Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
LADA-ÞJÓNUSTA OG
ALMENNAR VÉLASTILLINGAR
PANTIÐ TÍMA í SIMA
76650
LYKILU
Bifreiðaverkstæöi
Simi 76660. Smiðjuvsgi 20 - Köp.
Atii Rúnar
Halldórsson
FjörugtmannlífíTungnaréttum:
„Vertu kátur
og fáðu þér
einn Jónka
röltara”
—sum lömbin reyndust„helvrtis
kettlingar"
„Það er nú aldeilis ekki amalegt að
rétta í svona blíðu," gæti þessi aldni
heiðursmaður verið að segja.
DB-myndir RagnarTh. Sigurðsson
eftir koma, þegar fegursta lamb endar
sem sviðahaus, gæra, kótelettur, læris-
sneiðar, hryggur og ég veit ekki hvað.
Bændur stungu saman nefjum um
holdafar lambanna eftir sumarveruna á
fjallinu. Ófá lömb urðu fyrir klipi í
hrygginn til að rannsaka líkamlegt
ástand þeirra. „Helvítis kettlingur er
þetta,” var athugasemdin um eitt
lambið. „Þetta er alveg rígvænt,
maður,” heyrðist annars staðar. í
„Já, hafðu hann bara nógu stóran!”
Vaskir sveinar ruddust inn í urrandi
kösina, tóku í skott og hnakkadramb
og hentu áflogahundtim í allar áttir.
Ríkti eftir það friðurí Tungnaréttum.
Kvenfélagskonur önnuðust vel þegna
þjónustustarfsemi við réttargesti. Þær
seldu gosdrykki, sælgæti og pulsur með
tómat, steiktum lauk og álagningu úr
heildina þóttu lömbin i meðallagi væn.
Þegar líða tók á daginn og fé fækk-
aði í almenningnum, fjölgaði fleygum á
lofti og kæti manna óx. Hefðbundnir
réttarslagarar voru sungnir fullum
hálsi: „Og siðan ætl’ég að sofa hjá þér,
María, María . . .” Hún María þarf
sko ekki að kviða einverunni. Eins og
menn syngja til hennar á mannamót-
um! Ungmenni úr Reykjavík slöngruðu
fram og aftur um réttina og kyrjuðu
„Hafið bláa hafið”. Það hljómaði eins
og skrattinn úr sauðarleggnum á réttar-
degi í uppsveitum Árnessýslu. „Ósköp
er að sjá hvernig unglingarnir geta hag-
að sér,” sagði kona og hristi mæðulega
höfuð yfir ungdómnum.
Hundarnjr áttu daginn á tímabili.
Heil hundahersing lenti i blóðugum
slagsmálum við réttarvegginn. Voru
hvergi spöruð bit og glefsur, þrátt fyrir
hróp og formælingar viðstaddra.
Ótrúlegustu aðferðum var beitt við að
draga féð í dilka.
hjólhýsi og tjaldi. „Djöfuls okur er
þetta,” tautaði kona ein sem sneri frá
sölugatinu pulsulaus.
„Þú kemur á ballið í kvöld,” sagði
einn við aldinn höfðingja við réttar-
vegginn. „Fáðu þér snafs og svo kem-
urðu á ballið!” „Æi, nei.” Gamla
manninum leizt betur á hugmyndina
um snafsinn en ballið. „Ég hef aldrei á
ball komið og fer varla að byrja á því
núna . . .” En viðmælandinn var al-
deilis ekki á því að gefast upp. Hann
var enn að sannfæra gamla manninn
um nauðsyn ballferðarinnar, þegar
undirritaður yfirgaf staðinn í blikk-
belju Ragga ljósmyndara. Já, svona er
mannlífið í réttum. Ljómandi var þetta
gaman.
- ARH
Hundar slógust og héngu saman á
kjöftunum tímunum saman. Þessi
beitti fangbrögðum í slagsmálunum.
Annað er það nú ekki sem fram fer á
myndinni. Annars hefðum við bannað
hana innan 16.
„Blessaður, vinur, bara mættur i
réttirnar! Ja, þó nú væri. Hana, fáðu
þér einn og vertu kátur. Já, manni
blöskrar ekki að bjóða upp á Jónka
röltara á svona dögum. Svona, þér er
alveg óhætt að koma við þetta!” Og
vinurinn fékk sér einn og annan — og
var kátur. Raunar voru allir kátir.
Enda réttardagur í Biskupstungum,
fyrstu réttir haustsins.
Sólin átti góðan þátt i að gera daginn
þægilegan. Hún yljaði Tungnamönn-
um vel og lengi. Annan yl sóttu menn
gjarnan í gler sem gægðist upp úr rass-
vösum. Af þeim ylnum hirðir Tómas
ófáar krónur í ríkishitina. Enn hefur
honum ekki hugkvæmzt að skattleggja
sólarylinn. Það verður kannski næsta
skrefið.
Fólk á öllum aldri kepptist við að
draga sitt fé i dilkana. Krakkarnir
réðust til atlögu við þau lömb sem
sýndust í rýrara lagi og reyndu að toga
þau með sér „heim” í dilkinn. Árang-
urinn var misjafn. Oft höfðu lömbin
betur. Þeir sem eldri voru komu til
hjálpar. Og lömbin urðu að sætta sig
við þá auðmýkingu að vera dregin á
hornunum út og suður. Þvílíkt líf.
Hvað þá að hugsa til daganna sem á
„Brrr . . . hohoho . . .” Kindurnar
voru skelfingu lostnar yfir öllum hama-
ganginum í þeim tvífættu og hlupu
lengi vel í hringi. En að lokum urðu
þær að láta i minni pokann.
Inter Rent
ÆTLIÐ ÞER I FERÐALAG ERLENDIS?
VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR,
HVAR SEM ER í HEIMINUM!
BÍLALEIGA AKUREYRAR
Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91-86915.
Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715.