Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. 5 Ólafurglottiútí,mmað: HAUHÐ MÐAÐ EfTTHVAÐ ffaarT NORRÆN MENNINGARVIKA1979 1 kvöld kl. 20:30 leikur Halldór Haraldsson, píanóleikari, verk eftir J. Speight, Þorkel Sigurbjörnsson, L. v. Beethoven (Sónata í D-dúr) og Vagn Holmboe. í kjallara: sýning á verkum eftir danska listamanninn. Carl-Henning Pedersen. í bókasafni og anddyri: myndskreytingar við ritverk H. C. Andersens. - Aðgöngumiðar seldir í kaffistofu nh. Verið velkomiit, Norræna húsið. SEAÐ GERAST, STRAKART’ —Landsfeðurskildirað borði ogsæng Nýr landsf undur tekur ákvörðunina Nýr landsfundur Samtakanna landsfundur hefði ákveðið að Sam- verður kvaddur saman ef horfur eru tökin hefðu ekki uppi skipulagða á kosningum og tekurhann ákvörðun starfsemi. Nýr landsfundur mundi um hvort Samtökin bjóða fram í kallaður saman fyrir næstu kosn- kosningunum. Magnús Torfi Ólafs- ingar. son formaður Samtakanna greindi „Annað liggur ekki fyrir,” sagði DB frá þessu í gær. MagnúsTorfi. Magnús Torfi sagði að síðasti _ - HH „Framsóknarráðherrarnir og Bene- dikt eru komnir. Ragnar Arnalds sást á flökti í miðbænum áðan. Aðrir hafa ekki sézt.” Þetta fengum við Hörður að heyra hjá kollegunum þegar við slógumst í hóp þeirra framan við Stjórnarráðið i Lækjargötu á ellefta tímanum i gær- morgun. Beðið var landsfeðranna. Hjú- skaparslit ríkisstjórnarinnar lágu í loft- inu. Allir vissu að kratarnir voru orðnir uppgefnir á sambúðinni. En spurningin var sú hvort þeir færu fram á skilnað að borði og sæng eða pottþéttan lög- skilnað strax. Það mundi skýrast á andlitsbjórnum. Magnús H. kom í hóp með Svavari og Hjörleifi. Hana nú. Boðaði það nú stórfréttir? Ætlaði krataráðherrann að samfylkja með Framsókn og Allaböllum á fund- inum og halda fast í stólinn sinn? „Eða eruð þið bara svona góðir vinir, strák- ar?” kallaði Gunni ljósmyndari á Vísi. Loks var orðið fullt hús hjá Ólafi Jó. Ljósmyndararnir ruddust inn og mynd- uðu samkunduna með tilheyrandi leifturljósum og smellum. „HaJdið þið að eitthvað sé að gerast, strákar mínir?” Ráðherra forsætis brosti út í annað á þann hátt sem hon- um er einum lagið. Hinir þögðu. Bjóða Samtökin fram? Skyndiflótti? Okkur var vísað á dyr og hurðin lok- aðist. Fréttamannaskarinn lagði undir sig alla ganga og sæti frammi. Og svo var beðið þess sem verða vildi. Einhver rak augun í að bílstjórinn hans Bene- dikts beið fyrir utan með bílinn í gangi. „Kannski einhverjir ættu að vera á vakt fyrir utan gluggana ef kratarnir ætla að leggja á skyndiflótta,” var ein uppástunga í hópnum. „Ólafur lætur þá líklega nota dyrnar í þetta sinn,” sagði annar. Á það var fallizt. Spennan magnaðist. Magnús Torfi, blaðafulltrúi landsfeðranna, birtist nokkrum sinnum og fór gustmikill um ganga með plögg í höndum. Svo gægðist Steingrímur fram rétt sem' snöggvast. „Þetta verða 15—20mínút- ur í viðbót.” Fréttaþyrstum hópnum létti við þær upplýsingar. „Nú eiga þeir eftir að fara í sturtu eftir leikinn,” heyrðist af gang- inum. „Það er ekki verra að spjalla við þá í búningsklefanum!” Enn bið. „Haltu mér — slepptu mér" Loksins opnaðist hurðin og út komu ráðherrar Allaballa og Framsóknar mínus Ólafur Jó. Þeir voru svekktir og sárir. Sérstaklega virtist Svavari og Steingrími heitt í hamsi. „Við skiljum ekki kröfugerð Alþýðuflokksins,” sagði Steingrímur. „Þeir biðja um lausn frá störfum í ríkisstjórninni, en krefjast jafnframt þingrofs og kosn- inga.” „Haltu mér, slepptu mér. Það er mottóið,” sagði Svavar. Og fréttagammarnir röktu garnirnar úr ráðherrunum. Kratarnir sáust hvergi. „Það er naumast að að þeim hefur verið saumað,” heyrðist í hópn- um. Loks birtist Kjartan. Hann virtist allt annað en öruggur með sig. Sambúðar- slit taka á taugarnar. Fréttagammarnir röðuðu sér í kringum Kjartan — og Benedikt sem rölti að í sömu andrá. „Okkar afstaða getur ekki verið ljós- ari,” sögðu þeir. „Það fer eftir við- brögðum hinna flokkanna hvert fram- haldið verður. En við höfum óskað eftir að fá lausn frá störfum, það er á hreinu.” Ólafur sjálfur Jó lagðist síðastur á skurðarborð pressunnar. Hann var einsog véfréttin í Delfi — og það ekki i fyrsta sinn. Einstakur karakter Ólafur. Eins sagnafár og hann kemst af með. „Jú, ekki neita ég því að yfirlýsing Alþýðuflokksins mætti vera ögn gleggri. En það verður enginn neyddur til setu í ríkisstjórn. Nei, nei. Hvernig líður mér? Mér líður vel. Veðrið er gott. Já, já, mér líður bærilega.” Þar með var lokið enn einni lotunni í hnefaleikasambúð landsfeðranna okkar. Henni lauk með skilnaði að borði og sæng. Lögskilnaðarvottorðið bíður eftir stimpli forsetans. En rifrild- ið um pólitískt innbú heimilisins er þegar hafið. Það endist ábyggilega eitt- hvað fram eftir vetri. Að minnsta kosti þar til kemur að þeim degi er snjóruðn- ingstæki hjálpa háttvirtum atkvæðum á kjörstað í snjóþungum héruðum. Já, og kannski verður jafnvel rifizt eitt- hvað pínulítið eftir það. - ARH „Þetta er fallegur bill, sama hvað þið segið, strákar,” sagði Ólafur þegar hann settist inn í „drossiuna” sfna eftir stjórnarfundinn. DB-myndir Hörður. samkundunni sem átti að hefjast klukkan hálfellefu. „Þarna kemur Ragnar!” kallaði ein- hver úr hópnum. Mikið rétt. Þar sást til menntamálaráðherrans ekki víðsfjarri pylsuvagninum í Austurstræti þar sem Guðmundur Jaki borðaði forðum smá- bjúgað er reddaði lífstötrinu í ríkis- stjórninni. Kannski Arnalds hafi fengið sér eina með sinnepi og hráum í „forbí- farten”? „Láttu ekki keyra yfir þig, Ragnar minn,” tautaði einhver sem stóð ná- lægt mér þegar útlit var fyrir að ráð- herrann ætlaði að snarast yfir götuna á rauðu ljósi. Hann sá að sér I tima og kaus græna ljósið. Svo tíndust þeir smám saman að, landsfeðurnir okkar, með mismunandi sannfærandi bros á „Loksins birtist Kjartan. Hann virtist allt annað en öruggur með sig. Sam- búðarslit taka á taugarnar.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.