við bjuggumst við en ennþá vantar
okkur eitthvað af heimilistækjum og
húsgögnum. Við höfum fengið þó
nokkuð af húsbúnaði, en það vantar
ennþá nokkurstykki inn í.”
Nú er það víst að flóttamennirnir
verða 34. Þar af eru þrjár sjö manna
fjölskyldur, ein fimm manna fjöl-
skylda, fjögur systkin, þar sem elzti
bróðirinn er 23 ára, og fjórir
einstaklingar, þar af einn túlkur sem
verður hér aðeins eitt ár.
Nú er unnið af fullum krafti við aö
lagfæra hús flóttamannanna og er það
allt gert i sjálfboðavinnu að sögn
Sigurðar. Verður því allt orðið eins og
bezt verður á kosið nk. fimmtudag er
llóttafólkið flvtur inn.
-EI.A.
Unmð að sundurgreiningu fatnaðar, sem gefinn hefur verið til flóttamannanna þrjátiu.
DB-mynd: Hörður.