Dagblaðið - 14.09.1979, Page 23

Dagblaðið - 14.09.1979, Page 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 27 Þó að Dustin Hoffman sé ekki sá allra leiðinlegasti maður sem sézt hefur á hvíta tjaldinu hefur kona hans lýst því yfir að hún sé orðin leið á honum. Hún tók sig til skyndilega og flutti með allt sitt hafurtask og þar á meðal tvö börn þeirra hjóna til New York. Dustin má vel sjá börn- in segir eiginkonan, en hann verður þá að taka sér flugfar frá Los Angeles þar sem hann býr ... og hvað skyldi hann svo sem muna um það. ELIÍJ ALBERTS DÓTTIR. Dustin Hoffman: Konan farin f rá honum Old Vic leikhúsið í London er nú um þessar mundir með gestaleikhús í Dan- mörku. Það sem gerir þetta ferða- leikhús áhugavert er að það sýnir leikrit um danska prinsinn Hamlet og að með aðalhlutverkið fer Derek Jacobi sem við þekkjum mun betur undir nafninu Kládíus, en það var einmitt hann sem lék Kládíus í myndaflokknum sem hér var sýndur siðasta vetur. Sagt er að Kládius fari ekki verr með hlutverkið en meðbræður hans, Laurence Olivicr, John Gielgud, Michael Redgrave og Richard Burton gerðu, þó hann túlki hlutverkið á sinn hátt. Leikritið var fyrst sýnt á Grænlandi. Sýningar urðu þrjár og hálf, en þá rigndi svo mikið að hætta varð sýningu. Á frumsýningu leikritsins í Krón- borgargarði í Danmörku gerðist það, að þegar faðir Hamlets sagði við son sinn: — Af hverju liggja skýin svo þungt yfir þér, svaraði ekki Derek Jacobi fyrir Hamlet heldur kom svarið frá skýjunum. Yfir leikhúsið féll þetta Iíka steypiregn svo nærri lá að leikararnir drukknuðu. Ingrid drottning reyndi að skýla sér undir regnfrakka en ekkert dugði, aumingja drottningin varð rennblaut á svipstundu og að sjálfsögðu þykir það hneyksli þegar kóngafólk blotnar. Eftir hálftíma stanzlausa rigningu gafst fólk upp og hvarf til sins heima og aflýsa varð sýningunni. Vota frum- sýningin hefur þó ekki eyðilagt sýning- aráhugann fyrir ensku leikurunum og var lekritið sýnt aftur næsta kvöld. Leikarinn Derek Jacobi fékk ekki frið fyrir blaðamönnum sem höfðu mun meiri áhuga fyrir Kládíus en Hamlet. Derek sagði að ennþá væri hann ekki búinn að losna við Kládíus og fengi hann ótal bréf frá fólki sem jafnvel hafi boðizt til að þrífa fyrir hann. Danir hafa ákveðið að taka upp Hamletsýninguna og sjónvarpa henni í vetur. Nú er verið að sýna mynda- flokkinn um Kládius í sæmta sjón- Derek Jacobi, — fyrrum Kládíus, nú Hamlet. Alpaábrauöiöog smjörliki hf ibaksturinn varpinu við mjög góðan orðstír. Old Vic leikhúsið mun fara viðar með sýningu sína á Hamlet og koma m.a. vjð í Japan og Kina. -ELA. c> Hinn danski Hamlet Shakespeares var sagður búa í Krónborgarhöll. í garði þar fer fram sýning á Hamlet og fer leikarinn enski, Derek Jacobi, með hlutverk hans. Nú eru 25 ár siðan leikið hefur verið í þessum alþekkta hallar- garði. tpÍ4|í jríi Toppunnn i ___ Irtsjónvarpstækjum SJONVARPSBÚÐÍN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SlMI 27099 Hamlet getur ekki losað sig við Kládíus

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.