Dagblaðið - 14.09.1979, Page 35
39
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
ANDUT KOMMÚNISMANS - sjónvarp kl. 21.05:
ítölsku kommamir fara eigin leiðir
í kvöld kl. 21.05 sýnir sjónvarpið
fyrsta þátt af þremur um kommún-
isma. Kommúnisminn er einhver öflug-
asta stjórnmálahreyfing vorra tíma og
svo fjölskrúðug, að engin tvö komm-
únistaríki útfæra kenninguna á sama
hátt. í þessum þætti fjallar brezki rit-
höfundurinn Robert McKee um komm-
únistaflokkinn á Ítalíu.
Kommúnistaflokkurinn á Ítalíu
hefur verið annar öflugasti stjórnmála-
flokkur þar síðan Mussolini var steypt
af stóli og lýðræðiskerfi tekið þar upp
að nýju við lok siðari heimsstyrjaldar-
innar.
Lengi vel fylgdi kommúnistaflokkur-
inn á Ítalíu dyggilega „línunni” frá
Moskvu, eins og aðrir vestrænir
kommúnistaflokkar. Heldur fór þó að
bresta í hlýðnistoðunum við uppreisn-
ina í Ungverjalandi 1956 og á árunum
þar á eftir. Hafa þeir síðan fylgt sífellt
sjálfstæðari stefnu og látið skoðanir
Moskvuvaldsins sem vind um eyru
þjóta.
Enrico Berlinguer núverandi for-
maður kommúnistaflokksins á Ítalíu
hefur verið einn fremsti kommúnista-
leiðtogi í Vestur-Evrópu við mótun
hins svonefnda Evrópukommúnisma.
Sú stefna byggist á því að kommún-
istaflokkur hvers lands skuli móta
stefnu sína miðað við aðstæður á hverj-
um stað. Sem dæmi um þetta má nefna
að Berlinguer hefur lýst því yfir að
Ítalía eigi ekki að segja.sig úr Atlants-
hafsbandalaginu þótt kommúnistar
færu i rikisstjórn.
Það hafa þeir ekki gert síðan
skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar
síðari. Margir telja nú að ekki sé hægt
að stjórna ítaliu án stjórnarþátttöku
kommúnistaflokksins.
Flokkurinn fæst nú ekki lengur til að
verja stjórn kristiiegra demókrata falli
sem hann gerði í u.þ.b. tvö ár fram til
síðasta vors.
í þeim tveimur þáttum, sem sjón-
varpið mun sýna síðar, verður greint
frá kommúnismanum í Kongó og Júgó-
slavíu.
Þýðandi myndarinnar er Þórhallur
Guttormsson og þulur Friðbjörn
Gunnlaugsson. Myndin er hálftíma
löng.
- ELA
ÆRSLADRAUGURINN - sjónvarp fkvöld kl. 21.35:
Rex Harrison situr uppi með
dauða
konu sína
Ærsladraugurinn (Blithe Spirit)
nefnist bíómynd sjónvarpsins í kvöld. í
henni er greint frá rithöfundi nokkrum
sem fer á miðilsfund í efnisleit. Miðill-
inn kemst í samband við látna eigin-
konu rithöfundarins en þegar fundi
lýkur neitar hún að yfirgefa samkvæm-
ið og hyggst vera áfram. Rithöfundur-
inn er vitaskuld ekki allt of hrifinn.
Myndin er gerð eftir leikriti Noels
Coward og er frá árinu 1945. Leikstjóri
er David Lean og í aðalhlutverkum er
hinn frægi gamanleikari Rex Harrison.
Rex Harrison kemst liklega aldrei út
úr því að vera þekktur sem prófessor
Higgins. Það hlutverk lék hann i mynd-
inni My Fair Lady sem gerð var árið
1964. Þetta er ein þekktasta mynd allra
tima og Rex eftir þvi þekktur i hlut-
verkinu.
Áður en My Fair Lady kom tii sög-
unnar, er Harrison var á miðjum aldri,
hafði hann leikið mikið á sviði jafnt
sem í myndum. En þó að hann þætti
ágætur leikari þótti hann það lítið sér-
stakur að hann fékk engin stórhlut-
verk.
Rex Harrison fæddist í Lancashire á
Englandi árið 1908. Þegar hann var 16
Enrico Berlinguer, formaður kommúnistaflokksins á ítaliu, en um hann verður fjallað
1 þættinum Andlit kommúnismans 1 sjónvarpi i kvöld.
Rex Harrison I hlutverkinu frxga, prófessor Higgins I May Fair Ladv. Með honum
er Audrey Hepburn.
ára fór hann til Liverpoo! og hóf að
leika þar, föður sinum til mikillar
gremju. Árið 1930 hóf hann að leika í
Lundúnaborg og þá smáhlutverk til að
byrja með. Árið 1936 gekk honum i
fyrsta sinn virkilega vel og lék hann þá
meðal annars í New York borg.
En á þeim tíma var Harrison ekki
beinlínis ímynd kvennagullsins og því
var það ekki fyrr en hann fór að eldast
að Hollywood menn fóru að hafa
áhuga á honum. Myndin sem við sjáum
í kvöld vakti mikla athygli á Harrison
og má segja að hún hafi gert mönnum
fyrst Ijóst að hér var á ferðinni gaman-
leikari sem taka bæri eftir.
Og Harrison hélt til Hollywood. En
þar féll honum ekkert of vel og hann
fór til Broadway í New York. Árið
1956 var svo gerð söngleikjaútgáfa af
leikritinu Pygmalion og hin nýja útgáfa
nefnd My Fair Lady. Harrison var
boðið aðalhlutverkið eftir að nokkrir
brezkir leikarar höfðu hafnað þvi. Og
stykkið sló i gegn og hann hélt aftur til
Hollywood. Þegar kvikmyndin My
Fair Lady var gerð þar árið 1964 fékk
Harrison hlutverkið eftir að nokkrir
aðrir leikarar höfðu hafnað því. Og
fyrir það hlutverk fékk hann óskars-
verðlaun og fleiri verðlaun. Eftir það
hefur Harrison leikið í nokkuð mörg-
um myndum en engin þeirra hefur náð
tiltakanlegum vinsældum. Þó var
myndin um Dagfinn dýralækni með
honum í aðalhlutverki töluvert vinsæl á
tímabili.
- DS
FLANDRAÐ MILLIHUSA - útvarp kl. 20,40:
ÁRNI í BÆJARFERÐ
„Ég fer í bíltúr um Reykjavík og
Kópavog og kem við fyrst hjá Lárusi
Ingólfssyni leikara og leiktjaldamálara
og spjalla við hann og aö sjálfsögðu
tekur hann einn reviubrag,” sagði Árni
Johnsen blaðamaður, sem er með þátt i
útvarpi í kvöld er nefnist Flandrað milli
húsa.
„Því næst heimsæki ég Róbert Arn-
finnsson leikara og spjalla við hann um
garðinn hans og hitt og annað. Róbert
mun grípa i hljóðfærin og syngja eitt
lag.
Svo kem ég við hjá Baltasar. Ég
spjalla við hann og Baltasar syngur eitt
spænskt lag og leikur undir á píanó. Að
siðustu heimsæki ég síðan Rut lngólfs-
dóttur fiðluleikara og hún spilar eitt
lag.
Þetta er svona meginefni þáttarins.”
• agði Árni. Þátturinn er á dagskrá út-
varpsins kl. 20.40 og er hann þrjátiu og
fimm min. langur.
- ELA
Meðal þeirra sem Árni heimsækir i þættinum í kvöld er Lárus Ingólfsson leikari.
DB-mynd: Bj. Bj.
ALLT Á AÐ
SEUAST
Vegna brottfarar af landinu er heil bú-
slóð til sölu. Sófasett, ísskápur,
þvottavélasamstæða, stólar, borð,
rúm, reiðhjól og margt fleira. Einnig
Lada sport árg. '78, ekinn 18 þús. km.
ggl2singarísíma43627j
0PIÐ Á LAUGARDÖGUM
NAMSFÓLK!
NOTIÐ LUXO VIÐ LESTURINN
VERNDIÐ SJÓNINA
VARIZT EFTIRLÍKINGAR
ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR
PÓSTSENDUM
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJOS & ORKA
Suðuriandsbraut 12
simi 84488