Dagblaðið - 14.09.1979, Side 33

Dagblaðið - 14.09.1979, Side 33
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 37 Badminton- bolta í hárið Nú er málinu reddað fyrir þær sem ekki vilja fá permanent í allt hárið, nefnilega með badmintonboltum. Það er hárgreiðslustofa sem nýlega opnaði í Kaupmannahöfn sem býður þessa þjónustu og hefur henni verið vel tekiðaðvonum. Hárið er þrætt gegnum badminton boltann og síðan vafið upp á perman- entpinnann. Þetta gerir það að verk- um að lokkarnir eru mjúkir og eðli- legir og koma aðeins neðst í hárið. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hugmyndin ekki svo vitlaus og útkoman hreint og beint ótrúleg, eða hver hefði getað trúað þvi að stúlkan á myndinni væri að koma úr permanenti. Þýtt-ELA. Badmintonboltarnir komnir í hárið. Dálítið sérstakt eða hvað? Og útkoman, hreint ekki sem verst. Hárið getur vart verið eðlilegra og engin leið að sjá að stúlkan sé að koma beint úr permanenti. Alana léttari — Rod pabbi Rokkstjarnan og fótboltaáhugamað- urinn Rod Stewart fékk sinn súperdag uppfylltan 21. ágúst. Þá fæddist hans fyrsta barn, stúlka sem vó 10 mörk. Eftir vitneskjuna sagði Rod.aðþetta væri betra en ef Skotland keppti við England i fótbolta. Eftir giftingu sina sagði Rod sem orðinn er 34 ára: „Þetta verður drengur, drengur sem á eftir að verða fótboltastjarna.” Núna hugsar hann ekki um það. Hann er ekki kominn niður úr skýjun- um svo montinn er hann af dóttur sinni. Hún hefur ljóst hár og Rod segir í sífellu: „Þetta er yndislegt.” Eiginkona hans, Alana 32 ára, var áður gift leikaranum Georg Hamilton og eiga þau saman fimm ára gamlan son. Ekki hefur enn verið ákveðið nafn á litlu Stewart en nöfnin Natasja og Kimberley koma til greina. Fyrsta fólkið sem Rod hringdi í til að láta vita voru foreldrar hans i London. Hann vakti þau upp um miðja nóti til aðsegja þeim frádótturinni. Hin káta móðir Rods, Elsie sagði: „Þetta er áttunda barnabarn okkar og við opnuðum viskíflösku af tilefninu.” Það sem ensku blöðin hafa mestar áhyggjur af þessa dagana er að aðeins eru fimm mánuðir siðan þau Rod og Alana giftu sig, en það er nú önnur saga. Þýtt-ELA. Alana og Rod Stewart. . . barnið er miklu bctra en að England og Skotland kepptu saman i fót- bolta. V.nHl! ■jiíiiiiiki • * ’yJ® ýiiíýj:- 5 „Mór var sagt að ég yrði að hætta að borða $eglulegar máltíðir ef ég vildi grennasL En með hjáip Ayds hefur mér iærzt hvernig ég get borðað á réttan hátt t september 1977 var Doreen Fox 82,5 kiló að þyngd. Hún byrjaði þá að nota Ayds til þess að hafa hemil á matarlystinni og i janúar 1978 var hún komin niður f 65 ' kiló að þyngd. 1 janúar 1979 var hún enn 65 Idló. Hvernig hefur henni tekizt þetta? Doreen segir: „Eg vil taka það skýrt fram að ég'borða reglulega og hef alltaf gert. Ég borða sama mat og maður- inn minn og börnin okkar tvö. Ég hef ekki efni á — og langar heldur ekki til — að kaupa sérstakt megrunarfæði fyrir mig. Galdurínn er fólginn f minni skömmtum. Og þar er það Ayds sem hjálpar. Með hjálp Ayds hef ég lagt niður þann ósið að klára leifar barnanna. (Ég er vön að segja við sjálfa mig að ég sé engin ruslatunna!) Ég hét sjálfri mér þvf að ég skyldi ALDREI FRAMAR verða 82,5 kiló að þyngd og ég hef haldið þyngdinni i skefjum i meira en ár. Það merkir ekki að ég sé i stöðugum megrunarkúr. Ég elska mat og ég elska Ayds fyrír að hafa átt þátt i að kenna mér að borð» Á RÉTTAN HÁTT.” Hvernig Ayds verkar Það er álit margra vfsindamanna að þegar blóðsykurínn minnkar, segi heilinn: „Ég er svangur!” Augljóslega geríst þetta oftast skömmu fyrir venjulegan matmálstfma en það getur lika gerzt á milli mála. Ef þú borðar eitt eða tvö Áyds (gjarnan með heitum drykk sem hjálpar þér að melta það) hálftíma fyrir máltíð, eykst blóðsykurínn og matar- lystin minnkar. Hvers vegna Ayds verkar Áyds hjálpar til að hafa hemil á matarlystinni. Það hjálpar til að borða hitaein- ingasnauða fæðu og forðast fitandi mat. Það er eina leiðin til að grennast og halda áfram að vera grannur. Og — vegna þess að það tekur tima að venjast nýjum matarsiðum — fæst Ayds í pökkum sem inni- halda fjögurra vikna birgðir. Hver skammtur inniheldur 25 hitaeiningar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.