Dagblaðið - 21.09.1979, Side 8

Dagblaðið - 21.09.1979, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979. Kennedy fær f ram- bjóðenda- vemd Edwards Kennedy öldungadeildar- þingsmanns er nú hér eftir gætt eins og venja er að lögreglumenn gæti þeirra sem opinberlega hafa gefið kost á sér sem forsetaframbjóðenda i Banda- ríkjunum. Jody Powell, blaðafulltrúi Hvíta hússins í Washington, neitaði al- veg að ræða þann möguleika að þetta styddi enn frekar þann orðróm að Kennedy hefði ákveðið að keppa við Carter Bandarikjaforseta um embætt- ið. Sérfræðingar telja að þessi ákvörðun bendi til þess að Kennedy hafi þegar tilkynnt Carter forseta bak við tjöldin að hann ætli að gefa kost á sér. Edward Kennedy hefur sjálfur sagt að hann mundi ákveða sig á næstu mánuðum og þá taka tillit til stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum og trausts þess sem kjósendur bera þá til Carters forseta. SEX FARASTIJARÐ- SKJÁLFTA Á ÍTALÍU —fomminjar í Róm urðu fyrir skemmdum Sex manns fórust i jarðskjálfta sem gekk yfir Mið-ítaliu í gær. Forn- minjar i Róm munu hafa orðið fyrir nokkrum skemmdum. Þúsundir manna misstu heimili sín af völdum skjálftans. Hann mældist átta stig á Richterskvarða. Er það sterkasti skjálfti sem komið hefur í Róm i eina öld. Urðu nokkrar byggingar og kirkjur fyrir hnjaski, einkum í borg- inni San Marco de Norcia, norður af Róm. Fimm þeirra sem fórust í jarð- skjálftunum urðu undir veggjum i húsum er þeir hrundu. Sá sjötti flúði ofsahræddur út úr húsi sínu og lenti þá fyrir mótorhjóli og beið bana. Listasérfræðingar í Rómaborg hafa fundið nýjar sprungur í Colosseum, Forum og fleiri sögufrægum byggingum. Þó eru skemmdirnar af völdum jarðskjálft- ans ekki taldar mjög alvarlegar. Bændur á jarðskjálftsvæðinu urðu að eyða nóttinni í að safna saman skepnum sínum, kúm, svínum og hestum, en þær flúðu sem fætur toguðu er skjálftinn byrjaði. Klukkan á ráðhúsinu í bænum Triponzo fór aftur að slá á klukku- stundarfresti en það hafði hún ekki gert siðustu tuttugu ár. Jarðskjálft- inn í gær var sá alvarlegasti sem kom- ið hefur á Ítalíu síðan árið 1976. Þá fórust nærri eitt þúsund manns í héraðinu Friuli. Skagaströnd Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Skagaströnd er Guðný Björnsdóttir Hólabraut 27 Sími 95-4791. iBIABIB Norræna leiklistarnefndin auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalritara. Aðalritarinn annast framkvæmdastjórn fyrir norrænu leiklistarnefndina sem hefur þaö hlutverk að úthluta styrkjum til norrænna gestaleikja og skipuleggja framhaldsmenntun fyrir ýmsa starfshópa leikhússfólks. Starfið krefst þvi reynslu bæði af leikhússtarfsemi og stjórnsýslu. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 1980 er gert ráð fyrir að til starfsem- innar verði á því ári varið 1.9 millj. danskra króna. Aðalritarinn þarf að geta tekið við stöðunni 1. mars 1980 og helst í hluta- starfi frá 1. janúar 1980. Ráöningartimi er tvö ár, að tilskildu samþykki Ráð- herranefndar Norðurlanda, en framlenging kemur til greina. Skrifstofa nefndarinnar er nú í Stokkhólmi, en kynni að verða flutt m.a. með tilliti til óska aðalritara. Um laun og önnur ráðningarkjör fer eftir sérstökum samningi. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 4. október 1979 til Nordiska teat- erkommittén, Karlbergsvágen 44,4 tr., S-113 34 Stockholm. Nánari upplýsingar um starfið veitir generalsekreterare Lars af Malmborg í síma 08/309977 i Svíþjóð, eða formaður nefndarinnar regissör Knut Thomassen í síma 05/25 94 75 i Noregi. Mcirkll Gæéa kassettur á frábæru veréi High Energi Ferro Chrome Studlo Quality Gæðaprófun á MARK II kassettum ( samanburði við allar aörar kassettur á markaðnum liggur frammi á útsölu- stöðum. BORGARTÚNI 18 BEYKJAVlK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN Stöðugt ganga fleiri og fleiri svartir menn i her stjórnarinnar i Suóur-Afriku. Ekki mun þetta vera vinsælt meðal svartra fbúa þar og einn hermannana svörtu hefur sagt að kunningjar hans spyrji hann oft að þvf hvernig hann geti tekið þátt i her- mennsku hinna hvitu á meðan hans eigin kynflokkur sé undirokaður. Á myndinni hér að ofan má sjá hvftan iiðsforingja kanna sveit svartra i Suður-Afrfku. Benda má á að mjög margir svartir hermenn eru f stjórnarhernum f Zimbabwe/Ródesfu. Ródesíuráðstefnan: Vonir um samkomu- lag um stjómarskrá Nokkuð virðist hafa gengið i sam- komulagsátt á ráðstefnunni um Rodesiu/Zimbabwe í London. Er sendinefnd stjórnarinnar í Salisbury sögð bjartsýn á að henni takist að fá Breta til að fallast á nýtt uppkast að stjórnarskrá. Ekki er þó þar með sagt að með því hafi allt fallið í Ijúfa löð því þá eiga Bretar eftir að tryggja sam- þykki þeirra Mugabes og Nkomos, leiðtoga svartra skæruliða, sem barizt hafa gegn Salisbury stjórninni. í dag ætlaði Muzorewa biskup að leggja stjórnarskrártillögurnar fyrir brezku fulltrúana og er þar gert ráð fyrir að verði þær samþykktar verði viðskiptahömlur allar felldar niður gagnvart Ródesiu. Bretar hafa aftur á móti sagt að allir þrír aðilarnir á fundinum, þeir sjálfir, fulltrúar stjórn- arinnar í Salisbury og fulltrúar skæruliða, verði að ná samkomulagi áður en viðskiptahömlum verði aflétt og þessi fyrri nýlenda þeirra fái viður- kenningu ásjálfstæði sinu. Heimildir í London segja að Muzorewa og hans menn hafi komið þangað til að reyna að ná samkomulagi við brezku stjórnina um nýja stjórnar- skrá. Þeir telji enga von til þess að nokkurt samkomulag geti tekizt milli þeirra og skæruliðaforingjanna Joshua Nkomo og Roberts Mugabe. Sameinuðu þjóðimar: Rifiztumsæti Kamputcheu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ræðir i dag hvort Pol Pot stjórn eða Heng Samrin stjórnin, sem steyti hinni fyrrnefndu af stóli, eigi að skipa fulltrúa hjá samtökunum. Helztu stuðningsmenn Heng Samrin stjórnarinnar eru Sovétmenn og Vietnamar. í sérstakri nefnd sem gerir tillögur um þessi mál hjá Sameinuðu þjóðunum fór svo að sex fulltrúar töldu rétt að fulltrúar Pol Pots fengju réttindin en þrír vildu að nýja stjórnin fengi þau. Heldur virðist fylgi Pol Pots stjórnarinnar hafa dalað. Fulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum, sem áður hafa sagzt vera þess fullvissir að Pol Pot fulltrúarnir mundu fá nægilegan stuðning, sögðust i morgun ekki vera eins vissir um velgengni hans. Fremur er þó talið líklegra að stjórn Heng Samrins lenti í minnihluta. Hún koms til valda fyrir átta mánuðum með dyggum stuðningi herja ná- grannaríkisins Vietnam. Vilja sumir halda því fram að stjórn Samrins sé ekkert annað en leppstjórn Vietnama. Einnig getur verið að ákveðið verði að hvorug sendinefndin fái atkvæðis- rétt hjá Sameinuðu þjóðunum. Væri það sams konar afgreiðsla og varð á þingi hlutlausra þjóða sem haldin var í Havana á Kúbu fyrir nokkru. Sovét- ríkin hafa þegar lýst því yfir að þau mundu sætta sig við slík málalok.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.