Dagblaðið - 14.09.1979, Síða 12

Dagblaðið - 14.09.1979, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. íBIAÐIÐ Útgefandl: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjMfuon. Ritstjöri: Jönas Kri*tjW*on. s RrtstjömarfuBtrúi: Haukur Hatgason. Skrifstofustjöri rítsljömar Jöhannes Reykdal. FréttastjM: Ómar ’ Valdimarsson. íþröttir HaHur Sfmonarson. Menning: Aöaistelnn Ingöifsson. Aflstoðarfréttastjöri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tömasson, Atll Stalnarsson, Rreai Sigurflsson, Döra Stefénsdött- ir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jönsson, Ólafur Gairsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Gufljön H. Pálsson. Hilmar Karisson. Ljösmyndir. Ámi Péll Jöhannsson, BjamleHPur BjamleHsson, Hflrflur Vilhjélmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormöðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjöHsson. Gjaldkori: Þréinn Þorieifsson. Sflkistjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing- arstjörrMár E.M. HaWdéreeon. Ritstjöm Siðumúla 12. Afgrelflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhofti 11. Aflalsimi blaflsinser 27022 (10 Inur). Setning og umbrofc Dagbla^ifl hf., Siflumúla 12. Mynda og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun:’ Árvakurhf., SkeHunni 10. , Verfl I lausasfllu: lOOkrónur.Jfeffl (éskrift fnnanlandsi3600 krönur_ __ __ « Fjárkúgun mistókst „Fámennur hópur getur valdið slík- /Jj um usla í atvinnu- og efnahagslífí, að sköpum getur skipt,” sagði Sigurður Líndal prófessor nýlega í kjallaragrein í Dagblaðinu. Þessi ummæli hefur Grafiska sveinafélagið reynt að stað- festa að undanförnu. Sigurður sagði einnig: „Aðstaða aðilja vinnumark- aðarins er svo sterk — ekki sízt vegna verkaskiptingar, sem grundvallast á mikilli sérhæfingu — að vinnu- stöðvun má beita þannig, að jafna má við f járkúgun. ’ ’ Þessi ummæli Sigurðar hefur Grafiska sveinafélagið einnig reynt að staðfesta. Tveir menn stöðvuðu með. einföldu vaktavinnubanni útkomu tveggja stærstu dag- blaðanna. Aðrir tveir menn stöðvuðu á sama hátt út- komu hinna fjögurra. Fjárkúgun að hætti grafiskra fer því þannig fram, að fjórir menn neyða sex dagblöð til að halda uppi nærri fullum kostnaði án þess að nokkrar tekjur komi á móti. Þetta er eins konar óverjandi skot í horn. Dagblöðin gátu valið milli 100 milljón króna sam- eiginlegs verkfallstjóns á viku og riflegrar launahækk- unar, sem hefði þó aðeins numið broti verkfallstjóns- ins. Á máli mafíunnar er talað um „tilboð, sem ekki er hægt að hafna”. Á sama tíma getur stéttarfélagið haldið uppi mönn- unum fjórum, sem stöðvuðu blöðin sex, ef til vill með aðstoð norrænna systurfélaga. Spilin voru þannig gef- in, að öll trompin virtust vera í höndum fjárkúgunar- innar. Af hverju gáfust dagblöðin þá ekki upp og spöruðu sér stórfé með því að láta kúga sig til fjár? Skýringin er hin sama og hjá þeim fyrirtækjum í Bandaríkjunum, sem hafa sameinazt um að reka mafíuna af höndum sér. Sá, sem einu sinni lætur undan fjárkúgun, er dæmdur ævilangt undir fjárkúgun. Hinn, sem ekki lætur kúga sig til fjár, má búast við meiri aðgát og friði í framtíðinni. Þetta er hið nýja sjónarmið Vinnuveit- endasambandsins. Það kom strax í ljós í vor í farmannadeilunni. Þar var verkbanni beitt gegn verkfalli. Fyrirtækin gátu sparað sér verulegan hluta kostnaðar síns. Afleiðingin varð sú, að deiluaðilar stóðu tiltölulega jafnt að vígi. Fjárkúgunin mistókst. Með víðtæku verkbanni, sem var í aðsigi, hefðu dag- blöðin sparað sér mestan hluta útgjalda sinna. Sum þeirra hefðu komizt niður í minna tap á dag en þau hafa í fullum rekstri. Þar með gátu þau mætt í hringinn á jafnréttisgrundvelli. Því miður hafa verkbönn slæm áhrif á afkomu sak- lauss fólks, sem engan þátt á í fjárkúgun að hætti graf- iskra. En launalaust frí frá störfum hefði þó verið skárra en atvinnuskortur vegna gjaldþrots vinnustað- arins. Með samstöðu um verkbann gengu vinnuveitendur um leið erinda ríkisstjórnarinnar í varnarstríði hennar við verðbólguna. Það stríð tapast endanlega, ef ein- stakir hópar fyrirtækja láta beita sig fjárkúgun, sem síðan kemur skriðunni af stað. Einnig hafa vinnuveitendur gengið erinda Alþýðu- sambandsins, sem hefur reynt að hjálpa ríkisstjórninni með því að fallast á kjararamma til áramóta. Sam- bandið vill tæpast, að hálaunahópar auki bilið milli sín og láglaunahópa. Fjárkúgunin olli samtökum launþega álitshnekki og vakti mikla athygli á gagnrýni Sigurðar Lindal. Fjár- kúgunin olli miklu tjóni, en náði samt ekki markmiði sínu. Og stundartjón er betra en varanleg kúgun. Þannig mistókst algerlega fjárkúgun að hætti graf- iskra. Þriðji mesti kolaframleið- i heimi andi Fyrir þrjátíu árum drógu bændur naumlega fram lífið á hinni hrjóstrugu Júnnan-Guizhou-hásléttu 1000 metra yfir sjó í Suðvestur-Kína og hjuggu kol beint úr fjöllunum með handsmíðuðum hökum. Nú er þetta svæði eitt af mikilvægum iðnaðarsvæðum í Kína, þar sem risnar eru gríðarstórar verk- smiðjur og nýjar borgir iðandi af lífi. Þessar breytingar hafa einkum or- sakuzt af sköpun Líupansjúíkolamið- stöðvarinnar.sem tel'tti! átta mestu kolaframleiðenda Kina. Er bent á, að hún sé ein af meginstoðunum í áætlun, sem nú er gerð um að koma efnahagsltfinu i nútimahorf. Á Líúpansjúí — kolasvæðinu, sem tekur yfir 20.000 ferkílómetra svæði eru nú framleiddar tiu milljón lestir af kolum á ári, og er gert ráð fyrir, að þessi tala hækki upp i 11.8 milljónir, þegar tveim nýjum námu- göngum verður bætt við þær 21 tvenndir, sem fyrir eru. Jafnframt því að fullnægja öllum kolaþörfum Guizhoufylkisins af járn- og stálverksmiðjum, steypu- verksmiðjum fyrir málma aðra en járn, kemískum verksmiðjum, vél- smíðaverksmiðjum og aflstöðvum, hefur Líúpansjúi nú kol aflögu handa öðrum hlutum Kína. Síðastliðið ár til dæmis voru sendar meira en 3.6 milljónir lesta til nágrannafylkjanna Sitsúan og Júnnan, s\o og til Guagdon-fylkis og sjálfstjórnarhéraðsins Guangxi Zhúang. Liúpansjúi er nú stærsta kolamið- stöðin fyrir sunnan Tsangjíangfljót, en fyrir 14 árum var ekki til þar nokkur kolanáma. Hinn smávægilegi iðnaður, sem til var í Guizhou við stofnun Alþýðu- lýðveldisins 1949 — ein 16 smá- fyrirtæki, þar á meðal kvikasilfurs- náma, sem aðeins framleiddi þrjár lestir á ári, sementsverksmiðja með ársframleiðslu undir 800 lestum og aflstöð, sem framleiddi sjö milljón kílóvattstundir á ári — fékk eldsneyti sitt úr kolum, sem flutt voru inn i fylkið um mörg hundruð mílna veg. En þegar iðnaður þróaðist í Guizhou — og betur komu í ljós magn og gæði kolasvæðanna i Líúpansjúi — óx þörfin fyrir kola- miðstöð. Þannig gerðist það 1965, að verkamenn víðsvegar að í Kína — margir þeirra áður óvanir þessari mjög erfiðu líkamsvinnu — komu til Guizhou til að vinna brautryðjenda- starf við uppbyggingu og rekstur Líúpansjúi-námanna. Meira en 50.000 menn settust að i þessu eyðilega landslagi, flestir í tjöldum eða hellum í hæðunum. Lífið var erfitt, og það þurfti að búa til á staðnum jafnvel hin einföldustu áhöld — verkamaður frá þeim tíma minnist þess að hafa notað trjágrein- ar fyrir matprjóna, er hann snæddi hinar fátæklegu máltíðir. En innan árs var búið að grafa eina tvennd námuganga og taka i notkun, og á næsta ári uppbygging- arinnar var hafin vinna við 13 tvenndir. Á áratugnum eftir 1966 dró úr hinum mikla byrjunarhraða í upp- byggingu Líúpansjúí, svo að hún rétt silaðist áfram og virtist ætla að renna út i sandinn, þegar verkamennirnir drógust inn í klíkudeildir menningar- V r Þegar ég flutti hingað suður til Flóríðar hélt ég, að líklega myndu hinar innbyggðu, íslenzku veður- áhyggjur láta minna á sér bæra, þvi segja má, að hér ríki sífellt sumar og sól árið um kring. En þar skjátlaðist mér, því mér finnst ég beri alveg eins mikla ábyrgð á veðurfari hér, eins og mér fannst á Fróni. Maður spáir í morgun- og kvöldroðann, fylgist með veðurfréttum og vindáttum og rýnir á hitamæla. Verandi þannig nokkurs konar leyndar veðurstofustjóri og á- byrgðarmaður um veðurfar hér syðra, hefi ég undrazt mikið veður- lýsinguna, sem daglega er prentuð í Mogganum í dálkinum, sem sýnir veður um heim allan. Þar stendur næstum upp á hvern dag: Miami 30 skýjað. Ég sprett fram úr rúminu á morgnana og hleyp út í port til að sjá, hvort ég geti komið auga á Mogga- skýið, en sé ekkert nema stóra og heita sólina, sem er að hífa sig upp á himinhvolfið hellandi geislum sínum yfir réttláta jafnt sem rangláta. Mér er því hulin gáta, hvaðan veður- fregnir Moggans geta verið ættaðar, nema veðrið sé tekið um miðja nótt og að athuganamaður álykti, að him-. Eru kosningar í sjónmáli? V Þótt mönnum kunni að sýnast sem logn sé í lofti stjórnmálalífsins um þessar mundir, að undantekinni ofur- lítilli ókyrrð umhverfis Jan Mayen- málið, er ekki víst að allt sé sem sýnist. Víða eru teikn á lofti sem bent geta til þess að gengið verði til kosn- inga i haust eða á komandi ári og þá ef til vill til fleiri en einna. Skal nú bent í þær áttir, sem ókyrrðin er einna helzt í. Kollvarpar verðbólgan stjórninni? Áhugamenn um stjórnmál gera sér auðvitað ljóst, að ástandið í efna- hagsmálunum getur orðið ríkisstjórn- inni skeinuhætt á komandi hausti og vetri. Þjóðhagsstofnun hefur gefið tU kynna að óðum stefni í 60% verð- bólgu og hæpið er að ætla, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, hvað sem Alþýðubanda- laginu líður, treysti sér tU að eiga að- ild að ríkisstjórn, sem láti hana yfir sig ganga. Þvert á móti er ástæða til að ætla að þessir tveir flokkar vilji nú snúa baki í vegginn og spyrna fótum gegn verðbólguöldinni. Það verður hins vegar ekki gert nema með algerri samstöðu stjórnarflokkanna allra. Líklegt er að mörgum aðstandendum ríkisstjórnarinnar hrjósi hugur við að stranda í sama látlausa hráskinna- leiknum í efnahagsmálunum á kom- andi hausti og vetri og raun var á sl. vetur. Þess vegna er óhjákvæmilegt að stjórnarflokkarnir taki senn hvað líður afstöðu til þess hvort þeir geta komið sér saman um andverðbólgu- stefnu sem leiði til þess, að þeir muni snúa bökum saman um að knésetja verðbólguna á tilteknu tímabili. Komi í ljós að þeir geti það ekki er engin ástæða til að ætla að þessari ríkisstjórn verði öllu lengri lifdaga auðið. Og þá er nokkurn veginn víst

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.