Dagblaðið - 14.09.1979, Side 31

Dagblaðið - 14.09.1979, Side 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. 35 „ Tilveran er mikil vogun” — segirAmþórHelgason, sem einn íslendmga les með ritsjá og varð fyrstí blindi íslendingurinn tilaó Ijúka háskóíaprófi „Nei, ég trúi þessu ekki, að Framsókn liði illa í stjórnarsam- starfinu. Þreytan fer vaxandi. Margir forystumenn flokksins vilja slíta sam- starfinu.” Það er Arnþór Helgason, sem hefur orðið og les úr leiðara Dag- blaðsins. Það væri ekki i frásögur færandi nema fyrir þá sök, að Arnþór er blindur og hefur verið það frá fæðingu. Nýtt tæki, svonefnd ritsjá, gerir honum nú kleift að lesa flest rit þ.á m. dagblöð og er Arnþór eini íslendingurinn, sem getur lesið með þessu tæki. DB bað hann að lýsa tækinu. Les 50—60 orð á mínútu „Tækið heitir á ensku „optical converter” og er stytt í „optacon” Það var flutt hingað til lands árið 1973 undir nafninu ritsjá. Tvö slík tæki eru nú til hér á landi, annað er notað í Blindraskólanum en ég er eini einstaklingurinn sem hef nýtt mér þetta,” segir Arnþór og heldur áfram: „í lítilli myndavél sem haldið er í hægri hendi eru „fótósellur” sem eru tengdar við skynjara sem eru í tækinu. Á smá plötu í tækinu eru 144 punktar sem titra, og þegar myndavélin nemur mynd af einum staf, titra þeir punktar, sem nauðsynlegir eru til að mynda stafinn — m.ö.o.: titrandi mynd af stafnum kemur upp i visifingur vinstri handar. Það skal skýrt tekið fram, að hér er um rétta mynd af stafnum að ræða en ekki blindraletur. Ég varð þvi að læra lögun stafanna upp á nýtt," segir Arnþór. ,,Það gerði þetta tæki hafi einkum í för með sér fyrir hann sagði Arnþór: „Orðabækur eru eitt dæmi. Þær eru mjög rúmfrekar á blindraletri en tiltölulega einfalt er að fletta upp í orðabókum með þessu letri.” Vann BA-ritgerð með ritsjánni Síðastliðið vor lauk Arnþór BA- prófi í íslenzku og sögu frá Háskóla íslands og er hann fyrsti blindi íslendingurinn sem lýkur háskólaprófi. Námskeiðið sem Arnþór sótti í umferli hefur gert það að verkum að hann er ekki háður öðrum með að komast leiðar sinnar. ski Idu leiðir þeirra bræðra að því leyti, að þeir fóru hvor í sitt námið og varð því mjög brýnt fyrir Arnþór að geta komizt leiðar sinnar upp á eigin spýtur. Heyrir bergmál f rá strætisvagna- skýlum „Ég komst ekki spönn frá rassi í menntaskóla,” segir Arnþór. ,,í fyrra sótti ég námskeið í umferli i Bretlandi. Það er í þvi fólgið, að maður lærir að nota hvíta stafinn við að komast áfram og að beita hlustun við að komast áfram. Maður getur t.d. hlustað eftir strætisvagnaskýlum. Maður heyrir bergmálið frá þeim þegar gengið er fram hjá þeim. Eins ef byggingar standa þétt við gangstétt heyrir maður þær. Þá heyri ég stundum, hvar grind- verk er ef það er hátt og kyrrt er i veðri. Þetta kom mér talsvert á óvart,” sagði Arnþór. Námskeiðið sem hann sótti var i borginni Torquay í Englandi. „Þar var okkur meðal annars kennt að finna verzlanir í miðborginni. Þá fer maður eftir ýmsum einkennum. H\cr sérverzl- un hefur sinn ilm. Þannig getur maður áttað sig á, hvort um er að ræða tízku-, skó-, matvöru- eða bókaverzlun. Þú heyrir líka greinilega þegar þú gengur fram hjá anddyrum. Þá myndast eitt- hvert tóm og maður heyrir bergmálið. Þess vegna er t.d. mjög auðvelt að ftnna staði eins og Reykjavikurapótek og Hótel Borg. Ég þykist þess fullviss, aðef ég hefði farið fyrr á þetta námskeið þá mundi ég Blaðamaður DB gengur með Arnþóri þá leið sem Arnþór fór næstum daglega siðastliðinn vetur, i Háskólann. Það fór ekki framhjá Arnþóri að þarna hafði verið stevpt ný gangstétt í sumar. ég á einni viku haustið 1973 en siðan fór allur veturinn 1973—74 í að þjálfa mig i notkun ritsjárinnar. Um ftáskana 1974 las ég lítinn bækling til enda og var þá búinn að ná 25 orða hraða á mínútu, en nú les ég að meðaltali 50—60 orð. Leiðist skáletrið Það sem gerir mér að vísu svolitið erfitt fyrir er, að ég hef ekki gætt þess að þjáífa mig jafnt í lestri allra letur- gerða, og mér leiðist ennþá skáletur,” segir Arnþór. Þegar hér var komið sögu ákváðu DB-menn að leggja smápróf fyrir Amþór með þvi að velja ákveðið nafn úr símaskránni og láta hann fletta upp á því. Arnþór stóðst próftð með prýði og var nákvæmlega 2 mín. og 15 sek. að finna nafnið. Hann benti á, að hann ætti að geta flýtt mjög fyrir sér við slíkar uppflettingar með því að merkja á skrána, á hvaða blaðsíðu hinir einstöku bókstaftr byrjuðu. Aðspurður um, hvaða breytingar „BA-ritgerð mina vann ég algjörlega með þessu tæki,” segir Arnþór, „enda gæti ég ekki ímyndað mér, að aðrir hefðu enzt til að vinna þetta með mér. Ég fæ mikið af alls konar tímaritum og fréttabréfum sem formaður KÍM. Mér er nauðsynlegt að líta í þau. Þetta hefur reynzt mér alveg ómetanlegt og gerir mér kleift að fylgjast með og athuga i fljótu bragði innihaldi greina, sem ég get svo skoðað betur ef mér sýnist svo,” segir Arnþór. Þangað til í fyrra komst Arnþór ekki_.ferða sinna nema i fylgd með öðrum. Á menntaskólaárum sínum fylgdi tvíburabróðir hans, Gísli, hon- um jafnan. Gísli er blindur að mestu, en sér þó nægjanlega til að geta komizt allra ferða sinna. Eftir stúdentspróf nú þekkja miðbæinn eins og fingurinn á mér. Rambar undan- tekningarlaust á barinn Okkur var t.d. kennt, hvernig við ættum að haga okkur i ölstofum og stórverzlunum. Maður rambar undan- tekningalaust á barinn því að þar klingja menn bæði glösum og mynt, og i stórverzlunum stefnir maður alltaf á peningakassann og á sjaldan á hættu að ryðja nokkru niður. í haust lét ég það verða mitt fyrsta verk að kanna leiðina héðan (Arnþór býr á Seltjarnarnesi) og út í Háskóla, og fer hána annaðhvort gangandi eða með strætisvögnum. Ég tek leið þrjú niður i bæ, skipti þar um vagn og tek leið fimm í Háskólann. Ég þekki göturnar sem vagninn fer eftir og set á mig ákveðin einkenni. Ég þekki það t.d. mjög greinilega þegar vagn nr. 3 sveigir frá Meistaravöllum og inn á Kaplaskjólsveg. Þar koma tvær beygjur í röð.” Hér beitir Arnþór ritsjánni á leiðara Dagblaðsins. —i Hér er Arnþór kotninn að Arnagarði og tröppurnar reyndust honum ekki hið minnsta vandamál. DB-myndir: Magnús Karcl. — Við spyrjum Arnþór, hvort það sé ekki erfiðlcikum bundið fyrir hann að skipta um vagn. „Ég veit á hvaða tima vagninn á að koma og ég spyr vegfarendur gjarnan, númer hvað vagninn er scm sé að koma. Oft kemur það lika fyrir, að vagnstjórarnir kalla á mig,” segir Arnþór. Svaðilfarirnar skemmtilegar „Það er mjög títt meðal blinds fólks að segja frá svaðilförum sínum,” segir Arnþór. „Það þykja mjög skemmti- legar frásagnir í hópi blindra á meðan aðrir setja upp mæðusvip. Tilveran er svo mikil vogun, að þú átt það vist að lenda vikulega eða jafnvel daglega í einhverju klandri, og að unnum hverj- um sigri fyllist maður ákveðnu stolti,” segir Arnþór. Og víst er um það, að Arnþór hefur unniö margan sigurinn á lífsgöngu sinni með bjartsýnina að leiðarljósi. Þeir er þekkja Arnþór telja bjartsýnina eitt helzta einkenni hans. Allt tal um innri sýn er bull „Þegar rætt er á hátíðarstundu um hlulskipti blindra i þjóðfélaginu er gjarnan vitnað til einhverrar innri sýnar sem þeir eigi að hafa fram yfir aðra,” segir Arnþór. „En mér er spum, hvort innri sýn flokkist ekki undir almennt vit og skilning. Þess vegna er sá maður einsýnn og þröngsýnn sem hefur enga innri sjón og um innri sýn hjá blindu fólki er ekki að ræða hafi það enga al- menna reynslu sem það getur miðlað öðrum af. Allt tal um innri sýn, sem blindir hafa fram yfir aðra er þvi bull,” segir Arnþór að lokum. -GAJ- 4 '>L BðM&saBiósho Ms. Baldur fer frá Reykjavik þriðjudaginn 18. þ.m. til Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag. Ms. Esja fer frá Reykjavik miðvikudaginn 19. þ.m. til ísafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörð, (Bolungarvik, Súgandafjörð og Flateyri um ísafjörð), Þingeyri, Patreksfjörð (Bíldudal og Tálkna- Ijörð um Patreksfjörð. Vörumóttaka alla virka daga nema laugardag, til miðvikudags. Coaster Emmy fer frá Reykjavik föstudaginn 21. þ.m. austur um land til Vopna- fjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdalsvfk, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaup- stað, Seyðisfjörð (Borgarfjörð og Vopnafjörð). Vörumóttaka alla virka daga til 20. þ.m.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.